Morgunblaðið - 09.11.2018, Qupperneq 15
ber að geta tekið frí frá hefð-
bundnu jólaréttunum sem eru í
boði svo víða á þessum árstíma.
Verulegur áhugi er á fiskréttum og
eins og fólk gæti þess að fara var-
lega í kjötátið þar til veisluhöldin
hefjast af fullum krafti í kringum
jól og áramót.“
Allstór hópur er í dag á sérstöku
mataræði og forðast t.d. kjöt, egg
eða mjólkurvörur, eða er með mat-
aróþol. Jóhann segist þó ekki
verða mikið var við þess háttar
sérþarfir í sælkeraversluninni, en
á veitingastaðnum og veisluþjón-
ustunni sé þess vitaskuld gætt að
bjóða upp á bragðgóða rétti fyrir
fólk með hvers kyns óskir. „Þegar
kemur að sælkeravöru fyrir græn-
kera sýnist mér að sá viðskipta-
vinahópur leiti einkum til sér-
hæfðra verslana.“
Kræsingar fyrir þá sem
vanhagar ekki um neitt
Gjafakörfur Ostabúðarinnar eru
á óskalistanum hjá mörgum um
jólin og segir Jóhann að bæði ein-
staklingum og fyrirtækjum þyki
upplagt að gefa matargjafir. Karfa
með kræsingum sé sniðug gjöf,
komi oftast í góðar þarfir og ef
rétt er valið í körfuna hæfir hún
viðtakandann í hjartastað. „Margir
kjósa frekar fá matargjöf en enn
eitt áhaldið eða skrautmuninn á
heimilið. Karfa með úrvali af sæl-
keravöru, eða gjafakort Ostabúð-
arinnar, er þá tilvalin gjöf.“
En hvað ætti að velja í matar-
körfuna til að gera hana alveg
skothelda? Jóhann segir hægt að
verða við hvers kyns séróskum en
að gott sé að veðja á vinsælustu
réttina og matvælin í Ostabúðinni.
„Ég myndi t.d. hafa heitreyktu
gæsabringuna í körfunni, og með
henni góða sósu. Paté eða lifrar-
terrine gerir körfuna enn girni-
legri og líka eins og ein tegund af
þurrkaðri pylsu. Einnig myndi ég
setja í körfuna frönsku súkku-
laðikökuna okkar og þrjár tegundi-
r af ostum, bæði íslenskum og er-
lendum. Æskilegt er að hafa
breidd í ostunum, þar sem einn
væri harður, sá næsti hvítmyglu-
ostur og sá þriðji bragðmikil blá-
mygluostur. Rúsínan í pylsuend-
anum er síðan ostakexið og
konfektið frá belgíska framleið-
andanum Noble.“
Ef um er að ræða gjöf fyrir
starfsamannahóp segir Jóhann að
þurfi að gæta þess að körfunni sé
haldið kaldri enda um viðkvæma
matvöru að ræða. „Við tímasetjum
þá afhendinguna í góðu samráði
við vinnustaðinn og yfirleitt að
körfunum er dreift í lok vinnudags
þegar fólk er á heimleið,“ segir Jó-
hann og bætir við að það sé upp-
lagt að gefa matarkörfur snemma í
desember svo viðtakandinn geti
notið kræsinganna á aðventunni.
Desember er tíminn til að njóta þess besta í mat og drykk. Jólin eru jú bara einu sinni á ári. Ekki sakar að gefa matargjafir snemma í mánuðinum svo að njóta megi þeirra á aðventu.
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 15