Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR Íþróttamaður ársins Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er þriðja konan á síðustu fjórum árum sem verður fyrir valinu. Hún er sjöunda konan sem hreppir hnossið í 63 ára sögu kjörsins. 2 Íþróttir mbl.is Tour de Ski hélt áfram í gær eftir einn hvíldardag þegar keppt var í sprettgöngu í Val Müstair í Sviss. Snorri Einarsson hafði rásnúmer 85 af alls 94 sem voru skráðir til leiks. Snorri átti frábæra göngu og hafnaði í 61. sæti og vann því sig upp um 24 sæti miðað við ráslista þar sem raðað er eftir stöðu á heimslista. Fyrir mótið fékk Snorri 90.70 FIS stig sem er mjög mikil framför á heimslistanum en þar er hann með 146.60 FIS stig. Er þetta hans langbesta sprett- ganga frá árinu 2014. Nú þegar þrem af sjö mótum í Tour de Ski er lokið er Snorri í 50. sæti í heildarkeppninni. Á næstu mótum verður keppt í lengri göngum en í þeim á Snorri að vera öflugri en á styttri gönguleiðum. sport@mbl.is Snorri bætti stöðu sína Snorri Einarsson Knattspyrnumaðurinn Viktor Karl Einars- son hefur skrifað undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt Breiðablik en þetta kemur fram á Blikar.is. Viktor Karl er 21 árs gamall miðjumaður sem hefur leikið með hollenska liðinu AZ Alkmaar frá árinu 2013. Hann á að baki 70 leiki með U19 og U21 árs liðum hollenska liðsins. Hann gekk til liðs við sænska B-deildar- félagið Värnamo síðasta sumar þar sem hann lék alls 16 leiki. Viktor hefur leikið 30 leiki með U16, U17, U19 og U21 árs landsliðum Íslands þar sem hann hefur skorað fimm mörk og vart misst úr leik svo árum skiptir með yngri landsliðum Ís- lands. sport@mbl.is Viktor Karl flytur heim Viktor Karl Einarsson Enski framherjinn Gary Martin mun að öll- um líkindum semja við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu karla á næstu dögum. Þetta herma heimildir Fótbolta.net. Vals- menn eru í leit að framherja eftir að Pat- rick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar, yfirgaf félagið fyrir Sheriff í Moldóvu. Tobias Thomsen gekk svo í raðir KR, en Valur samdi við Garðar Gunnlaugsson á dögunum. Stjarnan mun einnig hafa sýnt Martin áhuga. Martin kom fyrst til Íslands árið 2010 og skoraði 10 mörk í 9 leikjum í 1. deildinni með ÍA. Hann hefur alls skorað 70 mörk í 147 leikjum með íslenskum liðum og þar af 43 mörk í 93 leikjum í efstu deild. sport@mbl.is Er Martin á leið í Val? Gary Martin býr Grétar að góðri reynslu frá því: „Það þurfti eitthvað virkilega spennandi til að ég færi frá Fleet- wood þar sem ég var á fimm ára samningi, í þeirri stöðu að geta gert félagið nánast eins og ég vildi hafa það. Ég var búinn að taka félagið frá því að vera með þrjá starfsmenn í akademíunni og fimm í aðalliðinu, upp í að vera með yfir 60 starfsmenn í heildina, með akademíu frá 9 ára aldri og tíu akademíur frá 6 ára aldri. Það þurfti eitthvað virkilega spenn- andi til að ég labbaði í burtu frá þessu, og félag að vera tilbúið að kaupa upp samninginn minn,“ segir Grétar. Hægri hönd Marcel Brands Í nýja starfinu má segja að Grétar sé hægri hönd Hollendingsins Mar- cel Brands sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton í sum- ar, eftir góðan árangur hjá PSV Eindhoven. Brands starfaði hjá AZ Alkmaar þegar Grétar var þar leik- maður á sínum tíma. Everton hefur úr meira fjármagni að moða en áður eftir að Íraninn Farhad Moshiri keypti félagið, eins og félagið hefur sýnt á síðustu misserum með kaup- um á hágæðaleikmönnum eins og Gylfa Þór Sigurðssyni, Richarlison og Yerry Mina. Metnaður félagsins stendur líka til þess að hafa gæða- menn „á bakvið tjöldin“ og viður- kenningin er því mikil fyrir Grétar, sem lýsir starfi sínu svo: „Maður er hluti af öllu ferlinu við að yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu gangi frá samningi við leik- menn. Allar ákvarðanir sem teknar eru þurfa að vera teknar með fram- tíðina í huga, hvort sem verið er að ákveða að endursemja við 19 ára leikmann eða kaupa nýjan mann. Það þarf að fylgja ákveðinni stefnu og það er frábært að fá að vera hluti af teyminu sem sér um þetta. Ég hef fengið að vinna við það í fjögur ár að koma að bókstaflega öllu en fer nú í hnitmiðaðra starf sem ég mun læra mikið af,“ segir Grétar. „Þetta er mjög viðamikið starf. Ég verð með njósnara úti um allan heim, sem fara á leiki í sínu landi og skoða leikmenn, og síðan koma frá þeim skýrslur og vídeó sem farið er yfir. Síðan þarf að vera í sambandi við umboðsmenn, leikmenn og félög. Þetta er mjög svipað starf og ég var að vinna áður, en núna er allt á stærri skala og ég með fleiri menn sem vinna með mér.“ „Við skoðum sífellt hvar lið Ever- ton er statt, hvaða leikmenn eru í lið- inu og hvernig mögulegt er að gera liðið betra með betri leikmönnum. Það er aðaltilgangurinn. Við erum með njósnara í fullri vinnu í öllum deildum Evrópu, sem skila sínum skýrslum, og svo vinnum við lista yf- ir bestu möguleikana út frá því og öðru. Yfirmaður knattspyrnumála [Brands], í samráði við Marco [Silva, knattspyrnustjóra Everton], tekur svo ákvörðun um hvað best sé fyrir félagið. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera hluti af þessu ferli, þetta er mjög stórt skref, en ég er ekki að byggja neitt upp frá grunni heldur kominn til að bæta við það sem fyrir er og reyna að gera enn betur en gert hefur verið,“ segir Grétar, sem er ekki bara á skrifstofunni í Liver- pool heldur fer sjálfur og skoðar leikmenn: „Ég fer út um allt, en er líka mikið inni á skrifstofunni þar sem ég er með stórt teymi sem vinnur fyrir mig sem ég þarf að vera til staðar fyrir. Ég fer og horfi á þá leikmenn sem njósnarar benda á, og svo bendi ég á leikmenn sem Marcel Brands fer og skoðar.“ Á meðal fyrstu verka Grétars var að gera allt klárt fyrir janúarmánuð. Opnað var fyrir félagaskipti nú um áramótin en þá þurftu að liggja fyrir ýmsar áætlanir jafnvel þó að svo færi að félagið kysi á endanum að bæta ekki leikmanni við sinn hóp. Félagið þarf að geta brugðist hratt við ólíklegustu skakkaföllum, en á sama tíma að horfa til þess hvað hagnist því best til framtíðar. Þjóðerni skiptir ekki máli Nú þegar Grétar og Gylfi Þór Sig- urðsson eru báðir komnir í veiga- mikil hlutverk hjá Everton má velta því fyrir sér hvort von sé á fleiri Ís- lendingum, en ekki er að heyra á Grétari að koma hans auðveldi ís- lenskum leikmönnum eitthvað óeðli- lega að komast að hjá félaginu. Fag- mennskan hefur skilað honum í starf hjá svo stóru félagi sem Everton og ekkert lát verður á henni núna: „Það gildir það sama hjá mér hérna og hjá Fleetwood. Við leitum að ákveðnum „prófílum“, skoðum ákveðna leikmenn, og þjóðerni skipt- ir ekki máli. Ég þekki alla íslensku leikmennina, hef í gegnum árin horft á flestöll landsliðin og fylgist vel með íslenskum fótbolta, sérstaklega þeim ungu strákum sem fá tækifæri. Það getur alveg gerst að við fáum ís- lenskan leikmann en það eru alveg jafnmiklar líkur á því eins og að hingað komi Norðmaður. Þetta velt- ur alfarið á hæfileikum hvers og eins.“ Frábært að vera á hæsta stigi  Grétar Rafn Steinsson er kominn til starfa hjá Everton  Þurfti mikið til að yfirgefa Fleetwood og uppbygginguna þar  Stefnan var alltaf að vinna við fótboltann eftir að ferlinum á vellinum lyki Morgunblaðið/Golli Landsliðsmaður Grétar Rafn Steinsson lék með íslenska landsliðinu frá 2002 til 2012 og á hér í höggi við Cristiano Ronaldo í leik gegn Portúgal. FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er auðvitað gífurlega stór klúbbur, ekki bara á Englandi held- ur í raun í heiminum, sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Þetta er stórt tækifæri,“ segir Grétar Rafn Steinsson, nýr starfsmaður Everton, í samtali við Morgunblaðið. Grétar, sem er 36 ára gamall, var á dögunum ráðinn yfirnjósnari Ever- ton í Evrópu, en segir að raunar nái starf hans út fyrir álfuna og hann leiti hæfileikaríkra knattspyrnu- manna úti um allan heim, í samvinnu við þá fjölmörgu njósnara sem enska úrvalsdeildarfélagið eigi. Með starfi sínu nú og áður hjá Fleetwood Town rætist enn annar draumur stráks frá Siglufirði sem bjó sig undir að eiga langan atvinnumannsferil í Eng- landi, Sviss, Hollandi og Tyrklandi, og leika 46 A-landsleiki. „Ég sá alltaf að þetta væri starf sem ég hefði áhuga á. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem tengist fótbolta, hvort sem það er þjálfun, næringarfræði, leikmenn eða hvað annað. Ég er gífurlega vel að mér um íslenska boltann með því að hafa lesið Íslensk knattspyrna-bækurnar sem ég á allar, og það var alltaf stefnan hjá mér að vinna við fótbolta með einum eða öðrum hætti. Það er frábært að fá að vinna núna við þetta á hæsta stigi, og vita hvernig það besta lítur út í öllu sem tengist fót- boltanum,“ segir Grétar. Mikil þróun hjá Fleetwood Eftir að Grétar lagði skóna á hill- una vegna meiðsla, aðeins 31 árs gamall haustið 2013, var hann sem sagt strax viss um að vilja starfa áfram við fótboltann. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town, sem leikur í ensku C- deildinni, og þó að starfið hjá Ever- ton sé af annarri stærðargráðu þá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.