Morgunblaðið - 09.11.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.11.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 H vað finnst þér skipta máli þegar fyr- irtækjagjafir eru ann- ars vegar? „Jólagjöfin þarf að endurspegla alúð gagnvart starfs- fólkinu og helst um leið að vera í samræmi við persónuleika fyrirtæk- isins. Hún þarf bæði að gleðja og nýtast vel. Gjöf sem nýtist ekki er sóun. Það er auðvitað frábært ef hún nær líka að koma skemmtilega á óvart. Þó er einnig gaman ef mynd- ast hefur hefð sem veldur því að jólagjafarinnar er beðið með ákveð- inni eftirvæntingu, þó hún sé fyr- irsjáanleg, s.s. eitthvað sér- lega gómsætt matarkyns. Þegar fyrirtæki eru að gefa mjög breiðum hópi starfsmanna (ólíkur aldur og kyn) er oft mikill línudans að finna eitthvað sem öllum líkar. Því er best að hefja hugmyndavinnuna tím- anlega. Þegar verið er að gefa hluti getur skipt miklu máli að fylgj- ast vel með og gefa vörur þegar þær eru nýkomnar á markað, til dæmis gefa heilsuúr áður en varan er orðin algeng meðal fólks. Það að gefa skemmtilega upplifun á líka mög vel við í allsnægtasamfélagi nútímans. Sem dæmi um óheppileg- ar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferða- tösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku. Allt annað mál væri ef flugfélögin væru nýbúin að þrengja reglurnar um hámarks- stærð handfarangurs og flestir ættu þannig eftir að kaupa sér „nýja“ tösku. Það gæti hitt beint í mark,“ segir Birta. Hvernig má búa til stemningu með gjöfum? „Gjöfin sjálf getur skapað stemn- ingu, hún getur til dæmis tengst betri heilsu, gleði eða nautnum í mat og drykk. Stuðlað að góðum stund- um hjá fjölskyldunni, upplifunum í náttúrunni, því að láta sér líða vel eða því að prófa eitthvað nýtt. Svo má ekki gleyma umbúðunum. Eft- irtektarverðar umbúðir og ekki síst skemmtilegur texti á kortinu setja punktinn yfir i-ið.“ Hvað hefur þú að leiðarljósi þegar þú hannar stemningu og atburðarás fyrir fyrirtæki? „Ég byrja alltaf á því að greina þarfir. Hvaða upplifun er það sem fyrirtækið vill ná fram? Karakter og gildi þurfa að endurspeglast í öllum snertiflötum við starfsfólk og við- skiptavini. Þegar þarfir og markmið eru ljós, þá er hægt að fara á villt há- flug í skapandi hugmyndum, án þess að missa sjónar á því hvert leiðin á að liggja. Þegar gleði og gagn fer saman, það er bæði árangursríkast og skemmtilegast.“ Hver er besta fyrirtækjagjöf sem þú hefur fengið? „Ég hef fengið ýmsar góðar. Ég hef fengið gjafir sem hafa nýst mjög vel, gjafir sem hafa farið beint í Góða hirðinn og allt þar á milli. Of margar af gjöfunum hafa reyndar verið með stóru lógói fyrirtækisins á. Það er ekki einungis gjöf að mínu mati, það er líka ósk um að þiggjandinn sé gangandi auglýsing. Það er alls ekki það sama.“ Hefur þú einhverntímann fengið eitthvað ömurlegt? „Ég fékk einu sinni lofthreinsi- tæki, sem sagt rafmagnstæki til að sótthreinsa óheilbrigt andrúmsloft. Mér fannst sú gjöf ekki hafa sér- staklega huggulegan undirtón,“ seg- ir Birta og hlær. Mikilvægt að lesa starfsfólkið Birta Flókadóttir, markaðsráðgjafi og rýmis- hönnuður hjá fyrirtækinu Annað og meira - skapandi lausnir, segir að það skipti máli að jólagjöfin nýtist; endi ekki í Góða hirðinum. Marta María | mm@mbl.is Hún segir að kortið á pakkann skipti ekki síður máli. Birta leggur upp úr því að pakka fallega inn. Birta Flókadóttir byrjar alltaf á því að greina þarfir viðskiptavina sinna. ðjandi Gjafaöskjur iðnar eða staðlaðar að hætti hússins Gómgle - sérsn Grandagarður 35 · 101 Rvk · 551 8400 · www.burid.is Gefðu upplifun. Gjafabréf í ostaskóla Búrsins er tilvalinn í skóinn. Ostajól Nýtt fyrir jólin kaupið jólaöskjurnar á netinu burid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.