Framsókn : bændablað - samvinnublað - 15.12.1941, Síða 1
a
IX. árg.
Reykjavík, 15. desember 1941.
21. tbl.
Jólahugleiðingar
ósÆar ölíum íandsmönnum
cjleðílegra Jóía.
i.
Eldstólpinn.
Verið óhræddir, því sjá, eg
'boða yður mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllu mannkyni; því
að yð|ir er í dag freisari fæddur,
Tiinn smurði Drottinn, í borg
Davíðs. Lúk., 2, 10—11.
Þegar þessi orð voru fyrst
sögð ljómaði birtan að ofan yf-
ir hirðana forðum.
„Um miðja nótt er myrkur svart
1 myrkri skin þó ljósið bjart“
ssegir sálmaskáldið.
Á myrkri heimsbyltingatíð
hljóma hin fornu orð engilsins
einnig til vor.
Fáum vér þá eygt ljós í
myrkrinu eins og þeir, sem þau
orð heyrðu fyrst?
Fáum vér tekið Undir með
fjárhírðunum og lofað guð?
Fáum vér lyft liuganum upp
frá hörmungunum, sem eru að
gerast og séð þar ljós í myrkri
og lofað Guð?
Aldrei ætti oss að vera það
Ijósara en nú hver nauðsyn oss
er á þvi, að fá fest augu á því
Ijósi, sem Jesús Kristur vildi
flytja oss.
Aldrei hefir það orðið berara,
en nú, að efnishyggjan, og vél-
tækniframfarir hennar, frelsar
ekki heiminn.
Heimsmenntin er þess ekki
megnug að frelsa hann.
Þar þarf æðri mennt til.
Þar þarf þá mennt, sem post-
uli Krists nefnir menntun i rétt-
læti, menntun í þvi að fara að
vilja guðs og fylgja hans boð-
um.
Þá mennt lærum vér ekki,
nema af Jesú Kristi.
Hann einn skapar vonix- um
varanlega birting hér i veröld.
Þegar heimurinn fellur að
fótum hans og þjóðirnar fylkja
sér undir hans merki, þá mun
koma varanleg birting, en fyrr
ekki.
Þvi verður það nú jólagleði
vor, að fagna þeirri birting í
voninni og treysta á sigur guðs
ríkis að lokum.
Málefni guðs hafa fyrr virzt
bíða ósigur hér í veröld.
En hingað til hafa þau þó
ávallt ásannast hin fornu orð
Gamalíels: „Ef það er af guði,
þá megnið þér ekki að kefja
það.“
Jesús Kristur vann sjálfur
sinn mesta sigur i sínum mesta
„ósigri“. Sú hefir og oft orðið
raunin um málefni hans.
Heimurinn hefir fyr verið
eins og ísraels lýður í eyði-
mörkinni. Hann hefir villst og
hann hefir möglað, af því að
hugur hans var bundinn við
„kjötkatla Egyptalands“.
En ísraelslýður fékk hjálp.
Guð lét eldstólpa lýsa þeim
um nætur, svo að þeir komust
um síðir inn í land fyrirheitisins.
Jesús Kristur er ljós heims-
ins. Því fær hann og orðið oss
eldstólpi í eyðimörk. Og nú
þegar mannkynið allt er sem
villtur lýður i eyðimörku ógna
og æðis, þá biðjum vér guð að
láta þann eldstólpa lýsa oss.
Þá munum vér finna veg út
úr eyðimörkinni.
Þó munu fyrirheitin, um frið
í hjörtum og „frið á foldu“, að
síðustu fyllast.
II.
Heims um ból.
Níutíu og tvö ár munu nú
liðin síðan sálmurinn „Heims
um ból“ var fyrst sunginn.
Eigi vai- það í kirkju, heldur
á heimili eins hins lærðasta
manns, sem þá var á íslandi.
Sveinbjörn Egilsson rektor (f.
1791, d. 1852) er víða frægur
sem framúrskarandi málfræð-
ingur. Hann orkti ljóð á latínu
og grísku, þýddi m,. a. ellefu
bindi af Fornmannasögum á
latínu og samdi hina nafnkunnu
orðabók með latneskum þýðing-
um yfir hið forna skáldamál.
Hann útlagði á íslenzku 16 rit
Gamla testamentisins. Hann
sneri og m. a. á íslenzku um 20
ritum forngrískra höfunda og
eru þar frægastar snildarþýð-
ingar hans á Iliónskviðu og
Odysseifsdrápu.
En mesta þakkaskuld eigum
vér honum að gjalda fyrir starf
hans að endurreisn tungunnar.
Hann var kennari Jónasar Hall-
grimssonar, Konráðs Gíslason-
ar og þeirra Fjölnismanna. Er
því fyrst og fremst til hans að
rekja þá endurbót, sem varð á
ritmáli þjóðarinnar á 19. öld.
Sveinbjörn Egilsson lærði
söng á Innra-Hólmi í æsku, hjá
fóstra sínum Magnúsi yfirdóm-
ara Stephensen. En Magnús var
söngfróður maður og mun fyrst-
ur manna hafa flutt „orgelverk"
hingað til lands, og lék hann
sjálfur á það í kirkjunni á Innra-
Hólmi og í Viðey.
Sveinbjörn kendi siðan söng
í Bessastaðaskóla og með prests-
efnunum breiðist þaðan söng-
þekking út um landið. En um
1840 raddsetti söngfræðingur-
inn prófessor Wéyse islenzk
sálmalög, eftir því, sem stúdent-
ar heiman frá Bessastöðum (svo
sem Páll Melsted) sungu þau
fyrir hann.
Sveinbjörn Egilsson var sí-
vinnandi, svo sem sjá má af
afköstum hans. Þó gaf hann sér
tóm til að sitja góða stund með
börnum sínum í rökkrinu á
kvöldin. Dunaði þá bærinn á
Evvindarstöðum af söng barn-
anna, er faðir þeirra lék undir
á hljóðpípu, að vitni sonar hans,
Benedikts Gröndal.
Sömu háttum mun Svein-
björn liafa fylgt, eftir að hann
fluttist af Álftanesinu til Reykja-
víkur, er skólinn var færður
þangað. Voru þá sum börn hans
á ungum aldri. Kristín dóttir
hans, sem hann kvað við: „Fugl-
inn segir bí, bí bí,“ „Fljúga
hvítu fiðrildin“ og „Komdu
herna Kristín mm“ var þá ný-
lega fermd, en yngsta barnið
(Guðlaug) svo sem þriggja ára.
Á þessu heimili, þar sem hús-
ið dunaði af barnasöng við und-
irleik föðursins, hefir sálmurinn
„Heims um ból“ verið fyrst
sunginn.
Sveinbjörn gerir sálminn ár-
ið 1849 og hafa börnin vafa-
laust sungið hann með honum
á jólunum sama ár. Eftir átta
ár er því öld liðin síðan börnin
sungu liann fyrst.
Ekki getur sálmurinn talist
algerlega frumorktur. I fyrri
deild 2. bindis af ritum Svein-
bjarnar Egilssonar (Rvík 1856)
er svolátandi atliugasemd við
sálminn: „Lagið og hugsunin er
tekin eftir þýzka kvæðinu „Stille
Nacht.“ Mun sú skýring frá
Sveinbirni sjálfum.
En þótt hugsunin sé Svein-
birni að mestu komin frá þýzka
kvæðinu, þá er álitamál hvort
sálmur hans getur kallast þýð-
ing eða ekki.
Sira Matthías þýddi frum-
sálminn. Er þýðing hans á 1. og
2. versi nákvæm, en niðurlagi
nokkuð breytt frumljóðinu.
Þýðing hans hljóðar svo:
1. Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hvílir þjóð þreyttan hvarm,
nema hin bæði, sem blessuðu
hjá
barninu vaka með fögnuð á
brá.
Hvíldu við blíðmóður barm.
2. Hljóða nótt! Heilaga nótt!
Hjarðlið, þei, hrind þú sorg:
Ómar frá hæðunum englanna
kór:
„Yður er boðaður fögnuður
stór:
Frelsari í Betlehemsborg!“
3. Hljóða nóttt! Heilaga nótt!
Jesú kær, jólaljós
leiftrar þér, Guðs barn, um
Ijúfasta brá,
ljómar nú friður um jörðu
og sjá,
himinsins heilaga rós!
Geta menn, er þeir athuga
þessa þýðingu Matthíasar, sjálf-
ir skapað sér skoðun um það,
hvort réttara sé að kalla sálm
Sveinbjarnar frumorktan eða
þýddan.
Hitt tekur Sveinbjörn sjálfur
fram, að lagið og ljóðið þýzka
hafi komið honum af stað og á
því sálmur hans rætur sinar að
rekja þangað.
En hver er þá saga frumljóðs-
ins?
Höfundur þess var ungur
kaþólskur prestur, Jósef Mohr
að nafni. Árið 1818 var hann
aðstoðarprestur við Nikulásar-
kirkju í Efra-Þorpi (obendorf)
við Salzburg, fæðingarstað
Mozarts, en sú borg er í Austur-
ríki hinu forna og stendur í
Salzacherdalnum fagra, norðan
i Alpafjöllum austan til.
Organisti í Nikulásarkirkju
liét Franz Gruber, og var hann
þá jafnframt kennari í þorpi
einu þar nokkuð frá, er Arms-
dorf nefnist (eigi mjög langt
frá Berechtesgaden, sem nú er
kunn).
Á aðfangádag árið 1818 var
sr. Jósef Mohr staddur í skóla
organistans Franz Gruber, og
þar orkti sira Jósef ljóð sitt.
Hann bað organistann þegar að
gera lag við það og kom lagið
organistanum nær samstundis
i hugann. Þeir höfðu báðir fagra
söngrödd, annar baryton, en
hinn tenor. Raddsetti Gruber
lagið fyrir tvær einsöngsraddir,
kór og gítarundirleik. Og svo
mjög var andinn yfir honum,
að þeir félagar gátu sungið það
sama kvöldið. Eru þvi nú á að-
fangadagskvöld liðin 123 ár sið-
an það var sungið fyrst.
Sira Jósef Mohr varð seinna
prestur i Wagrain og dó þar 4.
des. 1848. Franz Gruber varð
hinsvegar söngstjóri og organ-'
isti i Hallein og dó 7. júni 1863.
En ljóð og lag lifði.
Varð skólaæskan fyrst til að
syngja það og útbreiða.
Söngfélag frá Tyrol kynnti
lagið fyrst, án höfundarnafns,
utan Austurríkis. Héldu menn
því að það væri þjóðlag þaðan.
Um hríð var lagið eignað
Mikkael Haydn, bróður tón-
skáldsins fræga Jósefs Haydn.
En nú þykir fullvíst um höfund
og tildrög.
Úr söngbókum skólaæskunn-
ar var lag og Ijóð síðar tekið
inn i kirkjusöngsbækur, og er
sálmurinn nú orðinn kunnur og
kær jólasálmur meðal fjölda
þjóða, og i flestum kirkjudeild-
um.
Hefir Sveinbjörn Egilsson
verið rneðal fyrstu manna á
Norðurlöndum, er veittu sálm-
inum athygli, a. m. k. birtist
hin danska þýðing Ingemanns
ekki fyr en 1850.
Árið 1861 var sálmurinn tek-
inn upp í viðbæti við sálmabók-
ina frá 1801, og eru því nú um
jólin liðin rétt 80 ár, síðan far-
ið var að syngja hann í kirkj-
um.
Á þessum 80 árum hefir sálm-
urinn náð æ meiri almennings-
hylli. Mun nú vart opnuð sú
kirkja á jóladag, að hann sé ekki
sunginn.
Sálmurinn er jafn kær börn-
um sem gamalmennum. Þó í
honum séu orð, sem börnin
skilja ekki, þá er sem þau fái
tileinkað sér anda hans samt.
Eigi að síður ætti eldra fólk-