Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.2018, Qupperneq 1
Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Akraneskaupstaður er sveitarfélag í sókn og ætlar að fjölga atvinnutækifærum og stuðla ennfrekar að atvinnuþróun og nýsköpun í bæjarfélaginu. Kaupstaðurinn auglýsir tímabundna stöðu verkefnastjóra til tveggja ára lausa til umsóknar. Starfið sem um ræðir er fjölbreytt og fyrir framsækinn og kraftmikinn einstakling. Hlutverk verkefnastjóra er að sinna atvinnumálum fyrir bæjarfélagið og styðja bæjarstjóra í málaflokknum. Verkefnastjóri mun einnig sinna verkefnastjórnun á öðrum sviðum sem stuðla að framþróun bæjarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 30. september næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, baejarstjori@akranes.is. Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknum fylgi ítarleg ferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með sjö þúsund íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæðni, metnaður og víðsýni. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Innleiðing og stýring verkefna. • Leiða vinnu við endurnýjun atvinnustefnu Akraneskaupstaðar. • Kynna Akraness sem vænlegan kost til atvinnuuppbyggingar. • Samstarf og samskipti við fyrirtæki, einstaklinga og hagsmunasamtök. • Gagnavinnsla og úttektir um stöðu atvinnumála á Akranesi. Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. • Vottun í aðferðarfræði verkefnastjórnunar er kostur. • Framsetningar og greiningarhæfni á rekstri og öðrum gögnum. • Mikil skipulags- og samskiptahæfni. • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð. • Jákvætt viðmót og frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Erum við að leita að þér? Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Akraneskaupstað Verslunarstjóri KRUMMA ehf. í Grafarvoginum óskar eftir verslunarstjóra, sem sér um verslunina, lager, netverslun og að hluta til um símann. KRUMMA ehf er 32 ára gamalt iðnfyrirtæki/heildsala/ leikfangaverslun. Upplýsingar um starfið: elin@krumma (ekki í síma)        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391  Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Laus störf hjá Kópavogsbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.