Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.04.2019, Qupperneq 6
Félagið er sterkt og vel rekið, og á safn af einkar vel staðsettum fast- eignum. Jón Skaftason, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 miðlum HEILBRIGÐISVÍSINDI Fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast með hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta leiðir ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karólínsku stofnunina í Svíþjóð í ljós en niður- stöður hennar voru birtar í vísinda- ritinu British Medical Journal, eða BMJ. Niðurstöðurnar, sem byggja á gögnum 130 þúsund einstaklinga í Svíþjóð yfir 25 ára tímabil, leiddu í ljós að einstaklingar með áfalla- streitutengdar raskanir voru að meðaltali meira en 60% líklegri en systkini þeirra til að greinast með hjarta- og æðasjúkdóm á fyrsta árinu eftir greiningu á áfallatengdum rösk- unum og nær 30% líklegri á árunum þar á eftir. Hættan á hjartabilun var einstaklega há, eða um sjöföld á við samanburðarsystkini, á fyrsta árinu eftir greiningu áfallatengdra raskana og áhættan á slagæðastíflu um tvö- föld á árunum þar á eftir. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni. Í yfirlýsingu frá HÍ segja þau niður- stöðurnar mikilvægan áfanga í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma. „Það þarf vissulega að staðfesta þessar niðurstöður með frekari rannsóknum og varpa frekara ljósi á undirliggjandi skýringarþætti og við erum með ýmsar slíkar rannsóknir í undirbúningi en rannsóknin Áfalla- saga kvenna er meðal annars mikil- vægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. – þea Áfallastreituröskun tengd líkum á hjartasjúkdómum Guðmundur Þorgeirsson, Huan Song og Unnur Anna Valdimarsdóttir. 449 kr.pk. Vínber í boxi 500g, Rauð/græn Ber í kvöld? Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. HEILBRIGÐISMÁL „Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækn- ingum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán lækn- um og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgrein- inga eða óþarfa greininga á sjúk- dómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóð- þrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjár- magnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúkl- ingum sem hafi f leiri en einn lang- varandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimm- tugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbein- inga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um með- höndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúk- dóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rann- sóknum á f jölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda ein- hvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúk- dómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sér- fræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“ sighvatur@frettabladid.is Bregðast þurfi við ofgreiningu sjúkdóma Þörf umræða Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, fagnar umræðu um ofgreiningar sem hann segir eiga erindi á Íslandi eins og annars staðar. „Þetta er mál- efni sem við létum okkur varða meðan ég var landlæknir. Það er virðingarvert að læknasamtök skuli vera að veita þessu athygli og skrifa um það,“ segir Birgir. Þetta snúist fyrst og fremst um að ekki sé verið að gera fólk veikt að óþörfu. „Það eykur auðvitað bara álag á heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta snýst líka um skilvirkni kerfisins.“ Viðmið um hvað sé of hár blóðþrýstingur hafa breyst. NORDICPHOTOS/GETTY Tveir Íslendingar eru meðal lækna og vís- indamanna sem kalla í nýrri vísindagrein eftir breyttri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Ofgreiningar og óþarfa meðferðir séu aukið vandamál í heiminum. VIÐSKIPTI Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálma- dóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlut- arins nemur um 1.300 milljónum króna. Á sama tíma hefur félagið minnk- að við hlut sinn í Högum en það átti rúmlega fjögurra prósenta hlut í smásölurisanum í byrjun ársins. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að félagið sé komið yfir fimm prósenta hlut í Skeljungi. Jón Skaftason, framkvæmda- stjóri fjárfestinga hjá 365 miðlum, segir félagið telja Skeljung vera gott fjárfestingatækifæri. „Félagið er sterkt og vel rekið, og á meðal annars safn af einkar vel staðsettum fasteignum. Þá er Skeljungur einstakt að því leyti að drjúgur hluti tekna félagsins kemur frá erlendum rekstri, og hefur það því aðgang að mun betri fjármögn- unarkjörum en almennt bjóðast á Íslandi,“ segir Jón. 365 miðlar eru orðnir næststærsti hluthafinn í Skeljungi og langsam- lega stærsti einkafjárfestirinn. Markaðsvirði Skeljungs er um 16.850 milljónir króna og nemur því hlutur félagsins tæpum 1,3 milljörðum króna. Eignarhlutur félagsins er meðal annars í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka. Hvað Haga varðar segir Jón að 365 miðlar séu enn á meðal stærstu einkafjárfestanna í smásöluris- anum. „Það liggur fyrir að mikil tækifæri eru til hagræðingar á smá- sölumarkaðnum almennt.“ Skeljungur hefur hækkað um 1,29 prósent í 395 milljóna króna við- skiptum í Kauphöllinni um miðjan dag í gær. Ingibjörg Stefanía er, sem áður segir, aðaleigandi 365 miðla, sem eiga Torg, útgáfufélag Fréttablaðs- ins. – þfh Selur í Högum og kaupir í Skeljungi 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C D -C 3 1 C 2 2 C D -C 1 E 0 2 2 C D -C 0 A 4 2 2 C D -B F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.