Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Upplýsinga- og
markaðsfulltrúi
Grindavíkurbær óskar eftir að ráða upplýsinga- og
markaðsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 100% starf.
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi ber ábyrgð á innri og ytri upplýsinga- og markaðsmálum Grindavíkurbæjar,
þar með talið ferðamálum. Hann hefur umsjón með vef bæjarins www.grindavik.is, gerð og útgáfu kynningar-
efnis og sér um textagerð því tengdu. Tekur þátt í stefnumótun upplýsinga- og markaðs- og ferðamála og er
tengiliður Grindavíkurbæjar við hagsmunaaðila og stofnanir því tengdu. Upplýsinga- og markaðsfulltrúi starfar
með umhverfis- og ferðamálanefnd.
Helstu verkefni:
• Umsjón með vef Grindavíkurbæjar, innri vef starfsmanna, innra fréttaritinu Þórkötlu og fréttabréfinu Járngerði.
• Umsjón með tjaldsvæði Grindavíkurbæjar
• Umsjón með Kvikunni
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri upplýsinga- og markaðsmála
• Tekur þátt í uppbyggingu rafrænnar stjórnsýslu, innleiðingu upplýsingakerfa og hugbúnaðar, þróun verklags
og verkferla
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Starfsreynsla af upplýsinga-, markaðs- og ferðamálum
• Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur
• Reynsla og þekking á rekstri og verkefnastjórnun er kostur
• Góð þekking á notkun samfélagsmiðla er æskileg.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni
• Framúrskarandi tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
• Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Þórisson í síma 420-1103 eða í tölvupósti jont@grindavik.is.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið jont@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2018.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Jón Þórisson
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Félagsráðgjafi
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar.
Um er að ræða 100% starf.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélag-
anna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafells-
sveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps.
Í sveitarfélögunum búa tæplega 3.900 íbúar.
Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skólasálfræðingur, tveir félagsráðgjafar, tveir þroska-
þjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og
hæfingarstöðva og stuðningsþjónustu sveitarfélaganna.
Umsækjandi hafi starfsréttindi félagsráðgjafa.
Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og skólaþjónustu, barnaverndar og
stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafa-
félags Íslands.
Skrifleg umsókn er tilgreini menntun, starfsferil, 1-2 umsagnaraðila ásamt prófskírteinum,
starfsleyfi og sakavottorði berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni sem jafnframt
veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 430 7800, 861 7802 og tölvupósti sveinn@fssf.is
Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ
Umsóknarfrestur er til 15. desember
Um 200 grunnskólanemar
víða af landinu taka þátt í
hinni árlegu tækni- og hönn-
unarkeppni FIRST LEGO
League sem fram fer í Há-
skólabíói næstkomandi laug-
ardag, 10. nóvember. Alls 22
þrauþjálfuð lið frá 18 grunn-
skólum eru skráð til þátttöku
og spreyta þau sig á forritun,
rannsóknarverkefni, teym-
isvinnu og vélmennakappleik.
Sigurliðinu gefst kostur á að
taka þátt í norrænni keppni
FIRST LEGO í byrjun des-
ember. Aðgangseyrir er eng-
inn og opið er kl. 12.30 til
15.30.
Á keppnisdeginum verður
jafnframt fjölbreytt skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna í
anddyri Háskólabíós og opið
verður í Vísindasmiðjunni.
Keppendur um allt land eru
nú að leggja lokahönd á und-
irbúning fyrir keppnina er
hún skiptist í fjóra megin-
hluta.
Í fyrsta lagi forrita kepp-
endur vélmenni úr tölvu-
stýrðu Legói sem ætlað er að
leysa þraut sem tengist
þema ársins sem að þessu
sinni er himingeimurinn. Þá
eiga keppendur að vinna
sjálfstætt rannsóknarverk-
efni sem einnig tengist
geimnum. Enn fremur þurfa
keppnisliðin að gera grein
fyrir því hvernig þau forrita
vélmennin og síðast en ekki
síst horfir dómnefnd til liðs-
heildar.
Himintungl
og geimferðir
Háskóli Íslands hefur stað-
ið fyrir keppninni í rúman
áratug. Hefð er fyrir því að
blása til fjölskylduhátíðar í
anddyri Háskólabíós á
keppnisdaginn og þar verður
margt í boði fyrir alla aldurs-
hópa, auðvitað með sérstakri
áherslu á himingeiminn.
Gestir geta meðal annars
kynnt sér himintungl, geim-
ferðir og tungllendingar. Fé-
lagar úr Stjörnuskoð-
unarfélagi Seltjarnarness
verða einnig á staðnum með
kynningu á stjarnvísindum.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Hugvit Ungir vísindamenn í Fist Lego League á sl. ári.
Vélmenni verða í
Vísindasmiðjunni
200 grunnskólanemar í HÍ
Eldfjallamiðstöðin Lava
Centre á Hvolsvelli vann til
tvennra verðlauna fyrir sýn-
ingarhönnun og gagnvirkni
og viðmótshönnun þegar Red
Dot-verðlaunin voru veitt í
Berlín á dögunum. Verðlaun-
in eru ein eftirsóttustu hönn-
unarverðlaun sem veitt eru,
en alls bárust dómnefndinni
að þessu sinni 8.610 innsend-
ingar frá 45 löndum
„Verðlaunin eru afar mik-
ilvæg viðurkenning fyrir okk-
ur og sýna glöggt hve sam-
keppnishæf við erum í
hönnun á alþjóðavísu. Árang-
ursríkt þverfaglegt samstarf
er mjög mikilvægur þáttur
þegar tekist er á við flókin
hönnunarverkefni eins og í
Lava eldfjallamiðstöð,“ segir
Marcos Zotes frá Basalt arki-
tektum, sem hönnuðu bygg-
inguna.
Lava Centre var opnuð
sumarið 2017. Þar eru út-
skýrð og sýnd sum þeirra
margbrotnu og stórfenglegu
náttúruafla sem hafa mótað
jörðina og hófu myndun Ís-
lands fyrir tugum milljóna
ára. Auk þess er í eldfjalla-
miðstöðinni kynnt með gagn-
virkri sýningu eldvirkni á Ís-
landi og þá sérstaklega á
Suðurlandi.
Mikilvægt hlutverk
„Samkeppnin um gesti í
sýningum, söfnum og afþrey-
ingartengdum viðburðum er
að aukast. Söfn og sýningar
gegna mikilvægu hlutverki í
samfélaginu og geta stuðlað
að auknum skilningi á því
hvaðan við komum og hvert
við stefnum,“ segir Kristín
Eva Ólafsdóttir frá Gagarín.
Það voru starfsmenn þar sem
hönnuðu stafræna og gagn-
virka sýninguna. Þeir hafa á
fyrri stigum unnið til ýmissa
verðlauna og fengið lof fyrir
þetta verkefni.
Sigursæl Hönnunarhópurinn frá Basalt arkitektum og Gag-
arín sem vann til verðlauna ásamt fulltrúa Lava Centre.
Lava fær mikið lof
Eldfjallasýning á Hvolsvelli
með tvenn Red Dot-verðlaun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lava Vinsæll staður.