Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 1
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
ÍÞRÓTTIR
Handbolti Góð byrjun íslenska kvennalandsliðsins í undanriðli fyrir HM í Skopje. Sigraði Tyrki með þrettán
marka mun og mætir Makedóníu í úrslitaleik í dag. Arna Sif og Þórey Rósa með átta mörk hvor. 2-3
Íþróttir
mbl.is
riðli“ með t.d. Póllandi, Finnlandi,
Eistlandi, Gíbraltar og San Marínó.
Í vikunni stilltu sex knattspyrnu-
menn og einn þjálfari upp sínum
drauma- og martraðarriðlum á
mbl.is. Þetta voru Birkir Már Sæv-
arsson, Baldur Sigurðsson, Davíð
Þór Viðarsson, Alfreð Finnbogason,
Óli Stefán Flóventsson, Gísli Eyj-
ólfsson og Hörður Björgvin Magn-
ússon.
Allir hafa skoðun á Noregi
Þegar þeirra uppstillingar eru
settar saman kemur í ljós að þeir
óttast mest að fá Króatíu, Noreg,
Rúmeníu eða Albaníu, Kósóvó eða
Kasakstan og Lettland í riðil með Ís-
landi.
Hins vegar væru þeir ánægðastir
með að fá Ítalíu, Noreg, Kýpur,
Færeyjar eða Lúxemborg og San
Marínó í Íslandsriðilinn.
Það höfðu semsagt nánast allir
skoðun á Noregi og Lars Lagerbäck
og ýmist vildu þeir fá norska liðið í
riðilinn eða forðast það.
Kýpur er sú þjóð sem flestir vilja
EM 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Um hádegið á morgun kemur í ljós
hvaða fjórum eða fimm þjóðum Ís-
land mætir í undankeppninni fyrir
Evrópumót karla í knattspyrnu
2020. Þá verður dregið í riðlana í
Dublin á Írlandi. Öll undankeppnin
verður leikin á árinu 2019 en hjá Ís-
landi hefst hún með einum eða
tveimur leikjum á útivelli í mars og
lýkur með einum eða tveimur leikj-
um á útivelli í nóvember.
Ísland er í 2. styrkleikaflokki í
fyrsta skipti og á því betri möguleika
en nokkru sinni áður fyrir stórmót
að fá hagstæðan riðil. Ljóst er að
gríðarlega mikill munur getur verið
á styrkleika riðlanna og það sést
best með því að skoða þjóðirnar sem
skipa styrkleikaflokka þrjú og fjög-
ur aftast í fréttinni. Ísland getur lent
í algjörum „dauðariðli“, t.d. með
Belgíu, Serbíu, Rúmeníu, Makedón-
íu og Lettlandi, eða í „þægilegum
mæta en sex af þessum sjömenn-
ingum vonuðust eftir að fá Kýpur-
búa úr 4. styrkleikaflokki. Sá sjöundi
vildi hins vegar alls ekki fá þá!
Styrkleikaflokkarnir eru þessir,
eitt lið dregið úr hverjum flokki í
hvern riðil, nema hvað efsta liðið
verður annaðhvort úr Þjóðadeildar-
flokki eða 1. flokki:
Þjóðadeildarflokkur: Sviss,
Portúgal, Holland, England. Þessi
lið verða í fimm liða riðlum þar sem
þau fara í úrslitakeppni um sigur í
Þjóðadeild UEFA í júní.
1. flokkur: Belgía, Frakkland,
Spánn, Ítalía, Króatía og Pólland.
2. flokkur: Þýskaland, ÍSLAND,
Bosnía, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð,
Rússland, Austurríki, Wales, Tékk-
land.
3. flokkur: Slóvakía, Tyrkland, Ír-
land, Norður-Írland, Skotland, Nor-
egur, Serbía, Finnland, Búlgaría,
Ísrael.
4. flokkur: Ungverjaland, Rúm-
enía, Grikkland, Albanía, Svart-
fjallaland, Kýpur, Eistland, Slóven-
ía, Litháen, Georgía.
5. flokkur: Makedónía, Kósóvó,
Hvíta-Rússland, Lúxemborg,
Armenía, Aserbaídsjan, Kasakstan,
Moldóva, Gíbraltar, Færeyjar.
6. flokkur: Lettland, Liechten-
stein, Andorra, Malta, San Marínó.
Athöfnin hefst í Dublin klukkan
11 í fyrramálið og hægt verður að
fylgjast með víða, m.a. í beinni texta-
lýsingu á mbl.is.
Besti möguleiki fyrir stórmót
Ísland í öðrum styrkleikaflokki í fyrsta sinn þegar dregið er í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í
Dublin á morgun Vonast eftir Ítalíu en óttast Króatíu Flestir vilja fá Kýpur í riðil með Íslandi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
EM 2020 Íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Króatíu á HM í Rússlandi í
sumar. Flestir virðast vilja sleppa við að mæta króatíska liðinu aftur.
Knattspyrnulið KA fékk mikinn
liðsauka í gær þegar fjórir nýir
leikmenn skrifuðu undir samninga
við félagið. Fyrrverandi KA-
mennirnir Haukur Heiðar Hauks-
son, sem kom frá AIK í Svíþjóð, Al-
marr Ormarsson, sem kom frá
Fjölni, og Andri Fannar Stefánsson,
sem kom frá Val, eru komnir aftur
norður eins og Morgunblaðið
skýrði frá í gær. Þá er norskur
vinstri bakvörður, Alexander
Groven, búinn að skrifa undir
tveggja ára samning. Hann er 26
ára og kemur frá Sarpsborg en hef-
ur leikið lengst af með Hönefoss og
á að baki leiki með norska 21-árs
landsliðinu. Þá gerði enski mið-
vörðurinn Callum Williams nýjan
samning við KA. vs@mbl.is
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Heimkoma Haukur Heiðar Hauksson, Almarr Ormarsson og Andri Fannar Stefánsson voru brosmildir í gær þegar
þeir höfðu skrifað undir samninga við uppeldisfélag sitt, KA, í höfuðstöðvum þess á Akureyri.
Þrír komnir
heim og fjórði
frá Noregi
Aron Einar
Gunnarsson
landsliðsfyrirliði
í knattspyrnu
skoraði stór-
glæsilegt mark
fyrir Cardiff í
gærkvöld þegar
liðið lagði Wolv-
es að velli, 2:1, í
ensku úrvals-
deildinni.
Aron jafnaði metin á 65. mínútu
þegar hann tók boltann á brjóst-
kassann í miðjum vítateig Úlfanna,
stökk síðan upp og „klippti“ hann
uppundir þverslána á marki þeirra.
Tólf mínútum síðar skoraði Juni-
or Hoilett sigurmark Cardiff með
mögnuðu skoti í þverslá og inn.
Cardiff komst þar með úr fallsæti
og hefur unnið þrjá leiki af sex síð-
an Aron byrjaði að spila eftir
meiðslin, en hafði ekki unnið leik
fram að því.
Aron skoraði þarna sitt annað
mark í úrvalsdeildinni en fimm ár
og 97 dagar eru síðan það fyrsta
kom. Þá skoraði hann í 3:2-sigri
Cardiff á Manchester City 25. ágúst
2013 en frá haustinu 2014 lék hann
með liðinu í B-deildinni, þar til nú.
Þar með skoruðu allir þrír Ís-
lendingarnir sem leika í úrvals-
deildinni mark í nóvembermánuði.
vs@mbl.is
Glæsilegt
mark Arons í
sigri Cardiff
Aron Einar
Gunnarsson
Danir lögðu Svía 30:29 í úrslitakeppni Evrópumóts
kvennalandsliða í handknattleik í Frakklandi í gærkvöld.
Leikurinn var jafn og spennandi og í hálfleik höfðu Svíar
eins marks forystu, 16:15. Síðari hálfleikurinn var í járnum
allan tímann en Trine Østergaard skoraði sigurmark Dana
þegar um fjórar mínútur voru til leiksloka. Svíar fengu
gullið tækifæri til að jafna á síðustu sekúndum leiksins en
markvörður Dana varði vítakast þeirra. Mette Tranborg
skoraði sjö mörk fyrir Dani og Anne Mette Hansen fimm
en hjá Svíum var Nathalie Hagman markahæst með sjö
mörk, Isebelle Gullden skoraði fimm.
Spennusigur Dana á Svíum
Anne Mette
Hansen
Elías Már Ómarsson skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni
með liði Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld þegar liðið gerði 3:3-jafntefli í ótrúleg-
um leik gegn Utrecht. Elías Már skoraði fyrsta mark
leiksins strax á 6. mínútu og Excelsior var svo sannarlega
í góðum málum þegar flautað var til leikhlés. Liðið var 3:0
yfir og það stefndi í öruggan sigur. En Utrecht var ekki
af baki dottið og náði að jafna metin með því að skora þrjú
mörk á tíu mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiks. Utrecht
missti mann af velli á 85. mínútu en Excelsior náði ekki að
færa sér liðsmuninn í nyt. gummih@mbl.is
Elías Már
Ómarsson
Elías skoraði í ótrúlegum leik