Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.12.2018, Qupperneq 13
eiginleiki og skemmtilegur. Ég gef þessum bíl toppeinkunn fyrir að vera mjög þægilegur borgarbíll. Það er gott að snattast í honum, hann er af góðri stærð, og ræður vafalaust vel við slyddu og snjó í vetur. Krafturinn er sæmilegur, þegar maður hleypir honum á sprett. Ka- roq tók ágætlega við sér á Álfta- nesveginum, og fór á frekar skömmum tíma upp í 120. Maður biður nú ekki um mikið meira, svona innanbæjar! Hiti er í sætum, og er það vel, auk þess sem ökumaður situr frek- ar hátt í bílnum. Fyrst þegar ég renndi úr hlaði hjá Heklu á Laugaveginum fannst mér heyrast heldur hátt í vélinni, en þegar frá leið hætti það að trufla og í raun fannst mér hljóðið mjög fljótt orðið hluti af persónu- leika bílsins. Grænt upplýsingakerfi Upplýsingakerfið er smekklegt og aðgengilegt. Mikið er gert úr grænum eiginleikum við aksturinn og getur ökumaður t.d. fylgst náið með slíkum málum í kerfinu. Þetta er fyrsti bíllinn sem ég prófa þar sem ekki var búið að forvelja allar helstu útvarpsstöðvar, en það er líklega bara stillingaratriði hjá um- boðinu. Ég prófaði að velja út- varpsstöðvar með raddstýringu, en þar átti stafræna aðstoðarkonan í mestu erfiðleikum með að skilja mig þegar ég reyndi að segja „RÚV“ með enskum hreim. Spurn- ing hvort að ekki sé betra að nota gamla lagið við val á útvarps- stöðvum. Sjálfskiptingin er sjö þrepa, leysti verk sitt vel af hendi og með þónokkuri mýkt. Ég átti um skamma hríð Citroën Picasso og eitt af því sem mér lík- aði vel við þann bíl var að ég gat tekið sætin út, og breytt bílnum í eins konar sendiferðabíl. Það sama er uppi á teningnum hér, en hægt er að losa sætin og kippa þeim út. Þetta eykur notagildið heilmikið. Þá er hægt að toga sætin fram og til baka, og halla þeim eins og flugvélasætum, sem hjálpar til við að láta farþegum líða vel og slappa af meðan á akstri stendur. Skottið er mjög rúmgott og þægilegt að er komast í það. Það er 521 lítri ef sætin eru uppi, og 1.810 lítrar ef sætin eru tekin burt. Gardínan í afturglugganum teygist upp þegar skottið er opnað, en hana er auðvelt að taka út, og koma fyrir á tilteknum stað í gólf- inu, sérstaklega fráteknum fyrir gardínuna. Fyrir tæknitröllin þá má ná sér í app fyrir bílinn, og fylgjast þar með staðsetningu hans og þrýsta á flautuna úr fjarlægð! Bíp, bíp! Morgunblaðið/Árni Sæberg Aftursætisfarþegar geta til dæmis notað borðið til að vinna í fartölvunni. Sérlega rúmt er um bæði ökumann og far- þega, og gott er að setjast inn í bílinn bæði að framan og aftan. Mælaborðið er einfalt og smekklega hannað með tveimur skífumælum. MORGUNBLAÐIÐ | 13 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 8 5 8 Renault NÝR RENAULT CLIO MEÐ VETRARPAKKA *M iða ð við up pg ef na rt ölu rf ra m lei ða nd au m eld sn ey tis no tk un íb lön du ðu m ak str i Renault Clio Verð frá: 2.650.000 kr. VEGLEGUR VETRARPAKKI Verðmæti allt að 300.000 KR. Með nýjum Renault í desember Fyrsta ábyrgðarskoðun · Keramik lakkhúðun fyrir veturinn Gæða vetrardekk · Vönduð gúmmímotta í skott Sjö þrepa sjálfskipting er í bílnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.