Fylkir - 25.05.2018, Blaðsíða 3
°
°
2FYLKIR - 25. maí 2018
Dæmi um nokkur atriði úr málefnaskránni okkar
• Gervigras á einn af grasvöllum bæjarins
• Bæta enn frekar útileiksvæði í bænum
• Nýtt og glæsilegt fiska- og náttúrusafn
• Hafa gjaldastefnu sanngjarna og samkeppnishæfa
• Efla flugsamgöngur þannig að þær samgöngur verði raunhæfur
kostur fyrir almenna íbúa.
• Fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlaða og öryrkja
• Fella áfram niður fasteignagjöld á eldri borgara
• Koma upp hreystivelli, blakvelli og púttvelli miðsvæðis
• Skoða fýsileika í tengslum við stórskipahöfn norðan
við Eiðið sem og í Skansfjöru
Við erum rík af málefnum
Eins og gott stjórnmálaafl ætti að vera
Höfnin er lífæð samfélagsins og
þarf því stöðugt að vera í fram-
kvæmdum til þess að tryggja
sem besta þjónustu við notendur
hafnarinnar. Gerðar hafa verið
ýmsar úrbætur, t.d. á Binnabryggju.
Eins og fram kemur í stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins er einlægur
vilji til að horfa til framtíðar með
nýtingu hafnarinnar að leiðarljósi
og mikilvægt er að útfæra vel öll
þau vaxtartækifæri sem höfnin
hefur.
Eitt hið allra mikilvægasta í því
samhengi er að hefja tafarlaust
undirbúning að gerð stórskipa-
hafnar. Norðan við Eiði þarf að
koma upp viðlegukanti sem
þjónustað getur gámaskip. Á
sama tíma er horft til þess að
koma upp viðlegukanti í Skans-
fjörunni til að geta þjónustað enn
betur skemmtiferðaskip.
Í leit sinni að einhverju sem hægt
er að tala illa um hafa einhverjir af
andstæðingum flokksins leitað til
þess að halla máli verulega í
umræðu um endurgerð Fiskiðj-
unnar. Jafnvel hafa einhverjir lagst
svo lágt að fara vísvitandi rangt
með kostnaðartölur. Þeir sem
lengst ganga fullyrða jafnvel að
kostnaður Vestmannaeyjabæjar sé
orðinn um eða yfir milljarð. Slíkt er
algjör fjarstaða.
Þegar rætt er um tölur er kosturinn
sá að þær ljúga ekki. Fyrir liggur að
heildarkostnaður Vestmannaeyja-
bæjar að framkvæmdinni er í dag
282.957.442 kr. (rétt rúmlega 280
milljónir).
Heildarkostnaður framkvæmdar-
innar er hinsvegar langtum hærri
og gæti vel legið nærri 1,5
milljarði. Þannig er ekki ólíklegt að
framkvæmdir Merlin kosti hátt í
700 millljónir, kostnaður Þekk-
ingarsetursins (sem ekki er í eigu
Vestmannaeyjabæjar) sé um 220
milljónir og er þá ótalinn kostn-
aður Eyjablikk við 4. hæðina.
Eftir stendur að þetta sögufræga
hús skipar nú á ný veglegan sess í
bæjarlífinu og er Eyjamönnum til
sóma.
Stórskipahöfn
Fiskiðjan er Eyjamönnum til sóma