Morgunblaðið - 18.12.2018, Page 4

Morgunblaðið - 18.12.2018, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < DEKKJASALA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum og varahlutum fyrir ameríska bíla. Almennar bílaviðgerðir fyrir ALLAR tegundir bíla BÍLAVERKSTÆÐI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er ekki bara vandræðalegt að gleyma háu ljósunum á og vera „blikkaður“ af bílunum sem koma á móti, heldur er hætta á slysum ef ljósin blinda aðra vegfarendur. En það eru ekki bara háu ljósin sem flækjast fyrir öku- mönnum heldur virðast margir gleyma að hafa yfirhöfuð kveikt á ljósunum eða gæta þess að þau virki rétt. Nýleg könnun VÍS leiddi þannig í ljós að 16% ökutækja voru ljóslaus að aftan í dagsbirtu. Í myrkri reyndust 4% bíla eineygð að framan og 2% að aftan, en 1% ökuækja reyndust ljóslaus með öllu. Athugi dagljósastillinguna Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að ástæðan fyrir því að svo margir bílar reynast vera ljóslausir að aftan á daginn sé að dagljósastilling sumra framleiðenda slekkur á afturljósunum. „Er þetta gert í samræmi við evr- ópskar reglur sem miða að því að draga úr orkunotkun en íslensk umferðarlög hafa ekki breyst og enn er skylt að hafa ljósin kveikt bæði að framan og aftan allan daginn.“ Allir bílar eru búnir dag- ljósum, aðalljósum og háum ljósum að framan,og margir einnig með þokuljós. Dag- ljósin, sem stundum eru kölluð stöðuljós, gefa frá sér veikari birtu en geta stundum verið nógu sterk til að ökumaður haldi að aðalljósin séu kveikt, eða að hann haldi að nóg sé að láta dagljósin lýsa þegar ekið er innanbæjar í myrkri. Runólfur segir að það verði að hafa kveikt á aðalljósunum eftir að tekur að rökkva, og ef ekki loga nein ljós aftan á bílnum þegar stillt er á dagljós verði að svissa yfir í aðalljós, enda hættulegt ef ljósleysið veldur því að bílar sjást illa ef ekið er upp að þeim aftan frá. „Það sem fólk ætti að gera ef það er á bíl sem það þekkir ekki vel er einfaldlega að ganga hring umhverfis bílinn og sjá hvort ljós- in loga eins og þau eiga að gera,“ segir Run- ólfur og minnir á að það megi eiga von á 20.000 kr sekt ef ljósin eru ekki í lagi. Lækki háu ljósin á réttum tíma Þegar komið er út fyrir þéttbýli má kveikja á háu ljósunum en þá verður að muna að lækka ljósin þegar bílar koma akandi úr gagn- stæðri átt. „Miða skal við að lækka ljósgeisl- ann áður en hann snertir ljóskeilu hins öku- tækisins, og setja háa geislann ekki aftur á fyrr en bílarnir eru hlið við hlið.“ Sömu reglur gilda í útlöndum, en þar getur stundum verið það langt á milli bíla sem koma hvor úr sinni áttinni á hraðbraut að ekki þarf að lækka ljósin. „FÍB gerði tilraun á Reykja- nesbrautinni þar sem aðstæður eru svipaðar og á hraðbrautum víða erlendis og komumst við að því að bíll sem ók með háum ljósum í aðra akstursstefnuna truflaði ekki umferð úr hinni akstursstefnunni því bilið var það langt á milli,“ segir Runólfur og minir líka á að hafa ekki háu ljósin kveikt þegar ekið er fyrir aftan annan bíl því birtan getur farið beint í augu ökumanns í gegnum hliðar- og baksýnis- spegla. „Á ferðalögum á bílaleigubílum erlendis er líka upplagt að skoða hvar ljósastillirinn er áð- ur en haldið er af stað, því það síðasta sem fólk vill gera á 120 km hraða þegar rökkrið er að skella á er að fálma eftir ljósarofanum eða reyna að átta sig á hvernig á að hækka og lækka ljósin.“ EF ekið er um með kerru, eða mjög þungt hlass í afturhluta bílsins gæti það líka gerst að geisli dagljósanna færist upp því afturhluti bílsins færist niður á við. „Flestir bilar eru með hnappi til að stilla hæð dagljósanna og þarf í þessum tilvikum að lækka geislann svo hann blindi ekki aðra ökumenn.“ Þokuljós ekki til skrauts Ökumenn þurfa líka að vita hvernig kveikja skal á þokuljósunum ef óvænt skellur á svarta- þoka eða kafaldsbylur. „Við slíkar aðstæður geta dagljósin og háu ljósin verið blindandi og einfaldlega ljósveggur sem mætir ökumanni. Er þá skipt yfir í þokuljósin, en það þarf að slökkva á þeim um leið og út úr þokunni eða bylnum er komið og ekki hafa kveikt á þoku- ljósum almennt. Getur sumum þótt töffaralegt að hafa kveikt á þokuljósunum þegar þeirra er ekki þörf, en bæði er það í raun ósköp púka- legt og hætta á að fá sekt.“ Verum með kveikt á perunni Dagljósastillingar á sumum tegundum bíla eru þannig að ekkert ljós skín að aftan og veldur það hættu. Alla jafna má ekki nota há ljós eða þokuljós þegar ekið er í þéttbýli Morgunblaðið/Kristinn Reglan er að lækka háu ljósin um leið og þau snerta ljóskeilu bílsins sem kemur akandi á móti. Áríðandi er að hafa ljósin í lagi í skammdeginu og vissara að varast sektirnar. Runólfur Ólafsson Miklar framfarir hafa orðið í ljósabúnaði bíla og þökk sé díóðuljósatækninni endast perurnar mun lengur en áður. Á móti kem- ur að hjá mörgum bílaframleiðendum er orðið mun flóknara að skipta um perurnar ef þær gefa sig og þarf jafnvel að fara með bílinn á verkstæði. „Oft fór fólk á bens- ínstöðvarnar til að fá aðstoð við peruskipt- in en í dag er þeim iðulega vísað á þjón- ustuverkstæði framleiðandans því hætta er á að manneskja sem þekki ekki til verka geti hreinlega skemmt eitthvað,“ segir Runólfur og bætir við að í sumum tilvikum þurfi að skrúfa frá alls kyns hlífar til að komast að perustæðinu. „Umboðin hafa komið til móts við viðskiptavini sína með því að taka ekki fullt tímagjald fyrir peru- skipti, heldur rukka aðeins fyrir brot úr klukkustund í samræmi við þá vinnu sem skiptin kalla á.“ Ekki á færi hvers sem er að skipta um ljósaperu í fullkomnum bíl Spænski bílsmiðurinn Seat tók sér fyrir hendur að greina hvað ungt fólk vildi fá og sjá í bílum til að það girntist þá. Meginniðurstaðan var að ungt fólk vildi að bílarnir væru flottir. Fjórir kaupendur af tíu á aldrinum 25 til 37 ára sögðu að stíll bílsins væri meginástæða þess að kaupa hann. Þriðjungur undir þrítugu sögðu bílinn vera kraftbirtingu persónuleika þeirra sjálfra; því vildu þeir að bíllinn endurspeglaði sjálfstæðan stíl þeirra sjálfra. Ungt fólk vill aukinheldur fá bíla með tengingu við veraldarvefinn og með öllum möguleikum sem það býð- ur upp á, bæði til afþreyingar og annarrar notkunar bílsins. Þriðji hver aðspurðra sagði nettengingu vera kröfu. Yrði bíll að vera búinn öllu frá tengi fyrir tónlist- arspilun og blátannarbúnaði til Apple Carplay, Andro- id Auto og jafnvel Amazon Alexa fyrir snjallsíma. Helmingur fólks á framangreindu aldursbili var harðákveðinn í því að hann vildi minni bíla. Aðeins fjórðungur gat notað sparnað sinn til bílkaupa. Höfð- uðu því minni og hagkvæmir bílar betur til þeirra. Jeppar og jepplingar hafa fundið leið inn í 25-37 ára aldurshópinn því fimmtungur hans hefur keypt slíka bíla. Að sögn stjórnanda rannsóknar Seat eiga bílakaup sér allt öðru vísi stað hjá ungu fólki. Notar það upplýs- ingahraðbrautina óspart til þeirra. Algengt sé að það skoði sig um á netinu í allt að níu vikur áður en það tek- ur stökkið og kaupir bíl. Unga fólkið er ennfremur opn- ara fyrir ráðum vina og vandamanna. Bera 23% málið undir sína nánustu áður en valið er njörvað niður. Hjá 40 ára og eldri er það hlutfall næstum helmingi minna. agas@mbl.is Ungt fólk leggur áherslu á fallega bíla Útlit og nettenging virðast vera ungum neytendum efst í huga við val á bíl og þeim líkar við smærri bíla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.