Fylkir


Fylkir - 25.05.2018, Blaðsíða 2

Fylkir - 25.05.2018, Blaðsíða 2
° ° 2 FYLKIR - 25. maí 2018 Útgefandi: Eyjasýn ehf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Umbrot: Eyjasýn ehf. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan. Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Trausti Hjaltason, ábm., Arnar Sigurmundsson, Jarl Sigurgeirsson Sindri Ólafsson Páll Marvin Jónsson Kröftugt og metnaðarfullt samfélag eins og okkar krefst fjölbreytts atvinnulífs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur Vestmannaeyjabær haft kröftuga aðkomu að atvinnulífinu. Áhersla hefur verið lögð á samstarf við einkaaðila og stuðning við menntun sem skapar frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og hugmyndir. Samstarfið við alþjóðlega stórfyrirtækið Merlin hefur þegar skilað verkefni sem valda mun straumhvörfum í ferðaþjónustu og skapa sterkan segul sem draga mun að ferðamenn og auka þjónustu við þá. Allt er það án nokkurar fjárhagslegrar aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú kynnt hugmynd sína um næsta stóra samstarfsverkefni en það er fólgið í því að koma upp baðlóni í nýjahrauninu. Þar er stefnt að því nýta þann mikla varma sem verður til þegar hafin er brennsla á sorpi á ný með því að hita baðlón sem þó verður staðsett í góðri fjarlægð frá brennsluofninum. Undirbúningur er þegar hafinn og hafa fyrstu hugmyndir að hönnun lónsins verið kynntar. Þá liggur fyrir vilji Bláa lónsins til að leiða verkefnið. Sem fyrr eru hagsmunir Vestmannaeyjabæjar að leiðarljósi og engin fjárhagsleg aðkoma að verkefninu. Baðlón í nýja hraunið Bláa lónið og Vestmannaeyjabær á leið í samstarf Vestmannaeyjar eru íþróttabær og árangur íþróttafólksins okkar einstakur. Við vitum að íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í forvarnarstarfi ungmenna og því er nauðsynlegt að tryggja öflugt starf á þessu sviði. Við erum stolt af því að geta með sanni sagt að aðstaða til íþróttaiðkunar er ein sú besta á öllu landinu og að vel er stutt við bakið á íþróttafélögum hér í bæ. Fái Sjálfstæðisflokkurinn til þess umboð mun hann ráðast í næstu skref og er þar meðal annars horft til þess að setja gervigras á einn af knattspyrnuvöllunum, bæta búningaðstöðu við Hásteinsvöll og stórbæta æfingaaðstöðu fyrir afreksfólk. Gervigras, nýir búningsklefar og sér- hæfð æfingaaðstaða fyrir afreksfólk

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.