Framsókn : bændablað - samvinnublað - 18.06.1938, Side 3
FRAMSÓKN
Austurlönd.
í Austurlöndum er mikil ó-
kyrð nú sem stendur. Stríðið í
Kína heldur sífellt áfram, án
þes að nokkrir úrslitasigrar séu
unnir. Optast veitir Japönutn
betur á vígvellinum, en þó hafa
þeir ekki getað ráðið niðurlög-
um Kinverja.
En Japanar hafa hér einnig
annan leik á horði. Auk þess,
sem þeir berja á Kín'verjum,
hafa þeir einnig byrjað á stór-
kostlegri áróðursstarfsemi gegn
þjóðum Norðurálfunnar. Yirð-
ist það vera tilgangur þeirra, að
sameina allar mongólskar þjóð-
ir í baráttu gegn yfirráðum
hvitra manna.
En það er ekki að eins í Kina,
sem öldurnar rísa hátt. Þær eru
ekki síður merldlegar iiinar
miklu hreyfingar, sem nú eiga
sér stað í löndum þeim i Asiu,
er Englendingar ráða yfir. Þess-
ar hreyfingar eru fyrst og
fremst tvennskonar. Er þá fyrst
að nefna andstöðu Hindúa til
Englandinga. Þessi hreyfing,
sem Gandhi hefur einkum vak-
ið, hefur sífellt farið vaxandi,
en miklu hættulegri er þó hin
mikla trúarvakning Múhameðs-
manna, sem nú fer eins og logi
yfir rein, um öll Austurlönd.
Vér Norðurálfumenn eigum
erfitt með að skilja trúarlif Mú-
hameðsmanna. En þess ber að
gæta, að fyrsta skylda þeirra er
að berjast fyrir trú sina, og ör-
uggasta vissan um að hljóta ei-
lifa sælu er að láta lífið fyrir
hana. Það er því ekld að furða,
þótt Múhameðsmenn séu víg-
glaðir og gangi öruggir út í har-
daga fyrir trú sina.
Nú er verið að hoða heilagt
stríð gegn Norðurálfumönnum,
og þá vitanlega fyrst og fremst
gegn Englendingum, og þó að
ekki hafi enn brotist út allsherj-
arstríð, þá hafa sífelt orðið smá-
uppreisnir og bardagar, sem eru
næsta hættulegir Englending-
um. Er það margra manna álit,
að nú fari að styttast í yfirráð-
um Evrópumanna í Austurlönd-
um. Asíumenn liafa hka fengið
góða lærifeður, þar sem eru
Mustafa Kernal í Tyrklandi og
Riza Shah í Persíu. Þeir hafa
sýnt, að þeir gátu hrifið þjóðir
sinar úr kúgun og niðurlægingu
og hafið þær til vegs og valda,
gegn eindregnum vilja flesfa-a
stórþj óða Norðurálfunnar. Virð-
ing stórveldanna er óðum að
þverra í Austurlöndum.
Hafnarstræti 18,
selur með sértöku tæki-
; færisverði )
ný og notud hiis- í
gögn og lítið not- )
aða karlm.fatnaöi. ((
I) ______________________!í
i y
P Elín Briem. |
Elín Briem lézt 4. des. síðastl.
Hún var sú kona, er einna niest-
an skerf hefir lagt fram til menn-
ingar íslenzkra sveitakvenna og
er því skylt a8 minnast hennar hér
i þessu málgagni sveitanna.
Elín Briem er fædd aö Espihóli
í Eyjafiröi 19. okt. 1856, tvíburi
viö Pál amtmann. Foreldrar voru
Eggert sýslumaöur Briem og kona
hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslu-
m. Sverrissonar. Er ættin svo
merk og þjóökunn, að óþarfi er
að rekja.
E. Br. ólst upp með foreldrum
sínum að Espihóli og síðar aö
Hjaltastöðum og Reynistað í
Skagafiröi.
Reynistaðarsystkin voru mörg
cg annáluð fyrir atgerfi, enda
uröu þau flest þjóökunn.
Búskapurinn á Reynistaö, var
með miklum myndarbrag. Voru
20—30 manns í heimili og margt
gangandi fjár.
Heima í föðurgarði naut Elín
miklu meiri bóklegrar kennslu hjá
eldri bræðrum sínum o. fl. en þá
var títt, jafnvel um dætur heldri
manna.
En svo var hún bráðþroska, að
18 ára gömul tók hún að sér
kennslu og forstöðu kvennaskóla
Skagfirðinga, að Flugumýri. —
Þætti það mikið i ráðist nú á dög-
um um svo unga konu og mun hún
hafa gert það fyrir áeggjan Krist-
ínar systur sinnar, forgöngukonu
kvennaskólamáls Skagfirðinga, er
cg átti fyrstu hugmyndina að
stofnun bændaskóla að Hólum í
Hjaltadal, áð því er Þorvaldur
Arason á Víðimýri hefir sagt.
Árið 1880 varð E. Br. kennslu-
kona við Kvennaskóla Húnvetn-
inga að Lækjamóti í Víðidal, sem
þá var nýstofnaður (1879), mest
fyrir forgöngu Björns síðar alþm.
á Kornsá. „Var það skólanum hið
mesta happ, því E. Br. hafði heit-
an áhuga á skólamálum og kennslu
og auk þess óvanlega góða mennt-
un bæði bóklega og verklega",
segir Björn í minningargrein.
Árið eftir sigldi Elín og lauk
kennaraprófi í Höfn (frk. Zahle
skóla). Skólanum heima sendi hún
þá kennsluáhöld.
Kvennaskóli Skagf. var ’sam-
einaður skóla Húnvetninga 1883,
er þá festi kaup á timburhúsi með
túni á Ytriey, er reist hafði Arn-
ór Árnason, og fékk þá fastan
samastað eftir 4 ára hrakning.
Var Elín nú komin úr utanför-
inni og varð að ráði að fela henni
forstöðu skólans og að móta hann.
\Tar hún sjálfkjörin til starfsins,
því að hjá henni fóru saman vits-
munir, viðtæk og hagkvæm þekk-
ing, mannkostir og frábær alúð og
áhugi, enda tókst henni að koma
þeim myndarbrag á starf skólans
og vinna honum þá hylli, að hann
var sóttur úr öllum áttum.
Einni af merkustu konum í
Húnavatnssýslu farast svo orð í
bréfi:
.... „Eg man vel eftir öllu fyr-
irkomulagi þar, hvað það var af-
skaplega gott og reglubundið, og
hvaða feikna áherslu Elín lagði á
að stúlkurnar hefðu af kennslunni
Kaupið
Glugga, hurðir og lista —
hjá stærstu timburverslun og
---trésmiðju landsins-
---Hvergi betra verð.-
Kaupið gott efni og góða vinnu.
Þegar húsin fara að eldast mun koma í ijós, að
það margborgar sig. —
Timbupvepslanin
Vdlundup li.f.
REYKJAVÍK.
þau fyllstu not, sem námshæfileik-
ar þeirra leyfðu. Kennslukonurnar
voru og undir hennar stranga eft-
irliti þó góðar væru, og ef einhver
stúlkan heltist úr lestinni, og var
að verða aftur úr, þá tók hún við
stjórninni, fór þá kannske sjálf að
kenna henni; sérstaklega man eg
eítir 2 stúlkum, sem voru svo ein-
rænar og undarlegar, að það mátti
heita, að þær lærðu sér ekkert til
gagns, en brá alveg við, er hún
fór að kenna þeim og laga á allan
hátt.
Það var ekki heiglum ihent, að
halda skóla með 45 manns í iheim-
ili (við vorum, 39 nemarnir) í öðr-
um eins húsakynnum og þá voru á
Ey. Haustið sem eg var þar var
bætt við stofu og svefnherbergi
banda kennslukonunum með
svefnlofti npp yfir og í þvi her-
bergi sváfum við 14 alian vetur-
inn, tvær í hverju rúmi; upphitun
auðvitað engin, nema í kennslu-
stofunum og frammi hjá kennslu-
konunum og það veit hamingjan,
að heilsufarið mátti heita gott;
auðvitað stundum einhver lasleiki,
en aldrei þurfti þar á lækni að
halda allan þann vetur og allar
fórum við þaðan um vorið glaðar
og heilbrigðar. Þá var búið í
gamla bænum fyrir utan ána og
bóndinn átti að sjá um allan mó-
inn, en kolin og allt annað átti
Elín undir dánumennsku. skóla-
nefndarinnar og alla aðflutninga,
sem gengu nú oft heldur erfiðlega,
sem von var, þegar þurfti nú að
sækja til Blönduóss yfir Blöndu
óbrúaða, eitthvað var nú víst sótt
til Skagastrandar.
Bóklegu tímarnir byrjuðu kl. 8,
morgunmatur kl. 10 og kl. 11 til 3
saumatími, og eftir miðdagsverð
lesið undir morgundaginn. en þær
stúlkur, sem minna þurftu að lesa
saumuðu þá eitthvað smávegis í
höndunum og máttu, er þær vildu,
koma rneð það til kennslukvenn-
anna til ef'tirlits. Húslestur var
á hverju kvöldi og ljósin slökt kl.
11 og þó um leið leit Elín eftir
eldinum, hvort öllu væri óhætt
með hann, og aldrei kom neitt að
sök með það, og hefir þó að lík-
indtun ekki verið sem tryggastur
umbúnaður, eftir því sem nú ger-
ist, og aldrei dó nokkur stúlka í
skólanum meðan hann var á Ey.
Námsmeyjar unnu öll slátur-
störf um haustið, allt með eftir-
liti Elínar sjálfrar. í eldhúsiíiu
var hver stúlka hálfan mánuð,
tvær og tvær saman með aðalelda-
konunni,' og aðrar tvær „í stof-
unni“, sem kallað var, að halda
hreinu húsinu, nema það sem til
kennslukvennanna kom,þær höfðu
sína þjónustustúlku, sem einnig
hugsaði um alla gesti. Það var
kenndur söngur og það var kennt
að spila á orgel, sérstaklega sálma-
lögin, og það vissi eg til, að þær
sem eitthvað höfðu orið það við
áður og þroskaðastar voru, urðu
crganistar í kirkjum, þegar heim
kom. Á hverju sunnudagskveldi
var dansað. Aldrei var nokkur
karlmaður á dansinum, ekki eitt
einasta skifti, og þætti það! klaust-
urlifnaður nú, en þetta þótti góð
skemmtun og alltaf man eg hvað
jólafríið var skemmtilegt. Nóg var
til skemmtunar. Það voru leiknir
smáleikir og dansað; það voru
sagðar sögur og hver sagði stað-
háttu og venjur úr sínu héraði og
frá sínum heimilum og fl. o. fl.,
og aldrei þann vetur var nokkur
óánægja, og aldrei man eg til að
Elín skifti skapi með öllum henn-
ar miklu umsvifum, og þó var
lundin stór og ör, en það er það
sannasta sem eg hefi heyrt, það
sem haft er eftir sr. Eggert á
Höskuldsstöðum, að hún stjórnaði
öllu, án þess að maður vissi af,
svo var hún yfirlætislaus, og eins
og jafningi og vinkona allra náms-
meyja, um leið og hún hafði allt
ráð þeirra í hendi sér og fyllsta
traust; hún var held eg að skap-
gerð allri alveg eins og Páll bróð-
ir hennar, sömu fljótskörpu gáf-
urnar og snarræðið, 0g áhuginn
að koma allstaðar að einhverju
góðum áhrifum.
Þessi ' bréfkafli er ágæt lýs-
ing á skólanum á Ytriey og fagur
vitnisburður um áhrif hans undir
stjórn frú E. Briem.
Eg sá hana í sumar og kom oft
Eg sá hana í sumar og kom oft
heim til hennar; þá var heilsan á
þrotum, en þó bar hún ellina svo
vel, enn var hún beinvaxin og
tíguleg, sami glampinn í augunum
eins og í gamla daga og yfirbragð-
ið, eg segi eins og sagt var um
eina drottninguna, „það var bæði
tignarlegt og blítt“.
Elín Briem giftist cand. Sæ-
mundi Eyjólfssyni 1985, en naut
hans aðeins rúmt ár. Er Ytrieyjar-
skólinn fluttist til Blönduóss 190!
varð hún forstöðukona hans í tvö
ár, en giftist þá á ný Stefáni Jóns-
syni kaupm. Er hún misti hann,
varð hún enn forstöðukona á
Blönduósi, frá 1912—15. Alls var
hún við skóla Húnvetninga í 18
ár.
Það hefði nú mörgum virst ær-
ið verk, að stjórna skólanum með
slíkum myndarskap, en Elín Briem
vildi ná til fleiri kvenna, en skóla-
stúlknanna á Ytriey með lærdóm
sinn og áhrif.
Árið 1888 réðst Elín Briem í að
semja einskonar handbók handa
búsfreyjum, Kvennafræðarann. Er
það mikið rit með fyrirsögn um
umgengni á heimilum, allskonar
matartilbúningi, hii'ðing fatnaðar
og herbergja, ásamt ítarlegum
hugvekjum um þrifnað, loftræst-
ing og gæslu á eigin efnahag.
Nútíminn fær alls ekki gert sér
ljóst hvílíkur viðburður slík bók
var á þeim tíma. Hafa fáar bæk-
ur verið húsfreyjum kærari og
þarfari en Kvennafræðarinn. Út-
koma hans er því stórmerkur við-
burður í lífi sveitafólksins og verð-
ur seint ofmetinn, því ennþá er
Kvennafræðarinn iðulega notaður
á fjöhnörgum sveitaheimilum, og
áhrif hans bein og óbein eru meir
en margan grunar, enda hefir
bókin komið út í 4 iitgáfum.
Þá er þess að geta, að E. Br.
var aðal-frumkvöðull og stofnandi
Húsmæðraskólans, sem starfaði
hér í Reykjavík í mörg ár upp
úr aldamótunum.
Af því sem sagt hefir verið, má!
það ljóst vera hvílíkt feykiverk’
frú E. Br. hefir unnið í þágu ís-
lenzkra kvenna, einkum þeirra er
í sveitum búa.
Verðskuldar hún því óskipta
þökk þeirra 0g alþjóðár.
Jón í Stóradal.