Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 4
Íslandsmeistarar 2017 og 2018
Knattspyrna
KVK KK
2017 Þór/KA Valur
2018 Breiðablik Valur
Handknattleikur
KVK KK
2017 Fram Valur
2018 Fram ÍBV
Körfuknattleikur
KVK KK
2017 Keflavík KR
2018 Haukar KR
Blak
KVK KK
2017 HK HK
2018 Þróttur N KA
Íshokkí
KVK KK
2017 SA Esja
2018 SA SA
Hópfimleikar
KVK KK
2017 Gerpla Gerpla
2018 Stjarnan Gerpla
MEISTARAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Í „fræðunum“ er gjarnan talað um
erfiðara sé að verja bikara í hóp-
íþróttunum en að sækja þá. Þegar
lið er ríkjandi meistari þá er það í
þeirri stöðu að vera liðið sem öll önn-
ur lið í sama landi vilja vinna. Þetta
er þekkt stef í íþróttunum.
Nú þegar Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu er lokið er hægt að kíkja á
hvaða lið urðu Íslandsmeistarar í
hópíþróttum árið 2018. Þegar sex
hópíþróttagreinar eru skoðaðar hjá
báðum kynjum má sjá að fimm liðum
tókst að verja Íslandsmeistaratitil
sinn. Þau lið eru karlalið Vals í
knattspyrnu, kvennalið Fram í
handknattleik, karlalið KR í körfu-
knattleik, kvennalið SA í íshokkí og
karlalið Gerplu í hópfimleikum.
Sum þessara liða hafa raunar unn-
ið oftar en tvö ár í röð. Íslandsbikar-
inn í íshokkí kvenna hefur verið hjá
Skautafélagi Akureyrar síðan 2007
en Björninn vann árið 2006. Þá hefur
KR unnið Íslandsmót karla í körf-
unni síðustu fimm árin. Í hópfim-
leikum karla þarf að fara aftur til
2012 til að finna aðra sigurvegara en
Gerplu en þá var það Ármann.
Fimm tókst að
endurtaka leikinn
Titilvörnin gekk upp hjá liðum í
fimm hópíþróttagreinum Morgunblaðið/Eggert
Meistarar Valsmenn fagna sigri á Íslandsmótinu síðasta laugardag.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 26. október
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. október.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Vertu viðbúinn
vetrinum
–– Meira fyrir lesendur
Gamla markametið hans Pét-
urs Péturssonar í efstu deild
karla í knattspyrnu, 19 mörk, er
lífseigt eins og ég hef áður skrif-
að um á síðum þessa blaðs.
Metið á fertugsafmæli um þess-
ar mundir.
Andri Bjarna náði að jafna
metið í fyrra og hefur fjórum
leikmönnum tekist að jafna. En
þegar menn nálgast metið er
engu líkara en menn lendi í ein-
hvers konar álögum.
Talsverður tími er liðinn frá
því að leikjum var fjölgað í efstu
deild úr 18 í 22. Fyrir utan Andra
hefur enginn ógnað metinu
verulega frá því að leikjum var
fjölgað.
Nú í sumar hafa vafalaust ein-
hverjir talið að Hilmar Árni Hall-
dórsson myndi bæta metið þar
sem hann var kominn í ágæta
stöðu til þess þegar nokkrir leik-
ir voru eftir. Hinir sömu gleymdu
að gera ráð fyrir álögunum. Ein-
hverjir töldu að Patrick Pedersen
gæti slegið metið í lokaumferð-
inni með því að skora þrennu. En
hinir sömu gleymdu álögunum.
Menn sem jöfnuðu metið
fengu góð tækifæri til þess að
bæta það eins og rifjað hefur
verið upp í blaðinu í gegnum
árin. Þórður Guðjónsson fékk
heilan leik til þess í lokaumferð-
inni árið 1993. Samkvæmt því
sem fram kemur í bókinni Ís-
lensk knattspyrna átti hann til
að mynda skot í innanverða
stöngina. Andri brenndi af víti í
lokaumferðinni í fyrra en var á
þeim tíma með 18 mörk. Hið
nítjánda kom síðar í leiknum.
Einhvern tíma hlýtur þetta
markamet þó að falla en það er
stórmerkilegt hversu hár þrösk-
uldurinn er við 19 mörk. Hvað
ætli Þórólfur Beck hefði skorað
mörg hefði hann fengið 22 leiki?
40 mörk? 45 mörk?
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kristófer Acox, landsliðsmaður í
körfubolta, getur ekki spilað næstu
vikurnar vegna meiðsla sem hann
varð fyrir á æfingu franska liðsins
Denain. Kristófer er nýbúinn að
jafna sig á veikindum. Fréttablaðið
greindi frá þessu í gær.
Líklegt þykir að Kristófer geti
ekki spilað næstu þrjár vikurnar og
missir hann því af tveimur leikjum í
riðlakeppni frönsku deildarinnar
sem og fyrsta deildarleiknum í
frönsku B-deildinni. Kristófer togn-
aði illa á ökkla og er bæði marinn
og bólginn að sögn Fréttablaðsins.
Kristófer er að hefja sitt fyrsta
keppnistímabil í Frakklandi en
hann er uppalinn í KR og varð Ís-
landsmeistari 2017 og 2018. Krist-
ófer hefur þó áður leikið erlendis
en hann lék í fjögur ár með nokkuð
sterku liði Furman-háskólans í
bandaríska NCCA-körfuboltanum.
Þá var hann um tíma á skammtíma-
samningi hjá liði Star Hotshots á
Filippseyjum fyrir ári.
Elvar Már Friðriksson er sam-
herji Kristófers hjá Denain.
Morgunblaðið/Hari
Meiddur Kristófer fer varlega í troðslurnar á næstunni.
Kristófer Acox
meiddist á ökkla
SR-ingar fögnuðu sigri gegn Birn-
inum í vikunni í fyrsta leik Hertz-
deildar karla í íshokkí á þessu
keppnistímabili. SR-ingar hafa
væntanlega fagnað vel og lengi í
Skautahöllinni í Laugardalnum. Ef
að er gáð þá var bið Skautafélags
Reykjavíkur eftir sigri á Íslandsmóti
karla orðin býsna löng.
Á síðasta keppnistímabil tefldi lið
SR fram ungum leikmönnum og
leikmannahópurinn var þunnskip-
aður. Fór raunar svo að liðið neydd-
ist til að gefa tvo leiki. SR fór í gegn-
um síðasta tímabil án sigurs og því
þarf að fara aftur í keppnistímabilið
2016-2017 til að finna síðasta sigur-
leik hjá liðinu.
Síðasti sigur SR, þar til á þriðju-
daginn, kom hinn 25. nóvember
2016. Var þá einnig leikið gegn Birn-
inum í Laugardalnum og sigraði SR
2:0 og skoraði Robbie Sigurðsson
bæði mörkin.
SR hafði tapað þrjátíu og sex
leikjum í röð á Íslandsmótinu. Tutt-
ugu og fjórum síðasta vetur og síð-
ustu tólf veturinn 2016-2017. Byrjun
liðsins á þessu keppnistímabili bend-
ir til þess að nú gæti liðið verið að ná
vopnum sínum. kris@mbl.is
Biðin eftir sigri var löng hjá SR
22 mánuðir á
milli sigurleikja í
Íslandsmótinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Viktor Kristjónsson lætur vaða á mark Bjarnarins á þriðjudaginn.