Framsókn : bændablað - samvinnublað - 27.02.1937, Side 3
FRAMSÖKN
samþykki Alþingis. Næsti kafli
fjallar um hag þjóðarinnar al-
mennt, en meginefni bókarinnar
er um atvinnuvegina, verslun, iSn-
aS, sjávarútveg og landbúnaS. Er
þar um mikinn og margvíslegan
fróSleik aí5 ræSa.
í eftirmála viö bókina segir aö
þaö sé ætlun nefndarinnar a'ð birta
II. hefti af áliti sínu og tillögum.
Munu þá koma fram ýms frum-
vörp og greinargeröir og fylgja
þeim hplstu ritgeröir E. Lund-
bergs, sænska hagfræðingsins, sem
starfaöi fyrir nefndina. Ef til vill
veröa ýmsar athuganir og tillögur
nefndarinnar nánar ræddar hér í
blaðinu áöur en langt um líöur.
Tímamenn og gengið.
Á undanförnum þingum hefir
Bændaflokkurinn boriö fram
frumvarp um aö fulltrúum at-
vinnuveganna skuli fengið vald til
aö skrá gengi krónunnar réttilega,
svo framleiöendur landsins þurfi
ekki framvegis að búa viö arörán
undanfarinna ára. Þetta frumvarp
Bændaflokksins hefir ekki enn
fengið byr í þinginu. Sjálfstæöis-
flokkurinn hefir verið svo skiftur
í málinu, að hann hefir ekki getaö
tekiö neina afstööu, og Fram-
sóknarfi. er haldinn af slíkum
þx-ælsótta til húsbænda sinna, so-
cialista, að hann hefir aldrei þorað
að láta uppi neina ákveöna skoöun.
Sú afstaða, sem flokksþing
Framsóknarfl. tók til gengismáls-
inn-s sýnir þetta sama. Það eina,
sem samþykkt var í málinu er
mjög loðin tillaga um að skipa
skuli „nefnd til að athuga á hvern
hátt því verði best fyrir komið, að
gildi peninga verði framvegis mið-
að við . framleiðsluvörur lands-
nianna, í stað þess að fylgja pen-
ingagengi annara þjóða“.
Munu fáir vænta mikilla afreka
af hálfu Framsóknarflokksins í
gengismálinu, þrátt íyrir sam-
þykkt þessa, ekki síst þegar þess
er giætt, hvernig stjórnarfl. tóku
athugunum og tillögum sænska
hagfræðingsins Lundbergs í fyrra
vetur.
Búnaðarþingið
hefir nú þegar fengið til með-
ferðar 35 mál, og eru þessi hin
helstu:
Kennslu- og fyrirmyndarbú fyr-
ir Vesturland, á Staöarfelli. Sauð-
fjárpestín og varnir gegn henni.
Jarðræktarlögin nýju. Fóðurtrygg-
ingar búfjár. Tillögur um hæþkun
verðs á dilkakjöti, með hliðsjón af
fi-amleiðsluverði þess. Tillaga Bún
aðarsambands Skagfirðinga um
vatnsveitur á sveitabæjum.
Þrjú erindi hafa verið flutt á
þinginu: Jakob H. Líndal um
jarðvegsrannsóknir, Pálmi Einars-
son um starfsemi búnaðarfélags-
skapar erlendis og samband hans
við ríkisvaldið og Guðmundur
Jónsson kennari á Hvanneyri um
færslu búreikninga.
Reikningar (Búnaðarfélags ís-
lands fyrir tvö s. I. ár, hafa verið
lagðir fram, og ennfremur fjár-
hagsáætlun þess fyrir tvö næstu
ár.
Eignaaukning Búnaðarfélagsins
var árið 1935 kr. 5800, en árið
1936 um 1x800 krónur.
Vegna 20 þúsund króna lækkun-
ar á framlagi ríkisins til félagsins
1936 varð stjórn þess að taka til
sérstakra ráðstafana um lækkun
útgjalda. Var þá ákveðið að lækka
styrk til búnaðarsambandanna um
10% af því sem þeim var úthlut-
að í styrk af Búnaðarþingi 1935,
og á öðrum liðurn framkvæmdur
sparnaður, sem nam hinum töpuðu
tckjum.
Útgjaldaupphæð þeirrar fjár-
hagsáætlunar sem stjórn félagsins
leggur fyrir Búnaðarþingið nú
nemur kr. 239.800 árið 1937, en.
227.000 árið 1938. Á móti því koma
hinar föstu tekjur þess og vænt-
anlegt tillag úr ríkissjóði, sem
fyri-a árið er áætlað kr. 225 þús-
und krónur, og seinna árið 215
þúsund krónur.
Þýzkaland.
Urn langt skeið hefir meiri
hluti íbúanna í Austurríki ósk-
að eftir því, að sameinast
Þýzkalandi, en móti því hafa
einkum Frakkar gengið, því
þeir óttast aukið vald Þjóðverja.
Nú' hafa þeir viðburðir skeð, er
henda á að sameiningin standi
fvrir dyrum, og ekki verði tekið
tillit til stórveldanna. Hitler hef-
ir nú nýlega sent utanríkisráð-
herra sinn, Neurath, í opinbera
heimsókn til Vínarborgar. Hef-
ir hann komist svo að orði, að
Þetta er fyrsti HELLU-ofninn, sem settur var upp hér á
landi, i húsi Þóris Baldvinssonar húsameistara i Reykjavík.
Hann er 82 mm á þykkt, 700 mm hár og 2000 mm langur.
Hitaflötur hans er 10,72 m2, en teningsmál hans aðeins
0,12 m3. Vatnsmagn hans er einungis 19 lítrar, en hann
hitar ágætlega stofuna, sem-er 31,3 m2 að flatarmáli eða
ca. 80 teningsmetrar.
Áusturriki mætti ekki endur-
reisa hið forna keisaradæmi, en
yrði að vinna sameiginlega við
hið þýzka lýðveldi. Hingað til
hefir stjórn Austurrikis ofsótt
Nazista, einkum eftir morð
DoIIfuss, forsætisráðherra, en
nú lítur út fyrir, að valdhafar
iandsins séu að semja fullkom-
inn frið við sendimenn Hitlers.
Frökkum stendur hinn mesti
siiiggur af þessu, en aftur á
inóti er talið víst, að Englend-
ingar séu fremur hlyntir sam-
einingu ríkjanna, enda er varla
sjáanlegt, að Austurríki geti
siaðist án þess að vera í sam-
bandi við Þýzkaland.
I
í
Frá Spáni.
Síðustu daga hafa geisað óg-
urlegar orustur á Spáni. Eink-
um kringum Madrid og um veg-
inn til Valencia. Fréttir eru
mjög óljósar, en þó lítur svo út
sem stjórnarlierinn hafi borið
hærra hlut á flestum stöðum.
Nú er gengið í gildi bannið á
sjálfboðaliðum til Spánar, en
ekki er víst hvort það er annað
en nafnið tómt.
Svo virðist sem nú sé að
draga til úrslita á Spáni, og
sennilega verða liöfuðorusturn-
ar með vorinu, i apríl eða maí.
Sem stendur eru uppreistar-
menn óðum að auka flota sinn
og virðast þeir hafa algerlega
yfirhöndina i Miðjarðaidiafi, en
í Biskayjaflóa er stjórnin yfii’-
sterkari. Síðustu fréttir herma,
að stjórnarherinn liafi gert stór-
kostlegt áhlaup á Oviedo og tek-
ið borgina að nxildu leyti, Þó er
enn barist á götunum. Ekki er
sjáanlegt að þessi sigur stjórn-
arhersins lxafi nein endanleg á-
áhrif á styrjöldina.
Frá Abessiniu.
í Abessiniu hafa verið all-
miklar óeirðir, og er auðséð að
ítölurn hefir ekki tekist að friða
landið að fullu, og meira að
segja lítur út fyrir, að vald
þeirra nái ekki út yfir það svæði
sem fallbyssur þeirra ná til. Ný-
lega var landstjóra ítala, Grazi-
ani marskálki, sýnt banatilræði
á götu i Addis Abeba. Hann
slapp að vísu lifandi en mjög
særður og fjöldi manna lét líf-
io. ítalir þykjast hafa gert all-
miklar tilraunir tií þess að
menta landsfólkið, en óvíst er
livern ávöxt þær hafa borið.
Eftir árásina á Graziani gerðu
ítalir gangskör að þvi að friða
svæðið sunnan við Addis Abeba,
íil að ná á vald sitt Ras Desta,
en liann var eins og menn nxuna
aðalhershöfðingi keisarans í ó-
Margt er til mikilla bóta í
byggingarlist seinni ára og nú
er HELLU-ofninn, senx ryður
sér til rúms um Norðurlönd,
kominn.
Fallegur,
f yrirf erð arlitil 1,
þolir að vatixið frjósi
í honum,
gefur geislahitun,
ódýr,
íslenzkur.
.1. iBin.
Skrifstofa Austurstr. 14, 3. hæð.
Reykjavík. — Sími 1291.
friðinunx við ítali. Þetta tókst,
og i fyrradag var Ras Desta
skotinn i Addis Abeba.
Ras Desta var menntaður
maður og hafði dvalið bæði í
Evrópu og Anxeríku og kynnt
sér siði og háttu menningar-
þjóða. Hann var talinn mikill
xæfileikamaður, enda sá eini af
hershöfðii) gj mn Abessiniu-keis-
ara, sem stóðst Itölum snúning
i ófriðinum.
Frá Englandi.
Á næsta vori á að krýna Ge-
org VI. Verða þá einhver hin
mestu hátíðahöld, sem þekkst
hafa í veröldidnni. Er boðið
þangað öllu stórnxenni heims-
ins. En íxú hefir stjórn Eng-
lands boðið þangað keisara A-
bessiniu, og nxeð því hefir hún
neitað að viðurkenna yfirráð
Ííala í Abessiniu. Eins og vænta
má eru ítalir afar reiðir yfir
þessu, en ekki virðast Englend-
ingar taka það alvarlega.
AFGREIÐSLA FRAMSÓKNAR
er í Mjólkurfélagshúsinu, 2.
hæð, herbergi nr. 19. Sími 2800.
Póstbox 174.
Jelt er Mm lif.
NyLemi og lækr.ingamátíur
íslenzkra jurta.
Fjörviauðgi íslenskra matvæla.
Innlend hráefni til efnagerðar.
Rannsóknarefni
fyrir Háskóla íslands.
I fornritum vorunx er þess
einatt getið, að jurtir (blöðin?)
og jurtasmyrsl væri notað til
að græða áverka vopnbitinna
manna. Oftast voru það sérstak-
ir menn eða konur, sem við það
fengust og voru nefndir læknar.
Er þess oft getið, að svöðusár
vorxi grædd og græddir stúfar
afhöggvinna lima. Munu jurtir
og jurtasmyrsl hafa verið helztu
græðilyfin.
I þjóðsögnum og einkum í
æfintýrum kemur fram trú á
græðimátt jurta, sem yfirgengur
allar frásagnir fornsagnanna.
Samhliða er og oft getið um
græðimátt steina, lífsteina
(lyfsteina?), er svo voru nefnd-
ir. Voru þeir skafnir upp og
duftinu dreift í sárin. —- Hvað
það hefir verið, sem nefnt var
lifsteinar, veit eg ekki, en geta
mætti þess til, að það hafi verið
þurkuð jurtasnxyrsl, er svo
voru orðin þur og hörð, að
skafa þurfti upp.
Alla tíð munu jurtir hafa
verið notaðar til lækninga hér
á landi, þótt minna færi sögur
af því um hríð, fyr en nálgast
tók nútímann. Eftir útgáfu
Grasafræði Odds Hjaltalín,
Grasnytja Björns Halldórsson-
ar, Lækningabóka þeirra Jóns
Péturssonar, Jóns Þorsteinsson-
ar og Sveins Pálssonar og fleiri
skyldra rita fékkst fyrst nokkuð
almennari vitneskja um það,
hvaða jurtir ísl. voru taldar
hafa lxollustuefni og Iækn-
ixigadóma að geyma og hverja.
Væri það efni í sérstaka grein.
Vitneskja þessara ágætu manna
um þetta efni mxxn ekki aðeins
liafa verið fengin úr ritum og
reynslu annara þjóða, heldur
og úr reynslu islenzkrar alþýðu
frá umliðnum tíma, og eigin
reynslu þeirra.
Útkoma nefndra bóka mun
hafa orðið til að glæða trú al-
þýðu manna á landi hér á holl-
ustu og lækningamætti ís-
lenzkra jurta. Munu eftir það
fleiri íxxenn, lærðir og leikir,
hafa gerst til þess að hagnýta
íslenzkar jurtir til drykkjar,
matgerðar eða til lækninga.
Þótti það oft gefast vel, ekki
aðeins til heilsuverndar og
lækninga við sóttum, sem stöf-
uðu af harðrétti, heldur einnig
til sáralækninga og lækninga
sérstakra innvortis meina.
Síðan xmx daga Odds Hjalta-
lín, Jóns Pálssonar, Jóns Þor-
sieinssonar og Sveins Pálssonar
virðist svo sem læknisfræðin og
hinir „lærðu“ læknar (til að-
greiningar frá ólærðum lækn-
um, „skottulæknum“ og „grasa-
læknuiu“) hafa gefið lítinn
gaum lækningamætti íslenzkra
jurta. Mun hafa valdið nxestu
það, að öll þekkt lyf var unnt
að fá tilbúin frá lyfjagerðar-
stofnunum erlendum. Mun það
hafa þótt bæði handhægara og
öruggara. ,
Hér vaknar sú spurning: Er
ekki lækninganxætti og hollustu
íslenzks jurtagróðurs of litill
gaumur gefinn? — Er ekki að
sumu leyti seilst langt fyrir
skammt til lyfja og læknisdóma
að sækja það allt til annara
landa, ef unnt er að fá það í
landinu sjálfu?
Læknavísinduxxum hefir að
visu fleygt fx*am síðan á dögum
Odds Hjaltalín og Jóns Péturs-
sonar og Sveins Pálssonar,
en er það samt svo, að
læknisfræðileg þekking þeirra,
þar á meðal um hollustu og
lækningamátt islenzkra jurta sé
einslds nýt?
Líkindi verða hér lítt rakin
til þess, að íslenzkur gróður hafi
meiri lækningamátt, eða frá-
brugðinn þvi sem er um jurta-
gróður í öðrum löndum. Þó má
benda á það, að rannsóknir
þykja liafa leitt í Ijós, að efna-
samsetning íslenzkra fóður-
jurta sá frábrugðinn nokkuð
því, sem er í nálægum löndum.
Hvi skyldi þá ekki vera hugs-
anlegt, að svo geti verið í fleira
tilliti? Framh.