Framsókn : bændablað - samvinnublað - 03.04.1937, Side 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 03.04.1937, Side 2
FRAMSOKN Ágreiningurinn milli Búnað- arþings og rikisstjórnar var um 5 greinar i I. kafla laganna. Þessar greinar eru þvi birt- ar hér hlið við hlið, eins og þær eru nú og eins og þær verða eftir tillögum Búnaðar- þings síðasta, sem landbúnað- arráðherra hefir lofað að koma fram á Alþingi. Geta bændur því dæmt sjálfir um, hvort þau ákvæði I. kafla laganna, sem ágreiningnum olli, eru ekki mrrkuð út, valdboðið um val búnaðarmálastjóra, kosninga- fyrirkomulag o. fl., og loks hvort Búnaðarfélagið er ekki eftir breytingarnar frjáls og fullvalda stofnun, enda þótt það hafi unnið til frelsis sins að breyta nokkuð kosninga- fyrirkomulagi sinu, eftir að það kom í ljós, að ýmsir ósk- uðu þess. Loks verða hér á eftir birt- ar nokkrar greinar úr lögum Búnaðarfélagsins, eins og þær verða, þegar jarðræktarlögum hefir verið hreytt samkv. áður- sögðu. Sést þá, að skilyrðin fyrir kosningarrétti, um 20 hektar- ana og 3 kr. gjaldið til Búnað- arfélags Islands er horfið, og að fræðimenn í búnaði eru ekki útilokaðir frá búnaðar- þingi. Áhrif Búnaðarsambands fundar eru aukin á kosningu. Aðalatriðið er þó, að kosninga- fyrirkomulagið er ekki lengur valdboðið kð ofan, og að Bún- aðarþing getur breytt því aft- ur, er því sýnist. Samanburdur á 1. kafla, eins og hann er nú, og eins og hann verdur samkæmt bi eytingum Búnaöarþings. í. kafli laganna, eins og hann er nú. j 2. gr. Búnaðarfélag íslands liefir á hendi umsjón með fram- kvæmd þeirra ræktunarmála, sem lán eða styrkur er veittur til samkvæmt lögum þessum, enda sé skipulag þess og starfs- reglur í samræmi við ákvæði laganna. Meðan Búnaðarfélag íslands fer með mál þessi, skal val búnaðarmálastjóra bundið samþykki landbúnaðarmálaráð- herra. 3. gr. Störf þau, sem Búnaðarfélagi íslands eru falin i lögum þessum, annast búnaðarmálastjóri með aðstoð ráðunauta og trúnaðarmanna í samráði við stjórn félagsins. Greini búnaðarmálastjóra og stjórn félagsin á um þau mál, er félagið fer með i umboði ríkisvaldsins, má skjóta ágreinings- atriðinu til landbúnaðarráðherra, er fellir fullnaðarúrskurð um málið. 4. gr. Hvert búnaðarsamband ræður trúnaðarmann (og fleiri en einn, ef nauðsyn krefur) í samráði við búnaðarmálastjóra, er hafi á hendi leiðbeiningar, mælingar, skýrslugerð og eftirlit með þeim framkvæmdum, sem styrktar eru samkvæmt lög- um þessum, undir yfirstjórn Búnaðarfélags íslands. 6. gr. Hver sá, er njóta vill styrks samkvæmt lögum þessum, verður að vera félagmaður í búnaðarfélagi þess lirepps eða bæj- ar, þar sem hann á lögheimili, og ársfélagi í Búnaðarf élagi ís- lands og greiða árlega kr. 3.00 til þess. Hver ársfélagi fær bún- aðarblað félagsins endurgjaldslaust. Heimilt er þó, með sam- þykki Búnaðarfélags íslands, þeim bændum, er vegna lands- hátta eiga erfitt með að vera í búnaðarfélagi sins hrepps, að vera í búnaðarfélagi næstu sveitar. Formenn hreppabúnaðarfélaga annast innheimtu árs- gjaldsins, og má Búnaðarf élag Islands halda þvi eftir af jarð- ræktarstyrk hlutaðeigandi einstaklinga og búnaðarfélaga. 7. gr. Kjósa skal til búnaðarþings innan hvers búnaðarsambands 1 fulltrúa fyrir hver 300 félagsmannaatkvæði og auk þess einn fyrir brot úr 300, sé það meira en % þeirrar tölu, og jafnmargra til vara. Gildir kosningin til 4 ára. Kosningarrétt og kjörgengi hafa þeir einir, sem eru ársfélagar í Búnaðarfélagi íslands og lögheimili eiga á hlutaðeigandi sambandssvæði og hafa minnst 20 ha. af landi til eigin afnota. Þeir, er hafa grasnyt af minna landi til eigin afnota en að ofan getur, skulu hafa eitt atkvæði við kosningu þessa fyrir hverja 20 ha. samtals, og velja þeir sér fulltrúa úr sínum hópi til að fara með atkvæði sitt. Rétt til að bera fram kjörlista, hafa minnst félagsmenn með samtals 40 atkvæði, og skulu vera jafnmargir á hverj- um lista og kjósa á, og jafnmargir til vara. Komi fram fleiri en einn listi, skal hlutfallskosning viðhöfð. Kosning til búnaðarþings skal jafnan faraframá aðalfund- um hreppabúnaðarfélaganna. Stjórn hlutaðeigandi búnaðar- sambands sér nm kosninguna. Að öðru leyti fer um framkvæmd Icosningarinnar ef tir atkvæðum reglugerðar, er landbúnaðarráð- lærra setur, að fengnum tillögum Búnaðarfélags íslands. I. kafli laganna, eins og hann verður. 2. gr. Búnaðarfélag íslands hefir á hendi umsjón með framkvæmd þeirra ræktunarmála, sem lán eða styrkur er veittur til, sam- kvæmt lögum þessum, enda sé skipulag þess og starfsreglur í samræmi við ákvæði laganna. 3. gr. Störf þau, sem Búnaðarfélagi íslands eru falin í lögum þess- um, annast húnaðarmálastjóri með aðstoð ráðunauta og trún- aðarmanna undir umsjón stjórnar félagsins. Greini búnaðarmálastjóra og stjórn félagsins á um hvernig skilja beri lög og reglugerðir, er félagið fer með í umboði ríkisvaldsins, má skjóta ágrein- ingsatriðinu til landbúnaðar- ráðherra, er fellir fullnaðarúr- skurð um málið. 4. gr. 1. málsgr. Hvert búnaðarsamband ræð- ur trúnaðarmann (og fleiri en einn, ef nauðsyn krefur)í sam- ráði við stjórn Búnaðarfélags íslands, er hafi á hendi leið- beiningar, mælingar, skýrslu- gerð og eftirlit með þeim fram- kvæmdum, sem styrktar eru samkvæmt lögum þessum, und- ir yfirstjórn Búnaðarfélags Is- lands. 6. gr. Hver sá, er njóta vill styrks samkvæmt lögum þessum, verður að vera félagsmaður i búnaðarfélagi þess brepps eða bæjar, þar sem hann á lög- heimili. Heimilt er þó, með samþykki Búnaðarfélags Is- lands, þeim bændum, er vegna landshátta eiga erfitt með að vera í búnaðarfélagi síns hrepps, að vera í búnaðarfélagi næstu sveitar. 7. gr. Kjósa skal til búnaðarþings innan hvers búnaðarsambands. Um kosingarrétt og kjörgengi til Búnaðarþings, svo og tölu fulltrúa, fer eins og 'fyrir e mælt í lögum Búnaðarfélags ís lands. ann og spásögnina í orðum Yr. Þ.: „Þróunin getur ekki orðið < nrnir á Islandi, en á Norður- löndum. Þó að Bændaflokkur- inn byrji nú smátt, þá er það víst, að honum tilheyrir fram- tíðin.“ (Frs., I., 36.) i Loks sýnir neyðarópið, að ráðherrann gerir sér enga von um að stjómarflokkarnir, jafn- vel þó Kommarnir bætist við, iái meirihluta atkvæða þjóðar- innar við kosningarnar. Hann veit að það er litilokað. Eina von lians er sú, að Tímamenn fái að halda fleiri kjördæma- Breytingar við lög Búnaðarfélags Islands, frá 23. febr. 1931. 6. gr. orðist svo: „Hreppabúnaðarfélög, sem vinna saman að landbúnaðar- málum, undir yfirstjórn Bún- aðarfélags Islands, nefnast búnaðarsambönd. Skipta má samböndum þeim, sem nú eru, með samþykki Búnaðarþings. Þó skal ekkert þeirra ná yfir minna svæði, en sem svarar einu sýslufélagi, og hafa að minnsta kosti 300 kjósendur til Búnaðarþings, er skiptin fara fram.“ 7. gr. orðist þannig: „Hvert búnaðarsamband skal kjósa fulltrúa á Búnaðar- þing. Tala búnaðarþingsfull- trúa fer eftir tölu kjósenda til Búnaðarþings, innan hvers sambands, þannig að kosinn sé 1 fulltrúi fyrir hverja 300 kjósendur, og enn fremur 1 fyrir brot úr þeirri tölu, sé það meira en % hennar, og jafn- marga til vara. Kosningin gild- ir til 4 ára. Á Búnaðarþingi eiga enn fremur sæti, en ekki atkvæðisrétt, stjórn félagsins og búnaðarmálastjóri. Ráðu- nautar félagsins eiga þar til- lögurétt og málfrelsi. Búnað- armálastjóri er ekki kjörgeng- ur á Búnaðarþing.“ 8. gr. orðist þannig: „Kosningarrétt og kjörgengi hafa þeir einir, sem eru 21 árs að aldri, eiga lögheimili i hlutaðeigandi sambandssvæði og uppfylla auk þess einhver þeirra skilyrða, sem talin eru upp i eftirtöldum stafliðum: a. Þeir búendur, er liafa jörð eða jarðarpart, sem metinn er til dýrleika, til eigin af- nota. b. Bústjórar, er annast bú- rekstur fyrir aðra, þar sem eigendur geta ekkí notað réttindi sín sjálfir, eða hafr afsalað sér þeim í. hendur bústjóranum. c. Leiðbeinandi menn, er hafa störf í þágu landbúnaðar- ins að aðalatvinnu. d. Aðrir heimilisfeður, er framleiða landbúnaðaraf- urðir, er þeir hafa lífsfram- lcjörnum þingmönnum, en þeim ber eftir atkvæðafjölda. Ef hann gerði sér von um nægan meirihluta atkvæða, þá skifti ekki öllu, þó að Tíma- menn töpuðu 2—3 eða 4 kjör- dæmakjörnum þingmönnum, því að þá fengju þeir uppbót- arþingmenn í staðinn. En Tímamenn treysta ekki á meiri hluta -atkvæða handa stjórnarliðinu, þeir vita, að þeir eru að tapa. Þeir vita, hversu hrapallega þeir hafa brugðist umbjóð- öndum sínum, bændunum. Þeir vita að kosningarnar eru leynilegar og óttast réttlátan dóm. Þeir liafa mist sjálfstæði sitt og þeir hafa mist það sem mest er: Þeir hafa mist kjarkinn. færi af, að nokkru eða öllu leyti, og nánar verður skil- greint í reglugerð. Rétt til að bera fram kjör- lista hafa minnst 40 kjósend- ur, og sé listinn lagður fram á aðalfundi búnaðarsambands- ins. Sama rétt hefir hluti fulltrúa á sambandsfundi. Nú er enginn slíkur listi fram- lagður á sambandsfundi, og skal þá fundurinn koma sér saman um lista. Á hverjum lisfa skulu vera jafnmargir og kjósa á og jafnmargir til vara. Komi fram fleiri en einn listi, skal viðhöfð hlutfallskosning. Nú hefir aðeins komið fram einn listi og úrskurðar þá for- maður búnaðarsambands, í lok fundarins, þá sem á list- anum eru og í sömu röð, rétt kjörna búnaðarþingsfulltrúa, þ. e. aðalmenn og varamenn. Kosning til Búnaðarþings skal fram fara í búnaðarfélög- um á tímabilinu frá 1. júní til loka októbermánaðar, þó ekki fyr en 2 mánuðir (60 dagar) eru liðnir frá lokum sam- bandsfunda hlutaðeigandi sam banda. Stjórn hlutaðeigandi sam- bands sér um kosninguna og ákveður kjördag, að öðru leyti fer um undirbúning og fram- kvæmd kosninga til Búnaðar- þings eftir ákvæðum reglu- gerðar, er Búnaðarþing setur.“ 9. gr. verður 10. gr. Síðari hluti greinarinnar orðist svo: „Á Búnaðarþingi skulu kosn- ir 3 menn í stjórn félagsins, á- samt varamönnum þeirra. Skal hlutfallskosning viðliöfð. Kosn- ing gildir til 4 ára. Á Búnað- arþingi skal kjósa einn end- urskoðanda innan Búnaðar- þings og varamann hans. Gild- ir kosning þeirra til 4 ára. Landbúnaðarráðherra skipar annan endurskoðanda og vara- mann hans.“ Ákvæði til bráðabirgða: „Fyrir októbermánaðarlok 1938 skal fara fram kosning á öllum fulllrúum til Búnaðar- þings, samkvæmt lögum þess- um, enda leggi þá niður um- boð sitt þeir fulltrúar, sem kjör hafa til 1940. Stjórn fé- lagsins skal öll kosin á Bún- aðarþingi 1939. Brejdingar þessar öðlast gildi, þegar staðfest hafa verið lög frá Alþingi 1937, um breyt- ingar á 1. kafla jarðræktar- laga, er samþykktar hafa ver- ið á þessu Búnaðarþingi.“ ------ Þá var hlegið. Eysteinn ráöherra fór í útvarps- umræðunum aö flónskast á aS tala um veösetningar. Benti Hannes Jónsson honum þá á aö hann sjálf- ur ráðherrann væri margveösett- ur upp fyrir haus, fyrst Bretum i sambandi viö lántökurnar frægu, og svo umfram allt Socialistun- um. Þó mundu eyrnabroddarnir standa upp úr rétt til þess a5 Kommúnistarnir brygSu á þau marki sínu. Þá var hlegið um allt land.

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.