Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 1
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
ÍÞRÓTTIR
Fótbolti Sara Björk landsliðsfyrirliði er staðráðin í að vera upp á sitt besta eftir vetrarhlé á seinni hluta
leiktíðarinnar með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. Verður frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla. 2
Íþróttir
mbl.is
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Hinn 19 ára gamli Skagamaður, Arnór
Sigurðsson, varð í gærkvöld þriðji ís-
lenski knattspyrnumaðurinn til þess
að skora í Meistaradeild Evrópu. Arn-
ór skoraði ágætt mark fyrir CSKA
Moskvu þegar hann jafnaði metin
gegn Roma, 1:1, snemma í seinni hálf-
leik en Roma fór með sigur af hólmi,
2:1.
Gestirnir frá Roma léku reyndar
manni fleiri síðustu 35 mínútur leiksins
eftir að Hörður Björgvin Magnússon
fékk að líta sitt annað gula spjald, og
þar með rautt, fyrir tæklingu. Fyrra
spjaldið fékk hann fyrir að handleika
knöttinn í fyrri hálfleik. Skömmu eftir
að Herði var vikið af velli skoraði
Roma markið sem réð úrslitum.
Tapið breytir þó ekki þeirri stað-
reynd að Arnór er orðinn langyngsti
Íslendingurinn til að skora í riðla- eða
útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Raunar hafa aðeins markahrókarnir
Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð
Finnbogason skorað í þessari sterk-
ustu félagsliðakeppni heims, nema að
horft sé einnig til forkeppninnar þar
sem mun fleiri Íslendingar hafa auðvit-
að skorað. Eiður skoraði 25 ára gamall
fyrir Chelsea gegn Lazio haustið 2003,
fyrsta mark sitt af sjö í keppninni, og
Alfreð skoraði eina mark sitt í Meist-
aradeildinni gegn Arsenal, 26 ára gam-
all með Olympiacos árið 2015.
Arnór varð yngstur Íslendinga til að
spila í Meistaradeildinni nú í haust,
þegar hann sló Kolbeini Sigþórssyni
við en Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í
keppninni 21 árs. Arnór hefur nú leikið
fjóra leiki í keppninni, eftir að hann var
keyptur frá Norrköping í sumar. Hann
hefur komið hratt inn á sjónarsviðið en
Arnór lék sinn fyrsta leik fyrir U21-
landsliðið í september síðastliðnum.
Hann var ekki valinn í A-landsliðið fyr-
ir leikina við Frakkland og Sviss í síð-
asta mánuði en gæti fengið tækifæri í
hópnum sem Erik Hamrén landsliðs-
þjálfari tilkynnir á morgun, fyrir leiki
við Belgíu og Katar um miðjan mán-
uðinn.
Arnór komst í fámennan hóp
Mun yngri en Eiður með fyrsta mark
AFP
Mark Arnór Sigurðsson, lengst til hægri, stendur keikur eftir að hafa komist á blað í Meistaradeildinni.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þessi hópur er skipaður yngri leik-
mönnum en stundum áður og kemur það
meðal annars til af meiðslum nokkurra
reyndra kvenna,“ sagði Axel Stefánsson,
landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik,
í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann
hafði þá tilkynnt val á 16 leikmönnum
sem hann ætlar að tefla fram í þremur
leikjum í forkeppni heimsmeistaramóts-
ins sem fram fer í lok nóvember og byrj-
un desember í Skopje í Makedóníu.
Eins og kemur fram annars staðar hér
á síðunni er hin leikreynda Karen Knúts-
dóttir úr Fram ristarbrotin. Auk hennar
gátu Birna Berg Haraldsdóttir og Rut
Arnfjörð Jónsdóttir, sem báðar leika
með dönskum félagsliðum, ekki gefið
kost á sér vegna meiðsla. Skarð er sann-
arlega fyrir skildi í landsliðshópnum sem
þar að auki hefur tekið miklum manna-
breytingum á síðustu árum.
„Ég er alveg viss um að hópurinn sem
ég hef valið er sá sterkasti sem völ er á
um þessar mundir. Ég treysti leik-
mönnum fullkomlega til þess að fara í
leikina og gera það gott. Verkefnið er
verðugt og spennandi,“ sagði Axel í gær.
Fyrrgreind forkeppni fer fram í
Skopje 30. nóvember, 1. og 2. desember.
Auk landsliða Íslands og Makedóníu bí-
tast landslið Aserbadsjan og Tyrklands
um eitt sæti sem gefur þátttökurétt í um-
spilsleikjum um keppnisrétt á HM. Um-
spilsleikirnir verða háðir í júní.
Íslenski landsliðshópurinn heldur til
Noregs til æfinga 19. nóvember og verð-
ur ytra í nærri viku við æfingar auk þess
sem hann leikur við landslið Kína 20.
nóvember og norska landsliðið tveimur
dögum síðar. Í Noregi dvelur landsliðið í
boði norska handknattleikssambandsins
og Alþjóðahandknattleikssambandsins
sem vinnur um þessar mundir að þróun-
arverkefni í samstarfi við kínverska
handknattleikssambandið.
„Við komum heim til Íslands og verð-
um í nokkra daga hér við undirbúning
áður en farið verður til Makedóníu. Til
viðbótar þá leikur B-landsliðið okkar við
færeyska landsliðið hér heima helgina
24. og 25. nóvember svo það er nóg fram
undan,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik kvenna.
A-landsliðið skipa eftirtaldir leikmenn:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Boden
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV
Aðrir leikmenn:
Sigríður Hauksdóttir, HK
Andrea Jacobsen, Kristianstad
Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen
Lovísa Thompson, Val
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi
Díana Dögg Magnúsdóttir, Val
Thea Imani Sturludóttir, Volda
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi
Morgunblaðið/Eggert
Heit Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er langmarkahæst í Olís-deildinni.
Verðugt og spennandi
Axel hefur valið hópinn sem fer til Skopje í forkeppni HM
Karen Knútsdóttir, fyrirliði
íslenska landsliðsins í hand-
knattleik, leikmaður Íslands-
meistara Fram, er með brot í
annarri ristinni og leikur
ekki með Fram á ný fyrr en í
byrjun næsta árs. Karen
staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið í gær. Karen
meiddist í viðureign HK og
Fram 15. október og í fyrstu
var ekki ljóst hvers eðlis
meiðslin væru. Hún gerði til-
raun til að leika með Fram
gegn ÍBV í vikunni eftir HK-
leikinn en fann fljótt að það
gekk ekki. „Ég var bara á
annarri og útilokað að harka
eitthvað af sér,“ sagði sagði
Karen við Morgunblaðið í
gær.
„Batinn var hægur og eftir
að ég hitti lækni á mánudag
var staðfest að um brot væri
að ræða,“ sagði Karen sem
verður með aðra ristina í
spelku næsta mánuðinn.
„Tímasetningin á fyrsta
broti mínu á ferlinum er
mjög slæm. Þetta er ömur-
legt. Missi af mörgum leikj-
um með Fram og síðan und-
ankeppni HM með lands-
liðinu í lok þessa mánaðar.
Það er hrikalega leiðinlegt
að missa af leikjunum í und-
ankeppni HM. Við höfum lagt
mikla vinnu í undirbúninginn
um langt skeið en ég veit að
stelpurnar klára verkefnið
án mín,“ sagði Karen von-
svikin og skyldi engan undra.
Karen sleit hásin í byrjun
tímabilsins í fyrra og var
lengi frá keppni af þeim sök-
um. Hún mætti þá öflug til
leiks þegar á leið tímabilið og
fór á kostum í úrslitakeppn-
inni en að henni lokinni
hampaði Fram-liðið Íslands-
bikarnum.
Hlé verður gert á keppni á
Íslandsmótinu 18. nóvember.
Þráðurinn verður tekinn upp
8. janúar og þá stefnir Karen
á að verða tilbúin í slaginn
með stöllum sínum í Fram.
iben@mbl.is
Karen ristarbrotin
Morgunblaðið/Eggert
Meidd Karen Knútsdóttir í leik gegn Svíþjóð í lok september.