Fréttablaðið - 24.04.2019, Qupperneq 36
Barist í Barcelona er ný barnabók eftir Gunn-ar Helgason, sjálfstætt framhald af fótbolta-bókunum Víti í Vest-mannaeyjum, Auka-
spyrna á Akureyri. Rangstæður í
Reykjavík og Gula spjaldið í Gauta-
borg. Þess má geta að fyrstu tvær
bækurnar í bókaf lokknum, Víti í
Vestmannaeyjum og Aukaspyrna á
Akureyri, hafa verið endurútgefnar
í kilju.
Gunnar segir að Gula spjaldið í
Gautaborg hafi átt að vera síðasta
bókin í f lokknum, en segja má að
lesendur hans hafi komið í veg fyrir
þá fyrirætlan. „Þegar bókin mín
Siggi sítróna kom út fyrir síðustu
jól var ég á þeytingi á milli skóla til
að lesa upp úr henni. Það er alveg
ótrúlega gefandi og lærdómsríkt
fyrir höfund að lesa textann sinn
fyrir markhópinn og það hefur
breytt því aðeins hvernig ég skrifa.
Maður heyrir hvað virkar og hvað
krökkunum finnst spennandi,“
segir Gunnar. „Í svo að segja öllum
skólum komu stelpur og báðu um
eina fótboltabók í viðbót og þá
helst um Rósu. Ég sagði alltaf nei en
svo lagði ein stelpa til að Rósa yrði
í landsliðinu sem myndi keppa í
Barcelona og þar sem ljóst væri,
miðað við endinn á Gula spjaldinu
í Gautaborg að Jón yrði þar líka
gætu þau verið saman í bókinni.
Það kveikti í mér að þannig gæti ég
verið með tvo sögumenn en ekki
bara einn. Ég fór heim sama dag og
skrifaði niður hugmyndir að þess-
ari bók. Svo fór ég til Barcelona og
fékk mann frá fótboltafélaginu til að
sýna mér alla staðhætti og skrifaði
á frábæru kaffihúsi við hliðina á
fótboltavellinum. Þetta er bók um
það að dreyma stórt en týna ekki
sjálfum sér í leiðinni.“
Grimmt samfélag
Líklegt er að Gunnar sendi frá sér
aðra nýja bók þetta árið. „Áður
en ég fékk hugmyndina að Barist
í Barcelona var ég byrjaður á ann-
arri bók sem er komin nokkuð vel
á veg. Hún heitir Draumaþjófurinn
og gerist í samfélagi sem er nokkuð
grimmt. Þar eru strákur og stelpa
sem mega ekki vera vinir en drag-
ast hvort að öðru. Pabbi stelpunnar
stjórnar samfélaginu og drepur
strákinn.
Blaðamanni verður ekki um sel
við þessa lýsingu og hefur orð á því
að söguþráðurinn hljómi nokkuð
svakalega. „Já, þessi pabbi er dálítið
svakalegur og hann er með næst-
ráðanda sem er Draumaþjófurinn
sem sér til þess að fólk getur ekki
látið drauma sína rætast,“ segir höf-
undurinn og bætir síðan við óvænt-
um upplýsingum: „Persónurnar eru
ekki fólk, þær eru rottur og þar eru
Halaldur og Eyrnastór fyrirferðar-
mikil. Þetta er bók sem er innblásin
af Dýrunum í Hálsaskógi. Hvað ef
Marteinn skógarmús væri stór og
feit rotta og ekki góður? Þetta er að
mörgu leyti pólitísk bók.“
Vor í barnabókaútgáfu
Gunnar á stóran lesendahóp og er
stöðugt að hitta ánægða lesendur
sína. Hann er spurður hvaða skoðun
hann hafi á kenningum um að ung-
menni séu mikið til hætt að lesa.
Bók um að dreyma stóra drauma
Ný barnabók Gunnars Helgasonar heitir Barist í Barcelona. Hún varð til vegna
hvatningar lesenda hans. Von á annarri bók á árinu með óvenjulegum persónum.
Stöðugt koma til mín krakkar sem segjast vera búnir að lesa allar bækurnar mínar, segir Gunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
BÆKUR
Stóri maðurinn
Höfundur: Phoebe Locke
Þýðandi: Árni Óskarsson
Útgefandi: Veröld
Blaðsíður: 373
Söguþráðurinn í spennusögunni
Stóra manninum er í stuttu máli
á þá leið að árið 1990 eltast fjórar
stúlkur við skugga í skóginum. Dul-
arfull og hættuleg vera virðist ganga
laus og er sögð taka litlar stelpur.
Tíu árum síðar hverfur ein þessara
stúlkna, Sadie, sporlaust frá manni
og kornungri dóttur sem hún full-
yrðir að bölvun hvíli á. Nokkrum
árum seinna snýr Sadie síðan á ný
til manns og dóttur. Árið 2018 er
verið að gera heimildarmynd um
dóttur hennar, Amber, sem var
ákærð fyrir morð en sýknuð.
Frásögnin skiptist á milli þess-
ara tímabila og í bakgrunni er stóri
maðurinn, sem lesandinn er ekki
viss um hvort er ímyndun þeirra
sem þykjast sjá hann eða ill vera
í sögu sem á að vera í stíl Steph-
ens King. Þegar stóra manninum
bregður fyrir þá fer enginn hrollur
um lesandann eins og gerist svo oft
í sögum Kings þegar hið illa lætur á
sér kræla. Á stundum kann lesand-
anum jafnvel að þykja sem hann sé
að lesa sögu sem höfundurinn hafi
ekki fyllilega hugsað til enda – en sú
er ekki raunin. Þræðir, sem virtust
sundurlausir og stundum afar ein-
kennilegir, tengjast undir lokin.
Þannig á það einmitt að að vera í
spennusögu.
Það er galli á bókinni hversu
lítt eftirminnilegar og f latar per-
sónur hennar eru. Annar stór galli
er að frásögn sem greinilega á að
vera hrollvekjandi verður það ein-
faldlega ekki. Lesandinn er þó ekki
líklegur til að hætta lestrinum hafi
hann á annað borð ánægju af lestri
spennusagna því atburðarásin er
forvitnileg og spurningar vakna
eins og: Hvern drap Amber? Svarið
við því virðist liggja nokkurn veg-
inn í augum uppi um miðbik bókar
en reynist samt ekki hið rétta. Undir
lokin er boðið upp á mjög óvænta
uppljóstrun og ein persóna sög-
unnar er á f lótta undan morðingja.
Þar fær lesandinn nokkuð fyrir
sinn snúð sem breytir þó engu um
það að Stóri maðurinn er ekki nema
spennusaga í meðallagi.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Efnið er forvitnilegt en
sagan er ekki sérlega hrollvekjandi og
spennan er ekki nægilega mikil fyrr en
undir lokin.
Dularfull
atburðarás
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ÞANNIG AÐ FULLYRÐ-
INGAR UM AÐ LESTUR
SÉ Á NIÐURLEIÐ RÍMAR EKKI
VIÐ MINN RAUNVERULEIKA,
EKKI NEMA ÖLL BÖRNIN SÉU AÐ
LJÚGA ÞEGAR ÉG SPYR HVORT
ÞAU HAFI LESIÐ BÓK EFTIR MIG.
„Ég er ekki sammála þessu. Þegar ég
mæti í skóla spyr ég hverjir hafi lesið
bækur eftir mig. Það er alveg ótrú-
lega stórt hlutfall nemenda sem er
búið að lesa eitthvað af þeim bókum
og stöðugt koma til mín krakkar
sem segjast vera búnir að lesa allar
bækurnar mínar.
Mér finnst ákveðið vor, jafnvel
sumar, í útgáfu barnabóka á Íslandi.
Ég reyni að lesa allt sem kemur út af
íslenskum bókum og toppinn af
þeim þýddu. Mér finnst þær margar
alveg óskaplega góðar. Ég sé heldur
ekki betur en að krakkar séu að lesa.
Þannig að fullyrðingar um að lestur
sé á niðurleið rímar ekki við minn
raunveruleika, ekki nema öll börnin
séu að ljúga þegar ég spyr hvort þau
hafi lesið bók eftir mig. Ég held samt
ekki! Og talandi um vor og sumar.
Nú eru sífellt f leiri bækur gefnar út
að vori enda vantar alla góða bók í
páska- og sumarfríinu eða bara sem
sumargjöf. Það má eiginlega segja
að ég sé að taka þátt í vorbókaflóði
… eða sumarbókaflóði eða hvað fólk
vill kalla þetta."
2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
4
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
9
-4
C
F
8
2
2
D
9
-4
B
B
C
2
2
D
9
-4
A
8
0
2
2
D
9
-4
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K