Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Starfsmannastjóri
kopavogur.is
P
ip
a
r\TB
W
A
\ SÍA
Laus er til umsóknar staða starfsmannastjóra hjá Kópavogsbæ
Starfsmannastjóri er yfirmaður starfsmanna- og launadeildar. Hann ber ábyrgð á
rekstri deildarinnar í samræmi við lög, reglugerðir og samninga, sett markmið
bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun á hverjum tíma. Starfsmannastjóri heyrir undir
sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Á deildinni starfa tíu starfsmenn.
Helstu verkefni:
• Starfsmannastjóri ber ábyrgð á faglegu starfi starfsmanna- og launadeildar.
• Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ hverju sinni.
• Ábyrgð á að laun séu greidd samkvæmt gildandi samningum, lögum og reglugerðum.
• Aðstoð við kjarasamninga og samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna kjaramála.
• Ábyrgð á gerð stjórnenda- og tölfræðiupplýsinga úr launagögnum.
• Virk þátttaka í gerð og framkvæmd launaáætlana ásamt innleiðingu jafnlaunavottunar.
• Ráðgjöf og upplýsingar til stjórnenda og bæjarfulltrúa varðandi starfsmannamál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í viðskiptafræði, lögfræði, mannauðsstjórnun eða sambærilegum
greinum sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla á sviði starfsmannastjórnunar er skilyrði.
• Reynsla af launa- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg.
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Magnússon (pallm@kopavogur.is) s. 441 0000.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Starfsmaður skal m.a. sinna eftirfarandi verkefnum:
• Reikningsskil og bókfærslu á fjárhagsáætlun umboðsins
• Skjöl og skjalavistun sem og vinnu með meðhöndlun pósts
• Stjórnunarlegum samskiptum við opinbert yfirvald á Íslandi sem og á Grænlandi
• Skipulagning dagskráa fyrir skemmtanir og heimsóknir í Reykjavík og á Íslandi í sambandi við
aðra starfsmenn sendiskrifstofunnar
• Samvinna um samskiptaáætlun við utanríkisráðuneytið vegna heimsóknar til Grænlands
• Upplýsingaleit, ferðapantanir og önnur tilfallandi og hagnýt verkefni
• Veita lið við almenna málsmeðferð og verkefnavinnu, m.a.:
Fundargerðir, svara fyrirspurnum, skipuleggja margvíslega atburði, vinna við markaðsgreiningu,
skrifa skýrslur og annað upplýsandi efni, sinna þýðingum sem og viðhaldi á heimasíðu, uppfærslu
á samfélagsmiðlum o.s.frv.
Hæfni
• Vænst er af umsækjanda að hann hafi viðeigandi menntun og/eða reynslu innan áðurnefndra sviða
• Gengið er út frá að viðkomandi tali og skrifi reiprennandi íslensku og ensku. Önnur tungumál eins
og grænlenska, danska og skandinavíska er kostur
• Hafa áhuga á Grænlandi og grænlenskum málefnum
Staðan felur í sér að starfsmaðurinn vinni sjálfstætt og kerfisbundið, og geti unnið með öðrum sama
hverrar stöðu viðkomandi gegnir og þvert á menningu.
Starfsmaðurinn verður að geta meðhöndlað mikið upplýsingaflæði og m.a. hafa ábyrgð á reiknings-
skilum sendiskrifstofunnar, vinna með skjöl og taka á móti gestum og sinna þeim.
Sendiskrifstofa Grænlands í Reykjavík hefur verið starfandi síðan í október 2018 og er til húsa í
miðborg Reykjavíkur. Skrifstofuna er verið að byggja og góð samvinna verður að vera á milli
verðandi starfsmanns og yfirmann sendiskrifstofunnar. Sendiskrifstofan samanstendur í þessum
skrifuðu orðum af yfirmanni sendiskrifstofunnar og síðar meir af ritara/verkefnastjóra sem og
lærlingi.
Í daglegri vinnu okkar metum við til mikils fagmennsku sem krydduð er með sveigjanleika og húmor
sem okkur finnst vera mikilvægir eiginleikar í litlu og faglegu umhverfi. Það verða töluð mörg tungu-
mál á vinnustaðnum, þar á meðal grænlenska, því er viðeigandi að hafa áhuga á Grænlandi.
Laun og ráðningarskilmálar
Vinnutími er 37 tímar á viku. Vinnuveitandi er opinber sendiskrifstofa og því getur vinnutíminn
verið svolítið lengri hverja viku. Ráðið er í stöðuna með 5 mánaðar reynslutíma. Laun og ráðningar-
skilmálar er í samræmi við ráðningu Sendiskrifstofu Grænlands í Reykjavík sem og í samráði við
gildandi samning viðkomandi samningsaðila á Íslandi.
Frekari upplýsingar um starfið er að fá hjá yfirmanni umboðsins, Jacob Isbosethsen, í síma
+354 6655610, tölvupóstfang: jsis@nanoq.gl
Áhugasamir umsækjendur skulu senda inn afrit af prófskírteinum, upplýsingum um fyrri störf,
o.s.frv. til
jsis@nanoq.gl
Sendiskrifstofa Grænlands í Reykjavík
Túngata 5
101 Reykjavík
Ísland
- Fyrirsögnin í tölvupóstinum skal vera „ansøgning stillingsopslag sekretær“
og þarf umsóknin að vera á dönsku.
Umsóknina skal senda til Sendiskrifstofu Grænlands eigi síðar en 29. desember 2018.
Sendiskrifstofa Grænlands í Reykjavík
leitar eftir ritara/verkefnastjóra
Sendiskrifstofa Grænlands leitar eftir kraftmiklum ritara/fulltrúa til að sinna bókhaldi og starfi ritara. Starfsbyrjun er samkomulag.
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
intellecta.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is