Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.09.1941, Blaðsíða 1
Snorri Sturluson
$Jö alda (lánanniniiing;.
í dag minnist íslenzka þjóðin
síns frægasta sonar aé fornu og
nýju, höfðingjans, skáldsins og
sagnaritarans Snorra Sturlu-
sonar, sem þennan dag fyrir sjö
öldum var veginn á heimili sínu
í Reykjaholti af tengdasyni sín-
um, eftir hvötum Hákonar
gamla Noregskonungs.
Það fer vel á þvi, að það skuli
vera skáld og sagnaritari, sem
varpað hefir mestum frægðar-
ljóma yfir þjóð vora. í saman-
burði við það verður minna úr
afrekum Snorra iá öðrum svið-
um, en þó skipar hann hreiðan
sess í stjórnmálasögu vorri á
13. öld.
Snorri er fæddur í Hvammi í
Dölum 1179. Faðir hans, Sturla,
var af hinum göfugustu ættum,
en enginn auðmaður. Hann var
vitur maður og framgjarn en
nokkuð blendinn i skapi og grá-
lyndur. Þó var hann enginn
niðingur. Það má yfirleilt segja
um hina eldri Sturlunga, að
vitsmunir, kænska og fégirni er
einkenni þeirra, en veruleg
grimmd og hermennska kemur
ekki fram í ættinni fyr en hún
mægist Ásbirningum. Þá koma
fram menn eins og Sturla Sig-
hvatsson og Halldóra Tuma-
dóttir, og Þorgils skarði, sem
einnig var Ásbirningur að móð-
erni; sonur Sigríðar Arnórs-
dóttir.
Móðir Snorra, Guðný Böðv-
arsdóttir, virðist hafa verið
skörungur mikill, enda hera
synir hennar mjög af þeim
börnum, sem Sturla átti með
öðrum konum. Hún er líka
stundum nefnd, móðir Sturlu-
sona, og er það auðsætt virðing-
arnafn. Faðir hennar var kom-
inn í beinan karllegg af Agli
Skallagrímssyni, og mætti ætla
að Snorri og frændur hans, sem
margir voru skáld, hafi fengið
skáldgáfuna að erfðum úr
Mýramannakyni.
Snorri ólst upp í Odda og hafa
menn ætlað að dvöl hans þar
hafi haft mikla þýðingu fyrir
rthöfundarstarfsemi hans. Þetta
þarf þó ekki að vera, því nógir
voru gáfumenn meðal forfeðra
hans og ekki skorti lærdóm í
kyni Snorra goða.
Þegar Snorri var tvítugur voru
báðir eldri albræður hans, Sig-
hvatur og Þórður kvongaðir og
komnir vel áleiðis til auðs og
valda. Snorri var félaus, eða því
sem næst. Var honum útvegað
auðugt kvonfang, Herdís Bersa-
dóttir á Borg á Mýrum. Fór
Snorri þangað að búa og fékk
bæði auð og mannaforrað.
Nokkrum árum síðar fluttist
Snorri svo að Reykjaholti, og
er heldur leiðinleg frásögn i
Sturlungu um það, hvernig
liann komst að staðnum. Þess
verður þó að geta, að Sturlunga
er stundum undarlega liarð-
dæm um gerðir Snorra.
Með þessum bústaðaskiptum
var hjúskap Snorra lokið. Kona
lians var eftir á Borg og andað-
ist skömmu síðar. Löngu seinna
fékk Snorri sér konu af Odda-
verjaætt, Hallveigu Ormsdótt-
ur, roskna ekkju, en hún var
auðugasta kona landsins. Aulc
þess hafði Snorri nokkrar hjá-
konur, og með einni þeirra átti
hann Þórdísi, en frá henni einni,
af börnum Snorra, verða raktar
ættir til núlifandi manna.
Snorri bjó með mikilli rausn
i Reykjaholti og jukust völd
hans og virðingar. Segir Sturl-
unga svo: „Hann gerðist slcáld
gott. Var hann hagur á allt það,
er hann tók höndum til og hafði
hinar beztu forsagnir á öllu því
er gjöra skyldi“.
Snorri varð lögsögumaður
1215 og gegndi því starfi til
1218. Hann varð aftur lögsögu-
maður 1222 og var það allan
tírnann til 1231. Sýnir þetta að
hann hefir verið lögfróður og
haft gott álit.
Snorri hafði þannig tiltölu-
lega ungur náð auð og tign eins
og framast var hægt hér á landi
í þá daga. En þó er eins og hann
sé alltaf hræddur um völd sín.
Þess vegna reynir hann að
styrkja aðstöðu sína með mægð-
um.
Dætur sínar barnungar giftir
hann ríkum höfðingjum, en
þær tengdir urðu honum sizt að
liði er frá leið. Heldur þvert á
móti.
Völd Snorra voru líka undar-
lega rótlaus. Það er eins og eng-
um, eða fáum, hafi þótt vænt
um hann.
Er þetta harðla ólíkt og með
bræður hans. Sighvatur náði
völdum i liéraði þar sem hann
átti engar erfðir til. Honum var
illa tekið í fyrstu, en eftir
skamman tíma voru allir hér-
aðsbúar orðnir vinir hans. Þeg-
ar Sighvatur lá fallinn í valnum
á Örlvgsstöðum lagðist einn af
mönnum hans yfir hann til þess
að hlífa honum fju-ir spjótalög-
um, og var þar veginn. Það
hefði sennilega mátt leita lengi
að þeim fylgdarmanni Snorra,
sem hefði gert það sama.
Fégirnin virðist hafa verið
versti galli Snorra, en auk þess
var hann enginn hermaður og
þrátt fyrir valdagirnina, virðist
hann þó hafa lagt eins mikla
stund á að sýnast voldugur, og
að vera það í raun og veru.
Hann var talsvert hégómlegur.
Kvaðst til dæmis ekki vilja taka
þátt í héraðsdeilum, en vildi
koma fram með miklum höfð-
ingjahrag og ytri merkjum
valdsins. Þess vegna voru völd
hans aðeins á yfirborðinu og
ríki Snorra hrynur eins og
spilaborg þegar Sturla Sig-
hvatsson ýtir við því.
Það er sjaldgæft að mikill
sagnaritari og skáld, sé líka
mikill stjórnmálamaður og her-
foringi, en þess hefði Snorri
þurft við, til þess að lialda völd-
um sínum á þeim óeirðatímum
er hann lifði á. Þó dísirnar væru
örlátar við liann, þá gáfu þær
honum ekki alla kosti að vöggu-
gjöf.
Listamannseðli Snorra hefir
einmitt staðið í veg fyrir því,
að hann gæti orðið ribbaldafor-
ingi og sterkasta vopn hans,
vitsmunirnir, komu heldur ekki
að haldi, á þessum tímum, þeg-
ar allir samningar voru rofnir,
engin lög héldust og þeir við-
burðir skeðu, sem enginn mað-
ur gat búist við.
Snorri hefir unnað mjög
skrauti, veizlum og stórum
drykkjum, en hann vill hafa
fegurðarhlæ yfir þeim Enginn
maður hefir ort fegurra um
drykkjur konunga, en Snorri í
Háttatali. En það eru engar
dónaveizlur, sem þar er kveðið
um. Þar er „silfri skenkt hið
fagra vín“, og þár „leikur hilm-
Fyrirhugað líkneski Snorra
Sturlusonar í Reykholti.
is her, hreingullið ber“. Það
sýnist sem skrautið og drykkj-
arkerin hafi verið Snorra eins
mikils virði og vínið sjálft.
Það er eklci undarlegt, þótt
Snorra fýsti til þess að heim-
sækja norska liöfðinga, er liann
hafði heyrt svo mikið um. Árið
; 1218 réð hann til utanferðar. Þá
var Hákon, er síðar var nefndur
hinn gamli, konungur, en liann
| var aðeins 15 vetra að aldri, og
! Skúli hertogi fór að mestu með
j völdin. Snorri vann sér liylli
! þeirra heggja, en þó hefir hann
| einkum verið hrifinn af Skúla,
j sem var í öllu hinn glæsilegasti
1 höfðingi.
I þessari utanför hefir.Snorri
efalaust safnað heimildum til
sögu Noregskonunga, en það
sem mestu skipti i svipinn var
það, að liann fékk afstýrt því,
að Skúli jarl færi herför til ís-
lands, eins og í rgði var, út af
deilum Sæmundar i Odda við
B j ögynj arkaupmenn. Sturl-
unga segir frá þessum athurði
á þessa leið:
„Snorri latti mjög ferðarinn-
ar. Og kallaði það ráð, að gjöra
sér að vinum liina beztu menn á
Islandi, og kallaðizt skjótt svo
mega koma sírtum orðum, að
mönnum mundi sýnast að snú-
ast til hlýðni við Noregshöfð-
ingja. Hann sagði og svo, að þá
voru eigi aðrir meiri menn á
landinu en hræður hans, þá er
Sæmund leið, en kallaði þá
mjög sinum ráðum lilíta, þá er
hann kæmi til.“Með þessum for-
tölum fékk Snorri sefað konung
°g jarl, svo ekkert varð úr leið-
angrinum. Þá hann mildar
gjafir af báðum og lends manns
nafn og skildust þeir með hin-
um mestu kærleikum og kom
hann út 1220.
Snorra liefir verið brugðið um
það, að hann hafi með þessu
ætlað að koma landinu undir
Noregskonung, en það er eklci
rétt. Hann vildi umfram allt
eyða herferðinni, og vissi sem
var, að ef hún félli þá niður,
mundi aldrei verða af henni.
Hann gerði lieldur alls ekki neitt
til þess að reka erindi Noregs-
konungs, er hann kom út. Er
framkoma hans og Sturlu Sig-
livatssonar ærið ólík, þó báðir
hafa sennilega heitið því sama.
Nú sat Snorri um langt skeið
að búi sínu við auð og allsnægt-
ir. Hann átti að visu i ýmsum
deilum, en engum stórvægileg-
um. Öll hans pólitík miðaði að
því að auka auð lians og völd
og má segja að flest lék lionum
í lyndi. En allt í einu dró upp
dimman óveðursflóka.
Árið 1235 kom Sturla Sig-
hvatsson heim úr Rómaför
sinni. Hann hafði hitt Hákon á
heimleiðinni og lieitið honum
að koma íslandi undir vald
hans, og hann sneri sér fyrst
gegn Snorra frænda sínum.
Innanlandsófriðurinn á Islandi
hófst og honum lauk með því
að landið glataði sjálfstæði
sínu.
Sturla fór þegar 1236 herferð
til Borgarfjarðar, en Snorri
reyndi elcki að verjast, en flýði
undan,. Tók Sturla undir sig
eignir hans. Þó reyndi Snorri
að ná þeim aftur í félagi við
Þorleif frænda sinn i Görðum.
Sturla fór þá aðra herferð til
Borgarfjarðar með 500 manns.
Snorri og Þorleifur söfnuðu
liði og fengu á fjórða hundrað.
Vildi Snorri þá ráða á Sturlu
að fyrra bragði, en það vildi
Þorleifur ekki, heldur velja
gott vígi og verjast þaðan. Þá
var hermennsku Snorra lokið
og reið hann frá flokknum, og
kvaðst mundu gæta þess að
komast aldrei á vald Sturlu eða
annara óvina sinna, hvað sem
annað legðist fyrir.