Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 3
tímabilið byrjaði seint hjá honum hjá Kiel vegna axlarmeiðsla. Ég sé fyrir mér að Ólafur Gúst- afsson verði í stóru hlutverki í miðri vörninni á HM. Afar jákvætt er fyr- ir landsliðið að hann skuli geta spil- að í háum gæðaflokki á ný eftir mik- il skakkaföll þar sem alvarleg meiðsli herjuðu á hann. Ólafur hefur marga kosti sem varnarmaður, er hávaxinn og með fína fótavinnu. Spurningin er kannski hverjir fleiri koma til með að spila í miðri vörn- inni. Í gær fengu Daníel Þór Inga- son, Ágúst Birgisson og Heimir Óli Heimisson allir að spreyta sig tölu- vert. Guðmundur er að skoða leik- menn en eins og hann sagði sjálfur fyrir helgi þá vill hann fá svör við spurningum sem leita á hann og Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálf- arann trygga. Morgunblaðið/Hari Markahæstur Óðinn Þór Ríkharðsson skorar úr hraðaupphlaupi í gær, eitt átta marka sinna í leiknum. Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018  James Milner verður ekki með Liv- erpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið mætir Arsenal á Anfield síðdegis í dag. Milner glímir við meiðsli en hann missti einnig af sigurleik liðsins gegn Newcastle, 4:0, á öðrum degi jóla af þeim sökum. Liverpool er með sex stiga forystu fyrir leiki dagsins en það gæti verið komið niður í þrjú stig þeg- ar flautað verður til leiks því Totten- ham tekur á móti Wolves fyrr um dag- inn. Liverpool er með 51 stig, Tottenham 45 og Manchester City 44 í þremur efstu sætunum. City sækir Southampton heim á morgun.  Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, viður- kenndi í gær að hann hefði hafnað því að fá Moha- med Salah, sem nú leikur með Liverpool, í sínar raðir þegar hann stýrði franska liðinu París SG. Emery kvaðst hafa efast um að Salah, sem þá lék með Roma, myndi spjara sig í stór- liði. „Nú get ég hinsvegar sagt að ef við myndum kaupa Salah, þá værum við að kaupa einn af fimm bestu leik- mönnum heims,“ sagði Emery en varnarmenn hans þurfa að kljást við Salah á Anfield í dag.  Taekwondosamband Íslands hefur útnefnt Ágúst Kristin Eðvarðsson úr Keflavík og Maríu Guðrúnu Svein- björnsdóttur úr Aftureldingu sem ta- ekwondofólk ársins 2018. Þau hafa bæði náð góðum árangri á sterkum al- þjóðlegum mótum á þessu ári og eru margfaldir Íslandsmeistarar.  María Guðrún Sveinbjörnsdóttir var líka heiðruð af Aftureldingu en hún var kjörin íþróttakona félagsins árið 2018. Andri Freyr Jónasson knatt- spyrnumaður var útnefndur íþrótta- karl Aftureldingar 2018.  Fjölnir úr Grafarvogi krýndi í fyrra- dag íþróttafólk ársins í sínum röðum. Tenniskonan Hera Björk Brynjars- dóttir er íþróttakona Fjölnis fyrir árið 2018 og sundmaðurinn Kristinn Þór- arinsson er íþróttakarl Fjölnis.  Arna Sif Ásgrímsdóttir, knatt- spyrnukona úr Þór/KA, og Hafþór Már Vignisson, handknattleiksmaður úr liði Akureyrar, voru útnefnd íþróttafólk ársins 2018 hjá Þór á Akureyri í fyrra- dag.  Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgða- stjóri Manchester United, staðfesti í gær að Antonio Valencia yrði áfram fyrirliði liðsins. Valencia hefur aðeins spilað sjö leiki á tímabilinu og vafi hef- ur verið um framtíð hans hjá félaginu. „Antonio er fyrirliði þegar hann er heill. Það eru fáir betri en hann í stöðu hægri bakvarð- ar,“ sagði Solskjær á frétta- mannafundi en United tekur á móti Bourne- mouth í úr- valsdeild- inni síðdegis á morgun, sunnudag. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Arnar Birk- ir Hálfdánsson kann vel við sig hjá danska liðinu SönderjyskE en Arnar gekk til liðs við félagið frá Fram í sumar. Er hann á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og hefur farið nokk- uð vel af stað. „Það er huggulegt,“ sagði Arnar þegar Morgunblaðið spurði hann í gær hvernig lífið væri í Danmörku. „Ég kann mjög vel við mig. Þetta er þægilegur lítill bær og ég bý á góðum stað. Þar af leiðandi er stutt í allt.“ Arnar segir það hafa tekið sig tíma að komast inn í hlutina hjá liðinu á undirbúningstímabilinu en eftir að deildakeppnin hófst hafi honum engu að síður gengið vel. „Ég var frekar týndur á undirbúningstímabilinu en þegar tímabilið byrjaði small þetta hjá mér. Fyrsti mánuðurinn var erf- iður. Ég skildi lítið og handboltinn var aðeins öðruvísi en sá sem ég hafði vanist. Hjá Fram þekkti ég náttúrlega allt eins og lófann á mér. Ég þurfti einn mánuð til að átta mig og þá kom þetta,“ útskýrði Arnar. Mikil stemning á leikjum Liðið er í Sönderborg á Jótlandi og Arnar segir liðið fá fínan stuðning hjá bæjarbúum. „Höllin tekur um 2.200 manns og á öllum heimaleikjum er margt fólk og mikill hávaði. Í raun er annaðhvort uppselt á leikina eða nærri því uppselt. Er það mjög skemmtilegt. Ég er þokkalega sáttur við hvernig liðinu gengur. Við erum í 8. sæti eða um miðja deild. Markmiðið er að vera á meðal átta efstu til að komast í úrslitakeppnina og við erum þar eins og staðan er en enn eru átta leikir eftir. Það munar miklu að vera á meðal átta efstu því hin liðin fara í umspil um að halda sæti sínu í efstu deild. Við viljum auðvitað losna við að vera í þeirri stöðu,“ sagði Arnar sem spilar eingöngu sem skytta hægra megin í sókninni. Í vörninni er hann annaðhvort bakvörður eða skiptir út af þegar liðið stillir upp í vörnina. Arnar er 24 ára gamall og segist vera á fínum aldri til að stíga skrefið út í atvinnumennskuna. „Já, engin spurning. Þetta er eitt skref upp á við og vonandi á ég eftir að taka nokkur skref til viðbótar. Það eina sem ég geri þarna er að æfa handbolta, borða og vaska upp,“ sagði Arnar léttur og segist hafa gott tækifæri til að bæta sig sem leikmaður í Danmörku. Kallið kom frá Guðmundi Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur veitt framgöngu Arnars athygli í vetur og valdi hann á dögunum í hópinn sem býr sig undir þátttöku á HM sem fram fer í janúar í Þýskalandi og Danmörku. „Ég geri mér aldrei neinar væntingar um að vera valinn í landsliðið en þetta er mikill heiður og mjög gaman að æfa með þessum strákum. Þetta eru al- vörukarlar og þetta er góð reynsla fyrir mig. Auðvitað vilja allir vera í lokahópnum,“ sagði Arnar en lands- liðshópurinn er nýkominn saman til æfinga og í gærkvöldi var fyrri vin- áttuleikurinn gegn Barein. „Þetta er því enginn tími til að að- lagast, tveir dagar og síðan er leikur. En fyrst og fremst er þetta bara handboltaæfing. Ég hef einu sinni áð- ur fengið að æfa með liðinu en þetta er í fyrsta skipti sem ég er í þessum tutt- ugu manna hópi,“ sagði Arnar Birkir Hálfdánsson þegar Morgunblaðið spjallaði við hann á landsliðsæfingu í gær. Þurfti mánuð til að átta sig í atvinnumennskunni  Arnar Birkir Hálfdánsson kann vel við sig hjá SönderjyskE á Jótlandi Morgunblaðið/Hari Ánægður Arnar Birkir Hálfdánsson kann vel við sig á Jótlandi. Hann skoraði eitt mark í vináttuleik gegn Katar í gær. rein 36:24 Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 6/1, Björgvin Páll Gústavsson 2. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Barein: Mohamed Abdul- redha 5, Hasan Alfardan 4, Mahdi Saad 3/3, Mohamed Habib 2/1, Ali Abdulqader 2, Komail Mahfoodh 2, Ali Merza 2, Hasan Madan 2, Mohamed A.Husain 1, Hasan Al- Samahiji 1. Varin skot: Mohamed A.Husain 5, Ali Khamis 2. Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: Um 1.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.