Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Keflavík renndi sér upp að hlið KR
þegar 7. umferð Dominos-deildar
kvenna var leikin í gærkvöldi. Kefla-
vík sigraði KR 77:73 í Keflavík en
leiknum lauk rétt áður en blaðið fór í
prentun. Eru liðin nú bæði með 10
stig, fimm sigra og tvö töp.
KR-ingum tókst ekki að hemja
Brittanny Dinkins sem skoraði 37 stig
fyrir Keflavík og átti stórleik því hún
tók einnig 10 fráköst og stal boltanum
tvívegis af KR-konum. Kiana Johnson
gaf henni lítið eftir og skoraði 36 stig
fyrir KR, tók 17 fráköst og stal bolt-
anum fjórum sinnum.
Skallagrímur vann góðan sigur á
Íslandsmeisturum Hauka í Borg-
arnesi 67:53. Leikjum Snæfells og
Vals og Stjörnunnar og Breiðabliks
var ekki lokið þegar blaðið fór í prent-
un í gær. sport@mbl.is
Keflavík
upp að
hlið KR
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Heimasigur Brittanny Dinkins leikmaður Keflavíkur sækir að körfu KR í leiknum í Keflavík í gær.
Dinkins og
Johnson í stuði
TEKJUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, hækkaði tekjur sínar
umtalsvert með því að færa sig frá
þáverandi svissneska meistaralið-
inu Basel til Aston Villa á Englandi
í janúar á síðasta ári. Þetta kemur
fram í norskum fjölmiðlum þar sem
fjallað var í gær um tekjur norsks
íþróttafólks á árinu 2017.
Birkir flutti ellefu ára gamall frá
Akureyri til Noregs með fjölskyldu
sinni og hóf meistaraflokksferil
sinn þar síðar með Viking í Stav-
anger. Síðan þá hefur Birkir leikið
í Belgíu, Ítalíu, Sviss og nú Eng-
landi. Samkvæmt Bergens Tidende
er Birkir sá íþróttamaður „frá
Rogalandi“, fjórða fjölmennasta
fylki Noregs, sem hafði hæstar
tekjur á síðasta ári, eða 19,1 millj-
ón norskra króna fyrir skatt. Miðað
við gengi gærdagsins nemur sú
upphæð um 277 milljónum ís-
lenskra króna. Þess má þó geta að
gengi íslensku krónunnar gagnvart
þeirri norsku var allt síðasta ár
sterkara en nú. Segir BT að hjól-
reiðamaðurinn Alexander Kristoff
komist næstur á eftir Birki meðal
Rogalendinga, með 16,1 milljón
norskra króna.
Bendtner vel fyrir
ofan Matthías
Sé litið til tekjuyfirlits TV 2 frá
árinu 2016, þegar Birkir lék með
Basel, þá námu tekjur hans þá alls
tæplega 12,5 milljónum norskra
króna fyrir skatt. Hann var því með
rúmlega helmingi hærri tekjur í
fyrra.
Norskir fjölmiðlar gera talsvert
úr því hve háar tekjur Nicklas
Bendtner, danski framherjinn og
vandræðagemsinn, hafi haft á síð-
asta ári en hann er leikmaður Ros-
enborg.
Bendtner er langtekjuhæsti leik-
maður norsku úrvalsdeildarinnar en
hafa ber í huga að hvorki tekjur
Danans né Birkis eru endilega allar
frá knattspyrnufélögum þeirra.
Bendtner, sem nýverið var dæmdur
í 50 daga fangelsi fyrir að ráðast á
leigubílstjóra, var með tæpar 20
norskar milljónir í tekjur á síðasta
ári, örlitlu meira en Birkir. Hluti
teknanna er frá Nottingham Forest
á Englandi þar sem hann var á
mála þar til í mars í fyrra.
Félagi Birkis í íslenska landslið-
inu, Björn Bergmann Sigurðarson,
er einnig mjög ofarlega á tekjulist-
anum. Björn raðaði inn mörkum
sem leikmaður Molde í fyrra en
gekk svo í raðir Rostov í Rússlandi
í byrjun þessa árs. Hann var með
4.435.932 norskra króna í tekjur á
síðasta ári, eða 63,3 milljónir ís-
lenskar, en þess má geta að þar af
fóru 45,6% í skatt.
Matthías Vilhjálmsson, sem varð í
fyrra norskur meistari þriðja árið í
röð með Rosenborg, var nokkuð á
eftir liðsfélaga sínum Bendtner á
tekjulistanum en hafði þó 1.859.085
norskar krónur í tekjur fyrir skatt,
sem í dag jafngildir um 27 millj-
ónum íslenskra króna.
Birkir hækkaði um helming
Tekjuhæstur „Rogalendinga“ eftir vistaskiptin til Aston Villa Björn Bergmann
með 63 milljónir í fyrra Bendtner langtekjuhæstur í norsku úrvalsdeildinni
AFP
Landsliðið Birkir Bjarnason vinnur boltann í leik gegn Sviss í síðasta mánuði.
Landsliðsfyrirliðinn í handknattleik, Guðjón
Valur Sigurðsson, átti sannkallaðan stórleik
gegn Evrópumeisturunum í Montpellier þeg-
ar Rhein-Neckar Löwen tók á móti franska
liðinu í Meistaradeild Evrópu í Þýskalandi í
gær. Guðjón skoraði 11 mörk gegn Frökk-
unum og var markahæsti maður vallarins og
vann Löwen stórsigur 37:27. Guðjón átti auk
þess eina stoðsendingu og náði boltanum einu
sinni af andstæðingunum. Alexander Pet-
ersson var einnig á sínum stað á hægri
vængnum í liði Löwen og skoraði tvívegis.
Löwen hefur leikið vel í Meistaradeildinni og unnið fimm af
fyrstu sjö leikjum sínum í A-riðli. Er liðið með 10 stig eins og
Vardar og Barcelona sem er með Aron Pálmarsson innanborðs.
Barcelona og Vardar eiga leik til góða. kris@mbl.is
Stórleikur Guðjóns
Guðjón Valur
Sigurðsson
Markmaðurinn Ögmundur Kristinsson var
valinn í úrvalslið 9. umferðarinnar í efstu
deild Grikklands í knattspyrnu í gær af
gríska miðlinum Novasports.
Ögmundur átti afar góðan leik fyrir Lar-
issa í 1:1-jafntefli gegn Levadiakos á útivelli á
laugardaginn var.
Hann var í síðasta landsliðshópi Íslands en
var á bekknum er Ísland gerði jafntefli við
Frakka og tapaði naumlega fyrir Sviss.
Larissa er í 11. sæti deildarinnar eftir níu
leiki með átta stig. Ögmundur er 29 ára gam-
all og færði sig til Grikklands í ágúst en hann lék áður með Ex-
celsior í Hollandi. Hann hefur einnig leikið með Randers og
Hammarby erlendis og hér heima með Fram.
sport@mbl.is
Í liði umferðarinnar
Ögmundur
Kristinsson
Sigvaldi Guðjónsson og Þráinn Orri
Jónsson í norska handboltaliðinu Elv-
erum fóru upp í toppsæti efstu deildar
þar í landi í gær er liðið lagði Fyllingen
á heimavelli, 31:29.
Sigvaldi skoraði fjögur mörk úr fjórum
skotum og Þráinn gerði þrjú mörk úr
þremur skotum. Elverum er með 13
stig eftir átta leiki, eins og ØIF, sem er
í öðru sæti en á leik til góða.
Elverum er einnig búið að gera fína
hluti í Meistaradeild Evrópu í vetur og
vermir þriðja sæti D-riðils með átta
stig.
Knattspyrnu-
maðurinn Þorri
Geir Rúnarsson
hefur skrifað undir
nýjan samning við
bikarmeistara
Stjörnunnar. Þorri
Geir, sem er uppal-
inn Stjörnumaður,
skrifaði undir
samning sem gildir út leiktíðina 2020.
Þorri Geir kom við sögu í 10 leikjum
Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á síðasta
tímabili en þessi 23 ára gamli miðju-
maður hefur alls spilað 58 leiki í efstu
deild.
Jón Þór Hauksson, nýráðinn þjálf-
ari kvennalandsliðsins í knattspyrnu,
hefur þurft að gera breytingar á æf-
ingahópnum sem æfir um næstu
helgi. Berglind Jónasdóttir, Arna Sif
Ásgrímsdóttir, Guðný Árnadóttir,
Heiðdís Lillýardóttir, Thelma Björk
Einarsdóttir, Ásta Eir
Árnadóttir, Anna Rak-
el Pétursdóttir og
Lára Kristín Ped-
ersen verða ekki
með.
Í stað þeirra hafa verið
valdar Málfríður Anna
Eiríksdóttir, Sóley
Guðmundsdóttir, Jas-
mín Erla Ingadóttir og
Magdalena Anna Rei-
mus.
Eitt
ogannað
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni karla, Coca Cola-bikar:
KA heimilið: KA – Haukar ........................18
KÖRFUBOLTI
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Blue-höllin: Keflavík – Breiðablik .......19.15
Icelandic Glacial-höllin: Þór Þ. – ÍR ....19.15
Origo-höllin: Valur – Stjarnan .............19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík 19.15
Í KVÖLD!
Sveinn Jóhannsson, leikmaður ÍR, og Hannes
Grimm, leikmaður Gróttu, voru í gær úr-
skurðaðir í eins leiks bann af aga- og úrskurð-
arnefnd HSÍ. Elías Bóasson úr ÍR og FH-
ingurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson sleppa
hins vegar við bann, þrátt fyrir rauð spjöld.
Sveinn fékk rautt spjald undir lok leiks ÍR
og FH 1. nóvember og í úrskurði HSÍ segir að
brotið hafi verið gáleysislegt og um hættulega
aðgerð hafi verið að ræða. Sveinn missir af
leik ÍR og Fram á sunnudag.
Hannes fékk rautt spjald í leik Gróttu og
Akureyrar á sunnudaginn var fyrir brot á Brynjari Hólm
Grétarssyni. Sérstök athygli var vakin á því að Hannes hafði
áður fengið rautt spjald. Hannes missir af leik Gróttu og
Stjörnunnar á sunnudag. sport@mbl.is
Tveir fengu leikbann
Sveinn
Jóhannsson