Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða ur en hinn fær að bíða fram á nýja ár- ið. Raundrægni upp á 40 km Líkt og flestir aðrir framleiðendur sem fetað hafa inn á tengiltvinn- markaðinn hefur Land Rover stigið hógvært skref í átt að rafvæðingu. Þannig segir fyrirtækið að bíllinn eigi að fara ríflega 50 km. á hverri hleðslu. Raunin er nær 40 km. Flestir þeir sem prufukeyra bílinn í fyrsta sinn munu hins vegar upplifa endingu raf- hlöðunnar eins og að þar sé ekki rétt farið með. Það kemur til af því að þegar hart er gefið inn og kraftur bílsins prufaður til hins ýtrasta spæn- ist rafhleðslan, eðlis máls samkvæmt, mjög hratt upp. Þegar ró er komin á mannskapinn og hann farinn að aka eins og fólk alla jafna gerir (ef það er hægt á bíl sem þessum) þá er hægt að taka ríflega 40 km rúnt á bílnum án þess að jarðefnaeldsneyti komi þar við sögu. Verður það að teljast harla- gott miðað við að bíllinn er ríflega 2,5 tonn á þyngd og frekur til „raf- magns“-fjörsins þegar kemur að öll- um þeim mikla þæginda- og tækni- búnaði sem hann er búinn. Hljóðlaust fetar hann sig af stað Þegar bíllinn er ræstur og hann tekinn úr rafhleðslu, gerir ökumað- urinn sér fljótlega grein fyrir því að það er ekki fjarri lagi að tala um töfrateppi þegar hann er annars veg- ar. Ekkert vélarhljóð og stiglaust tekur hann af stað, mjúklega. Líkt og með aðra rafknúna bíla kemur aflið beint út í dekkin um leið og stigið er á inngjöfina og það er augljós munur þar á miðað við það þegar notast er við orku frá sprengihreyfli. Og á raf- magninu skynjar ökumaðurinn bæði stöðugleika bílsins og það sem nefna mætti „skriðþunga“ mjög greinilega. Og þægindin eru sérstakur kapítuli þegar kemur að Range Rover. Þessi útfærsla af bílnum er Autobiography og er hann m.a. búinn svokölluðum Executive Class Comfort-plus sæt- um. Framsætin í bílnum eru með 24 stefnustillingum, sem hægt er að nálgast og vinna með í hurð bílsins. Sætin eru afar þétt og mikil um sig og það er ekki að ástæðulausu. Í þeim er búnaður sem tryggir ekki aðeins rétt- an hita eða kælingu eftir þörfum heldur einnig það sem framleiðand- inn kallar heitsteinanudd. Með nokkuð einföldum hætti er hægt að velja ólíkar tegundir nudds, allt frá heilnuddi og til axlanudds með miklum eða litlum hita. Þennan bún- að myndu einhverjir kalla gerviþæg- indi en fyrir þann sem er þreyttur eða þjakaður af streitu, getur það hljóm- að sem fegursta músík í eyrum að taka rúnt upp á Skipaskaga eða til Keflavíkur, þó ekki væri nema fyrir nuddið sem slíkt. Víst er að lang- keyrsla norður í land eða vestur á firði verður mun léttari og þægilegri ef ökumaður og farþegi í framsæti geta öðru hvoru fengið herðanudd eða mýkt upp bakið með þessum bún- aði. Umhverfisvænn og „ódýr“ Þótt verðmiðinn á Range Rover sé á fæstra færi þá er tengiltvinnútgáf- an á verði sem kemur nokkuð á óvart. Því ræður ekki síst sú staðreynd að bíllinn fellur í flokk umhverfisvænna bíla og nýtur af þeim sökum ívilnana frá hinu opinbera. Þær ívilnanir hafa m.a. mjög mikil áhrif til lækkunar á verði þess aukabúnaðar sem valinn er í hvert og eitt eintak. Í grunninn er hægt að fá P400e bílinn í Vogue út- gáfu á 17,4 milljónir króna og er hann afar vel útbúinn. Bíllinn sem prófaður var kostar í grunnútfærslu tæpar 20 milljónir. Fjöldi möguleika til að hlaða bílinn búnaði gerir kaupendum hins vegar mjög auðvelt um vik að hækka verðið allverulega eða um nokkrar milljónir króna. Ökumaður og farþegar í Range Rover Autobiography eru á fyrsta farrými í flestum eða öllum skilningi þess orðs. Hugsað er fyrir hverju smáatriði og Executive class sætin með nuddbúnaði toppa svo upplifunina. Á rafmagninu skynjar ökumaðurinn bæði stöðugleika bílsins og það sem nefna mætti „skriðþunga“ mjög greinilega. Millistokkurinn er í raun tilkomumikill. Það væsir ekki um bílstjóra og farþega þegar nuddstillingar í framsætum eru nýttar til hins ýtrasta. Helst má finna að því að fótapláss aftur í bílnum sé fremur takmarkað en því ráða hin voldugu Executive Class sæti sem taka óvenju mikið pláss. » 1.997cc með forþjöppu ásamt rafmótor » 404 hestöfl » 8 þrepa sjálfskipting » Akstursdrægni á rafmagni 51 km. » 3,1 lítrar í blönduðum akstri » Úr 0-100 km/klst á 6,7 sek. » Hámarkshraði 220 km/klst » Aldrif » Farangursrými: 600 lítrar » Koltvísíringslosun 71 g/km » Eigin þyngd 2.509 kg. » Grunnverð: 19.790.000 kr. Range Rover P400 Autobiography VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.