Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 38

Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 38
ÉG FANN VERKIÐ SUNGIÐ AF KÓR SEM FLUTTI ÞAÐ UNDIRLEIKSLAUST. ÉG VARÐ STRAX HRIFIN OG ER BÚIN AÐ MÆLA MEРÞVÍ SÍÐAN. NÚ ERUM VIÐ BÚIN AÐ SAFNA NÆGUM KJARKI. Yuli-Carlos Acosta Story (eng sub) 17:45 Girl (ice sub) .............................................. 17:45 Að sjá hið ósýnilega ........................ 18:00 Everybody Knows (ice sub) ........ 20:00 Free Solo (english - no sub) ......... 20:00 Að sjá hið ósýnilega !UPPSELT! .20:00 Yuli-Carlos Acosta Story (ice sub) 22:00 Birds of Passage (ice sub) ........... 22:00 Girl (eng sub) ...........................................22:30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 24. APRÍL 2019 Hvað? Erindi um Marc Chagall Hvenær? 12.15 Hvar? Bókasafn Kópavogs Jón Björnsson rithöfundur fjallar um ævi og myndlist Marc Chag all (1887-1985). Chagall var af gyð- ingaættum, fæddur í Hvíta-Rúss- landi en starfaði lengst í Frakk- landi og er talinn meðal helstu meistara 20. aldarinnar. Rætt verður um helstu stefin í myndum hans, hagi gyðinga í Austur-Evr- ópu og hlut þeirra í myndmálinu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Hvað? Aðalfundur vinafélags Árna- stofnunar Hvenær? 17.00-18.30 Hvar? Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum mun Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segja frá hvernig verkáætlun í máltækni 2018-2022 miðar. Anna Björk Nikulásdóttir frá Háskólanum í Reykjavík fjallar um gervigreind og máltækni. Vinafélagið veitir í fyrsta sinn tvær viðurkenningar til framhaldsnema í íslensku sem náð hafa eftirtektarverðum árangri í námi. Allir velkomnir. Hægt er að skrá sig í félagið á vefsíðunni www.vinirarnastofn- unar.is Hvað? Setning Bókmenntahátíðar í Reykjavík Hvenær? 17.00-18.00 Hvar? Ráðhús Reykjavíkur Hvað? Upplestrar – Bókmennta- hátíð Reykjavíkur Hvenær? 19.00-20.30 Hvar? Iðnó Roy Jacobsen, Tom Malmquist, Merete Pryds Helle, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Yoko Tawada lesa. Hvað? Kvöldstund með John Freeman – Bókmenntahátíð í Reykjavík Hvenær? 21.00-22.30 Hvar? Iðnó Dóri DNA, Hakan Günday, Jónas Reynir, Golnaz Hashemzadeh Bonde, Samanta Schweblin og Þóra Hjörleifsdóttir koma fram. TÓNLIST Mozart: Píanókonsert nr. 20 og Sálumessa. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék ásamt Söngsveit- inni Fílharmóníu og Kammerkór Norðurlands Einleikari: Alexander Edelstein Stjórnandi: Anna-Maria Helsing Langholtskirkja Föstudaginn langa Það er umdeilanleg ákvörðun af Menningarfélagi Akureyrar að hafa tónleikaskrár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eingöngu á rafrænu formi. Ákvörðunin er sögð vera af umhverfisástæðum. Þetta má þó ekki vera á kostnað upplifunarinnar á tónleikum. Í Hofi á Akureyri eru nauðsynlegar upplýsingar á skjá fyrir ofan hljómsveitina, en ekkert slíkt var í boði þegar sveitin kom fram í Langholtskirkju á föstudaginn langa. Tvö verk voru á dagskránni, bæði eftir Mozart. Hið fyrra var píanó- konsert nr. 20 og einleikari var Alex- ander Edelstein. Hann spilaði vask- lega og hristi alls konar tónahlaup fram úr erminni. Þetta vakti aðdáun konu fyrir framan undirritaðan, og hún dró síma upp úr veskinu og byrj- aði að lesa um einleikarann. Ljósið frá skjánum var afar truflandi og eyðilagði upplifunina af tónlistinni allt of lengi. Því miður var það ekkert einsdæmi, eins og sjá mátti af skjáum Ljósið frá símunum vakti hina dauðu Leikur Alexanders var glæsilegur, segir í dómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sigríður Hagalín er meðal upplesara í Iðnó í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Kórverkið Path of Miracles eftir Joby Talbot er tón-listarferðalag um Jak-obsveginn, þekktustu leið pílagríma í Evrópu. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld er einn af söngfuglunum í Hljómeyki sem ætlar að flytja það í fyrsta sinn á Íslandi að kvöldi sumardagsins fyrsta í Landakotskirkju klukkan 21. Hún segir það vandasamt í flutn- ingi en samt ekki erfitt áheyrnar. „Þó verkið sé samið árið 2005 er það ekki eitthvert svakalegt nútímaverk sem enginn getur hlustað á. Það er alls ekki þannig,“ fullyrðir hún. Sjálf  telst Hildigunnur ábyrg fyrir því að Path of Miracles var tekið til æfinga. „Ég sá fyrst á þetta stykki minnst fyrir  fáum árum  á fésbók, þar var tónlistarfólk í klass- ískum hópi spurt hvaða tónverk það mundi taka með sér á eyðieyju. Flestir sögðu Mozart Requiem eða h-moll messuna eftir Bach en einn svaraði Path of Miracles og þar með var forvitni mín vakin. Ég fann verkið sungið af kór sem flutti það undirleikslaust. Ég varð strax hrifin og er búin að mæla með því síðan. Nú erum við búin að safna nægum kjarki.“ Hljómeyki syngur oft undir- leikslaust en Hildigunnur segir smá slagverk verða með nú sem Frank Aarnink sjái um. „Þetta er klukku- tíma stykki en slær allt út sem ég hef Slær allt út sem ég hef áður kynnst Kammerkórinn Hljómeyki syngur stórvirkið Path of Miracles eftir breska tónskáldið Joby Talbot í tveimur dómkirkjum landsins  – fyrst annað kvöld í Landakotskirkju. Path of Miracles er vandasamt í flutningi en samt ekki erfitt áheyrnar, að sögn Hildigunnar Rúnarsdóttur. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is víðs vegar um kirkjuna á meðan Alexander lék. Skortur á styrkleikajafnvægi Einhverjir virðast hafa kvartað yfir þessu, því eftir hlé, rétt áður en hitt verkið var flutt, steig kona fram fyrir tónleikagesti og bað fólk vinsam- legast um að vera ekki í símunum á meðan á tónlistarflutningi stæði. Það væri svo truflandi! Umrædd tónsmíð var sálumessan eftir Mozart, sem á sér langa og merkilega sögu, og fengur hefði verið fyrir marga að glugga í tónleika- skrána á meðan tónlistin hljómaði. Fyrirkomulagið var því talsverður galli á tónleikunum. Hljómsveitin má samt eiga það að hún spilaði prýðilega. Að vísu var upphafið að einum kaflanum í sálu- messunni dálítið gruggugt hjá selló- og víóluleikurum, en í það heila var spilamennskan fagmannleg og tær undir líf legri stjórn Önnu-Mariu Helsing. Söngsveitin Fílharmónía og Kammerkór Norðurlands sungu einnig margt ágætlega, söngurinn var öruggur og hreinn. Því miður var hann líka fremur belgingslegur á köflum; vissulega eru magnaðir hápunktar í kórköflunum en hljóm- styrkurinn má ekki skerða fegurð- ina. Víða var krafturinn svo mikill að kórsöngurinn drekkti hljómsveitar- leiknum, nokkuð sem er óhugsandi. Mozart samdi tilfinningaþrungna tónlist, en hennar helsta einkenni er samt fágun og hana var ekki alltaf að finna í sálumessunni í þetta sinn. Mistækur einsöngur Fjórir einsöngvarar voru í miðlungs- veigamiklu hlutverki, þau Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Garðar Thór Cortes og Ágúst Ólafsson. Helena Guðlaug var ansi mjóróma og lítið heyrðist í Ágústi. Garðar Thór hefði hins vegar mátt dempa sig aðeins, þótt hann hafi sungið prýðilega í sjálfu sér, en Hanna Dóra söng af öryggi. Heildarsvipurinn var ekki góður, styrkleikahlutföllin voru undarleg, raddirnar fjórar pössuðu illa saman og útkoman var hvorki fugl né fiskur. Alexander, sem lék einleikinn í píanókonsertinum, spilaði vask- lega eins og áður segir. Hann er korn- ungur og enn í námi, en frammistaða hans var samt aðdáunarverð, hún einkenndist af tilfinningadýpt og tæknilegu öryggi. Miðkaflinn var þó helst til hraður; hin himneska ró sem þar svífur yfir vötnum hefði mátt vera meira ríkjandi, auk þess sem síðasti kaflinn hefði þurft vera stöðugri í takti, sérstaklega í byrj- uninni. En almennt talað var leikur Alexanders glæsilegur og gefur fyrirheit um bjarta framtíð. Spenn- andi verður að fylgjast með honum á tónleikapallinum, og þá án þess að símar séu að trufla. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sálumessu Mozarts skorti fágun, en einleikarinn í píanókonsert nr. 20 er efnilegur. áður kynnst. Það skiptist í 17 raddir mest sem þýðir að söngfólkið verður að standa klárt á sínu. En þetta er of boðslega áhrifarík tónlist.“ Á þeirri klukkustund sem flutn- ingur Path of Miracles tekur feta áheyrendur Jakobsveginn gegnum fjórar þekktustu vörður hans, borg- irnar Roncevalles, Burgos, León og Santiago de Compostela. Þeir heyra nokkur þeirra tungumála sem mæta pílagrímum nútímans og enn önnur sem urðu á vegi pílagríma fyrri alda.  Margir Íslendingar hafa gengið þessa leið. Hildigunnur kveðst ekki vera í þeim hópi. „Ég hugsa að ég fari hann nú aldrei allan, er ekki svo mikill göngugarpur, en  það væri áhuga- vert  að ganga hluta af honum og enda í Santiago. Ég er nú bara að fara til Spánar í fyrsta skipti á ævi minni núna eftir einn og hálfan mánuð. Það er kannski byrjunin.“  Hildigunnur segir Hljómeyki hafa æft í Kristskirkju á annan í páskum og lýkur lofsorði á hljómburðinn. „Svo verðum við í Skálholti á laugar- daginn klukkan 16,“ tekur hún fram. 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 9 -4 8 0 8 2 2 D 9 -4 6 C C 2 2 D 9 -4 5 9 0 2 2 D 9 -4 4 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.