Morgunblaðið - 08.11.2018, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs-
fyrirliði í knattspyrnu, þarf að taka
því rólega næsta mánuðinn eða svo
vegna meiðsla. Sara meiddist á æf-
ingu í Madrid í lok síðasta mánaðar,
fyrir seinni leik Wolfsburg og Atlé-
tico Madrid þar sem Wolfsburg
tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu með afger-
andi hætti.
„Þetta er tognun á sin utan á
leggnum. Þeir segja að þetta taki 4-6
vikur. Maður þarf að fara varlega svo
að það rifni ekki neitt. Ég hef ekkert
brjálæðislegar áhyggjur af þessu en
þarf að taka því rólega og vonast eft-
ir því að vera góð eftir fjórar vikur,“
segir Sara við Morgunblaðið.
Líkt og síðustu tvö ár hefur Sara
átt fast sæti í byrjunarliði Þýska-
landsmeistaranna í öllum keppnum í
haust. Eftir að verið studd af velli
vegna hásinarmeiðsla í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu í Kiev í maí
hafði hún náð góðum bata. „Ég er
mjög góð í hásinunum og hef ekki
fundið neitt fyrir þeim. Þetta er því
bara eitthvað annað sem kom upp,“
segir Sara.
Allt í blóma hjá Wolfsburg
Hún lék sína fyrstu leiki eftir há-
sinarmeiðslin með íslenska landslið-
inu í byrjun september, og lék alls
tólf leiki í september og október.
Wolfsburg hefur gengið allt í haginn
og unnið fyrstu átta leiki sína í þýsku
1. deildinni og er þegar komið með
sjö stiga forskot á næsta lið, Bayern
München. Þá hefur liðið slegið út tvo
andstæðinga í Meistaradeildinni, Þór/
KA samtals 3:0 og Atlético samtals
10:0. Á morgun ræðst hvaða liði
Wolfsburg mætir í 8-liða úrslitum en
þau verða ekki leikin fyrr en í seinni
hluta mars. Tveggja mánaða vetr-
arhlé er í þýsku deildinni frá 15. des-
ember, og þá spilar íslenska lands-
liðið ekki fleiri leiki á þessu ári, svo
þessi tímapunktur er ef til vill skárri
en margir aðrir til að meiðast:
„Það má segja það. Þetta er ekki
hápunktur tímabilsins eða slíkt, og
við erum búnar að vera að spila góða
og mjög erfiða leiki. Við komumst
áfram í Meistaradeildinni og þar eru
engir leikir fram undan á næstunni.
Við erum líka með góðan og sterkan
hóp og eigum að geta spjarað okkur
ef við spilum áfram eins og við höf-
um verið að gera. Auðvitað langar
mig að vera með og spila alla leiki,
en ég þarf að vera þolinmóð. Ég verð
orðin 100 prósent klár í byrjun jan-
úar og mun einbeita mér að því að
vera alveg frísk á seinni hluta tíma-
bilsins. Það er aðalatriðið,“ segir
Sara, sem í gegnum tíðina hefur nán-
ast aldrei misst af leik vegna meiðsla,
þar til á þessu ári:
„Maður hefur oft fengið eitthvað
smávægilegt en spilað í gegnum það.
En stundum segir líkaminn stopp.
Við vorum búnar að vera að spila
þrjá leiki í viku, þrjár vikur í röð,
þegar ég meiddist núna svo álagið
var búið að vera ágætlega mikið. En
ég er líka búin með dágóðan skammt
af meiðslum frá því þegar ég var
yngri, frá í tvö ár vegna krossbands-
slita, og svo þessi hásinarmeiðsli. Ég
reyni að hugsa eins vel um mig og ég
get en svona getur alltaf gerst,“ segir
Sara. Hún á þjáningarsystur í sviss-
nesku landsliðskonunni Löru Dicken-
mann sem verður mun lengur frá
keppni eftir að hafa slitið krossband í
hné. „Við erum hins vegar með stór-
an hóp hjá Wolfsburg, yfir 20 fríska
leikmenn sem eru allir nógu góðir til
þess að spila stóra leiki,“ segir Sara.
Spennandi upphaf í landsliðinu
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson
var í síðasta mánuði ráðinn þjálfari
íslenska kvennalandsliðsins en ekki
er orðið ljóst hvenær fyrsti leikur
undir hans stjórn verður:
„Ég hef ekki hitt hann enn en við
höfum rætt aðeins saman og þetta er
bara spennandi, nýtt upphaf. Það eru
æfingar núna um helgina fyrir leik-
menn sem spila á Íslandi en svo
reikna ég með að við nýtum okkur
janúar til þess að slípa okkur sam-
an,“ segir Sara sem verið hefur
landsliðsfyrirliði frá því að Margrét
Lára Viðarsdóttir dró sig í hlé vegna
meiðsla og barneigna. Sara á að baki
120 A-landsleiki og hefur skorað í
þeim 19 mörk.
Morgunblaðið/Eggert
Stíf leikjadagskrá Frá og með því að Sara Björk lék gegn Þýskalandi í byrjun september, í fyrsta leik eftir meiðsli, lék hún alls 12 leiki á 57 dögum.
Einbeitt á næsta ár
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk verður frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla
Álagið verið mikið síðustu vikur Ekki versti tímapunkturinn til að meiðast
Meistaradeild Evrópu
G-RIÐILL:
CSKA Moskva – Roma ............................ 1:2
Arnór Sigurðsson skoraði mark CSKA
og lék fram á 64. mínútu. Hörður Björgvin
Magnússon fékk rautt spjald á 56. mínútu.
H-RIÐILL:
Valencia – Young Boys ............................ 3:1
Sex leikjum var ólokið þegar Morgun-
blaðið fór í prentun í gærkvöld.
Danmörk
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
SönderjyskE – Esbjerg ........................... 1:2
Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leik-
mannahópi SönderjyskE.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
RN Löwen – Montpellier .................... 37:27
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 11
mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson
2.
Staðan: Barcelona 10, RN Löwen 10, Var-
dar 10, Vive Kielce 8, Veszprém 6, Meshkov
Brest 4, Montpellier 1, Kristianstad 1.
Þýskaland
A-deild kvenna:
Dortmund – Buxtehuder .................... 28:23
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1
mark fyrir Dortmund.
Spánn
Barcelona – La Rioja........................... 45:31
Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir
Barcelona.
Frakkland
Dunkerque – Cesson-Rennes............. 25:17
Geir Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir
Cesson-Rennes.
Toulon – Brest Bretagne.................... 26:29
Mariam Eradze var ekki á meðal marka-
skorara Toulon.
Danmörk
Lemvig – Aalborg................................ 23:33
Janus Daði Smárason skoraði 7 mörk
fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 6.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Kolding – Bjerringbro/Silkeborg..... 27:27
Ólafur Gústafsson skoraði 1 mark fyrir
Kolding.
A-deild kvenna:
Ajax – Odense ...................................... 20:26
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 1 mark
fyrir Ajax.
Aarhus United – Köbenhavn ............. 20:28
Birna Berg Haraldsdóttir hjá Aarhus er
frá keppni vegna meiðsla.
Svíþjóð
Kristianstad – Ystad ........................... 26:23
Teitur Einarsson skoraði 9 mörk fyrir
Kristianstad, Ólafur A. Guðmundsson 1 en
Arnar Freyr Arnarsson ekkert.
Alingsås – Sävehof ...............................38:32
Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í
marki Sävehof.
Noregur
Elverum – Fyllingen ........................... 31:29
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4
mörk fyrir Elverum og Þráinn Orri Jóns-
son 3.
HANDBOLTI
Dominos-deild kvenna
Skallagrímur – Haukar........................ 67:53
Keflavík – KR ....................................... 77:73
Leikjum Snæfells og Vals, og Stjörnunn-
ar og Breiðabliks, var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun. Stöðutafla inniheldur
því ekki úrslit úr þeim leikjum.
Staðan:
Snæfell 6 5 1 482:443 10
KR 7 5 2 488:464 10
Keflavík 7 5 2 546:520 10
Stjarnan 6 4 2 410:411 8
Skallagrímur 7 3 4 479:491 6
Haukar 7 2 5 469:494 4
Valur 6 2 4 393:402 4
Breiðablik 6 0 6 426:468 0
Evrópubikar karla
Tofas – Alba Berlín ....... 101:106 (e. framl.)
Martin Hermannsson skoraði 11 stig
fyrir Alba Berlín, gaf 8 stoðsendingar og
tók 3 fráköst.
Evrópubikar kvenna
Lattes Montpellier – Ceglédi ............. 92:50
Helena Sverrisdóttir skoraði 13 stig, tók
4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir Ceg-
lédi.
NBA-deildin
Dallas – Washington ........................ 119:100
Portland – Milwaukee...................... 118:103
Phoenix – Brooklyn............................ 82:104
Charlotte – Atlanta .......................... 113:102
KÖRFUBOLTI
Gott gengi þýska liðsins Alba Berlín heldur áfram í Evr-
ópubikar karla í körfuknattleik. Liðið hefur unnið fimm af
sex leikjum sínum í b-riðli keppninnar og er í öðru sæti
riðilsins. Í gær náði Berlínarliðið í sigur í Tyrklandi gegn
Tofas 101:106.
Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið
fljótur að stimpla sig inn í lið Alba Berlín á sínu fyrsta ári í
Þýskalandi. Martin skoraði 11 stig í gær, gaf 8 stoðsend-
ingar og tók 3 fráköst.
Martin og samherjar hans eru á ferð og flugi á meðan
riðlakeppni Evrópukeppninnar er í gangi. Í gær var liðið í
Tyrklandi en var fyrir viku síðan í Rússlandi. Í millitíðinni
spilaði liðið heima í deildinni eða síðasta laugardag.
Ceglédi, lið Helenu Sverrisdóttur, tapaði fyrir Montpellier 92:50 í Frakk-
landi í Evrópubikarnum. Helena verður seint sökuð um tapið því hún var
stigahæst með 13 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 4 fráköst. kris@mbl.is
Gott gengi hjá Martin
Martin
Hermannsson
Nikolay Ivanov Mateev, formaður Skylmingasambands Ís-
lands, var skipaður varaforseti Evrópska skylmingasambands-
ins á dögunum. Þetta kemur fram á vef ÍSÍ en þar segir enn-
fremur:
„Nikolay hefur verið potturinn og pannan í skylminga-
íþróttinni hér á landi um langt árabil. Hann var lengi fram-
kvæmdastjóri Skylmingasambands Íslands og var kjörinn for-
maður sambandsins árið 2016. Hann var fyrst kjörinn í
framkvæmdastjórn Evrópska skylmingasambandsins (EFC)
árið 2009 og hefur setið í stjórn sambandsins óslitið síðan.
Hann hlaut bestu kosningu allra meðstjórnenda í EFC á þingi
sambandsins árið 2017 er hann fékk 36 atkvæði af 40 mögu-
legum. Í kjölfar þess að skipaður varaforseti sambandsins hætti snögglega
störfum var Nikolay skipaður varaforseti sambandsins og mun gegna því emb-
ætti til ársins 2020, þegar næsta þing EFC verður haldið.“
Nikolay var áður afreksmaður í íþróttinni á alþjóðamælikvarða.
Nikolay fær framgang
Nikolay Ivanov
Mateev