Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.01.1937, Qupperneq 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.01.1937, Qupperneq 2
FRAMSÖKN aði. Eins og kunnugt er, var hann miklum og margvisleg- um opinberum störfum hlað- inn langan tima æfinnar, en það kom ekki að sök hvað heimilið hans snerti. Þar vann hann lika meðan heilsan ent- ist til þess, með sömu reglu- seminni, atorkunni, snyrti- mennskunni og gætninni, sem honum var eðlileg í öllum hlut- um. Eg veit, að í umönnun heimilisins naut hann mikils- verðrar hjálpar konu sinnar, seni var honum samhent í starfinu fyrir það. Eg veit, að i löngum fjarverum hans frá heimilinu mæddi á henni um- sjón þess að miklu leyti, og að hún stóð í þeirri stöðu sinni prýðilega, en þrátt fyrir henn- ar miklu hjálp í þessu tilliti, sem við hljótum að minnast hér, og sem eg veit, að hann mat mikils og var henni þakk- látur fyrir, þá verður þvi þó ekki neitað, að þrátt fyrir sin margvislegu störf utan heim- ilis, setti hann þó með snyrti- mennsku sinni og' reglusemi sinn svip á þetta stóra heim- ili áratug eftir áratug. Hann vann alltaf að því, til þess síð- asta, að bæta jörðina á marg- an hátt. Hann húsaði hana prýðilega, bætti túnið mjög, setti upp mikið af girðingum o. fl. Og hann skilar henni nú til þeirra, sem við henni kunna að taka, ólíkri því á margan hátt, sem hún áður var. Hann fór aldrei geyst í þessar um- bætur, frekar en annað, sem hann fékkst við, en hann vann að því stöðugt og með forsjá og hyggindum, og varð því mikið ágengt. Með honum er því fallinn frá einn af beztu bændum þessarar sveitar og þessa héraðs. En þegar við minnumst hans hér heima, er það margt fleira en störf hans að búskapnum og fyrir þessa jörð, sem kem- ur í hugann. — Hann og þau hjónin urðu fyrir þeirri þung- hæru sorg, að missa öll sín börn ung. En þrátt fyrir það féll þó uppeldisstarfið þeim ríkulega í skaut. Sjö fósturbörn höfðu alizt upp lijá þeim, og flest að mestu leyti. Mér er, eins og að líkum lætur, nokkuð kunnugt um það, með hve mikilli ósér- plægni og ástúð þau unnu að þessu starfi. Mér er kunnugt um talsvert af því, sem þau hafa gert fyrir þau, bæði fyr og síðar, og ég veit, að velferð þeirra að öllu leyti lá þeim eins mjög á hjarta eins og þótt þau hefðu verið þeirra eigin börn. Mér er þá líka vel kunn- ugt um það, að þessi fóstur- hörn harma nú lát Guðmund- ar og missi hans, ekki síður en þótt hann hefði verið þeirra eiginlegi faðir. Sum þeirra höfðu naumast af öðrum föð- ur að segja. Þau hafa nú, á- samt eiginkonu hins látna vin- ar okkar, svo margs að sakna og margs að minnast frá hin- um liðnu sólskinsbjörtu sam- verustundum. Og i nafni þeirra vil eg þakka honum allt það mikla og margvíslega, sem hann hafði gert fyrir þessa ást- vini sína, fyrir allan kærleika hans og tryggð, og fyrir alla umhugsun hans fyrir velferð þeirra fyr og síðar. Og eg vil minnast þeirra af fósturbörn- unum, sem eru fjarverandi. Eg veit, að þau hugsa hingað í dag' með söknuði og harmi. Og jeg veit, að þau hefðu viljað mik- ið á sig leggja, til þess að geta verið hér, en kringumstæð- urnar, þessi erfiða árstið og veðrátta, hefir gert það ókleift. Þrátt fyrir það, þrátt fyrir fjar- lægðina, veit ég, að við öll sam- einumst i þalddátri minningu yfir líkfjölum þessa merkis- manns. Og ég veit, að það gera raunar miklu fleiri en hans ná- komnustu vandamenn. Hann var vinsæll húsbóndi, og marg- ir þeirra, sem hjá honum unnu, báru jafnan til hans órjúfan- lega vináttu. Og hér á heimil- inu hans var oft gestkvæmt og margir munu bera í brjósti sér hugljúfar minningar frá þeim stundum, er þeir áttu með hon- um liér, og nutu gestrisni hans og gleðilegra samfunda. -— Það er sagt um Jón helga Ög- mundsson, að jafnan þá er hann heyrði um einhverja á- gætismenn talað, þá hafi hann mælt fram í og sagt: „Svo var ísleifur biskup fóstri minn. Hann var allra manna vænst- ur, allra manna hyggnastur og allra manna beztur.“ Og er menn spurðu þá, hver hefði getið ísleifs, þá svaraði hann: „Þá kemur mér hann i hug, er eg heyri góðs manns getið, hann reyndi eg syo í öllum hlutum.“ Ef til vill eru þetta falleg- ustu eftirmælin, sem nokkur maður hefir nokkru sinni feng- ið. — Eg hygg nú, að þeim, sem bezt þekktu Guðmund í Ási, hversu vammlaus hann vildi vera í öllum greinum, eg hygg, að þeim muni fara á líka leið, að þeim komi hann í hug, er þeir heyra góðs manns getið. Hann er nú horfinn okkur að sýnilegri návist. Hans jarð- neska starfi fyrir ástvini hans og aðra, er nú lokið. Nú, við sólhvörfin, stöndum við yfir moldum hans. Það getur minnt okkur á þau sólhvörf lífsins, sem bíða okkar allra eftir lengri eða skemmri tíma, og það getur minnt okkur enn- fremur á orð skáldsins, að „þótt lækki sól og lýsi skammt, ei lækkar drottins náð, þótt vaxi nótt, ei villist samt guðs vísdóms eilíft ráS.“ og á bak við hin myrku tjöld dauðans býr lífsins fagra hvel. Þar væntum við að sjá aftur okkar látna, kæra vin. Biðjum þvi drottinn að blessa þessa hljóðu og kyrrlátu kveðjustund, biðjum hann að blessa okkur minningarnar um hann, sem nú kveður heimilið sitt. Þetta heimili var honum kært, liér vildi hann vera, og hér vildi hann dej^ja. Þa<5 hef- ir nú orðið svo, fyr en flesta varði. Við horfum saknandi eftir honum og látum hlýjan kærleiks- og þakkarhug streyma til hans inn á svið ei- lífðarinnar. Drottinn blessi minningu hans, nú og æfinlega, í hjörtum okkar“. NÚ er Guðmundur í Ási horf- inn úr fylkingarbrjósti Húnvetninga, þar sem hann um langan aldur hefir staðið með prýði. Eg get ekki látið undir höf- uð leggjast, að varpa fram nokkrum kveðjuorðum og minningar-, við fráfall hans. Til þess hefi eg ríka ástæðu, því egvar svo lánsamur, að eiga hann að vini um 30 ára skeið og vera samstarfsmaður hans meira og minna, innan sveitar og utan, yfir 20 ár. Og mér er Ijúft aS minnast þess nú, að á vináttu okkar, allan þennan tíina, féll aldrei blettur eða hrukka, enda finnst mér nú við fráfall hans stærra skarð liöggvið í hóp vina minna og samstarfsmanna, en eg fyrir- fram gerði mér grein fyrir að orðið gæti við fráfall eins manns. Fyrir meira en fjórum íug- um ára hóf Guðmundur bú- skap sinn í Ási i Vatnsdal, og bjó þar til dauðadags. Allan þennan tíma hefir búskapur lians staðið föstum fótum og með hinum mesta myndarbrag. Var hann jafnan einn af stærstu og traustustu gjaldend- um sveitarinnar. Vissulega á eftirlifandi ekkja Guðmundar, frú Sigurlaug Guðmundsdóttir sinn fulla bróðurpart af þess- ari prýðilegu afkomu. Guðmundur var einn af þess- um hóglátu umbótamönnum, sem með gætni og án þess nokkru sinni að reisa sér hurð- arás um öxl, hélt sífellt áfram á framþróunarbrautinni. Hina fögru ‘og góðu bújörð sína, Ás, bætti og prýddi hann mikið. Hús öll reisti hann af nýju, og bæj arhúsin, mjög í þeim stýl, er eg hygg að henta muni ís- lenzkum staSháttum til sveita. Hann sléttaði tún sitt og færði mikið út. Gerði margra kíló- metra langar girðingar um tún og beitiland o. fl. Vann Guð- mundur sér traust, ekki aðeins sem búhöldur og heimilisfaðir, heldur einnig til forgöngu í sveitarmálum, héraðsmálum og þjóðmálum. Sat t. d. í hrepps- nefnd yfir 20 ár, og' var lengi oddviti nefndarinnar. Sýslu- nefndarmaður var liann einn- ig fjöldamörg ár, og fulltrúi Húnvetninga á Alþingi í 19 ár. Sleppi eg að gera að umtals- efni þann merka þátt í æfi hans og starfi, með því að það mun gert af öðrum. í félagsmálum var Guð- mundur einnig mjög áberandi maður. Hér skal þó aðeins nefnt langt og gott starf hans í þarfir samvinnumálanna. Hann var einn af bestu við- skipta- og' stuðningsmönnum Kaupfélags Húnvetninga frá 1908, og átti sæti í stjórn þess í 17 ár. Sat einnig oft á sam- bandsfundum, sem fulltrúi fé- lagsins. I þeim málum, sem annarstaðar kom fram festa hans og hagsýni. Á aðalfund- um Kaupfélagsins sat hann löngum í forsetastóli og minnist eg frá þeim fundum margra hnittilegra tilsvara hans, eink- um ef deilur risu. Ekkert samvinnufélag væri á flæðiskeri statt, ef það ætti marga menn innan sinna vé- banda, líka Guðmundi i Ási að félagslegum þroska og efnalegu og' andlegu sjálfstæði. Þegar Guðmundur í Ási var á ferð um sveit sína eða hér- að, sem oft var, einkum áður en bílaöldin hófst, og fór mik- inn á gæðingum sinum, þótti hann hvarvetna aufúsugestur og var oft um stund, eftir að hann var farinn, rætt um hinn góðmannlega, glaða og kurteisa gest, og óskað, að hann bæri sem oftast að garði. Og nálega öll börn hændust fljótlega að Guðmundi. Ekki ósjaldan voru 1—2 af þeim yngstu sezt á kné hans innan skamms, þar sem hann kom. Fátt sýnir betur en einmitt þetta, hlýleik hans og mannkosti. En hvernig skapaði Guð- mundur sér hið mikla traust, er hann alstaðar naut, jafnvel lijá andstæðingum sínum? Því er fljótsvaraS; Guðmundur í Ási brigðaði aldrei loforð sín og allir vissu, að óheilindi og því síður óheiðarleiki, voru ekki til i fari hans. Hann varð aldrei keyptur til nokkurs ó- heiðarlegs verks. Hann var líka manna samvinnuþýðastur, og tranaði sér aldrei fram til neins starfs. Eigi að síður fór hann sinu fram, og gat ýtt frá sér svo um munaði, ef á þurfti að halda. Mér er um það kunn- ugt, að eitt sinn var gerð til- raun til að taka hann i „bónda- beygju“ á stjórnmálasviðinu, en þá snerist liann svo liart við, að það var aldrei reynt aftur. Guðmundur í Ási var einhver bezti og glæsilegasti fulltrúi hinnar eldri kynslóðar: gjörfu- legur maður á velli, í útliti frið- ur og höfðinglegur, háttprúð- ur á mannfundum og manna kurteisastur, glaðvær í sam- kvæmum og i hópi kunningja, einlægur en yfirlætislaus um- bótamaður — lieilsteyptur maður. Þú varst mikill gæfumaður, Guðmundur i Ási! Og við, sem þekktum þig, skiljum hvers vegna þú varst það —. Vér Vatnsdælir og Húnvetn- ingar allir, kveðjum þig nú og þökkum æfistarf þitt! Runólfur Björnsson. GUÐMUNDUR i Ási gaf sig fyrst að alþjóðarmálum, er hann bauð sig fram til þings 1914. Hann hafði að vísu frá því um aldamótin fylgst vel með í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar og stutt þá að málum, er fyllstar kröfur gerðu um fullveldi landsins, og studdi jafnan kosningu sveitunga síns Björns á Kornsá, sem var frá- bærlega áhugasamur um þjóð- mál og forgöngumaður héraðs- ins um margt. Er „Uppkastið“ fræga kom fram, 1908, tókst að koma á þing í Húnavatnssýslu, tveim andstæðingum þess, Hálfdáni prófasti og Birni á Kornsá, en 1911 féllu þeir fyrir Uppkasts- mönnum, og er til nýrra Al- þingiskosninga kom, 1914, vildi hvorugur þeirra verða í kjöri á ný. Hjá okkur, mörgum Hún- vetningum, var þá rík þrá eft- ir því, að fá fullveldi landsins viðurkent. Hafði enginn skýrt þörfina á þvi betur en Guðm. Hannesson próf., síðan Jón Sig- urðsson leið. G. H. var bónda- sonur liéðan úr héraðinu, og mjög áhugasamur um landbún- að. Stóð þvi hugur okkar margra til hans, er velja skyldi þingmann, enda þótt metnað- ur okkar sé það mikill, að ut- anhéraðs þingmenn viljum við ógjarnan hafa, nema um sér- staka nauðsyn og afburðamann sé að ræða. Hitt var öllum í hug'a, jafnframt að senda traustan bónda úr héraðinu með honum. Við létum þvi fara fram eins konar prófkosning, sumpart bréflega, og sumpart á fundi meðal helztu samherjanna í allri sýslunni, sem þá var eitt tvímenningskjördæmi. Kom þá i ljós, að Guðm. í Ási hafði mest fylgi áhugamannanna, en G. H. næst. Urðu þeir þvi báð- ir i kjöri og náðu kosningu um vorið. Guðm. H. féll við næstu kosningar, 1916, en Guðm. í Ási var þingmaður áfram, fyr- ir alla sýsluna, til 1923, er henni var skipt, og síðan fyrir Austursýsluna til ’33. Hann var því þingmaður rúm 19 ár og sat á 22 þingum. Hefir hann verið lengur þm. Húnv. en nokkur maður annar. Næstan þingaldur munu hafa átt: Þor- leifur Jónsson frá Stóradal (síðast póstmeistari i Rvík), 14 ár, og Þórarinn á Hjaltabakka, 13 ár, en 14 þing. Guðm. í Ási átti jafnan vísa kosning. Fall hans síðast kom öllum óvænt, og stafaði nokk- uð af því, að menn töldu hann vissan og sóttu kosninguna ver en ella, og svo hinu, að óvenju- legum undirróðri var beitt^við kosninguna, og jafnvel mjög óvæntum áróðri utanhéraðs- manns. Þegar G. Ól. lagði út á þing- mennskubrautina, gekk honum hvorki til mannvirðingár- né gróðavon. Hann var sæmilega efnum búinn, eftir því sem um bændur gerizt, og hafði gagn- samt bú og g'óða síjórn á því, og hirti ekkir um meiri fjár- muni. Hann var þvi vel fjár- hagslega sjálfstæður, og með því sinni, að nota aldrei opin- bera aðstöðu sina til fram- dráttar fyrir sig persónulega. Eru þelta frumkostir þing- manns, og ætti fjárhagslegt sjálfstæði jafnvel að vera blátt áfram kjörgengisskilyrði. ■— Hann var heldur ekki metorða- gjarn; þvert á móti var hann óframfærinn og jafnvel feim- inn, svo að ýta þurfti honum fram til opinberra starfa. Það, sem dró hann til fram- boðs, var eingöngu löngun hans til að legg'ja lið áhugamálum sínum; þau voru að fá fullveldi landsins viðurkent, en einkum landbúnaðarmál og hverskon- ar umbætur í héraðinu. Að þessum málum vildi hann vinna fyrst og fremst. Að öðr- um málum gaf hann sig minna, hafði þó mikinn áhuga á fjár- málum þjóðarinnar, og var raunhygginn fjármálamaður, en hitt voru lians aðaláhuga- mál.

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.