Framsókn : bændablað - samvinnublað - 22.04.1933, Blaðsíða 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 22.04.1933, Blaðsíða 2
FRAMSÓKN VlkuMaðið FRAMSÖKN Útgáfustjórn: p q Þorsteinn Briem, ráðherra, g 0 Tryggvi Þórhallsson, alþm., 0 K Svafar Guðmundsson, fulltrúi. $» £í Ritstjóri: íí S Arnór Sigurjónsson á Laugum. ö g Afgreiðsla: Ö 5Í Lœkjargötu 14. — Sími 2800. 0 sl « X>Ö£ie;it5tSOí5í>OaílCíJt551ÍÍ51í5tS5>£ÍtSÍ þunga. Þegar þar við bætist verðfall allrar framleiðslu, eins og nú á sér stað, líður að þeim lokum, að ekki verður lengur haldið í horfið, framsóknin sóknin stöðvast, lífið verður lagt í fjötra. Enn er fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar ekki lokið. Því er ekki lokið, meðan hún getur staðið í skilum með um- samdar greiðslur til lánveit- enda sinna. En erlendu skuld- irnar eru henni fjötur um fót og um hendur haft. Framsókn hennar á næstu árum verður að snúast að því, að greiða er- lendar skuldir, svo að hún verði fjárhagslega fullvalda þjóð. 45,4 milljónum króna. Eftir bráðahirgðar uppgerð hagstof- unnar nam verðmæti útfluttr- ar vöru 1932 44 milljónum kr. Vaxtagreiðslur til útlanda nema því % af verðmæti allr- ar útfluttrar vöru þessi tvö síð- ustu ár. Slikt ok er skatturinn til hins erlenda auðvalds, ef hann er skilvíslega greiddur. Er mönnum það nægilega ljóst, hversu vextir af skuldum eru ægilegir? Ef vextir eru ekki greiddir, heldur lagðir við höfuðstólinn, tvöfaldast skuld- in á 11 árum með 6%% vöxt- um. Á 22 árum fjórfaldast hún og tífaldast á 36 árum. Meiri hluti skuldanna við út- lönd hefir myndast síðan ís- lenzka þjóðin varð fullvalda ríki. Örust var skuldasöfnunin á kreppuárunum 1920 og 1921. Þær skuldir má að miklu leyti telja eyðsluskuldir, af þvi að verðmæti þau, er þá sköpuð- ust í landinu, voru hverfandi litil hjá skuldaaukningunni. 1924—1930 var árgæzka hér á landi, og öll viðskiftakjör við aðrar þjóðir betri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Verðmæti útfluttrar vöru á þeim árum var margfalt við það, sem verið hafði fyrir ó- friðinn mikla. Þó jók þjóðin enn skuldir sínar við útlönd. Það má að miklu leyti kenna ógætni hennar um allar lifs- kröfur og um fjármálastjórn, og eiga þar eina sök saman forystumenn hennar og öll al- þýða manna. En einkum má því um kenna, hversu bráðlát þjóðin var eftir verklegum framförum og hverskonar nýj- um verðmætum. Hún lét sér eigi nægja þær framfarir, er starfsorka og framleiðsla hvers árs leyfði, heldur keypti hún framfarirnar og verðmætin með ávísunum á framtíð sína. Verðmæti þau, er sköpuðust i landinu á þessum árum, voru að vísu feykilega mikil. Þau voru keypt miklu meira verði en nam skuldaraukninga þess- ara ára við útlönd. Því fannst mönnum hagur þjóðarinnar blómgast með hverju ári. Menn gættu þess eigi, að flest þessi nýju verðmæti mundu rýrna að verðgildi, er stundir liðu, en á skuldirnar lögðust vextir. Þjóðin hefir verið of bráð- lát og einsýn i framsókn sinni á siðustu árum. Verklegar framkvæmdir eiga að vera í fyllsta samræmi við starfsorku þjóðarinnar og framleiðslu á hverjum tíma. Erlent lánsfé getur flýtt þeim í byrjun, en tefur þær von bráðar — og því meir er stundir líða fram. Vextirnir verða þeim ok, er leggst á þær með sívaxandi Samvinnan í Hverskonar samvinnustarf- semi hefir jafnan átt erfitt upp- dráttar í Reykjavík og það af ýmsum orsökum. Kaup- mennskan er Reykvíkingum svo runnin í merg og blóð, að áhuginn hefir til þessa verið hveríandi fyrir skipulags- bundnum endurbótum á verzl- unarmálum bæjarins. Enn- fremur eru hér starfandi göm- ul og fjársterk verzlunarfyrir- tæki, sem févana kaupfélögum hefir verið erfitt að keppa við, þegar vantar þann brennandi áhuga og samheldni, sem borið hefir flest af kaupfélögum landsins yfir byrjunar örðug- leikana. Mestu mun þó hafa ráðið um ófarnað þeirra fé- laga, sem hér hafa verið starf- andi til þessa, að þau hættu sér út á hina hálu braut skulda og lánsviðskifta. Þó að bæjarbúar fái yfirleitt kaup sitt greitt viku- eða mán- aðarlega, þrifst hér i Reykja- vík allviðtæk lánsverzlun. Mán- aðarreikningar þykja sjálf- sagðir, sem svo oft verða að föstum skuldum frá ári til árs. Á bak við þessar skuldir er að jafnaði engin eign, og eru þvi verzlunarskuldir bæjanna að þvi leyti ólíkar verzlunarskuld- um bænda. Varla þekkist sá bóndi, að ekki hafi hann handa á milli 2—3000 króna virði í búfénaði og öðru. Eignir verkamanna hér i bænum eru aftur á móti oft lítið annað en einn „prímus“, föt og sængur- fatnaður. í árslok 1931 tóku því nokkr- ir áhugasamir samvinnumenn hér i Reykjavík sig til og stofn- uðu Kaupfélag Reykjavíkur. Félag þetta er byggt upp eftir þeim fyrirmyndum, sem bezt hafa reynzt hjá frændþjóðum vorum Englendingum, Þjóð- verjum og Svíum, sem allar hafa langa reynzlu í því, hvern- ig samvinnufélögum verður bezt komið fyrir í bæjum. Sem ófrávikjandi skilyrði var við stofnun samþykkt: 1. Félagið sé verzlunarfyrir- tæki einungis og leiði því hjá sér stjórnmál og vinnu- deilur. 2. Stofnfjárframlag hvers fé- lagsmanns sé kr. 100.00. 3. Ábyrgð félagsmanna sé tak- mörkuð við eigi hærri upp- hæð en kr. 300.00 á hvern félagsmann, auk stofn- gjalds. 4. Félagið selji aðeins gegn staðgreiðslu. I byrjun rak félagið aðeins pöntunarstarfsemi, þar sem fé- lagsmenn voru svo fáir, að ekki Reykjavlk. þótti tiltækilegt, að hafa opna sölubúð. Vöruverð félagsins hefir reynzt um 20% lægra en venjulegt búðarverð á tiisvar- andi vörum. Félagsstjórnin samdi einnig um afslátt fyrir félagsmenn á kjötvörum, fiski og kolum við verzlanir hér í bænum, og hefir á þann hátt sparað félagsmönnum nokkurt fé. Mjólk hefir félagið einnig selt um lengri tima, með lægra verði en fáanlegt hefir verið annarsstaðar. Þegar Ríkisbrauðgerðin var lögð niður, tók félagið brauð- gerðarhúsin á leigu af ríkis- stjórninni og hefir rekið þar brauðgerð siðan, með góðum árangri. Brauðin eru seld fé- lagsmönnum rúmum 15% lægra en almennt gerist í bæn- um. Starfsemi félagsins á síðast- liðnu ári hefir færzt svo mjög í aukana, að félagsstjórnin á- kvað að opna sölubúð. 1 því augnamiði hefir verið reist snoturt verzlunarhús fyrir of- an brauðsölubúðina. Þess er vænzt, að verzlunin geti tekið til starfa fyrst í næsta mánuði. Helgi Lárusson frá Kirkju- hæj arklaustri hefir verið ráð- inn framkvæmdastjóri félags- ins. Á aðalfundi félagsins létu félagsmenn i ljósi ánægju sína yfir þvi, hve vel hefði tekizt um val framkvæmdastjórans. — Helgi er nákunnugur öllum verzlunarstörfum og því vel til starfsins fallinn, en þar við bætist, að hann hefir með dugnaði og fórnfýsi stýrt starf- semi félagsins frá byrjun, og er þvi honum mest að þakka, hve myndarlega hefir verið af stað farið. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var nú nýskeð, var lagður fram ársreikningur fé- lagsins, sem sýndi að félagið var skuldlahst með öllu. Eign- ir eru, sem vænta má, litlar, þar sem félagið er í byrjun, en þó nokkrar, bæði vörubirgðir og innstæða í banka. I fundarlok minntist hinn nýkjörni framkvæmdastjóri sérstaklega ráðherranna Ás- g'eirs Ásgeirssonar og Þorsteins Briem, sem báðir eru félags- menn, og þakkaði þeim hjálp- semi þeirra og velvild til fé- lagsins. Voru þeir hvatamenn að því, að félagið tæki brauð- gerðarhús ríkisins á leigu, sem hefir orðið félaginu til hins mesta stuðnings, og eins átti forsætisráðherra mikinn þátt í því að gera félaginu mögulegt að reisa hið nýja verzlunarhús sitt. Timburverzlunin Völundur b.f. Reykjavík býður öllum landsmönnum góð timburkaup. Hvergi betra timbur. Hvergi betra timburverð. Hvergi meira úrval. Trésmiðjan smíðar allskonar glugga, hurðir og' listá, úr furu, Oregon-pine og teak. Firmað selur allar venjulegar tegundir af furu, og auk þess Oregon-pine, teak, kross-spón, Insulite, saum og þakpappa (nr. 1 og nr. 2). Ennfremur gufuþurkaða furu, niðursagað efni í amboð og girðingarstólpa. Venjulega fyrirliggjandi allar algengar tegundir af gluggum, hurðum, gólflistum, karmlistum (geriktum) og lofthstum. Kaupið vandað efni og vinnu. Þegar húsin fara að eldast inun koma í ljós, að það margborgar sig. Talsími nr. 1431. Símnefni: Völundur. Stærsta timburverzlun og trésmiðja landsins. Væri óskandi, að bæjarbúar sýndu fullan skilning á nauð- syn þessa félagsskapar, félags- mannatalan ætti að tvöfaldast á þessu ári. Framlagið til fé- lagsins í byrjun er öllum við- ráðanlegt, jafnvel þeim, sem minnst hafa fjárráð, og fæst marg endurgoldið i lægra vöru verði, þegar á fyrsta ári. Sv. G. Búnaðarfélag íslands. Búnaðarþingið hófst 18. f. m. og stóð einum degi betur en þrjár vikur. Það lauk miklu og góðu starfi og á skemmri tíma en tíðkazt hefir um nokk- ur undanfarin þing. Búnaðarþingið var nú full- skipað i fyrsta sinn, samkvæmt liinum nýju lögum Búnaðarfé- lags íslands. Áttu þar sæti 14 fulltrúar, kosnir af búnaðar- samböndunum, sem hér segir: 1. Jón Hannesson, bóndi i Deildartungu fyrir Búnað- arsamband Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu- 2. Magnús Friðriksson, frá Staðarfelli, fyrir Búnaðar- samband Dala- og Snæ- fellsnessýslu. 3. Kristinn Guðlaugss., bóndi á Núpi í Dýrafirði, og 4. Jón H. Fjalldal, bóndi á Melgraseyri, fyrir Búnað- arsamband Vestfjarða. 5. .Takob H. Líndal, bóndi á Lækj amóti, fyrir Búnað- arsamband Húnvetninga. 6. Jón Sigurðsson, bóndi á Reynistað, fyrir Búnaðar- samband Skagfirðinga. 7. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, | fyrir Búnaðarsamband Ey- firðinga. 8. Jón H. Þorbergsson, bóndi á Laxamýri, fyrir Búnað- arsamband Þingeyinga. 9. Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöðum og 10. Þórhallur Jónasson, bóndi á Breiðavaði, fyrir Búnað- arsamband Austurlands. 11. Guðmundur Þorbjarnar- son, bóndi á Stóra-Hofi, og 12. Páll Stefánsson, bóndi á Ásólfsstöðum, og 13. Magnús Finnbogas., bóndi í Reynisdal, fyrir Búnað- arsamband Suðurlands. 14. Magnús Þorláksson, bóndi á Blikastöðum, fyrir Bún- aðarsamband Kjalarness- þings. Þessir kjörnu fulltrúar eiga einir atkvæðisrétt á þinginu. En auk þeirra eiga þar sæti starfsmenn Búnaðarfélags ís- lands og stjórnarnefndarmenn. Formaður félagsins er forseti Búnaðarþings. Fjárhagur Búnaðarfélags Is- lands er góður. Vegna hinna miklu framkvæmda á fræ- og kornræktarstöðinni á Sám- stöðum í Fljótshlíð, tók félagið 15 þús. kr. Ræktunarsjóðslán fyrir fáum árum. Þetta lán var borgað upp á síðastliðnu liausti. Þá reisti félagið vandað íbúðarhús á Sámsstöðum síð- astliðið ár, sem kostaði um áramótin yfir 20 þús. kr., en er ekki alveg fullgert enn. I Þurfti félagið ekkert lán að taka til þessa. Og' um áramót síðustu átti félagið yfir 20 þús. kr. í sjóði, auk fastasjóðsins, sem ávaxtaður er i Söfnunar- sjóði. Eignir Búnaðarfélags íslands voru taldar um 277 þús. kr. um síðustu áramót. Skuldir eru nú engar. Sú breyting verður á, að

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.