Fréttablaðið - 24.04.2019, Page 16

Fréttablaðið - 24.04.2019, Page 16
Nýjast Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi Max-deild karla 2019 PEPSI MAX DEILDIN 2019 1. ? 2. ? 3. ? 4. Breiðablik 5. Stjarnan 6. ÍA 7. KA 8. Fylkir 9. Víkingur 10. ÍBV 11. Grindavík 12. HK Fréttablaðið spáir því að Breiða- blik endi í fjórða sæti deildarinnar. Liðið stillir upp sömu varnarlínu og síðasta sumar og þar fyrir aftan er traustur og reynslumikill markvörður. Miðsvæðið er skipað nýjum og gömlum andlitum og verður spennandi að sjá hversu vel nýir leikmenn aðlagast rútíneruðu skipulagi. Framlínan er beitt og þó nokkur breidd í fremstu víglínu. Breiðablik hafnar í 4. sæti Nýju andlitin Fylgstu með þessum Brynjólfur Darri Willumsson hefur leikið vel í vetur og lífgað upp á leiki liðsins með laglegum dans- sporum í kjölfar marka liðsins. Guðjón Pétur Lýðsson frá KA Viktor Karl Einarsson frá Värnamo Kwame Quee frá Vík ingi Ó. Þórir Guðjóns son frá Fjölni Tölfræði sem skiptir máli Blikar eru með mjög stöðuga og öfluga varnarlínu sem hefur leikið lengi saman og þar fyrir aftan er síðan Gunnleifur Vignir Gunnleifsson sem lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Búið er að skipta um mannskap á miðsvæðinu og það er hvalreki fyrir liðið að bæta Guðjóni Pétri Lýðssyni í hóp tæknilega góðra og vel spilandi leikmanna inni á miðjunni. Blikar misstu öfl- uga leikmenn sem léku vel inni á miðjunni á síðustu leiktíð en hafa fyllt þau skörð vel. Thomas Mikkelsen er svo besti framherji deildarinnar að mínu mati. Álitsgjafinn segir Kristján Guðmundsson 17 Blikar fengu á sig 17 mörk í deildinni í fyrra. 2 Liðið varð í öðru sæti bæði í deild og bikar í fyrra. Tottenham - Brighton 1-0 1-0 Christian Eriksen (88.). Watford - Southampton 1-1 0-1 Shane Long (1.), 1-1 Andre Gray (90.) Enska úrvalsdeildin KR - ÍR 83-89 KR: Jón Arnór Stefánsson 16, Kristófer Acox 16, Pavel Ermolinskij 15, Julian Boyd 15, Michele Christopher Di Nunno 11, Helgi Már Magnússon 5, Emil Barja 3. ÍR: Kevin Capers 28, Gerald Robinson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Matthías Orri Sigurðarson 12, Sæþór Elmar Kristjáns- son 5, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4. ÍR leiðir einvígi liðanna 1-0 en hafa þarf betur í þremur leikum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Domino’s-deild karla Úrslit Valur - Fram 28-21 Valur: Lovísa Thompson 7, Sandra Erlings- dóttir 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3. Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Ragn- heiður Júlíusdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2. Valur leiðir einvígi liðanna 1-0 en hafa þarf betur í þremur leikum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Olís-deild kvenna Úrslit ÍR er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við KR ÍR náði forystunni í einvígi sínu við KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með 89-83 sigri eftir framlengdan leik liðanna í DHL-höllinni í gær. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 12 stig í leiknum og sýndi stáltaugar þegar hann tryggði ÍR framlengingu undir lokin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL 2018 2. SÆTI ❘ 2017 6. SÆTI ❘ 2016 6. SÆTI ❘ 2015 2. SÆTI ❘ 2014 7. SÆTI ❘ 2013 4. SÆTI ❘ 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Það er stórleikur strax í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Vals taka á móti FH á Origo-vellin- um. Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í gær og fara leikirnir fram í byrjun næstu viku. Valur sem er næstsigursælasta félagið í keppninni með ellefu bik- armeistaratitla fékk heimaleik gegn FH. Hafnfirðingar hafa tvívegis lyft bikarnum en níu ár eru liðin frá síð- asta bikarmeistaratitli þeirra. Titilvörn ríkjandi bikarmeist- aranna í Stjörnunni hefst í Vest- mannaeyjum þar sem Garðbæingar mæta í seinni viðureign liða úr efstu deild ÍBV sem varð bikarmeistari fyrir tveimur árum. Blikar, sem þurftu að horfa á eftir titlinum til Stjörnunnar á síðasta ári, fara til Grenivíkur og mæta Magna á meðan KR datt í lukku- pottinn og fékk heimaleik gegn Dalvík/Reyni úr 2. deildinni. – kpt Stórleikur í 32- liða úrslitunumFRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni banda- rísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeist- aramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamark- mið að ná lágmarki inn á heims- meistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgu- myndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskóla- móti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um vænt- ingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina. hjorvaro@frettabladid.is Markmiðið er að fara á HM í haust Sindri Hrafn stefnir á að bæta sig um tvo metra á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 9 -6 5 A 8 2 2 D 9 -6 4 6 C 2 2 D 9 -6 3 3 0 2 2 D 9 -6 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.