Samfylking - 11.04.1936, Blaðsíða 2

Samfylking - 11.04.1936, Blaðsíða 2
2 S AMFYLKINGIN bros prúðbúinna borgara, sem gengu fram hjá fylkingum um- komulítillar alþýðu. Nú er þetta bros borgaranna horfið að mestu 1. maí. í stað þess skín út úr andlitum þeirra alvöru- þrunginn ótti. Síðasta sigurvon burgeisanna í andófi sínu gegn sósíalisma og frelsi fólksins er þó enn ekki brostinn og hún er tengd við þau öfl, sem viljandi eða fyrir aðgerðaleysi valda því að alþýðan gengur skipt til baráttu fyrir lífsafkomu sinni og frelsi 1. maí og endranær, þegar sameiginleg átök eru lífsnauðsyn fyrir hana. Eg fullyrði að 1. maí brysti strengur í brjósti íslenzka auð- valdsins, ef alþýða í Reykjavík bæri gæfu til að ryðja úr leið- inni til samfylkingar persónu- legri tortryggni, úlfúð, þver- móðsku og jafnvel hatri milli einstakra manna og ganga í samstilltri einingu fyrir aðal- kröfum sínum: um atvinnu og frelsi. Afstaða hinnar úreltu og menningarfjandsamlegu yfir- stéttar gagnvart verkalýðs- hreyfingunni er sama eðlis og afstaða vetrarins gagnvart vor- inu. Við áhrif styrkra samtaka alþýðustéttanna brestur sams- konar flótti í hersveitir þeirra afla, sem virka afturdrægt á menningu og framfarir, eins og þegar vorið virkar á snjóhengju í fjallshlíð. Þeir, sem gera leik að því að eggja til deilna innan verka- Jýðssamtakanna, valda bræðra- vígum, eru fjandmenn verka- lýðsstéttarinnar. Þeir gera sitt til þess að leggja að veði fyrir sundurvirkri og því vonlausri baráttu við yfirstéttina allt það, sem alþýðan hefir unnið sér til handa með samtökum sínum, menningu hennar og framtíð. Vegna hagsmuna verkalýðs- ins og þjóðarinnar allrar ber oss skylda til að leggja krafta vora saman og vinna með þeirri öldu, sem stigin er frá brjóst- um þúsunda sártlíðandi al- þýðufólks á íslandi, fyrir sam- einingu, gegn sundrung. Þessi alda er borin uppi af helgustu frelsisþrám fólksins sjálfs, sem berst við neyð og síversnandi lífskjör niðri í þjáningardjúp um þess þjóðfélags, sem auð- valdið á og drottnar yfir, til þess að arðræna og kúga all- an vinnulýð landsins. Framtíð og velferð íslenzku þjóðarinnar, þ. e. alþýðunnar, veltur á því, hvort þessi alda megnar að skola burtu öllum þeim tálmunum, sem fyrir sam- fylkingu alþýðuflokkanna og allra vinstri flokka í landinu kunna að verða. Á sigri þess' arar samfylkingaröldu veltur það, hvort alþýðan nær yfir- ráðum á íslandi, eða hvort aft- urhaldið nær þeirri valdaað stöðu, sem gerir því unnt að steypa haustmyrkri miðalda- kúgunar yfir land og þjóð. En þar, sem sú alda sigrar og ríður yfir, mun vaxa nýr gróSur, nýtt og fjöIskrúSugt menningarlíf í því ríki, sem hin starfandi þjóS á og stjórnar til hagsmuna fyrir sig sjálfa. Samfylking verkalýSsins voldugri kröfugöngu 1. maí er fyrsta sporið aS fullkomnu Allir eilt! Eftir Fftlippus Ámnndaion, varaformann IFélags fárniðnaðarnaanna. Filippus Ámundason. Það mun engum blandast hug- ur um það, að einn meginþátt- urinn í því, að sigrast á erfið- leikunum í hverri mynd, sem þeir birtast, er samheldni og samstarf, með gagnkvæmum skilningi á þörfum og kröfum einstaklinga og þjóða. Það er því mikilsvert atriði, svo vel megi skipast, — einkum þegar viðhorfið er svo ískyggilegt, að nærri stappar að menn örvænti um, að takast megi að ráða fram úr vandamálunum, — að allir geri sér ljóst, hversu afar- þýðingarmikið atriði það er, að einstaklingarnir skilji nauðsyn samstarfsins og sameiningarinn- ar. Engum þeim, er um það vill hugsa í alvöru, dylst það, að við íslendingar stöndum nú á mjög alvarlegum tímamótum. Aflaleysi til sjávarins, og þar af leiðandi atvinnuleysi í landi, er nú svo mikið, að í annan tíma hefir ekki meira. verið; í kjölfar þess siglir svo hraðbyrí efnalegt allsleysi og þrenging- ar, — einkum fyrir hinar vinn- andi stéttir, — og er nú þegar orðið svo tilfinnanlegt, að hver dagurinn, sem líður, gerir við- horfið æ ískyggilegra. — Menn fyllast því vonleysi og kvíða, og sjá eigi fram á, á hvern veg verði úr bætt, svo að takast megi að afstýra vandræðum. — Það er því eigi ófyrirsynju, þó spurt sé: Hvað er hægt að gera, hvar af vænta megi einhverra bóta á því viðhorfi og ástandi, er nú ríkir? Eg býst við, að ógreitt verði um svör. Þó skai bent á eitt það heillavænlegasta og jafnframt öruggasta bjarg- ráð, en það er: að allur hinn vinnandi lýður, karlar og kon- ur, sameinist í eina órjúfandi heild, en láti deilur um dægur- mál og smávægilegan skoðana- mun víkja fyrir þörfinni á sam- úð og skilningi á lífsafkomu fjöldans. Mun þá fljótt bregða til hins betra, og óskir og innri þrár allra þeirra, er mannúð og réttlæti unna, leysast úr læð- ingi, til heilla og hagsældar fyr- ir land og lýð. Látum það því vera kjörorð vor allra: Allir eitt! Filippus Ámundason. 1. MAI Eftir Kristinn Jóhannesson, deildarstj. í „Dagsbrú Efftir Onnu Guðmundsdóttur, fulltrúa verkakvennafél. „Framsókn" i Fulltrúaráðft verkalýðsfél. Gegnum aldaraðir hefir kon- an verið hrjáð af þjóðskipulags- háttum þeim, sem mannkynið hefir búið við. En hvergi er þó ófrelsi konunnar jafn átakan- legt og í þeim löndum, sem stjórnað er með fasistísku eða nazistísku einræði. Þar má hún hvergi vera virkur þátttakandi í opinberum málum. Hún hefir verið svipt allri aðstöðu til sjálfsbjargar, og svo að segja öllu frelsi. Einkum á þetta við konur úr alþýðustétt. Þær hafa orðið að lúta því að vera mennt- unarlausar, bundnir þrælar þjóð- félagsins frá vöggunni til graf- arinnar. Mjög hefir það sýnt sig, eink- um í seinni tíð, að konan er hvergi ánægð með þetta hlut- skipti sitt. Nútímakonan getur ekki sætt samstarfi allra frelsi unnandi Islendinga fyrir ríki verkalýðs- ins á íslandi. Allir eitt að settu marki. Árni Ágústsson. sig við að þræla frá morgni til kvölds og fara á mis við allt, sem lífið hefir að bjóða, og allir eiga jafnan rétt á að njóta. Verkakonan skilur mæta vel þau margvíslegu átök, sem þarf til þess að bæta sín eigin kjör. Hún skilur einnig sem móðir, hve mjög þarf umbóta við fyrir hinn uppvaxandi æskulýð, — hversu uppeldismálunum er í mörgu ábótavant, og að ónóg upplýsing er einn stærsti þrösk- uldurinn fyrir því að betra þjóðskipulag komist á. Hvað getur nú konan gert til að hrinda af sér okinu? Eg býst við að fleirum en mér verði fyrir að hu'gsa á þá lund, að hinn skapandi máttur samtak- anna sé það eina, sem geti lyft okkur úr því öngþveiti, sem við höfum orðið að lifa við. Þess vegna er það sorglegt, þegar verkalýðurinn misskilur svo hlutskipti sitt, að hann sameini ekki alla sína krafta fyrir bætt- um kjörum og betri afkomu i hvaða mynd sem er. Mín sannfæring er sú, að inn- Með: hverjum degi vex og styrkist skilningur íslenzkra verkamanna á gíldi kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. En til þess að kröfngöngur beri fullkominn tilætlaðan árangur verða þær að' vera fjölmennar og vel skipulagðar. En nú vitum við það, að hivert verkalýðsfélag skiptist aðallega í tvo starfandi stjórnmálaflokka, Alþýðuflokk Og Kommúmsta- flokk. En þar sem Alþýðuflokkurinn er samaniagt atkvæðameiri inn- an félagarma um allt land, þá er hann að sjálfsögðu förustu- flokkur í framgangi allra verkalýðsmála- En nú er það staðreynd, að Kommúnistar eru viðurkenndir sem starfandi flokkur innan verkalýðssamtakanna, auðvitað sem minnihluta-flokkur, en þó með sérstöku stjórnmálasam- bandi. Tilgangur þessara tveggja flokka er að flestra áliti sá sami í öllum aðalatriðum, að umskapa þjóðfélagið til aukinnar vel- gengni alls almennings. Skipting þessara tveggja flokka skapast eingöngu á að- ferðinni um meðferð málanna. En ef við reynum að líta hlut- drægnislaust á þessi mál, þá hljótum við að sjá það á at- kvæðagreiðslu verkalýðsfélag- anna og annara fagfélaga, er standa að kröfugöngu 1. maí, að ef lýðræði á að gilda innan verkalýðsfélaganna, þá er það ófrávíkjanlegt, að þessir tveir flokkar gangi í sameiginlegri kröfugöngu 1. maí, í einni sam- stilltri órjúfanlegri samfylk- ingu. Við Alþýðuflokks verkamenn, sem erum með sameiginlegri kröfugöngu 1. maí, lítum svo á, að það geti ekki orðið á nokk- urn hátt tap fyrir Aiþýðuflokk- inn, að vinna að sameiginlegri kröfugöngu Alþýðuflokksins, verkalýðsfélaganna og Komm- únistaflokksins. Því að eins og ástandið er nú í atvinnumálum þjóðarinn- ar, þar sem verkafólk gengur þúsundum saman atvinnulítið og atvinnulaust, þá getur það ver- ið varhugavert fyrir stjórnend- ur verkalýðsfélaganna, gagn- vart vexti og styrkleika AI- þýðuflokksins, að berjast á mótí framkomnum samþykktum kröf- um um sameiginlega kröfu- göngu fyrnefndra flokka, því að það er vitanlegt, að samfylking- arvilji Alþýðuflokkskjósenda er kominn á það stig, að hann þol- ir ekki verulega mótspyrnu ráð- andi manna flokksins, án hnekk- is fyrir Alþýðuflokkinn. Þess vegna er það áskorun mín, sem samfylkingar-sinnaðs Alþýðaflokksmanns, til þeirra, sem skipaðir eru af verkalýðs- félögumum f 1. maá nefnd, að þeir vinni samkvæmt vilja meirihluta verkalýðsins að einni sameiginlegri krófugöngu 1. maí.. Kynnum mátt vorn og vilja! Heél að atarfi! Dagrenning. Eftir Hring Vigfússon, fulltrúa Verzlunarmannafélagsins í Full- trúaráði verkalýðsfélaganna. an Alþýðuflokksins beri að sam- eina alla þessa krafta, en vegna þeirrar tortryggni, sem alið hef- ir verið á af ýmsum, finnst mér Alþýðuflokkurinn þurfi að sýna afl sitt og vald ásamt einlægum vilja, með því að taka tillit til þeirra mörgu, er óska eftir sam- eiginlegri kröfugöngu 1. maí. Konur úr alþýðustétt! Við eigum allar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Gerum allt, sem í okkar valdi stendur til að berjast á móti íhaldi og fasisma. Allar út á götuna 1. maí í eina órjúfanlega samfylkingu. Anna Guðmundsdóttir Eflaust hefir þú, lesari góður, eitthvert sinn verið úti við, þeg- ar dagur rís og náttúran leysist úr dróma nætur. Það fer okkl hjá því, að þú á slíkri stund haf- ir orðið snortinn af lífi því, sem vakið er. Það má líkja við dagrenningu þeirri öldu samhyggðar hins vinnandi lýðs, sem nú er að rísa í landi þessu, eins og nóttin flýr fyrir krafti hins komandi dags, þann veg mun skammdegismyrk- ur hins kapítalistiska þjóðskipu- lags, sem nú grúfir yfir atvinnu- háttum okkar íslendinga, hverfa eins og dögg fyrir sólu, þegar hinir tveir sósíalistisku flokkar, Alþýðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn, skilja það hlut- verk, sem samfylkingu þeirra er ætlað að inna af hendi. — Að sjálfsögðu verður það lýðræði að ríkja í samvinnu þessara flokka, að sá flokkurinn, sem stærri er og öflugri, hafi for- ustuna á hendi í þessum sem öðrum v,erkalýðsmálum. Hér er átt við Alþýðuflokkinn. Þess vegna er það ósk mín og vissa, að vitrustu menn beggja flokka leggist á eitt um það, að samfylking takist nú 1. maí, sem fær sé að sýna íhaldi og fasisma að bönd þau, sem tengja hinar undirokuðu stéttir saman, séu svo traust, að sá að- ferðamunur, sem greinir á um, sé látinn víkja á hverri þeirri stundu, sem verkalýðnum er nauðsynlegt að sýna allan mátt sinn. Stríð mun þá ekki granda stofni sterkum, stálvöðvar munu vinna að öllum verkum ... Hringur Vigfússon.

x

Samfylking

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samfylking
https://timarit.is/publication/1316

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.