Framsókn : bændablað - samvinnublað - 18.06.1938, Page 1
Reykjavík, laugardaginn 18. júní 1938.
VI. árg.
Rlkisbðskapariim á Víflls-
stöfloa og Kleppi.
Démur reynslunnar.
I.
Rikisstjórnin og gæðingar
liennar hafa gripið hvert tæki-
færi til að reyna að sannfæra
sjálfa sig og aðra um það, að
bændur fái kappnóg verð fyrir
þær söluvörur landbúnaðarins,
sem rikisstjórnin hefir, til
þjónkunar við sósíalismann,
hrifsað söluumráðin yfir úr
höndum þeirra.
Ætla mætti að þessar fullyrð-
ingar styddust við reynsluna á
búskap ríkisins sjálfs og þeirri
kynningu og reynslu, sem ríkis-
stjórnin hefir af honum. Ekki
hefir því þó verið haldið fram,
heldur bornar fram tómar raka-
lausar staðhæfingar.
Hvernig reynslan og hið
raunverulega ástand búskapar-
ins er á tveimur rikisbúunum,
Vífilsstöðum og Kleppi, verður
hér nokkuð lýst með orðum
Stefáns í Fagraskógi, er hann
flutti við eldhúsumræður á Al-
þingi.
II.
Á Vífilsstöðum er allstór bú-
rekstur. 'í’únið gefur af sér um
2 þúsund hesta, og þar munu
vera 40—50 kýr. Búið er nær
eingöngu rekið sem kúabú. Bú-
ið er undir stjórn manns, er af
framsóknarmönnum er talinn
gæddur óvenjuiegum liæfileik-
um til bústjórnar. Skyldu menn
því að óreyndu eigi draga i efa,
að húreksturinn undir hand-
leiðslu slíks manns sé til fyrir-
myndar. Árið 1937 var seld
mjólk frá búinu fyrir tæplega
34 þús. kr. En auk þess voru
nokkrar aðrar tekjur, og námu
tekjurnar alls kr. 41 þús. 519,33.
t’Jtgjöld búsins voru kr. 45 þús.
619,46, og var því reksturshall-
inn kr. 4,100.13. Þess skal getið,
að þegar talað er um reksturs-
hagnað eða reksturshalla ríkis-
búanna, eru eigi reiknaðir með
vextir af því fé, sem bundið er í
búrekstrinum, nema þess sé sér-
staklega getið.
Heyskapur er hér svo fljót-
tekinn og ódýr sem frekast má
verða, þar sem allt það land er
véltækt, sem heyja er aflað á.
Því miður munu þær jarðir
teljandi i landinu, þar sem
heyja er einvörðungu aflað á
véltæku landi. Væri slíkt al-
mennt, mundi afkoma bænda
betri en hún er.
Fyrir hvern lítra mjólkur fær
búið við f jósdyr 28 aura. Mun
það vera, að minsta kosti, %
hærra en verð það er til jafnað-
ar, sem bændur fá í mjólkurbú-
um. Hér er því svo ástatt um
heyöflun og mjólkurverð, sem
bezt má verða. En þrátt fyrir
þessi einsjöku hlunnindi, og
þrátt fyrir það þótt engir vextir
séu reiknaðir af fé því, sem
bundið er í búinu er rekstrar-
halli árið 1937 kr. 4100,13. Væri
nú leiga reiknuð af matsverði
jarðar og bús, en það mun vera
um 30 þús. kr. og 6% vextir af
röskelga 20. þús. kr. rekstrar-
láni við ríkissjóð, þá ykjust hin
raunverulegu útgjöld húsins um
kr. 6400.00. Og því er hinn
raunverulegi rekstrarhalli að
þeim lið meðtöldum kr. 10 þús.
500,13. Ef nú búið hefði aðeins
fengið 18,66 aura, heim, fyrir
hvern litra mjólkur, en láta
mun nærri, að það sé meðalverð
til mjólkurframleiðenda frá
mjólkurbúunum, þá hefðu tekj-
ur búsins lækkað um kr. 11 þús.
347,67. Og þá er rekstrartapið
orðið kr. 21 þús. 847,80. Þetta
er nú sýnishorn af þeim bú-
rekstri er Sósar, Komm. og hin
rauða sveit Framsóknar vill að
verði upptekin hér á landi.
Stjórnarflokkarnir hafa gert
sér mikið far um að gera lítið
úr þeim nefndum og þeim ein-
staklingum, er reynt hafa að
reikna út framleiðsluverð á af-
urðum bænda, og jafnan talið
framleiðsulverð of liátt reiknað.
Menn skyldu þvi halda, að á
ríkishúunum væri framleiðslu-
verð landbúnaðarafurða mjög
lágt, og við það miðuðu stjórn-
arflokkarnir þessar aðfinnslur
sínar. En reynslan er sú, að
framleiðsluverð er hvergi hærra
en i ríkisbúunum. T. d. hefði
húið á Vífilsstöðum þurft að fá
37 aura fyrir hvern lítra mjólk-
ur, ef búrekstuirnn hefði átt að
hera sig s. 1. ár. Er þess þvi að
vænta, að hin auma afkoma rík-
isbúanna kenni þessum herrum
framvegis að taka með sarin-
girni réttmætum kröfum
bænda um framleiðsluverð.
Allur heilbrigður búrekstur
hlýtur að verða að svara vöxt-
um af því fé, sem bundið er í
jörð og búi og það án tillits til
þess, hvort þessar eignir eru i
skuld eða eigi. Virðast þessir
vextir eða leiga eigi geta verið
minna en 4% af matsverði
jarðar og bústofns.
Þegar bændur eiga jarðir sín-
ar og bú skuldlaust, ,getur allt
bjargast, þótt þeir eigi fái leigu
eða vexti af þessari eign sinni.
En slíkur búrekstur ber sig eigi,
og tæplega hægt að búast við
því að bændur uni því að fá
enga vexti af þvi fé, sem bundið
er í framleiðslunni. Hversu
myndu sparifjáreigendur una
því að fá enga vexti af inneign-
um sínum? Bændur og aðrir
framleiðendur eiga sömu kröfu
og þeir til vaxta af því fé, sem
bundið er í framleiðslunni, og
æftu í raun og veru að fá hærri
vexti vegna þeirrar áhættu, sem
alltaf er bundin við framleiðsl-
una. Því aðeins að framleiðslan
geti svarað þessum vöxtum, er
hún heilbrigð; annars ber hún
sig ekki og hlýtur að falla í mola
fyrr eða seinna.
Séu nú aftur á móti jörðin og
búið í skuld, að einhverju eða
öllu leyti, — en svo mun það þvi
miður vera hjá flestum bænd-
um —- hljóta þeir að komast í
fjárþrot, gefi búið eigi það af
sér, að þeir a. m. k. geti svarað
vöxtum af skuldum. Hversu
hefði nú farið um búskap skuld-
ugra bænda hefði hann hlut-
fallslega borið sig jafnilla og
húreksturinn á Vífilsstöðum
hefir borið sig á undanförnum
árum, hvort heldur mjólkin er
reiknuð því verði, sem búið i
raun og veru fær, 28 aura fyrir
lítra, eða sem næst meðalverði,
er bændur munu fá greitt frá
mjólkurbúunum, 18,66 aura
fyrir lítra? Því er fljótsvarað.
Þeir væru komnir á hausinn
með tölu. — — —
Svipað er að segja um rekst-
ur ng afkomu búsins á Kleppi.
Árið 1937 var tap á því kr.
2062,97, og eru þá eigi fremur
en á Vífilsstöðum reiknaðir
vextir af því fé, sem bundið er
í búinu. En það skuldar ríkis-
sjóði kr. 142 þús. 229,68. Séu nú
reiknaðir 6% vextir af þeirri
upphæð, nema þeir kr. 8533,78;
og verður því hinn raunverulegi
rekstrarhalli búsins kr 10596,75.
Ef nú mjólkurverðið á Kleppi
væri reikn. 18.66 au. fyrir litr-
ann, í stað 28 aura, eykst tap-
reksturinn um kr. 7 þús. og þar
með rekstrarhallinn upp i kr.
17596,75.
Af þessu verður það séð, að
hafi hæstv. fjmrh. byggt dóm
sinn um stórbættan hag bænda
á reksti ríkisbúanna undanfarin
ár, hefði dómurinn átt að vera
gagnstæður, eða að ósambæri-
legt væri, hvað hagur bænda
væri verri en áður.
Bændur í nærsveitum Reykja-
víkur liafa talið sig þurfa að fá
28 aura nettó fyrir hvern lítra
mjólkur, ef þeir ættu að geta
rekið bú sín á heilbrigðum
grundvelli, — ætti húreksturinn
að bera sig og þeir að geta svar-
að sköttum og skyldum. Fyrir
sama mjólkurverð og ríkisbúin
í nágrenni við þá telja bændur
sig þess megnuga að greiða alla
skatta og skyldur, þar með tald-
ir vextir og afborganir skulda,
og er það meira en sagt verður
um ríkisbúin, svo sem eg hefi
áður getið. Bú bænda eru þvi
rekin á hagkvæmari hátt og ó-
dýrari en ríkisbúin, þrátt fyrir
verri skilyrði að ýmsu leyti.
Sýnir þetta það, að opinber bú-
rekstur þolir eigi samanburð og
stenst eigi í samkepninni við
einkarekstur, séu aðstæður hin-
ar sömu eða svipaðar. Nú fá
bændur i nærsveitum Reykja-
víkur 22—23 aura heim fyrir
hvern lítra mjólkur. Samkvæmt
framangreindu geta þeiri eigi
rekið hú sín með því mjólkur-
verði. Og sé þetta verðlag borið
saman við rekstur ríkisbúanna,
er fá 28 aura fyrir hvern mjólk-
urlítra, þarf slíkt ekki að þykja
undarlegt. Bændur þessir búa á
mjög dýrum jörðum. Verð
þeirra ákveðst af legu þeirra og
Irinum góðu skilyrðum, er ábú-
endur liöfðu til mjólkursölu í
höfuðborginni meðan markaður
var frjáls. Vegna opinberra ráð-
stafana- mjólkurl., sem voru
nauðsynleg, verður ríkið þess ó-
beinlínis valdandi, að bændur
þessir verða vanskilamenn,
vegna þess að þeir eru sviptir
hinu liáa verði, er þeir vegna
legu jarðanna höfðu aðstöðu til
að fá, meðan mjólkurmarkað-
urinn var frjáls.
Það sem er mjög áberandi þá
athugaður er rekstur ríkisbú-
anna, er hið geysiháa kaup-
gjald, sem þar er greitt. Væri
ánægjulegt, ef bændur gætu
greitt sér og sínum og öðrum,
er að búrekstri þeirra vinna,
slíkt kaup. Bústjórar búanna
13. tbl.
hafa kr. 3000 og 3420 kr. í
kaup, auk húsnæðis og fæðis.
Vinnumenn komast upp í 1854
kr., og vinnukonur upp i 838 kr.
Hvenær mun búskapur á ís-
landi geta greitt sliktkaupgjald?
j Því miður mun það eiga langt
) í land. Og sízt mun þess kostur
\ um opinberan búrekstur, eigi
hann að bera sig. Mannahald á
Vífilsstöðum svarar til þess, að
þar hafi verið árið 1937 10 árs-
menn, sé bústjóri og yfirfjósa-
maður meðtaldir, og 3 ársstúlk-
ur. Greitt kaup var kr. 18959,85.
Slíkt kaupgjald og mannahald á
húi, sem nær eingöngu er kúa-
bú með 40—50 kýr, það er
furðulegt.
Af því, ,sem eg nú hefi sagt,
má ráða það:
1) Að allur búrekstur hér er
miklum erfiðleikum bundinn,
þar sem ríkisbúskapurinn á Víf-
i ilsstöðum og Kleppi, þrátt fyrir
i ágæt skilyrði og þriðjungihærra
mjólkurverð en framleiðendur
fá til jafnaðar í mjólkurbúun-
um, eigi hafa getað þrjú undan-
j farin ár svarað einum einasta
1 eyri í vexti af þvi fé, sem bundið
er í búunum, þá tekin er jöfn-
uður allra áranna.
2) Að bændur i nágrenni
Reykjavíkur geta rekið
heilbrigðan búrekstur, sem
meðal annars svari vöxtum og
afborgunum af því fé, sem
bundið er i jörð og búi, fái þeir
sama verð fyrir hvern lítra
mjólkur og greitt er i ríkisbúun-
um.
3) Að einkarekstur á bú-
skap er liagkvæmari og ódýrari
en opinber rekstur, séu skilyrði
svipuð eða hin sömu.
4) Að ef svo hefði gengið
undanfarið um húrekstur
bænda sem um ríkisbúin, væru
allir skuldugir bændur með
öllu fjárþrota. En þeir bændur,
er átt hafa jarðir sínar og bú
skuldlaust, hefðu engan arð
fengið af þessum eignum sín-
um.
5) Að allur búskapur er
dauðadæmdur i framtíðinni, ef
eigi tekst að reka hann með
betri árangri og arðvænlegri af-
komu en orðið hefir til jafnaðar
3 s. 1. ár á ríkisbúunum Vífils-
stöðum og Iíleppi.
Enda þótt afkoma ríkisbú-
anna árið 1937 liafi orðið svo
aum sem ég nú hefi lýst, þá
mun afkorna bænda það ár hafa
orðið nokkru skárri en undan-
farið. Og byggist það fyrst og
fremst — ef ekki eingöngu — á
auknu afurðaverði á ull og gær-
um. En þessi hækkun verðlags-