Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 4
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og glæs
ileiki endalaust
úrval af hágæ
ða flísum
Finndu okkur
á facebook
NEYTENDUR „Við eigum eftir að
sjá þetta gerast. En það er enginn
samnefnari fyrir því að þessu
sé bara velt út í verðlagið. Við
munum spyrna við fótum eins
og við mögulega getum,“ segir
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, um boð-
aðar verðhækkanir ÍSAM verði
k ja rasamninga r samþyk k t ir.
Guðmundur segir að Bónus sé
viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og
þeim sem þar eru boðaðar sökum
lágrar álagningar. En á endanum
sé það neytenda að velja og hafna
með innkaupum sínum.
Líkt og Fréttablaðið hefur greint
frá boðar heildsölu- og fram-
leiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á
Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna
Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta
hækkun á öllum vörum fyrirtækj-
anna verði kjarasamningar sam-
þykktir. Þessu til viðbótar að verð
á allri innf luttri vöru muni hækka
um 1,9 prósent. Forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar hefur keppst við
að fordæma þessa tilkynningu
ÍSAM og segir hana fordæma-
lausa meðan kosningar um samn-
ingana standi enn yfir. Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, hefur
meðal annars lýst þeim sem ógeð-
felldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ,
útilokar ekki að félagsmenn verði
hvattir til að sniðganga fyrirtækin
og hefur boðað að verðlagseftirlit
ASÍ verði ef lt.
„Málið snýst um það að fyrir-
tæki eins og Bónus, sem leggur
lítið á, er viðkvæmt fyrir svona
Hefur áhyggjur af hótunum
um verðhækkanir ÍSAM
Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins
og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. Fyrirtækið muni spyrna við fótum og skoða allar leiðir
til að mýkja höggið. ÍSAM boðar 3,9 prósent verðhækkun verði kjarasamningar samþykktir.
Framkvæmdastjóri Bónuss hefur áhyggjur af yfirlýsingum ÍSAM um verðhækkanir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Auðvitað munum
við skoða aðrar
leiðir. Hvaða vörur er hægt
að bjóða upp á sambæri-
legar sem munu ekki hækka
og eru á góðu
verði.
Guðmundur
Marteinsson,
framkvæmda-
stjóri Bónuss
hækkunartilkynningum. Þess
vegna hefur maður áhyggjur af
þessu,“ segir Guðmundur aðspurð-
ur um málið.
Aðspurður hvort komi til greina
að Bónus fari að selja eitthvað
annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM,
segir hann neytendur hafa valdið.
„Bónus er til fyrir neytendur
og það eru neytendur sem ráða
vör uú r va linu með k aupu m
sínum. Þeir greiða atkvæði með
buddunni. En auðvitað munum
við skoða aðrar leiðir. Hvaða
vörur er hægt að bjóða upp á,
sambærilegar sem munu ekki
hækka og eru á góðu verði. Það
skiptir okkur máli að spyrna við
fótum og skoða hvað sé hægt að
gera til að spara kostnað. Er hægt
að stækka pantanir? Er hægt að
gera hlutina eitthvað öðruvísi
en í dag? Þetta snýst allt um það.
Hvernig er hægt að einfalda ferlið
og þá reyna að panta meira inn og
mýkja þessar hækkanir sem hafa
verið boðaðar.“
mikael@frettabladid.is
MALAVÍ Fyrstu stóru prófanirnar á
bóluefni við malaríu hófust í Malaví
í gær. BBC greindi frá prófununum
í gær og sagði bóluefnið til þess
hugsað að vernda börn að hluta gegn
hinum skæða sjúkdómi. Áður hafa
smærri prófanir leitt í ljós að bólu-
efnið hefur náð að vernda um fjöru-
tíu prósent þeirra fimm til sautján
mánaða gömlu barna, sem bólusett
voru, gegn malaríu.
„Þetta markar kaflaskil í ónæmis-
meðferðum, baráttunni gegn mal-
aríu og fyrir lýðheilsu,“ sagði Kate
O’Brien, bóluefnastjóri Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar (WHO), um
prófanirnar.
Stefnt er að því að bólusetja 120.000
börn undir tveggja ára aldri við mal-
aríu í Malaví. Þá er einnig stefnt á að
hefja sams konar
prófanir í Gana
og Keníu á
n æ s t u
vikum.
– þea
Fyrsta bóluefnið
gegn malaríu
Moskítóflugur
bera malaríu.
HEILBRIGÐISMÁL Fjörutíu og átta ára
gömul kona lést á Íslandi í janúar
eftir að hafa borðað reyktan og
grafinn lax um jólin. Hún smitaðist
af listeríu og var með undirliggjandi
ónæmisbælingu. Þetta kemur fram
í Farsóttarfréttum embættis land-
læknis.
Fram kemur að leifarnar af lax-
inum hafi verið geymdar í frysti á
heimilinu og að tekist hafi að rækta
bakteríurnar úr honum. Ræktanir
sem teknar voru frá verksmiðju og
vörum framleiðandans leiddu í ljós
sömu bakteríu.
Ekki kemur fram hvaða fyrir-
tæki um ræðir en Ópal sjávarfang
innkallaði allar reyktar afurðir
sínar úr verslunum í febrúar vegna
listeríu. Þá varaði Matvælastofnun
við neyslu á vörunum vegna list-
eríusmits.
Fram kemur í Farsóttarfréttum
að allri framleiðslu hafi verið hætt
og matvælin innkölluð. Reyktar
afurðir frá framleiðandanum hafi
áður verið fluttar til Frakklands en
þar var dreifingaraðilum gert við-
vart. Engar tilkynningar um smit
af völdum bakteríunnar hafi borist
til Íslands vegna neyslu á þessum
vörum.
Í bréfinu segir að 2.502 tilfelli af
listeríusýkingu innan ESB og EES
hafi komið upp árið 2017. Fjórtán
prósent þeirra sem smituðust létust.
Það ár greindust sjö tilfelli á Íslandi.
Fjórir þeirra létust, þar af þrír eldri
einstaklingar með undirliggjandi
sjúkdóma. Eitt nýfætt barn var á
meðal þeirra sem létust.
„Sýkingarnar voru taldar af inn-
lendum toga í sex af þessum tilfell-
um. Svo virðist sem listeríusýkingar
hafi verið að færast í vöxt hér á landi
undanfarna tvo áratugi.“ – bg
Listeríusmit dró konu til dauða
Listeríubakteríur ræktaðar í petrískál. NORDICPHOTOS/GETTY
DÝRASJÚKDÓMAR Matvælastofnun
fylgist nú náið með veikindum í
hrossum sem komið hafa upp á
höfuðborgarsvæðinu, á Suður-
landi og á Vesturlandi. Einkenni
veikindanna minna á hitasótt
annars vegar og smitandi hósta
hins vegar.
Í tilkynningu frá stofnuninni
segir að f lest bendi til að smitefni
sem urðu landlæg hér á landi í
kjölfar faraldra árin 1998 og 2010
séu að minna á sig.
Hestarnir verða alla jafna ekki
alvarlega veikir en fylgjast þarf
með þeim og kalla til dýralækni
ef líkamshiti mælist hærri en 38,5
gráður . – khn
Fylgjast með
veikum hrossum
VIÐSKIPTI „Við erum á fullu að sjá
hvort það sé grundvöllur fyrir því
að setja á laggirnar lággjaldaf lug-
félag,“ segir Hreiðar Hermannsson,
hót el stjóri Stracta Hotels. „Það er
mikil vinna að finna út úr öllum
hlutum, hvort það sé hægt eða ekki,
en þetta lítur tiltölulega vel út.“
Með honum er hópur af fyrr-
verandi starfsfólki WOW air, en þó
ekki Skúli Mogensen. Markmiðið
sé ekki að endurreisa WOW air
heldur sé hann að nota þá krafta
og þekkingu sem sé til staðar eftir
fall WOW. „Þetta er allt fólk með
mikla reynslu. Við erum að skanna
markaðinn og fara yfir rauntölur.“
Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir
tvær flugvélar sem myndu fljúga til
Lundúna og Kaupmannahafnar á
daginn en Tenerife og Alicante á
nóttunni. Síðan sé möguleiki á að
bæta við f lugvélum og þá hugsan-
lega f ljúga til Bandaríkjanna. Öll
þjónusta verði svo með einfaldasta
móti með sem minnstum auka-
hlutum. Ekki er búið að finna nafn
á f lugfélagið.
Fjármögnunin liggur ekki fyrir.
„Ég er ekki með neina hluthafa
núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt
sé klárt muni hann svo leita til
fagfjárfesta og til aðila sem hafa
hagsmuni af því að starfrækja lág-
gjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er
ein stærsta atvinnugreinin okkar,
verðin mega ekki vera of há því þá
hættir fólk að koma hingað. Þetta
er þjóðþrifamál, það fór illa í mig
hvernig staðið var að falli WOW air
af hálfu stjórnvalda og ég vil með
einhverjum hætti koma þessu af
stað aftur.“
Aðspurður hvort það sé mögu-
leiki að f ljúga strax í sumar segir
Hreiðar að til þess þurfi allt að
ganga upp. „Það getur verið. Sjaldn-
ast gengur allt upp.“ – ab
Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag
Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma
nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
9
-5
B
C
8
2
2
D
9
-5
A
8
C
2
2
D
9
-5
9
5
0
2
2
D
9
-5
8
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K