Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 1

Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Fermingarskraut! Finndu okkur á 149 KR./BOLLINN NÝMALAÐ KAFFI FRÁ TE & KAFFI á morgun Opið sumardaginn fyrsta sjá nánar á kronan.is ORKUMÁL Á síðasta ári töpuð- ust um 400 gígavattstundir við f lutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnot- enda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðf jörð, formaður raf- orkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að f lutningstap auk- ist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að f lutningstapið sé að aukast. Vita- skuld munum við alltaf horfa upp á einhver f lutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er f lutn- ingstapið núna jafn mikið og af lið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarð- varmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún fram- leiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að f lutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa f lutninga. Flutningi á orku í gegn- um raf línur svipar til f lutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé f lutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti. „Við höfum verið að auka fram- leiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægi- lega vel að byggja upp f lutnings- kerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til f lutningstaps í raforku- kerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugs- unar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raf- orku tæpum 20 þúsund gígavatt- stundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notk- un raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst f lutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforku- vinnsla aukist um 3.360 gígavatt- stundir sem jafngildir 80 pró- sentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050. sveinn@frettabladid.is Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis Flutningskerfið tapar árlega sem nemur afli Svarts- engis. Framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs Landsnets segir mikilvægt að hugsa um raforkutap eins og matarsóun. Verðmæti sem fari til spillis. 50 milljónir evra var sú fjárhæð sem safnaðist í útboði WOW. Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel í að byggja upp flutningskerfið. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmda- stjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets Tala látinna í hryðjuverkaárásunum á Srí Lanka fer hækkandi. Nú er talið að 320 hið minnsta hafi farist í ódæð- unum. Þjóðarsorg ríkir í eyríkinu. Margir báru ástvini sína til hinstu hvílu í gær. Sjá síðu 10. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Yfirdráttarlán sem WOW air var með hjá Arion að fjárhæð 550 milljónir var gert upp í fyrra og þess í stað eignaðist bankinn skuldabréf að sömu fjárhæð á flugfélagið. Samkvæmt heimildum skoða skiptastjórar þrotabúsins hvort til- efni sé til að rifta þeirri ráðstöfun en Arion banki og WOW air gerðu með sér samkomulag um að umræddir fjármunir sem bankinn fjárfesti fyrir í skuldabréfaútboði WOW færu í að greiða upp yfirdráttarlánið. Bankinn lagði félaginu því ekki til neitt nýtt fjármagn heldur var um að ræða skuldbreytingu á kröfum. Verulegrar óánægju gætir á meðal margra fjárfesta sem lögðu WOW air til fjármuni í útboðinu enda hefðu þeir að líkindum ekki gert það ef fyrir hefði legið að stærstur hluti fjárhæðarinnar sem þar safn- aðist hafi aðeins verið umbreyting á kröfum í skuldabréf. Vilja skuldabréfaeigendur láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórn- enda WOW air, vegna mögulegrar persónulegrar skaðabótaskyldu sem þeir kunni að hafa bakað sér, á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar í skuldabréfaútboðinu. – hae / sjá Markaðinn Skoða að rifta um 550 milljóna greiðslu til Arion  2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 9 -4 3 1 8 2 2 D 9 -4 1 D C 2 2 D 9 -4 0 A 0 2 2 D 9 -3 F 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.