Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) óska eftir að ráða framkvæmdastjóra. Meginþættir starfsins • Ábyrgð á fjármálum, starfsmannahaldi og daglegum rekstri skrifstofu SSH • Ábyrgð á stjórnsýslulegri meðferð svæðisskipulags og sameiginlegri vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins • Mótun og umsjón með vinnslu verkefna sem tengjast sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og þróun tölfræðigagna • Umsjón með eigendavettvangi byggðasamlaga • Ráðning og samskipti við ráðgjafa, verkefnisstjóra og sérfræðinga sem koma að verkefnum sem unnin eru á vettvangi samtakanna • Samskipti við aðildarsveitarfélög vegna samstarfsverkefna sem eru í gangi hverju sinni • Hagsmunagæsla gagnvart löggjafar-, fjárveitingar- og framkvæmdavaldi Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu • Þekking og reynsla af rekstri og starfsemi sveitarfélaga • Þekking og reynsla af stjórnun og stefnumótun • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, traust og trúverðugleiki • Hæfni í að tjá sig í ræðu og riti • Mjög góð tök á íslensku og ensku, kunnátta í Norðurlandamáli kostur FRAMKVÆMDASTJÓRI Nánari upplýsingar veita: Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2018. Umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru pólitískur og faglegur samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Megináherslur og verkefni í starfi SSH snúast um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgöngumál, rekstur byggðasamlaga og skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins sem og tilfallandi verkefni sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna hverju sinni. Fjölbreytt verkefnaflóra er að talsverðu leyti leyst í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga og á hverjum tíma eru starfandi verkefna- og samráðshópar vegna margvíslegra samstarfsverkefna aðildarsveitarfélaganna. Hlutverk framkvæmdastjóra SSH er að vinna með stjórn samtakanna að framgangi og farsælli úrvinnslu verkefna sem tengjast ofangreindu, auk samskipta við ráðuneyti, opinberar stofnanir og aðildarsveitarfélög samtakanna. Staða sérfræðings í fjármálum og rekstri Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á skrifstofu fjármála og rekstrar. Megin- hlutverk skrifstofunnar er að sjá um undirbúning fjármálaáætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga fyrir þau málefnasvið sem undir ráðuneytið heyra. Í því felst m.a. að þróa fjárlagaverkferla og framkvæmd fjárlaga þannig að greining fjárhagsupplýsinga sé fagleg og tímanlega fram sett og nýtist þannig til stefnumótunar og ákvarðanatöku. Jafnframt að rekstrarþjónusta í innri málum ráðuneytisins þjóni starfsfólki og yfirstjórn eins og best verður á kosið, m.a. með því að nýta viðskipta, fjárhags- og ferðabókhaldskerfi eins vel og unnt er. Helstu verkefni: • Rekstrarúttektir og greiningar • Greinargerð með fjárlögum og fjármálaáætlun • Eftirlit með framkvæmd fjárlaga • Samstarf og samvinna við stofnanir ráðuneytisins • Stefnumótun og eftirfylgni stefna • Árangursmælingar og skýrslugerð • Samþætting opinberra stefna Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert. Um er að ræða fullt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til 4. janúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar veitir Pétur U. Fenger, skrifstofustjóri, í síma 545 9000. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta, hagfræði eða sambærileg menntun • Framhaldsmenntun eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi • Mjög góð kunnátta í Excel • Reynsla af stefnumótun og vinnu með fjárhagsupplýsingar • Reynsla af upplýsingakerfi Oracle er kostur • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur • Góð íslenskukunnátta og hæfni í framsetningu upplýsinga • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp • Góð hæfni í samskiptum, árangursdrifni og skipulagshæfileikar Kópavogsbær auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: kopavogur.is Grunnskólar Forfallakennari í Hörðuvallaskóla Frístundaleiðbeinandi í Kársnesskóla Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla Umsjónarkennari í Salaskóla Umsjónarkennari í Smáraskóla Leikskólar Aðstoðarleikskólastjóri í Marbakka Deildarstjóri í Austurkór Deildarstjóri í Kópahvol Deildarstjóri í Núp Leikskólakennari í Álfaheiði Leikskólakennari í Álfatún Leikskólakennari í Baug Leikskólakennari í Efstahjalla Leikskólakennari í Kópahvol Leikskólakennari í Læk Leikskólakennari í Núp Leikskólakennari í Sólhvörf Leikskólasérkennari í Austurkór Leikskólasérkennari í Baug Stjórnsýslusvið Fulltrúi í bókhaldsdeild Umsóknir ásamt upplýsingum um störfin eru á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is. Laus störf hjá Kópavogsbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.