Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SYN -3,45% 41,325 ICEAIR +2,74% 8,25 S&P 500 NASDAQ +2,66% 7.154,933 +1,35% 2.668,61 +1,47% 6.877,97 FTSE 100 NIKKEI 225 13.6.‘18 13.6.‘1812.12.‘18 1.800 80 2.274,85 1.933,15 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 60,88-0,35% 21.602,75 76,31 60 2.400 12.12.‘18 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Fyrirtækið Alísa er nýr valkostur í tækja- og vélafjármögnun og er fyrsta fyrirtækið sem stígur inn á markaðinn sem á ekki rætur að rekja til fyrirtækja sem störfuðu á þessum markaði fyrir hrun. Alísa haslar sér völl á markaði þar sem helstu keppi- nautar eru fyrir- tæki eða deildir á vegum við- skiptabankanna þriggja auk Lyk- ils, sem áður hét Lýsing. Að mati Birgis Birgissonar, fram- kvæmdastjóra Alísu, er þörf fyrir lítið og óháð fyrirtæki líkt og Alísu á markaðnum og metur hann sem svo að nóg sé um að vera í atvinnu- lífinu á næstunni. Hræðast ekki blikur á lofti „Það er okkar mat að það séu aukin umsvif í atvinnulífinu al- mennt. Framundan er mikil inn- viðauppbygging eins og við heyr- um í kringum fjárlagagerðina. Nú var verið að tala um innspýtingu í vegakerfið og fleira og allt kallar þetta á sérhæfð tæki og búnað. Síðan er endurnýjunin eftir hrun- árin ekki að fullu komin inn. Það er ennþá þörf fyrir endurnýjun að okkar mati,“ segir Birgir við Við- skiptaMogga. Spurður um mögulegar blikur á lofti í efnahagslífinu segir Birgir að það þurfi ekki endilega að vera slæmt fyrir Alísu. „Jafnvel þó að það hægi aðeins á í hagkerfinu þá held ég að það sé allt í lagi. Ég held að það sé ekkert endilega erf- iðara að koma inn á markað þar sem menn eru aðeins farnir að stíga á bremsuna eða af bens- íngjöfinni. Ég held að það sé ekk- ert verra umhverfi. Þó að hlutirnir taki aðeins lengri tíma þá þarf það ekkert að vera óhollt rekstr- arumhverfi heldur jafnvel betra,“ segir Birgir. Alísa býður upp á fjármögnunar- þjónustu til atvinnurekstrar og af- þreyingar og því um fjölbreyttan flokk verkefna að ræða. „Það verð- ur auðvitað einhver sérhæfing og við eigum eftir að sjá betur hvar það kann að liggja. En það er ekk- ert verkefni þannig að við myndum ekki skoða það,“ segir Birgir en segir þó að fyrirtækið horfi til sér- hæfðrar fjármögnunar. Mögulega hærri veðhlutföll „Markhópurinn okkar er lítil og meðalstór fyrirtæki. Við horfum að einhverju leyti til sérhæfðari fjár- mögnunar heldur en að vera bara með hefðbundna bílafjármögnun. Þetta geta verið sérhæfð tæki eða vinnslulínur tengdar iðnaðinum, bæði í sjávarútvegi og matvælaiðn- aði,“ segir Birgir. Birgir segir að helsta nýjungin sem fyrirtækið bjóði upp á séu þessi sérhæfðari fjármögn- unarverkefni. „Við kunnum að fara hærra í einstökum tilfellum í veð- hlutföllum,“ segir Birgir. „ALM verðbréf sjá um bakvinnslu og áhættustýringu og þar er mikil lánaþekking. Og svo er mikil þekk- ing innan hópsins alls. Við teljum að við getum skoðað flest mál með þessum augum,“ segir Birgir en hluthafahópurinn samanstendur af 13 fagfjárfestum þar sem enginn á meira en 10% hlut að sögn Birgis og flestir á bilinu 3-7%. Stefna fyrirtækisins er að kaupa veðskuldabréf sem tryggð eru með veði í lausafé en fyrirtækið tekur sín fyrstu skref í starfsemi þessa dagana. „Það eru bara nokkrar vikur síðan við fórum af stað með sjálfa starfsemina. Við förum af stað alveg frá núlli og stefnum á að fara jafnt og þétt af stað inn á markaðinn og ætlum okkur ekki að blása til neinnar herferðar. En hingað til hafa viðtökurnar verið góðar og við sjáum að það er þörf á þessu,“ segir Birgir. Horfa til sérhæfðari lánsfjármögnunar Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fjármögnunarfyrirtækið Alísa stígur inn á markað þar sem lítil hreyfing hefur verið á markaðsaðilum á síðustu árum. Þó að það hægi á í hagkerfinu er það ekki endilega ókostur að mati Birgis og hyggst félagið stefna að því að fara hægt og rólega inn á markaðinn.STJÓRNARKJÖR Tilnefningarnefnd VÍS leggur það til við hluthafafund sem koma mun saman síðdegis á morgun að í stjórn verði kjörin þau Gestur B. Gests- son, Marta Guð- rún Blöndal, Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir, Valdimar Svavarsson og Vilhjálmur Eg- ilsson. Með tillög- unni er lagt til að núverandi stjórn verði endurkjörin og að þau Marta Guðrún og Vilhálm- ur, sem Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Lífeyrissjóðurinn Gildi hvöttu til framboðs, komi ný inn í stjórnina í stað þeirra Helgu Hlínar Hákonardóttur og Jóns Sig- urðssonar sem sögðu sig óvænt úr stjórninni í lok október. Helga Hlín sat í tilnefningarnefndinni allt fram til loka dags 11. desember þegar hún sagði sig úr henni. Gerði hún það vegna ágreinings við meirihluta nefndarinnar. Áður hafði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sagt sig úr nefndinni sökum þess að hún var sjálf í framboði. Í tilkynningu frá Helgu Hlín sem hún sendi Morgunblaðinu segir hún að hún hafi ekki verið sammála meirihluta nefndarinnar að öllu leyti þar sem hún hafi ákveðið að tilnefna áfram óbreyttan meirihluta sitjandi stjórnar og að það þýði í raun að nýir stjórnarmenn séu tilnefndir inn í óbreytt ástand sem „minnihluti stjórnar“. „Ég tilkynnti nefndinni að ég hygðist því skila sératkvæði, sem ég taldi líklegra til að endurspegla heildarhagsmuni hluthafa og félags- ins og líkur væru á að sátt næðist um meðal hluthafa. Þegar þessi afstaða mín lá fyrir í nefndinni tók við atburðarás sem endurspeglar þau átök sem meiri- hluti stjórnar félagsins fór fyrir þeg- ar hann kom í stjórn í upphafi starfs- árs 2017 og aftur við breytingar á stjórn í október síðastliðnum. Meiri- hluti nefndarinnar vann jafnframt án minnar vitneskju eða aðkomu og því ekki annað í stöðunni en að ég segði mig úr nefndinni.“ Alls buðu sig 10 manns fram til stjórnar en ekki liggur enn fyrir hvort einhverjir þeirra sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefningar- nefndarinnar muni draga framboð sín til baka eða ekki. Tilnefningarnefndin leggur auk þess til að í varastjórn verði kjörin þau Auður Jónsdóttir og Sveinn Friðrik Sveinsson. ses@mbl.is Studdi ekki óbreyttan meirihluta í stjórn VÍS Morgunblaðið/Eggert Mikil átök hafa staðið milli stjórnarmanna í VÍS á síðustu árum. Helga Hlín Hákonardóttir Birgir Birgisson UPPLÝSINGATÆKNI Mikil fjárhagsleg verðmæti gætu verið í húfi fyrir einkahlutafélagið Mentis, nú þegar Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja- víkur um að eignarréttur félagsins, sem er í eigu Gísla K. Heimissonar, að 7,2% hlut í Reiknistofu bankanna (RB), væri viðurkenndur. Tekist hefur verið á um þennan hlut frá því kaupin voru gerð árið 2016, en fljótlega eftir kaupin lýsti Sparisjóður Höfðhverfinga því yfir að hann hygðist neyta forkaups- réttar samkvæmt ákvæði í sam- þykktum RB. Forsaga málsins er sú að Spari- sjóðurinn taldi sig hafa nýtt for- kaupsrétt sinn að hlutunum rúmum hálftíma áður en frestur til að nýta réttinn rann út. Mentís vísar til þess að Sparisjóðurinn hafi ekki neytt for- kaupsréttar innan 30 daga tíma- frests, en Mentís telur að fresturinn hafi verið liðinn 11. maí 2016 kl. 17.56. Mentís hefur þegar greitt fyrir hlutina, rúmlega 90 milljónir króna, en RB hefur ekki skráð Mentís sem eiganda hlutanna í hlutaskrá vegna ágreiningsins. Gísli segir í samtali við Við- skiptaMoggann að stóru hagsmun- irnir fyrir Mentis, fyrir utan mikinn áhuga fyrir að leiða umbreytingu RB yfir í sjálfstætt upplýsingatæknifyr- irtæki á samkeppnismarkaði, séu forkaupsrétturinn sem hluthafar í fé- laginu eiga. „Ef málinu verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar nú er Mentis orðið réttur eigandi hlutarins, og er þá Mentis komið með þennan for- kaupsrétt eins og aðrir hluthafar. Það þýðir að Mentis, á þá forkaups- rétt að öllum hlutum sem seldir verða í RB í framtíðinni, segir Gísli. Stærstu eigendur RB eru Lands- bankinn, Íslandsbanki og Arion, með vel yfir 90% hlut. Í sátt hluthafa RB við Samkeppniseftirlitið frá 2012 skuldbundu bankarnir sig til að minnka hlut sinn verulega í RB, ann- arsvegar með því að bjóða reglulega hluti sína til sölu til annarra aðila en fjármálafyrirtækja og gefa sömu að- ilum forgang að nýju hlutfé verði hlutafé aukið. Í því samhengi hafa allir bankarnir þrír sagst vera með hlutabréf í RB til sölu. tobj@mbl.is Mikil verðmæti fólgin í forkaupsrétti að bréfum RB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.