Framsókn : bændablað - samvinnublað - 22.04.1933, Síða 3
rðnðip
hæg og mlkil heyskaprjörð,
er til sölu og (eða) ábúðar í næstu fardögum.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Semja ber við
BÚNABARBANKA ÍSLANDS, Reykjavík.
starfsemi í gróörarstöðinni í
Fteykjavík hættir nú að fullu.
Hún flyzt sumpart austur að
Sámsstöðum, sumpart að Laug-
arvatni. Er Ragnar Ásgeirsson,
garðyrkjuráðunautur, nú bú-
settur þar, og er starfsmaður
sumpart hjá Búnaðarfélagi Is-
lands, sumpart hjá Laugar-
vatnsskólanum. Verður garð-
yrkjunámskeið haldið austur
á Laugarvatni x vor.
Samningar hafa tekizt milli
Búnaðarfélags Islands og Bæj-
arstjórnar Reykjavíkur um
það, að hærinn kaupir gróðr-
arstöðina i Reykjavik af félag-
inu. Þá er Búnaðarfélagið hyrj-
aði garðyrlcjutilraunir, upp úr
aldamótunum, keypti það sex
dagsláttna erfðafestuland þar
sem nú er gróðrarstöðin. Jafn-
framt afhenti Reykjavíkurbær
félaginu átta dagsláttur til við-
bótar við hliðina á hinu keypta
erfðafestulandi, til ókeypis
nota, meðan tilraunir færu
fram i gróðrarstöðinni. En er
þær hættu, skyldi landinu skil-
að aftur.
Nú er samið um þetta alt,
og mun bærinn rækta áfram
hinn fagra trjágarð, sem félag-
ið hafði kornið sér upp þarna,
og er vonandi, að hann megi
lengi verða almenningi til á-
nægju. Einar Helgason garð-
yrkjustjóri mun taka að sér
vörslu garðsins fyrir hæinn. En
neðri hluti gróðrarstöðvar-
landsins mun eiga að skiftast
í smágarða.
Mest nýjung af því, sem Bún-
aðarþing setti inn á fjárhags-
áætlun félagsins á þessu ári
og næsta, var 20 þús. kr. lið-
ur, sem félagsstjórninni er
heimilað, um hendur búnaðar-
sambandanna, að verja til þess
að styðj a bændur til hverskon-
ar fjölbreytni og nýbreytni í
búskaparháttum. Verður frá
því nánar sagt í búnaðarsam-
böndunum.
Þá er það ákveðið, að Bún-
aðarfélag Islands tekur nú að
sér leiðbeiningar í loðdýra-
rækt. Er þess mikil þörf og ó-
verjandi að drepa hendi við
nokkru þvi, sem má verða til
að afla meiri fjölbreytni i hú-
skapnum. Eru þeir menn fjöl-
margir nú, um land alt, sem
hafa hug á loðdýrarækt sam-
hliða öðrum búskap.
Búnaðarþingið fékk til með-
ferðar tillögur „bændanefndar-
innar“ í kreppumálunum. Veitti
þingið þeim einróma meðmæli.
Samstarf var hið allra besta
á Búnaðai-þinginu.
Ýmissa fleiri fregna af Bún-
aðarþinginu verður getið hér
í blaðinu óðar en liður.
Búnaðai’félagskapurinn er
að sumu leyti búinn að ná
meiri þroska hjá okkur íslend-
ingunx en hjá nokkurri af ná-
grannaþjóðum okkar, og senni-
lega þó að lengra væri leitað.
Hjá engri nágrannaþjóðanna
á landbúnaðurinn hliðstæða
stofnun Búnaðarþingi okkar,
sem allir bændur landsins
kjósa fulltrúa til, eftir settum
reglum og sem hafa slíka und-
irstöðu sem búnaðarsambönd
okkar.
Framsókn mun eftirleiðis
birta frásagnir undir þessari
fyrirsögn. Þar verður sagt frá
íslenzkum sveitum, náttúru-
kostum þeirra og framtiðar-
skilyrðum, háttum fólksins,
hag þess og vonum. Þar verð-
ur sagt frá einstökum bænda-
býlum, sem eru sérstök að nátt-
úruskilyrðum, búnaðarháttunx
eða myndarskap. Þar verður
sagt frá kauptúnum og kaup-
stöðum, hag þeirra, menningu
þeirra, framsókn og framtið.
Þar verður sagt frá þjóðþrifa-
stofnunum, viðhorfi þeirra og
verkefnum. Og þar verður sagt
frá einstökum mönnum, sem
eru einkennandi fyrir timann,
sem er að líða, eða bera af á
einhvern hátt.
Þessar frásagnir eiga að
koma i staðinn fyrir fréttatín-
ing ýmislegan. Vikublöð eru nú
á dögum sein í förum með
fréttir dagsins. Útvarpið og
dagblöðin eru þar jafnan konx-
in löngu á undan. En margt
það, sem gerist í þjóðlífinu, fer
hljóðlátlega fram. Af því eru
engar fréttir að segja í venju-
legum skilningi þess orðs. Þó
i’æður margt af því meiru um
örlög þjóðarinnar en það, sem
mestum tíðindum þykir sæta.
Framsókn ætlar ekki aðeins
að segja frá því, sem hefir gerzt
og er að gerast. Blaðið ætlar
líka að skýra frá því, sem má
gera á hverjuin stað, og því,
sem á að gera. Það vill hjálpá
unga fólkinu til að eignast von-
ir og drauma um afrek og ham-
ingju heima í sveitinni sinni
og kauptúninu sínu. Þar er
mikið hlutverk að vinna fyrir
vikublað.
Ritstjóri Fx'amsóknar skorar
á vaska menn og bjartsýna
menn, að senda blaðinu rit-
gerðir um sveitina sína eða
kauptúnið sitt, um fyrirtæki
eða heimili, sem eru til fyrir-
myndai’. Skýrið frá hag fóiks-
ins og þó einkum frá úrlausn-
arefnunum á hverjum stað á
líðandi stund, og skilyrðunum
til hverskonar framsóknar.
Skrifið ekki langt mál, en skýrt
og rétt. Skrifið ætíð undir fullu
FRAMSÓKN
Á ýmsum öðrum sviðum
búnaðarfélagsskaparins stönd-
Um við hinsvegar langt að baki
nágrannaþjóðum okkar, enda
eiga þau í þvi efni miklu lengri
sögu en við. En siðustu árin
hefir verið mjög farsæll og
þroskavænlegur vöxtur á öll-
um sviðum búfjárræktarinnar,
við forgöngu hlutaðeigandi
í’áðunauta Búnaðarfélagsins.
Krepputímarnir eru að sumu
leyti hinir bestu tímar til þess
að efla félagsskapinn, enda
sést það á slíkum tímum bet-
ur en nokkuru sinni, hve sam-
starfið, á öllum sviðum, er þýð-
ingarmikið. Fullkominn bún-
aðarfélagskapur og samvinnu-
félagsskapur er hið þýðingar-
mesta atriði, bæði um það, að
verjast áföllum á krepputím-
unx og eigi síður um hitt, að
búa sig undir næstu framsókn,
þegar aftur fer að birta.
Tr. Þ.
nafni og af einurð og djarf-
huga. — Ritstjórinn ætlar sjálf-
ur að leggja drjúgan skerf til
þessara frásagna.
Alþýðubókasafn Reykjavíkur
og Sigurgeir Friðriksson.
Síðasta dag vetrarins (19.
apríl) var Alþýðubókasafn
Reykjaviku 10 ára gamalt.
Engri þjóðþrifastofnun okkar
Islendinga á síðari árum hef-
ir fylgt meiri gæfa. Þó hefir
það jafnan látið lítið yfir sér
og fátt verið um það talað.
Alþýðubókasafn Reykjavík-
ur er stærsti alþýðuskóli lands-
ins og vafalaust er það áhrifa-
nxesti skólinn.
Alþýðubókasafn Rvíkur er
helzt sambærilegt við „Public
libraries“ í Ameríku og Eng-
landi og Kommunebiblioteker
á Norðurlöndum. Þau vilja
hafa bækur handa, öllum og
koma öllum til að lesa. Þau
vilja gefa fólkinu kost á al-
hliða menntun með lestri góðra
bóka og veita því holla
slcemmtun í frístundum.
Á 10 árum hefir Alþýðu-
bókasafnið lánað út 414.978 bd.
bóka. Síðastliðið ár lánaði það
85.132 bd., eða um 3 bd. á mann
í Rvík. Sum alþýðubókasöfn í
Ameríku, þótt auðug sé og full-
komin, lána minna en tvö bd.
á mann á ári. Til eru þar þó
bókasöfn, er lána fleiri bækur
í hlutfalli við fólksfjölda en
Alþýðubókasafn Reykjavíkur,
en þau hafa þá líka margfalt
meira fé til umráða og marg-
falt meiri bókakost í hlutfalli
við fólksfjölda bæjanna. En
því er Ameríka tekin til sam-
anburðar, að þar hefir verið
lögð rneiri rækt við alþýðu-
bókasöfnin en í nokkru öðru
landi. Eg hygg, að i hlutfalli
við fjárveitingu og bókakost,
sé Alþýðubókasafn Reykjavík-
ur notað meira en dæmi eru
annarsstaðar um sambærileg
bókasöfn.
Við Landsbókasafnið er Al-
þýðubókasafnið ekki sambæri-
legt, því að Landsbókasafnið
er fyrst og fremst vísindalegt
bókasafn og einkum ætlað vís-
indamönnum til afnota. Þó má
geta þess, að síðustu árin hefir
Alþýðubókasafuið haft nærfelt
jafn margt gesti á lestrarstofu
og Landsbókasafnið (1931 17.-
403 gesti, 1932 17.260 gesti),
og stundum hefir Alþýðubóka-
safnið lánað út bér um bil ems
mörg bindi á mánuði og Lands-
bókasaínið á ári.
Alþýðubókasafn Reykjavík-
ur krefur engan um þakkar-
skuld. Margir þeir, sem eiga
þvi mikla þekkingu og ánægju
að þakka, veita því naumast
athygli, að það er starfandi
stofnun meðal þeirra. Það er
jafn auðvelt að sækja þangað
bók „til skemmtunar og fróð-
leiks“ og að sækja sér svala-
drykk i vatnsleiðsluna. Ef það
liyrfi úr sögunni, allt i einu,
rnundi margur mikils sakna.
Alþýðubókasafnið var stofn-
að með 20 þús. krónum af
andvirði togaranna, er seldir
voru til Frakklands 1917. Síð-
an það tók til starfa 1923, hef-
ir Reykjavíkurbær styrkt þao
með vaxandi framlagi. I ár er
framlag bæjarins til safnsins
30 þús. krónur. Ríkið hefir eng-
an styrk veitt safninu.
Margir hafa sýnt bókasafn-
inu velvild sína með þvi að
gefa því bækur. Hjörtur C.
Thórðarson raffræðingur í Chi-
cago, sendi því 150 bd. úrvals-
bóka 1929, og rétt nýlega sendi
dr. Björg C. Þorláksson því
mikla bókagjöf. Freistandi
væri, að nefna fleiri nöfn, en
sumir þeirra örlátustu hafa
bannað að láta nafns síns getið.
Prófessor Páll Eggert ólason
beittist allra manna ötullegast
fyrir stofnun Alþýðubóka-
safnsins, og mun engum manni
jafn mikið að þakka, að svo
myndarlega var til þess stofn-
að. En allur þorski safnsins
síðan er að þakka ofurlitlum
bónda norðan af heiðunum i
Þingeyjarsýslu, Sigurgeiri Frið-
rikssyni frá Skógarseli. Hann
hefir valið því bækurnar, ann-
ast það og stjórnað því. Hann
hefir lagt líf sitt og starf við
gæfu þess. Við eigum fáa menn,
Islendingar, minni að vallar-
sýn og yfirlæti en hann, en við
eigum fáa menn ríkari af vits-
munum og kærleika til alþjóð-
ar á Islandi.
Áður en Sigurgeir kom hing-
að til Reykjavíkur, bjó hann
með systur sinni á heiðarbýli,
og sá fyrir heilsuþi’otnum for-
eldrum og gamalli konu,
frænku sinni, er lá í kör. Oft,
þegar eg kom í Skógarsel, lá
allt gamla fólkið rúmfast, en
þau systkinin tvö á fótum. Þó
var Skógarsel oft einskonar
miðstöð í héraðinu. Þar komu
saman ungir menn í sýslunni,
meðan verið var að stofna
Framsóknarflokkinn í Þing-
eyjarsýslu 1915—1918. Og þar
voru smíðuð vopnin til sóknar í
alþýðuskólamálinu þingeyska.
Sigurgeir sótti bókavarða-
skóla, er stofnaður var i Kaup-
mannahöfn haustið 1920.
Þó var hann svo bundinn
heima, að hann gat ekki komið
fyrr en 1% mánuði eftir að
skólinn byrjaði. Eg minnist
þess, að hann fékk glósur um
það í fagnaðargildi í bókavarða-
skólanum:
„Naar man bjerger Höet paa
Island i September,
saa kommer man til Dan-
mark i November.“
En Sigurgeir lauk námi við
bókavarðaskólann með ágæt-
um vitnisburði eftir fjögurra
mánaða dvöl þar. Þá var bann
fertugur að aldri.
Og þegar Aiþýðubókasafn
Reykjavíkur var stofnað, vor-
ið 1923, tók Sigurgeir við bóka-
vörzlu þess og allri forstöðu.
Hann hefir ráðið mestu um alla
starfsemi safnsins og hann bef-
ir séð ráðin til að leysa hvern
vanda þess. En ekki þóttist
hann vera nógu vel menntur
til starfs síns, er hann tók við
safninu. Þegar bann hafði afl-
að sér tveggja ára bókavarðar-
reynslu, tók bann sér því ferð
á hendur til Ameriku, til að
kynna sér starf alþýðubóka-
safna, þar sem þau eru lengst
á veg komin. I þeirri ferð var
hann hátt á fjórða ár, og kost-
aði hana að öllu leyti sjálfur.
Síðan hóf hann aftur sitt hljóð-
láta starf við Alþýðubóka-
safnið.
Ekki hefir Sigurgeir á öllu
sigrast. Þrátt fyrir frábær af-
rek í starfi sínu við Alþýðu-
bókasafnið, hefir hann ekki
sigrast á skilningsleysi leið-
andi manna á þörf og gildi al-
þýðubókasafna. Hann hefir á
stundum orðið að berjast við
furðu mikið tómlæti þeirra, er
ráðið hafa um fjárveitingar til
safnsins. Enn verður það að
láta sér nægja leiguíbúð. Hon-
um hefir heldur ekki tekizt að
fá þing og stjórn til að leggja
nauðsynlegan grundvöll að
skipulagi alþýðubókasafnanna
i landinu. En þegar sá skipu-
lagsgrundvöllur er lagður, geta
öll alþýðubókasöfnin í landinu
unnið saman, og orðið stór-
veldi í menntamálum allrar
þjóðarinnar.
Norskn samningarnir.
MiSvikudaginn 12. þ. m. sam-
þykkti efri deild norsku samning-
ana, og voru þeir þar með af-
greiddir frá alþingi. Margt má aS
þessum samningum finna, sem
vonlegt er. Aldrei verSur viS aSra
þjóS samiS svo, aS ekki verSi aS
kaupa hver fríSindi nokkuru verSi.
Hér var um aS semja markaS fyr-
ir allt aS helming aSalframleiSslu
íjölmennustu stéttar landsins,
bændastéttarinnar. Framsóknar-
fíokkurinn skildi bezt þörf bænda-
stéttarinnar og stóS hann allur og
óskiftur meS samningunum. Sjálf-
stæSismenn skiftust í því nær
jafna ílokka meS og móti samn-
ingunum. Allir þingmenn AlþýSu-
íloksins greiddu atkvæSi móti
samningunum og virSist flokkur-
inn vilja gera máliS aS æsingamáli.
í AlþýSublaSinu 15. þ. m. er fariS
svohljóSandi orSum um samning-
ana og þingmenn þá, er greiddu
þeim atkvæSi:
„Þær lyddur (þ. e. alþingis-
mennirnir), sem nú hafa svikiS
land sitt og stoliS rétti landsmanna
til gæSa landsins handa útlendum
ásælnismönnum, mun hverju ís-
lenzku skólabarni kennt aS hata
og fyrirlíta í framtíSinni."
— Skilja nú bændur áSur en bet-
ui skellur í tönnunum?
Frá íslensku þjódlífi.