Fréttablaðið - 24.04.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 24.04.2019, Síða 28
Stjórnar- maðurinn 17.04. 2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 24. apríl 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Áður útskrifaðist fólk úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heims- reisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Verðmæti Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Marel efnir til fjárfestadags í Box-meer í Hollandi hinn 2. maí en þar er fyrirtækið með starf- semi og sýningarsal. Stefnt er að því að skrá hlutabréf félagsins í Euronext-kaup- höllina í Amsterdam í Hollandi samhliða skráningu á Íslandi. Lykilstjórnendur, þar á meðal Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri, munu flytja erindi um vöxt Marels frá sprota í leiðtoga á heimsmarkaði, fara yfir hvernig horfur eru á mörkuðum, fjármál Marels, viðskipta- módelið og stefnu fyrirtækisins. Enn fremur munu stjórnendur flytja erindi sem lúta að virðiskeðjunni og því að veita þjónustu á heimsmarkaði, tækniþróun í matvælaframleiðslu og nýsköpun í samstarfi við aðra og með Innova-tækni. Marel hélt sinn fyrsta fjárfestadag erlendis í nóvember árið 2017 í Danmörku en fyrirtækið rekur sýningarsal í Kaupmannahöfn. Marel efnir til fjárfestadags í Hollandi Árni Oddur Þórðarson. Enska úrvalsdeildin í núverandi mynd var sett á laggirnar 1992. Deildin varð til kringum uppreisn forráðamanna stærstu liðanna á Englandi, sem vildu stærri hluta kökunnar í eigin vasa. Tuttugu og fjórir stærstu klúbbarnir klufu sig því frá hinum og settu upp sína eigin deild. Framhaldið þekkja flestir en Enska úrvalsdeildin er í dag vinsælasta og ríkasta íþrótta­ keppni heims, þótt liðin séu nú fjórum færri en upprunalega. Hvatinn að ensku deildinni hefur því frá upphafi verið fjárhagslegur, og aldrei verið farið í grafgötur með það. Hornsteinninn að því er að sjálfsögðu sjónvarpsrétturinn. Rupert Murdoch og Sky lögðu á sínum tíma allt í sölurnar til að tryggja sér réttinn, kynntu her­ legheitin á nýstárlegan hátt og uppskáru eftir því. Murdoch sagði síðar að Enska úrvalsdeildin væri það eina sem gæti tryggt sölu á sjónvarpsáskriftum. Með auknum sjónvarpstekjum og frjálsu flæði vinnuafls fylgdu síðar erlendir leikmenn. Enskir urðu brátt í minni­ hluta. Gæðin jukust í samræmi við það. Þjóðernið skipti ekki lengur máli. Aðeins knattspyrnulegir hæfi­ leikar. Enska deildin varð að margra mati sú besta í heimi. Peningarnir töluðu. Bestu leikmennirnir spila með þeim sem best borga. Hin hliðin á þeim peningi er þó sú að aðdáendurnir fjarlægjast óhjákvæmilega liðin þegar leik­ mennirnir koma ekki lengur úr nærumhverfinu, og eiga jafnvel bágt með að tjá sig á tungumáli heima­ manna. Næsta alda í þessari bylgju var þegar liðin sjálf fóru að ganga kaupum og sölum. Kannski hófst það þegar Glazer fjölskyldan keypti Man chest er United, en sá klúbbur er þó enn þann dag í dag sjálfum sér nægur þegar kemur að tekjum og gjöldum. Stærsta byltingin var þó þegar Roman Abramovich keypti Chelsea og fór að kaupa leikmenn sem áður hefðu varla litið við liði á borð það bláa. Við kaup olíufurst­ anna frá Abu Dhabi á Manchester City var skrefið loks stigið til fulls. Holdgervingur miðjumoðs og von­ brigða varð að evrópsku stórveldi á augabragði. Keypti bestu leikmenn­ ina og fékk eftirsóttasta þjálfarann. Peningarnir höfðu unnið fullnaðar­ sigur. Auðvitað er enska knatt­ spyrnan stórkostlegt sjónvarpsefni. En hvað gerist ef áhangendurnir missa ástríðuna? Er hægt að við­ halda henni þegar auðkýfingar ráða nánast algerlega för, og leikmenn­ irnir eru nánast aldrei úr nærum­ hverfinu? Á það er ekki komin reynsla. Stundum er sagt að margur verði af aurum api. Vonandi á það ekki við um íþróttina fallegu. Fullnaðarsigur  2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 9 -6 5 A 8 2 2 D 9 -6 4 6 C 2 2 D 9 -6 3 3 0 2 2 D 9 -6 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.