Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 3

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 ur og sá fór hamförum meðan á leiknum stóð. Var hann einnig kynnt- ur með tilþrifum við líklega enn meiri fögnuð en þegar leikmenn heimaliðsins voru kynntir. Okkar maður Bjarki Már Elísson lék mest allan leikinn í vinstra horn- inu hjá Füchse og skoraði eitt mark. Liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum vegna þess að níu leikmenn voru á sjúkralistanum. Ekki er auðvelt að halda dampi í jafn sterkri deild og þeirri þýsku við slíkar aðstæður. Annar leikmaður af íslenskum ætt- um, Hans Lindberg, var áberandi í liði Füchse. Gömlu þýsku landsliðs- mennirnir hjá Stuttgart, Johannes Bitter og Michael Kraus, riðu bagga- muninn að þessu sinni. Minjagripur fyrir Íslendinga Þegar haldið var út úr höllinni að leiknum loknum kíktum við á básinn þar sem varningur tengdur liðinu var til sölu. Þar tókum við eftir því að hægt var að festa kaup á veglegum treflum merktum liðinu en einnig leikmönnum. Nokkrir leikmenn voru í boði og er Bjarki einn þeirra enda hefur hann leikið með liðinu í nokkur ár og staðið sig afar vel Eftir ágæta skemmtun er því hægt að arka út úr höllinni með Íslendinginn um hálsinn ef því er að skipta. Með í för var menntaður fatahönnuður og gerði hún mér grein fyrir því að slíkur saumaskapur kostaði talsverða ná- kvæmnisvinnu. Greinarhöfundur tek- ur það gott og gilt enda þar komið nokkuð langt út fyrir mína þekkingu. Mikið mannvirki Síðdegis á laugardegi fór greinar- höfundur á deildaleik Alba Berlin og Göttingen ásamt Íslendingi sem starfar í Berlín. Martin Hermanns- son gekk í raðir Alba í sumar en hafði stimplað sig hratt og vel inn í liðið. Alba leikur heimaleiki sína í hinni glæsilegu Mercedes-Benz Arena sem margir Íslendingar kann- ast við því þar lék Ísland leiki sína í lokakeppni EM karla í körfuknattleik árið 2015. Mjög skammt frá má sjá sjálfan Berlínarmúrinn eða hluta hans öllu heldur sem fær þar að standa til minningar um þau ósköp. Höllin er einnig notuð undir tón- leikahald hjá frægum hljómsveitum og þar missti Bono, söngvari U2, röddina eftir nokkur lög eins og heimsfrægt varð. Mannvirkið tekur allt að 17 þúsund manns á tónleikum en þegar körfubolti og íshokkí er spilað í höllinni tekur hún á milli 14 og 15 þúsund manns. Á að giska hafa verið tæplega tíu þúsund manns á leiknum sem hér er til umfjöllunnar. Uppgangur Martins hefur verið hraður og hann var í byrjunarliði Alba sem ætlað er að berjast um Þýskalandsmeistaratitilinn þegar líð- ur að vori. Höllin er mjög stór og áhorfendur eru ekki sérstaklega ná- lægt vellinum. En eins og stórar hall- ir bjóða gjarnan upp á þá er mynd- arlegur skjár sem hangir niður úr loftinu og yfir vellinum miðjum. Er notast við hann þegar leikmenn eru kynntir og til að kasta inn ýmsum upplýsingum meðan á leik stendur. Í höllinni er einnig hægt að sjá stiga- skor og villur leikmanna á veggj- unum sitt hvorum megin, við enda vallarins sem er nokkuð þægilegt. Harður stuðningsmannakjarni Stemningin var býsna góð í höll- inni en Alba hafði hins vegar tals- verða yfirburði í leiknum. Spennan var því ekki til staðar en harðir stuðningsmenn liðsins voru skilj- anlega ánægðir með stöðuna. Þeir hörðustu eru á góðum stað í höllinni eða fyrir aftan aðra körfuna. Fjöldi hörðustu stuðningsmannana sem halda uppi stuðinu var nokkuð mikill og þeir setja greinilega svip sinn á leikina. Lukkudýr Alba fór mikinn eins og búast mátti við en þar er um fuglinn albatross að ræða. Albatross- inn gaf refnum lítið eftir. Martin tókst mjög vel upp í leikn- um og var einn þriggja leikmanna Alba sem voru stigahæstir í leiknum með 17 stig hver í 95:68 stórsigri. Bandaríkjamaðurinn Luke Sikma og Litháinn Rokas Giedraitis gerðu einnig 17 stig fyrir Alba eins og Martin. Sikma var samherji Jóns Arnórs Stefánssonar hjá Valencia um tíma. Íslendingnum var skiljanlega vel fagnað og hefur hann verið fljót- ur að skapa sér vinsældir hjá stuðn- ingsmönnum Alba. Íslenskir leikmenn eru víða Hér hafa verið tekin tóndæmi um Íslendingalið í sömu borginni, Berlín, vinsælum áfangastað Íslendinga. Óhætt er að mæla með slíkum kapp- leikjum fyrir íþróttaunnendur. En Berlín er bara dæmi um þá mögu- leika sem í boði eru fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk sem kann að lenda í ferðalögum. Mjög víða í Þýskalandi er framúrskarandi íslenskt íþrótta- fólk. Sara Björk Gunnarsdóttir og Alfreð Finnbogason í knattspyrnunni og margir í handknattleiknum eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Guðjón Valur Sigurðsson. Íslendingar þekkja vel ensku knattspyrnuna og þarf ekki að rekja þá valmöguleika sérstaklega hér enda gera ferðaskrifstofur nokk- uð út á það. Einnig eru mjög margir Íslendingar af báðum kynjum að spíla á Norðurlöndunum. Í fleiri heimsborgum er nokkuð einfalt að sjá Íslendinga spila. Hand- knattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson er í Barcelona á Spáni, körfuknatt- leiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson í útjaðri Parísar í Frakklandi og knattspyrnumaðurinn Emil Hall- freðsson í nágrenni Rómar á Ítalíu. Ljósmynd/http://www.eurocupbask Atkvæðamikill Martin Hermannsson er fljótur að aðlagast nýju liði.  Stórleikur helgarinnar í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu verður háður á Anfield síðdegis í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar heim- sækja nágranna sína í Liverpool. Ever- ton er í sjötta sæti, ellefu stigum á eft- ir Liverpool sem er taplaust í öðru sætinu, en Jürgen Klopp knatt- spyrnustjóri Liverpool sagði á frétta- mannafundi í gær að Everton væri í dag með sterkara lið en hann hefði nokkru sinni áður mætt í grannaslag félaganna.  Matthías Vil- hjálmsson freistar þess á morgun að vinna sinn sjöunda stóra titil á fjórum árum með norska knattspyrnuliðinu Rosenborg. Þránd- heimsliðið mætir Strömsgodset frá Drammen í úrslitaleik norsku bikar- keppninnar en leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum Ullevaal í Ósló. Rosenborg hefur orðið norskur meist- ari öll fjögur árin sem Matthías hefur spilað með liðinu og tvisvar bik- armeistari.  Sigmundur Már Herbertsson og Leifur Garðarsson, sem báðir eru al- þjóðlegir körfuboltadómarar, hlutu í fyrrakvöld gullmerki KKÍ. Sigmundur og Leifur voru heiðraðir fyrir landsleik Íslands og Belgíu í Laugardalshöll. Þeir dæmdu í sumar sína síðustu leiki á vegum FIBA, Alþjóðakörfuknattleiks- sambandsins, en samkvæmt reglum FIBA þurfa dómarar að hætta að dæma alþjóðlega leiki þegar þeir verða 50 ára. Leifur hóf sinn FIBA-feril árið 1993 og Sigmundur árið 2003.  Fimm leikmenn frá toppliðum úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópi þeirra sem tilnefndir eru í kjörinu á knatt- spyrnumanni ársins í Afríku. Það eru Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita frá Liverpool, Riyad Mahrez frá Manchester City og Pierre-Emerick Aubameyang frá Arsenal.  Sílemaðurinn Alexis Sánchez verð- ur ekki með Manchester United næstu vikurnar eftir að hann meiddist á læri á æfingu liðsins. José Mourinho, knattspyrnustjóri Unit- ed, staðfesti á frétta- mannafundi í gær að meiðslin væru nokk- uð alvarleg. Enskir miðlar segja að Sánchez verði frá keppni í um sex vikur. Eitt ogannað Í SKOPJE Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna fékk fljúgandi viðbragð í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Skopje í gærkvöld. Það vann 13 marka sigur á Tyrkjum, 36:23, eftir að hafa átt hreint út sagt magnaðan síðari hálfleik þar sem segja má að flestallt hafi gengið upp, jafnt í vörn sem sókn, svo ekki sé talað um mark- vörsluna sem var afar góð hjá Guð- nýju Jennyju Ásmundsdóttur eða ríf- lega 40% hlutfallsmarkvarsla. Íslenska liðið var vel undir leikinn búið. Það byrjaði af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin og sendi ákveðin skilaboð til andstæðinga sinna. Tyrk- ir reyndu að klóra í bakkann og halda sjó en lentu fljótlega í vandræðum gegn framliggjandi vörn íslenska liðs- ins. Þótt ákveðnar lausnir fyndust af hálfu Tyrkja þegar á leið var það skammgóður vermir. Staðan í hálfleik var 18:14, Íslandi í vil. Síðari hálfleikur var hins vegar ein- stefna af hálfu íslensku kvennanna sem léku eins þær sem valdið hafa. Sóknarleikurinn var frábær og var vel stjórnað af Evu Björk Davíðsdóttur. Arna Sif Pálsdóttir, Þórey Rósa Stef- ánsdóttir og Thea Imani Sturludóttir, svo einhverjar séu nefndar, gengu vasklega fram. Hvert leikkerfið á fæt- ur öðru gekk upp og um miðjan síðari hálfleik var munurinn orðinn tíu mörk. Þá má segja að Tyrkir hafi hent inn hvíta handklæðinu. Eftirleik- urinn var enn auðveldari hjá íslenska liðinu, sem lét kné fylgja kviði og jók enn á muninn á marktöflunni. Martha Hermannsdóttir lék síð- ustu 15 mínútur leiksins í sínum fyrsta leik og stimplaði sig hressilega inn með tveimur mörkum. „Þetta var geggjað og sennilega skemmtilegustu mínútur sem ég hef leikið í handbolta um ævina,“ sagði hinn 35 ára tann- læknir frá Akureyri og var eitt bros þegar Morgunblaðið hitti hana eftir leikinn. Í hinum leik riðilsins vann Make- dónía auðveldan sigur á Aserbaíd- sjan, 41:22, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir, 18:8, að loknum fyrri hálfleik. Flestar konurnar í landsliði Make- dóníu eru hávaxnar og sterkbyggð- ar, reyndar eins og oftast áður. Það mun því reyna verulega á leikmenn íslenska liðsins í leiknum gegn þeim. Hæðarmunur er nokkur á liðunum, íslenska liðinu í óhag, og sömu sögu er að segja um líkamsburði. Íslenska liðið verður þar af leiðandi að láta boltann ganga hratt í vörninni til að hreyfa vel vörn makedónska liðsins. Ísland mætir liði Makedóníu í dag. Flautað verður til leiks klukkan 17. Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Fengu fljúgandi viðbragð  Þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar eftir frábæran síðari hálfleik  Úrslitaleikur um efsta sætið og keppnisrétt í umspili HM við Makedóníu Ljósmynd/Robert Spasovski Átta Arna Sif Pálsdóttir lét mikið að sér kveða í sínum 140. landsleik og skorar hér eitt af átta mörkum sínum. Skopje, undankeppni HM kvenna, föstudag 30. nóvember 2018. Gangur leiksins: 4:2, 7:5, 9:7, 13:8, 15:13, 18:14, 22:17, 24:18, 28:18, 29:20, 32:22, 36:23. Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefáns- dóttir 8, Arna Sif Pálsdóttir 8/1, Thea Imani Sturludóttir 5, Eva Björk Davíðs- dóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Martha Hermannsdóttir 2/1, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Steinunn Hans- dóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Guðný Jenny Ásmunds- Ísland – Tyrkland 36:23 dóttir 16/2. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Tyrklands: Yasemin Sahin 5, Beyza Irem Türkoglu 4, Sibel Kiciroglu 3, Beysa Irem Türkoglu 3, Fatma Atal- ar 2, Burcu Dindar 2, Yagmur Toprak 2/1, Kübra Sarikaya 1, Nurceren Ak- gün Göktepe 1. Varin skot: Merve Durdu 9/1, Sara Kececi 3, Serpil Abdioglu 2. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Tatjana Prastalo og Vesna Balvan frá Bosníu. Áhorfendur: 100. 1. deild karla Þór Ak. – Fjölnir................................... 87:81 Hamar – Selfoss ................................... 94:88 Staðan: Þór Ak. 8 7 1 759:638 14 Fjölnir 8 5 3 770:688 10 Vestri 7 5 2 617:552 10 Hamar 8 5 3 775:736 10 Höttur 6 4 2 535:502 8 Selfoss 8 3 5 666:653 6 Sindri 8 1 7 633:750 2 Snæfell 7 0 7 408:644 0 NBA-deildin Toronto – Golden State ........... (frl.) 131:128 LA Lakers – Indiana.......................... 104:96 Sacramento – LA Clippers .............. 121:133 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.