Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 4

Morgunblaðið - 03.11.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Meðferðarheimilið í Krýsuvík Meðferðarheimilið í Krýsuvík er að leita sér að ráðgjafa til að halda utan um karlkyns- grúppu. Þetta er 100 % starf. Æskilegt að viðkomandi hafi lokið námi í Ráðgjafaskóla Íslands. Reynsla af ráðgjöf er góður kostur, góðir samskipta- og samstarfs- hæfileikar einnig og edrú lágmark 3 ár. Umsóknarfrestur til 9. nóvember 2018. Upplýsingar gefur kristbjorg@krysuvik.is sími 8476757. Meðferðarheimilið í Krýsuvík auglýsir eftir matráði, unnið er á kokkavöktum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu á stóru heimili, sé með góða sam- starfshæfileika og jákvæð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur til 9. nóvember 2018 Upplýsingar gefur : kristjorg@krysuvik.is sími :8476757 Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst: - Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt. - Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi. - Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín. Helstu verkefni og ábyrgð Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga. Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 347/2007. Hæfnikröfur - Iðnmenntun og/eða háskólamenntun kostur. - Gott vald á íslensku, talaðri sem ritaðri. - Góð kunnátta í ensku nauðsynleg. - Gott viðmót, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. - Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum. - Góð kunnátta og færni á tölvur og helstu forrit s.s. word, excel og Lotus notes. - Samviskusemi, stundvísi og vandvirkni. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Sækja skal um starfið merkt “Störf fangavarða á Hólmsheiði” á heimasíðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir 15. nóvember nk. Áætlað er að þeir umsækjendur sem fá starfstilboð geti hafið störf 1. janúar 2019 eða fljótlega eftir það. Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir saka- vottorði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 15.11.2018. Nánari upplýsingar veitir Halldór Valur Pálsson, HalldorValur@fangelsi.is, 520 5063. Jakob Magnússon, Jakob@fangelsi.is, 520 5000. FMS Fangelsið Hólmsheiði, Nesjavallaleið 9. Fangaverðir Fangelsismálastofnun auglýsir eftir 4 fangavörðum til framtíðarstarfa í Fangelsinu Hólmsheiði Atvinna Set röraverksmiðja Set ehf. | Eyravegur 41 | 800 Selfoss | Sími: 480 2700 | set@set.is | www.set.is Við leitum að einstaklingi til starfa við kynningar- og markaðssvið fyrirtækisins. Um er að ræða framtíðarstarf við fjölbreytt verkefni tengd kynningu fyrirtækisins á innlendum og erlendum markaði. • Uppsetning og hönnun á prentuðu kynningarefni. • Innsetning og uppfærsla á efni fyrir vefsíðu. Helstu viðfangsefni starfsins eru: Áhugasamir sæki um fyrir 1. desember nk. Eingöngu er tekið við umsóknum á vef Set; set.is/atvinna.                       !   "       # er á staðnum. $ %& & ' (     )   *   • Hafa góða þekkingu og reynslu af CMS kerfum á borð við Wordpress. • Gott auga fyrir útliti og uppsetningu á texta og myndum. • Sveigjanleiki og færni í samvinnu við aðra. • Gott vald á bæði ritaðri og talaðri enskri og íslenskri tungu. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur: • Ferilskrá. • Ferilmappa með samantekt af fyrri verkum. • Mynd af umsækjanda. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:  1 ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í vikunni kynnti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra áherslur formennskuárs Íslendinga á sviði menningarmála. Ísland tekur við for- mennsku í Norðurlanda- ráði í byrjun næsta árs og var áætlun Ís- lands því við- víkjandi kynnt í heild sinni á þinginu. Áætl- un byggist á þrennu: Ungt fólk á Norður- löndum, Sjálfbær ferða- mennska í norðri og Hafið – blár vöxtur í norðri. UNESCO í brennidepli „Viðfangsefni okkar á menningarsviðinu tengjast áherslunni á ungt fólk á Norðurlöndunum, þannig eru Menntun fyrir alla og Plat- form-Gátt umfangsmikil verk- efni á sviðum menntunar og lista fyrir ungt fólk. Á þessu ári förum við einnig með for- mennsku í norrænu barna- og ungmennanefndinni NOR- DBUK en eitt af markmiðum hennar er að efla samtakamátt og þátttöku ungs fólks á Norð- urlöndunum í samfélagslegum verkefnum og lýðræðis- ferlum,“ sagði Lilja Dögg að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Einnig verða skipulagðar tvær ráðstefnur þar sem mál- efni UNESCO verða í brenni- depli, og gert átak í að efla fjölmiðlun sem tæki gegn fals- fréttum og upplýsingaóreiðu. Það verkefni á sér rót í for- mennsku Svía á þessu ári. Í íþróttamálum er ráðgert að skipuleggja hliðarviðburði á stórri ráðstefnu íslensku for- mennskunnar næsta haust um #metoo-byltinguna. Ísland leggur áherslu á tungumálasamstarf í for- mennsku sinni og hyggst ráð- herra kanna hvort tímabært sé að endurskoða málstefnu Norðurlanda: „Mikilvægt er einnig að sjónarhorn ungs fólks komi af fullum þunga inn í umræður um áherslur í nor- rænu tungumálasamstarfi. Í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi fyrir árin 2019-2021 er sérstök áhersla lögð á þátttöku og samræðu ungs fólks um mennta- og menningarmál og heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna,“ segir í fréttatilkynningu. Á fundinum var einnig tekin ákvörðun um sameiginlega menningarkynningu Norður- landanna, hliðstæða Nordic Cool sem fram fór í Washing- ton 2013 og Nordic Matters í Lundúnum 2017. Menningar- samstarf af því tagi hefur ver- ið kveikja að fjölmörgum há- tíðum og listverkefnum á Norðurlöndunum. Norræn sendinefnd mun kynna til- lögur sínar að staðsetningu þriðju menningarkynning- arinnar um miðjan nóvember. AFP Noregur Hjólað til framtíðar á Karls Johansötu í Óslóarborg. Málstefna og átak gegn falsfréttum  Ísland leiðir norræna stefnu Ekki seinna en um næstu áramót þarf grunnörorkulíf- eyrir að hækka verulega. Samhliða því verður svo að afnema ákvæði um sérstaka framfærsluuppbót og setja aldurstengda uppbót ofan á grunnlífeyri. Þetta segir í ályktun fulltrúaráðsfundar landssamtakanna Þroska- hjálpar sem haldinn var um síðustu helgi. Í greinargerð með ályktun- inni segir að mánaðarlegar greiðslur frá Trygginga- stofnun til þeirra öryrkja sem ekki hafi neinar aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga séu nú 240 þús. kr. og ráðstöfunartekjur 205 þús. kr. Þeir sem búa einir, sem eru um það bil 30% öryrkja, fá til viðbótar svokallaða heimilisuppbót. Greiðslur til þeirra eru þá 300 þús. kr. og ráðstöfunartekjur 243 þús. kr. „Með tilkomu framfærslu- uppbótar sem tryggði öllum lágmarksgreiðslu hvarf í raun og veru að mestu leyti sá sérstaki stuðningur sem aldurstengda uppbótin átti að veita þeim sem urðu öryrkjar ungir og áttu þar af leiðandi lítinn sem engan rétt hjá líf- eyrissjóðum auk þess sem eignastaða þeirra var yfirleitt allt önnur og verri en al- mennt gerist um fólk á sama aldri. Skerðingarhlutfall framfærsluuppbótar er 100% og frítekjumark er ekkert þannig að vegna hverrar krónu sem viðkomandi aflar skerðist sama fjárhæð, það er með svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu,“ segir í ályktun Þroskahjálpar. Morgunblaðið/Eggert Mannlíf Ungar stúlkur úti að labba með hundinn sinn. Bætur og aldurs- tengd uppbót hækki  Aldursstuðningur er horfinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.