Fréttablaðið - 24.04.2019, Page 42

Fréttablaðið - 24.04.2019, Page 42
ÉG MUN EFLAUST TAKA DAGINN SNEMMA EN ÉG REYNI ALLTAF AÐ NÝTA SJALDGÆFA SÓLAR- DAGA EINS VEL OG ÉG GET. STEFNAN ER TEKIN Á AÐ FARA Í BÚSTAÐ Á ÞINGVÖLLUM EN FYRST VERÐUM VIÐ AÐ SJÁ HVORT VEÐURSPÁIN HALDI. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s DAGURINN Á KLÁR- LEGA EFTIR AÐ BYRJA Á GÓÐRI MORGUNÆFINGU OG SUNDFERÐ MEÐ STRÁKNUM MÍNUM. ÉG Á EFLAUST EFTIR EYÐA DEGINUM Í SMÁ STÚSS OG UNDIRBÚNING FYRIR MATAR- BOÐ KVÖLDSINS OG ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA NEMA ÉG PRÓFI AÐ BAKA EINA NÝJA UPPSKRIFT SEM ÉG ER BÚIN AÐ VERA SPENNT FYRIR AÐ PRÓFA. ANNARS VERÐUR SUMAR- KVÖLDINU FAGNAÐ MEÐ GÓÐUM VINUM OG DUMPLINGS. Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkanemi og samfélagsmiðla- stjarna EINS OG BARN TRÚIR Á JÓLASVEININN MEÐ VON OG EFA Í SENN ÞÁ TRÚI ÉG AÐ SÓLIN MUNI SÝNA SIG SUMARDAGINN FYRSTA. ÉG ÆTLA AÐ SKELLA MÉR Í SUND OG SLEIKJA SÓLINA ÞAR SEM MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR VERÐUR LÍKLEGA STADDUR. ÉG Á EFLAUST EFTIR AÐ HITTA GÓÐA VINI Í LAUGINNI OG HVER VEIT NEMA VIÐ TYLLUM OKKUR EFTIR SUNDIÐ Á NOTALEGAN STAÐ SEM BÝÐUR UPP Á AÐ SITJA ÚTI. Alexander Sigurður Sigfússon förðunarfræðingur PLANIÐ ER AÐ VIÐRA BUMBUNA SEM MEST ÞAR SEM ÉG ER ÓLÉTT. ÉG ÆTLA AÐ GANGA Á HELGAFELL Í GÓÐRA VINA HÓPI. EFTIR ÞAÐ ER MÖST AÐ KÍKJA Í KÓPAVOGS- LAUG OG SVO BEINUSTU LEIÐ Í BRÖNS Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR MEÐ UNNUSTANUM. ÞAÐAN ER STEFNAN TEKIN Á BORGARLEIK- HÚSIÐ ÞAR SEM DÓTTIR OKKAR ER MEÐ BALLETTSÝNINGU. HELD ÞAÐ VÆRI SVO TILVALIÐ AÐ BJÓÐA EINHVERJUM Í GRILL OG VIÐRA SVALIRNAR Í NÝJU ÍBÚÐINNI Í FYRSTA SINN ÞETTA SUMARIÐ. Ósk Gunnarsdóttir, þjónustustjóri Regus og útvarpskona PLANIÐ ER AÐ HAFA ÞAÐ OFBOÐSLEGA HUGGULEGT Í FAÐMI FJÖL- SKYLDUNNAR, FARA JAFNVEL Í GÓÐAN GÖNGUTÚR UM GRÓTTU EÐA ÆGISÍÐU. KVÖLDINU VERÐUR SÍÐAN VARIÐ Í EGILS- HÖLL ÞAR SEM ÉG ÆTLA AÐ SJÁ NÝJU AVENGERS-MYNDINA. GÓÐUR DAGUR Í VÆNDUM. Arnmundur Ernst Backman Björnsson leikari. ÉG ÆTLA AÐ NJÓTA DAGSINS Í KAUP- MANNAHÖFN MEÐ MÖMMU MINNI. VIÐ ERUM AÐ FARA Í STUTTA MÆÐGNAFERÐ OG VONANDI FÁUM VIÐ SÓL OG BLÍÐU EINS OG FÓLKIÐ FÆR HEIMA Á ÍSLANDI. PLANIÐ MITT ER AÐ REYNA AÐ SLAKA Á, HUGSA SEM MINNST UM VINNUNA, BORÐA GÓÐAN MAT, RÖLTA Í FALLEGAR BÚÐIR, MÖGULEGA FÁ MÉR EITT RÓSAVÍNSGLAS OG NJÓTA LÍFSINS. Harpa Káradóttir förðunarfræðingur Sund og sól á sumardaginn fyrsta Sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag og er spáð sól um allt land og gæti hitinn á höfuðborgarsvæðinu náð allt að 14 stigum samkvæmt veðurspám. Oft hefur veðrið leikið landann grátt og þátttakendur í skrúðgöngum í tilefni dagsins þurft að vaða snjó og polla. Fréttablaðinu þótti kjörið að hafa samband við nokkra skemmtilega einstaklinga og spyrja hvernig þau hygðust nýta þennan sannkallaða fyrsta sumardag. 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 9 -6 F 8 8 2 2 D 9 -6 E 4 C 2 2 D 9 -6 D 1 0 2 2 D 9 -6 B D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.