Samfylkingin - 04.04.1934, Page 2

Samfylkingin - 04.04.1934, Page 2
2 SAMFYLKINGIN staðið, hún hefir jafnvel boðizt til að ganga sem heild inn í hitt fé- lagið, en öllu þessu hefir verið harðlega neitað. Enda má sprengi- félagið V.K.F.S. nú heita algerlega lokað verkalýðsfélag, þar sem slík- um fasisma er beitt við inntöku nýrra félaga, að inntökubeiðnir eru því, aðeins gildar að tvær úrstjórn- arklíkunni séu meðmælendur. Pað hefir verið reiknað út, hversu miklu sú kauplækkun næmi, sem sprengifelagið hefir komið á og það hefir reiknast svo til að það sé um 50 þús. kr. á ári. eða 150 þús. kr. þessi þrjú sumur, sem taxti sprengifélagsins hefir gilt. Pað er dálaglegur skildingur, sem þarna hefir verið rænt af verka- konum og stungið í vasa útgerðar- manna. Atvinnurekendur og kratabroddar gerðu allt, sem þeir gátu til að við- halda þessum klofningi, enda bygg- ist veldi þeirra fvrst og fremst af sundrung og skortandi stéttarþroska verkalýðsins. Kratabroddarnir höfðu þá stjórn Verkamannafélagsins, og komu í veg fyrir að það gerði nokkuð til að sameina verkakonurnar. Pvert.á móti gerðu þeir allt, sem þeir gátu tii að viðhalda klofningn- um og einn aðalforsprakki þeirra lýsti því yfir, að Verkakv.fél. Siglufj. „skyldi standa með pálmann í hönd- unum“, I þessari baráttu fyrirsundr- ungu verkakvenna og lækkun kaup- taxta beittu broddarnir í sprengifél. hinum svívirðilegustu aðferðum. Ágætt dæmi um það er hið svo- kallaða Bakkamál. Vorið 1931 hafði Óskar Halld. í Bakka byrjað að greiða íshús- vinnu með 1,25 kr. — þ. e. taxta Óskar, en sprengifélagið hafði ekki neinn sérstakan lið um þessa vinnu. Broddarnir úr sprengifélaginu hlupu þá til og fengu því til leiðar komið, að kaupið var útfært aðeins með 1 kr. eða dagv.taxta sprengiféíagsins. Um haustið varð svo h.f. Bakki gjaldþrota og gerði Steinþór Guðm. upp fyrir hönd bankans Hann kvaðst strax mundu borga út samkv. taxta Óskar, ef form. Verkamanna- félagsins segði eitt orð í þá átt. En form. Kristján Sigurðsson krata- broddur ne'taði að gera nokkuð í málinu — svo að taxti sprengifél. var greiddur. Seinna um haustið unnu svo nokkrar konur þarna í íshúsvinnu, þ. á. m. Þorfi nna Dýrfjörð og heimtaði að fá greitt 1,25 eða sama kaup og nún.og meðhjálparar henn- ar höfði haft af stúikum, sem unnu í Bakka um sumarið. — Slík eru heilindin í garð verkalýðsins. IV. Samfylkingarbarátta „Oskar“ í vetur. Á ráðstefnu VSN síðastl. haust á Akureyri var kaupgjaldsbaráttan hér rædd rækilega. Var lögð á- herzla á, að það mætti ekki hald- ast uppi að hér væru tveir verka- kvennataxtar og Verkamannafél. Siglufjarðar falið að sameina kaup- gjaldsmál verkakvenna. Pað skrifaði síðan báðum verkakvennafélögunum bréf og skoraði á þau að setja sam- eiginiegan kauptaxta. Ósk tók þess- ari málaleiíun vel, en annað var uppi á teningnum hjá sprengifélag- inu. Par var það foringjaklíkan sem öliu réð og tók að sér að svara bréfinu fyrir hönd verkakvennanna. í stað þess, að sameiginlegur taxti er að sjálfsögðu hagsmunamál allra vinnandi kvenna — sem þær hefðu auðvitað samþ., ef þær hefðu fengið að ráða, þá svöruðu broddarnir, sem eru auðsveip tæki aivinnurekend- anna, þessu með ruddalegri neitun. Svör bessara félaga við bréfi Verka- mannafélagsins er Ijós mynd af starfi fieirra og stefnu. Annarsvegar Osk, sem tók samfylkingunni oþntim örm- um, hinsvegar ruddaleg neitun brodd- anna i sþrengifélaginu. Síðan boðaði Ósk til tveggja op- inna verkakvennafunda um málið. Á fyrri fundinum var svo kosin kauptaxtanefnd — félags- og ófélags- bundinna kvenna og átti hún að gera uppkast að sameiginlegum kauptaxta. Á fundi þessum ráku broddar sprengifélagsins óspart erindi at- vinnurekendanna. Pær höfðu áðnr komízt á snoðir um undirbúning „Óskar", þær flýttu sér því að hrófla af sínum taxta, samþykktu hann á skyndifundi daginn áður og sendu síðan stjórn Alþýðusam- bandsins. Form. sprengifélagsins Sigrún Kristinssd. lók að sér að leika loddarahlutverkið á fundinum. Hún var svo sem ekki á mótisam- fyikingartaxta, en það var bara ekki hægt núna, af því að þær voru búnar að senda taxtann sinn suður. Og hún tók sér það bessaleyfi, að neita því fyrir munn verkakvenna að afturkalla taxtann. Örðugleikar auðvaldsins gera æ hærri kröfur til leikarahæfileika kratabroddanna. — Peir verða að þykjasf vera með kröfum verkakvenna — til að svíkja þær svo aliar á eftir — og það er ekki annað hægt að segja en að Sigrún hafi leikið sitt hlutverk vel. Kauptaxtanefndin starfaði áfram og lagði hún fram á síðari fundin- um uppkast að kauptaxta og fól það í sér nokkrar auknar hagsbæt- ur frá fyrri taxta Óskar og sprengi- félagsins. Áþessum fundi mætti form. sprengifélagsins — og hélt áfram fyrra starfi sínu fyrir atvinnurekend- ur og neitaði hún nú algerlega allri samvinnu. Fundurinn var svo fá- mennur, að ekki þótti rétt að sam- þykkja taxtann. Hinsvegar var sam- þykkt að láta ganga með undir- skriftalista um taxtann. Undirskriftir undir raxtann hafa þó ekki borið slíkan árangur, sem hefði mátt ætla eftir fundunum. Verkakonur virðast ennekki hafa að fullu skilið hversu mikilvægt mál er hér um að ræða. Broddarn- ir í sprengifélaginu hafa líka gert sitt. Pær hafa safnað undirskriftum undir taxta sinn og þar með slegið því föstu, að það sé hámarkstaxti og verkakonur megi alls ekki fá hærra kaup. — En þrátt fyrir þetta mun Ósk halda áfram samfylking- arbaráttu sinni fyrir bættum kjörum verkakvenna. Siglfirskar verkakonur! Minn- ist þess, að Verkakvennafélag Siglufjarðar er sprengifélagstofn- að af kratabroddununum undir vernd og umsjón atvinnurek- enda. Pað hefir rænt verka- konurnar 150 þús. kr. s.l. 3 sumur og stungið því i vasa atvinnurekenda, þ. e. upp und- ir 150,00 kr. af hverri vinn- andi síldarstúlku. Verkakonur, eigum við að láta viðgangast að þessum klofningi og arðráni verði haldið áfram. Nei og aftur nei. Við skul- um fylkja ^kkur um samfylk- ingartaxta Oskar. Verkakonur! Höldum bar- áttunni fyrir samfylkingartaxta hlífðarlaust áfram. — Minn- umst þess að VSN og Verka m.fél. Siglufj. standa meðokkur. Fyrsta skrefið er að mætaáfund- inum á föstudaginn. Veíum allar samtaka, þá er sigurinn vís. Ábyrgðarm.: Anna Guðmundsd. Siglufjarðarprentsmiðja. ATHUGIÐ! Almennur verkakvennafundur verður haldinn á föstud. 6. apríl kl. 4 e.h. i Brúarfoss. Rætt verður um samfylkingarkauptaxta Oskar og komandi baráttu. Verkakonur fjölmennið!

x

Samfylkingin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samfylkingin
https://timarit.is/publication/1315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.