Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 03.11.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2018 Fundir/Mannfagnaðir Sjómannafélag Íslands Framboðsfrestur Vegna kjörs stjórnar, stjórnar matsveinadeildar og trúnaðarmannaráðs. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl. 12.00 mánudaginn 19. nóvember 2018 á skrifstofu félagsins, Skipholti 50d. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Íslands Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Langirimi 21-23, Reykjavík, fnr. 222-8703, þingl. eig. Banh Mi ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Íslandsbanki hf., miðvikudag- inn 7. nóvember nk. kl. 10:00. Maríubaugur 69, Reykjavík, fnr. 225-8332, þingl. eig. Viðar Már Friðfinnsson, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Olíudreifing ehf., miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 11:00. Njálsgata 52B, Reykjavík, fnr. 200-8160, þingl. eig. Viðar Haraldsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 14:00. Njálsgata 52C, Reykjavík, fnr. 200-8161, þingl. eig. Viðar Haraldsson, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 14:15. Þorláksgeisli 1, Reykjavík, fnr. 227-8035, þingl. eig. Ólafur Snævar Aðalsteinsson og Anna Rakel Aðalsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 2. nóvember 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Tindar 3, Reykjavík, fnr. 208-5369, þingl. eig. HDL ehf., gerðar- beiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Arion banki hf., fimmtudag- inn 8. nóvember nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 2. nóvember 2018 Tilboð/útboð Reykjavíkurborg Innkaupadeild Borgartún 12-14, 105 Reykjavík Sími 411 1042 / 411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Rammasamningur um skipulagðan akstur fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar EES útboð nr. 14346. • Hverfið mitt 2018 austurhluti, heit vaðlaug í Grafarvoglaug útboð nr. 14362. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ÚTBOÐ Nauðungarsala *Nýtt í auglýsingu *20842 Tölvuvagnar fyrir Landspítala. Ríkiskaup f.h. Landspítala óska eftir tilboðum í tölvuvagna/Computer Carts. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum á www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 6. desember 2018 kl. 10:00 hjá Ríkiskaupum. *20850 Skógarplöntur fyrir Skógræktina, Landgræðslu ríkisins og Hekluskóga. Ríkiskaup, fyrir hönd Skógræktarinnar, Land- græðslu ríkisins og Hekluskóga, óska eftir tilboðum í 6.286.750 skógarplöntur. Heimilt er að bjóða í einstaka flokka útboðsins og í hluta tegundar í sömu bakkagerð. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum á www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 6. desember 2018 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum. *20736 RS Prentun. Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum á samningstíma standa fyrir þessu útboði vegna innkaupa á prentgripum. Útboðinu er skipti í þrjá flokka: 1) Skrifstofuvörur; bréfsefni, umslög, nafnspjöld o.fl., 2) Skýrslur og bæklingar, 3) Bækur, kiljur og plaköt. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á www.rikiskaup.is fyrir lok dags, þriðjudaginn 6. nóvember. Opnun tilboða 11. desember 2018 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum. Geðheilsuteymi HH austur - Leigu- húsnæði 20864 – Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir Geðheilsuteymi HH austur. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á lang- tímaleigu til 8 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu, gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði. Geðheilsuteymi austur er þjónustustofnun fyrir almenning. Geðheilsuteymið er 2. stigs geðheilbrigðis- þjónusta á vegum Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Lykilþættir í starfsemi teymisins eru að það sé þverfaglegt og í nærumhverfi notenda. Því skiptir staðsetning húsnæðisins þ.e. miðlægt í þjónustusvæði, í nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval. Teymið sinnir íbúum í eftirfarandi póstnúmerum; 109 Breiðholt, 110 Árbær, 111 Breiðholt, 112 Grafar- vogur, 113 Grafarholt og 116 Kjalarnes (ásamt Re- ykjavík dreifbýli). Seinna mun Mosfellsbær bætast við með 270 Mosfellsbær og 271 Mosfellsbær dreifbýli. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 422 fermetrar. Húsnæðið er þjónustuhúsnæði fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Æskilegast er að það sé á einni hæð. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heima- síðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is á mánu- daginn, 5. nóvember 2018. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið til- lit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggi, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum. Fyrirspurnir varðandi verkefni Geðheilsuteymi HH austur skulu sendar á netfangið www.utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út 15. nóvember 2018 en svarfrestur er til og með 19. nóvember 2018. Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Merkja skal tilboðin; nr. 20864 – Geðheilsuteymi HH austur - Leiguhúsnæði. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undan- skilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 6a. gr. Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að inni- halda eftirfarandi upplýsingar:  Afhendingartíma húsnæðis  Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og tillöguteikningar  Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu,  Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð  Húsgjöld  Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða  Tilvísun í gildandi aðalskipulag  Úttektarskýrsla á viðurkenndum myglu- mælingum frá óháðum aðila ÓSKAST TIL LEIGU Til leigu Raðauglýsingar Bæjarráð Fjarðabyggðar mót- mælir í ályktun sem samþykkt var í vikunni harðlega boðaðri aukagjaldtöku, í formi 10% hækkunar á heildartekjum út- gerðar, sem lögð verði á upp- sjávarstofna, umfram aðrar tegundir sjávarfangs, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi um veiðigjöld sem nú er í með- förum Alþingis. „Með því að hækka heildar- tekjur um 10% getur reikni- stofn veiðigjalds hækkað allt að 50 til 60% sem þýðir í raun að skattstofn er í raun milli 46 og 66% á uppsjávartegundir en ekki 33% eins og boðað er á aðrar fisktegundir,“ segir bæjarráð í ályktun sinni. Þar er minnt á að í Fjarðabyggð séu starfrækt þrjú stór og öfl- ug sjávarútvegsfyrirtæki sem hafi fjárfest mikið í uppbygg- ingu og skipakosti í tengslum við veiðar á uppsjávaraf- urðum. Fyrirtæki þessi séu máttarstólpar og leggi mikið til íslensk samfélags í formi skatta og verðmætasköpunar til útflutnings. Sé það vilji stjórnvalda að leggja á veiði- gjöld hljóti að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og ekki sé tekin út ein grein sjávarútvegs og lögð á hana aukin gjöld um- fram aðrar að ógleymdu þeirri miklu óvissu sem nú ríkir varðandi stöðu loðnu- og makrílstofnsins. Fjárfestingar dragast saman „Slíkt mun verða til þess að fjárfestingar og frekari upp- bygging í uppsjávariðnaði muni dragast saman. Þá minn- ir bæjarráð á fyrri bókanir sín- ar um veiðigjöld og þá eðlilegu kröfu að veiðigjöld séu sann- gjörn og í takt við afkomu sjávarútvegsins hverju sinni. Einnig ítrekar bæjarráð þá af- stöðu sína að viðkomandi sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í veiðigjöldum í ljósi þeirra fjárfestinga sem við- komandi sveitarfélög hafa lagt út í og hvaðan þessi útflutn- ingsverðmæti koma,“ segir bæjarráð. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjarðabyggð Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Gjöldum mótmælt  Hækka á skatta á uppsjávar- stofna  Jafnræðis verði gætt Birkir Fanndal birkir@fanndal.is Nú í vikunni var þekkingar- setur í Reykjahlíð í Mývatns- sveit formlega opnað sem hlaut nafnið Mikley. Starf- semin er undir sama þaki og skrifstofa Skútustaðahrepps og þar er góð vinnuaðstaða fyrir 10 manns. Það mun hýsa fólk úr ólíkum áttum, til dæm- is námsmenn, sjálfstætt starf- andi einyrkja og stofnanir. Starfsemi er komin á skrið nú þegar. Forstöðumaður er Arn- þrúður Dagsdóttir í Garði. Við athöfnina í dag gerði Helgi Héðinsson oddviti grein fyrir aðdraganda þessa merka áfanga í atvinnumálum Mývatnssveitar. Vel var mætt til þessa merka viðburðar bæði heima- fólk og lengra að komnir, enda margir lagt hér hönd á plóg. Nafnið Mikley hefur sterka sögulega skírskotun til menningarlífs Mývatns- sveitar. Eyjan er sú stærsta í Mývatni og er miðsvæðis, þar komu menn gjarnan saman til skrafs fyrr meir þegar ís var á vatninu og skautar hrað- skreiðasta farartækið. Það var Ásta Kristín Benedikts- dóttir á Arnarvatni sem kom með tillögu að þessu nafni á þekkingarsetrið og þykir það vera vel við hæfi. Mikley opnuð í Mývatnssveit  Þekkingarsetur í Reykjahlíð Morgunblaðið/Birkir Fanndal Opnun Helgi Héðinsson klippir borða með Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra. Alls 206.700 manns á aldr- inum 16 til 74 ára voru að jafnaði á vinnumarkaði á þriðja fjórðungi líðandi árs, skv. nýjum tölum frá Hag- stofunni. Af þeim voru 202.200 starfandi og 4.500 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 82,4%, hlutfall starfandi 80,6% en atvinnuleysi 2,2%. Atvinnulausar konur voru 2.200 og var atvinnuleysi í þeirra hópi 2,3%. Atvinnu- lausir karlar voru 2.300 eða 2,0%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 1,5% utan þess. Samanborið við þriðja ársfjórðung á síðasta ári fjölgaði starfandi fólki um 7.900 og hlutfall starfandi af mannfjölda jókst um 0,4%. Fjöldi atvinnulausra jókst lítið eitt á milli ára eða rétt um 200 manns en hlutfall þeirra af vinnuafli stóð í stað. Atvinnuleysi mælist 2,2%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.