Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.09.1941, Blaðsíða 4
FRAMSÓKN
Tilkynning
frá ríkisstj órninni.
Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku
ríkisstjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk
skip, 10 til 750 smál. að stærð, fái endurnýjuð
eins fljótt og hægt er ferðaskírteini þau, sem
um ræðir i tilkynningu ríkisstjórnarinnar dags.
7. marz 1941.
Skírteini þessi fást hjá brezku flotastjórninni
i Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði og Vest-
mannaeyjum.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 5. september 1941.
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Úrvalsrit Jónasar Hallgrímssonar og
Mannfélagsfræði eru komin út.
Áskrifendur i Reykjavik vitji bókanna i anddyri Landsbóka-
safnsins, opið kl. 1—7, og í Hafnarfirði i verzl. Valdimars Long.
Kaupum allskonar
Selikinn
hæsta verði.
Kristján G. Oísla§on
Heildverzlun.
Hverfisgötu 4. Sími: 1555.
Auglýsing
um kennslu og einkaskóla.
Berklavarnalögin mæla þannig fyrir, samkvæmt 9. gr.
þeirra:
„Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við
kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu.
Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í
skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu.
Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem
sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur.“
Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti
og vetri, eru þvi beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir
sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta,
og mega þau ekki vera eldri en mánaðar gömul.
Þá er ennfremur svo fyrir mælt i ofangreindum lög-
um:
„Enginn má halda einkaskóla, nerna hann liafi til þess
skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt
nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja
heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð
um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nem-
andanna séu haldnir smitandi berklaveiki.“
Þeir, sem liafa i hyggju að halda einkaskóla, eru þvi
áminntir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjór-
ans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vott-
orðum.
Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einka-
skóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum.
Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur, en innan takmarka læknishérðsins, má
senda á skrifstofu mína.
Héraðslæknirinn í Reykjavík, 2, september 1941.
Magnús Pétursson
Þegap lijúin deila
Verða tvö aukaþingin
á þessu ári?
Frá þvi er nú sagt í blöðum
sambræðslustjórnarinnar, að
stuðningsflokkar hennar hygg-
ist að kalla þingmennina til
flokksfunda snemma i næsta
mánuði og að vera megi, að upp
úr því verði þeir kvaddir til
sameiginlegs fundar á Alþingi.
Þó að litt verði annars vart,
en að friðsamlegt hafi verið á
milli sjálfra ráðherranna i
stjórninni, þá hefir samt mátt
ráða af skrifum stuðningsblaða
stjórnarinnar, að undir niðri
hefir verið „grunnt á því góða“.
Verður það ekki rakið hér.
Til þessa hefir ríkisstjórninni
tekizt að jafna ágreiningsmálin
með nefndarskipunum. Eitt eða
tvö sæti fvrir góða flokksmenn
i nefnd hefir mýkt kaunin svo
að sviðinn hefir ekki orðið; ó-
bærilegur.
Nú virðist það ekki ætla að
duga lengur. Nú á fyrst að reyna
klíkufundi, svo almennan fund
hinna „sjálfkjörnu“ þingmanna,
ef hitt nægir ekki.
Það sem mestum örðugleik-
um mun valda stjórninni nú er
viðskiptasamningsslitrið, sem
gert hefir verið við Breta. 1
fyrstu létu stjórnarblöðin vel af
samningnum. Ritstjórar tveggja
þeirra blaða, sem harðast gagn-
rýndu hann voru af rikisstjórn-
inni bornir landráðakærum
(sem kunnugt er orðið), þó litið
yrði úr.
í aðalblaði Framsóknar-
flokksins hefir Jón Árnason
(einn af samninganefndar-
mönnunum) beitt sér fimlega
um þessa samningagerð, fyrst
til varnar, svo til sóknar.
Nú virðist það vera þetta
samningaslitur sem mestum
öruðgleikum veldur í stjórnar-
samvinnunni. Eflaust eiga
stjórnarflokkarnir þó fleiri á-
greiningsmál i pokahorninu.
Húsbændurnir (þjóðin) verða
margs vísari, þegar hjúin deila.
Garðyrkjusýning.
Garðyrkjufélag Islands gekkst
fyrir garðyrkjusýningu í
Reykjavík. Stóð hún í 16 daga
fyrri hluta septembermánaðar.
Skáli mikill var reistur til sýn-
ingarinnar, með glerþaki að
mestu.
Allt er það gott og gagnlegt,
sem verða má til eflingar garð-
ræktinni og til aukinnar mat-
jurtaræktar og aukinnar notk-
nnar garðávaxta og kálmetis,
bæði þess sem vex sáið og ósáið.
Mátti og ýmislegt á sýningunni
læra i því tilliti, ef vel var eftir
leitað, en fjölbreyttari og meir
áberandi og hagnýtari hefði sá
þáttur sýningarinnar mátt vera.
— Mikið meira har á blóma-
skrúði og öðru, sem meir er til
augnayndis en nytsemdar.Höfðu
blómaverzlanirnar í Reykjavík
hver sinn afmarkaða sýningar-
reit, en lítt bar það af blóma-
búðunum sjálfum og sýningar-
gluggum þeirra, sem og eðlilegt
var. — Einna eftirtektarverð-
asti þáttur sýningarinnar var
hörræktar„horn“ frú Rakelar
Þorleifsson.
Rúmlega 22 þús. manns er
talið að sótt hafi sýninguna.
Tilkynning
til viðskiptamanna.
Hafnarstjórinn i Reykjavík lét í gær hirta til-
kynningu um það, að framvegis verði ekki
leyft að hafa vörur geymdar á hafnarlóðum
Reykjavíkurhafnar lengur en þrjá sólarhringa
frá því er afferming skips er lokið, en að þeim
fresti liðnum verða vörurnar fluttar á stakk-
stæði suður hjá Haga og geymdar þar á kostn-
að og ábyrgð eigenda.
Út af þessu leyfum vér oss að skora á við-
skiptamenn vora að leysa út og taka innan
ofangreinds frests vörur þær, sem þeir fá með
skipum vorum og öðrum skipum, sem eru á
vorum vegum og geymdar kunna að verða á
lóðum liafnarinnar, þar sem vér að öðrum
kosti hljótum að krefjast þess að þeir greiði
allan kostnað sem ofangreindar ráðstafanir
Reykjavíkurhafnar kunna að hafa i för með-
sér, enda beri þeir alla ábyrgð á þeim afleið-
ingum, hverju nafni sem nefnist, er téðar ráð-
stafanir kynni að orsaka.
Reykjavík, 9. sept. 1941.
H.f. Eimskipafélag: í§land§
G. Vilhjálmsson.
Nkipautgrerð ríki§in§
Pálmi loftsson.
P. Nmitli €o.
Erling Smith.
Kaupið
Glugga, hurðir og lista —
h já stærstu timburverslun og
--trésmiðju landsins-
--Hvergi betra verð.-
Kaupið gott efni og góða vinnu.
Þegar húsin fara að eldast mun koma í ljós, að
bað margborgar sig. —
Timbupvepslunin
Völundui*
REYKJAVÍK.
Reykjavík. Sími: 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Niðursuðuverksmiðja. Bjúgnagerð.
Reykhús. Frystihús
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt-
og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði Frosið kjöt
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútíma
kröfum.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
1