Morgunblaðið - 02.01.2019, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Undirritaður tók þátt í kjöri á
íþróttamanni ársins í fyrsta sinn á
dögunum. Knattspyrnukonan Sara
Björk Gunnarsdóttir hreppti verð-
launin eftirsóttu og var sigur
hennar afar verðskuldaður að
mínu mati. Sara átti frábært ár
með Wolfsburg í Þýskalandi en
eins og kollegi minn komst eftir-
minnilega að orði, þegar Sara
gekk til liðs við Wolfsburg árið
2016: félagaskipti Söru til Wolfs-
burg væru svipað stór í kvenna-
knattspyrnunni og þegar Eiður
Smári Guðjohnsen gekk til liðs við
Barcelona árið 2006.
Flestir virðast vera nokkuð
sáttir með valið á íþróttamanni
ársins í ár. Venju samkvæmt hefur
ólíklegasta fólk í gegnum tíðina
þurft að tjá sig nokkuð frjálslega
um valið. þrátt fyrir að hafa lítið
sem ekkert vit á íþróttum yfir-
höfuð. Sara hefur verið í einu af
efstu tíu sætunum í kjörinu á
íþróttamanni ársins undanfarin
sjö ár, og árið 2018 var hennar ár.
Valið á liði ársins og þjálfara
ársins hefur hins vegar verið tals-
vert meira gagnrýnt. Kristján
Andrésson náði mögnuðum og
mjög óvæntum árangri með
sænska landsliðið og landslið Ís-
lands í golfi gerði slíkt hið sama á
Evrópumótinu. Eyjamenn vildu sjá
sína menn hreppa verðlaunin, eðli-
lega, enda gerði Arnar Pétursson
frábæra hluti með lið ÍBV.
Í áramótaboði fjölskyldunnar
var valið rætt í þaula og að end-
ingu voru flestir sáttir við niður-
stöðurnar. Það er ekkert grín að
velja íþróttamann ársins, þjálfara
ársins og lið ársins. Hvort vegur
þyngra, árangur á innlendum vett-
vangi eða árangur á erlendum
vettvangi? Valið er og verður alltaf
erfitt en það sem gerir kjörið alltaf
jafn skemmtilegt er að það hafa
allir skoðun á því sem gerir ekkert
nema gott fyrir íslenskt samfélag
og íslenskt íþróttafólk.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
England
Laugardagur 29. desember:
Brighton – Everton ................................. 1:0
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem
varamaður hjá Everton á 65. mín.
Leicester – Cardiff ...................................0:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
fyrir Cardiff.
Fulham – Huddersfield ........................... 1:0
Tottenham – Wolves ................................ 1:3
Watford – Newcastle ............................... 1:1
Liverpool – Arsenal.................................. 5:1
Sunnudagur 30. desember:
Burnley – West Ham ............................... 2:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn fyrir Burnley.
Crystal Palace – Chelsea ......................... 0:1
Southampton – Manch. City.................... 1:3
Manch. Utd – Bournemouth.................... 4:1
Þriðjudagur 1. janúar:
Everton – Leicester................................. 0:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
fyrir Everton.
Cardiff – Tottenham ................................0:3
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
fyrir Cardiff.
Arsenal – Fulham..................................... 4:1
Staðan:
Liverpool 20 17 3 0 48:8 54
Tottenham 21 16 0 5 46:21 48
Manch.City 20 15 2 3 54:16 47
Chelsea 20 13 4 3 38:16 43
Arsenal 21 12 5 4 46:31 41
Manch.Utd 20 10 5 5 41:32 35
Leicester 21 9 4 8 25:23 31
Wolves 20 8 5 7 23:23 29
Watford 20 8 4 8 27:28 28
Everton 21 7 6 8 31:31 27
West Ham 20 8 3 9 27:30 27
Bournemouth 20 8 2 10 28:37 26
Brighton 20 7 4 9 22:27 25
Cr. Palace 20 5 4 11 17:26 19
Newcastle 20 4 6 10 15:27 18
Cardiff 21 5 3 13 19:41 18
Southampton 20 3 6 11 21:38 15
Burnley 20 4 3 13 19:41 15
Fulham 21 3 5 13 19:47 14
Huddersfield 20 2 4 14 12:35 10
B-deild:
Laugardagur 29. desember:
QPR – Reading......................................... 0:0
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður hjá Reading á 82. mín.
Preston – Aston Villa .............................. 1:1
Birkir Bjarnason. kom inn á sem vara-
maður hjá Aston Villa á 75. mín.
Birmingham – Brentford......................... 0:0
Bolton – Stoke .......................................... 0:0
Bristol City – Rotherham........................ 1:0
Leeds – Hull.............................................. 0:2
Middlesbrough – Ipswich ........................ 2:0
Millwall – Nottingham Forest ................ 1:0
Norwich – Derby ...................................... 3:4
Sheffield United – Blackburn ................. 3:0
Swansea – Wigan...................................... 2:2
WBA – Sheffield Wednesday.................. 1:1
Þriðjudagur 1. janúar:
Aston Villa – QPR.................................... 2:2
Birkir Bjarnason. lék allan leikinn fyrir
Aston Villa.
Reading – Swansea ................................. 1:4
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður hjá Reading á 61. mín.
Blackburn – WBA .................................... 2:1
Brentford – Norwich................................ 1:1
Derby – Middlesbrough........................... 1:1
Hull – Bolton............................................. 6:0
Ipswich – Millwall .................................... 2:3
Nottingham Forest – Leeds.................... 4:2
Rotherham – Preston .............................. 2:1
Sheffield Wed. – Birmingham................. 1:1
Stoke – Bristol City...................................0:2
Wigan – Sheffield United ........................ 0:3
Staðan:
Leeds 26 15 6 5 44:28 51
Norwich 26 14 7 5 48:34 49
Sheffield Utd 26 14 5 7 45:28 47
WBA 26 13 7 6 54:34 46
Middlesbro 26 11 10 5 28:18 43
Derby 26 12 7 7 38:32 43
Nottingham F. 26 9 12 5 39:29 39
Birmingham 26 9 12 5 38:28 39
QPR 26 11 6 9 33:34 39
Aston Villa 26 9 11 6 49:40 38
Bristol City 26 10 8 8 32:28 38
Swansea 26 10 6 10 35:31 36
Hull 26 10 6 10 36:33 36
Stoke 26 8 11 7 30:31 35
Blackburn 26 8 10 8 33:41 34
Sheffield Wed. 26 8 8 10 32:42 32
Preston 26 7 8 11 38:43 29
Brentford 26 6 10 10 36:36 28
Millwall 26 7 7 12 33:41 28
Wigan 26 7 5 14 25:40 26
Rotherham 26 5 10 11 25:41 25
Bolton 26 5 7 14 17:38 22
Reading 26 4 8 14 28:41 20
Ipswich 26 2 9 15 21:46 15
Ítalía
Chievo – Frosinone.................................. 1:0
Emil Hallfreðsson lék ekki með Fros-
inone vegna meiðsla.
B-deild:
Spezia – Lecce.......................................... 1:1
Sveinn Aron Guðjohnsen var allan leik-
inn á varamannabekk Spezia.
Ástralía
Newcastle Jets – Adelaide United......... 2:3
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn fyrir Adelaide. Fanndís Friðriks-
dóttir kom inn á sem varamaður á 46. mín.,
og skoraði 11 mín. síðar.
KNATTSPYRNA
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði
Everton þegar liðið tók á móti Leic-
ester City í 21. umferð ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu í gær en
leiknum lauk með 1:0-sigri Leicester.
Mikil þreytumerki voru á báðum lið-
um enda stíf dagskrá í ensku úrvals-
deildinni yfir hátíðarnar. Gylfi Þór
lék allan leikinn á miðjunni hjá Ever-
ton, leikmenn Everton voru meira
með boltann í leiknum en gekk afar
illa að skapa sér afgerandi marktæki-
færi. Það var markahrókurinn Jamie
Vardy sem skoraði eina mark leiks-
ins á 58. mínútu síðari hálfleiks en
Everton er í tíunda sæti deildarinnar
með 27 stig.
Tottenham keyrði yfir Cardiff
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson var í byrjunarliði Car-
diff sem tapaði 3:0 fyrir Tottenham á
heimavelli sínum í Cardiff en Aron
lék allan leikinn á miðjunni fyrir Car-
diff. Harry Kane kom Tottenham yf-
ir á 3. mínútu eftir mikinn vandræða-
gang í vörn Cardiff og Christian
Eriksen tvöfaldaði forystu Totten-
ham, níu mínútum síðar, með góði
skoti úr teignum. Heung-Min Son
skoraði þriðja mark Tottenham á 26.
mínútu og úrslitin ráðin. Með sigr-
inum fer Tottenham aftur upp í ann-
að sæti deildarinnar og upp fyrir
Manchester City í 48 stig og er Tott-
enham nú sex stigum á eftir toppliði
Liverpool sem á leik til góða.
Arsenal á sigurbraut
Arsenal er komið aftur á sigur-
braut í ensku úrvalsdeildinni eftir
stórsigur gegn Fulham á Emirates-
vellinum í London en leiknum lauk
með 4:1-sigri Arsenal. Fulham byrj-
aði leikinn betur og fékk Ryan Ses-
segnon, sóknarmaður Fulham, tvö
dauðafæri í upphafi leiks til þess að
koma Fulham yfir. Honum brást
bogalistin í bæði skiptin og það var
Granit Xhaka sem kom Arsenal yfir á
25. mínútu. Alexandre Lacazette
bætti við öðru marki Arsenal í upp-
hafi síðari hálfleiks áður en Abou-
bakar Kamara lagaði stöðuna fyrir
Fulham á 69. mínútu. Aaron Ramsey
og Pierre-Emerick Aubameyang inn-
sigluðu sigur Arenal með sitthvoru
markinu undir lok leiksins og Arsen-
al er því áfram í fimmta sæti deild-
arinnar með 41 stig, tveimur stigum
á eftir Chelsea sem á leik til góða.
Stórleikur á fimmtudaginn
Manchester City, sem er í þriðja
sæti deildarinnar með 47 stig, tekur
á móti toppliði Liverpool á morgun í
leik sem gæti ráðið úrslitum um
enska meistaratitilinn. Liverpool er
með sjö stiga forskot á City og getur
aukið forskot sitt í tíu stig með sigri
á fimmtudaginn. Liverpool er ennþá
taplaust í deildinni og vann alla sína
leiki í desember sannfærandi á með-
an City tapaði fyrir bæði Leicester
City og Crystal Palace. Það er því
mikið undir hjá ríkjandi Englands-
meisturum á morgun þegar Liver-
pool mætir í heimsókn en lærisvein-
ar Jürgen Klopp eru fullir sjálfs-
trausts eftir frábæran desember-
mánuð og því ljóst að það verður
hart tekist á á Etihad-vellinum í
Manchester.
Töp hjá Íslendingum
Arsenal hefndi fyrir skellinn gegn Liverpool Úrslitin gætu
ráðist í ensku úrvalsdeildinni á Etihad-vellinum í Manchester
AFP
Vangaveltur Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, og Gylfi Þór Sigurðsson
bera saman bækur sínar. Fátt hefur kætt þá á fótboltavellinum síðustu daga.
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Knattspyrnukonan Sara Björk Gunn-
arsdóttir var kjörin íþróttamaður árs-
ins 2018 af Samtökum íþróttafrétta-
manna í hófi sem haldið var á
laugardagskvöldið í Hörpu. Hún fékk
464 stig og var 48 stigum á undan
kraftlyftingamanninum Júlían J.K.
Jóhannssyni sem hafnaði í öðru sæti.
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnu-
maður hafnaði í þriðja sæti með 344
stig en heildarlisti þeirra ríflega 30
íþróttamanna sem hlutu stig í kjörinu
að þessu sinni er hér til hliðar.
Sara Björk er sjöunda konan sem er
kjörin íþróttamaður ársins, á þeim 63
árum sem Samtök íþróttafréttamanna
hafa staðið að kjörinu, og jafnframt sú
þriðja á síðustu fjórum árum.
Sigríður Sigurðardóttir handknatt-
leikskona varð fyrst kvenna til að vera
kjörin árið 1964, átta árum eftir að
kjörið fór fyrst fram. Hún var fyrirliði
og lykilmaður kvennalandsliðsins sem
varð Norðurlandameistari.
Ragnheiður Runólfsdóttir sund-
kona varð önnur árið 1991. Hún setti
sjö Íslandsmet á árinu, vann fimm gull
og tvö silfur á Smáþjóðaleikunum og
varð í 7. og 9. sæti í bringusundsgrein-
unum á Evrópumótinu í Aþenu.
Vala Flosadóttir stangarstökkvari
varð sú þriðja árið 2000. Hún hlaut
bronsverðlaun í stangarstökki á Ól-
ympíuleikunum í Sydney og er eina ís-
lenska konan sem hefur unnið til verð-
launa á leikunum frá upphafi.
Margrét Lára Viðarsdóttir knatt-
spyrnukona varð sú fjórða árið 2007.
Hún setti nýtt markamet með ís-
lenska landsliðinu, skoraði sigurmörk
gegn Frakklandi og Kína, og fyrir Val
gerði hún 72 mörk á árinu, þar af 38 á
Íslandsmótinu sem var nýtt marka-
met.
Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona
varð sú fimmta árið 2015. Hún fékk
tvenn bronsverðlaun á EM í 25 metra
laug, komst í átta manna úrslit á HM,
setti fjölda Íslandsmeta og bætti
Norðurlandametið í 200 m baksundi
fjórum sinnum á árinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylf-
ingur varð sú sjötta árið 2017. Hún lék
þá fyrst Íslendinga á LPGA, sterkustu
mótaröð heims í kvennaflokki, tryggði
sér áframhaldandi keppnisrétt þar og
komst á lokamót mótaraðarinnar. Hún
náði best 4. sæti á LPGA-móti í In-
dianapolis, keppti fyrst Íslendinga á
risamóti í golfi, og var valin í úrvalslið
Evrópu fyrir Drottningamótið í Japan.
Kristján valinn þjálfari ársins
Kristján Andrésson, þjálfari karla-
landsliðs Svíþjóðar í handbolta, er
þjálfari ársins 2018. Hann var hlut-
skarpastur í kjöri íþróttafréttamanna
en upplýst var um niðurstöðu kjörsins
í fyrrgreindu hófi. Undir stjórn Krist-
jáns hafnaði sænska landsliðið í öðru
sæti á Evrópumeistaramótinu í Króat-
íu fyrir ári.
Arnar Pétursson, þjálfari þrefaldra
meistara ÍBV í handknattleik karla
hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Hall-
dórsson, þjálfari kvennaliðs Breiða-
bliks sem varð Íslands- og bikarmeist-
ari á árinu var í þriðja sæti. Alls hlutu
12 þjálfarar stig í kjörinu, þar af ein
kona.
Kylfingar voru lið ársins
Landsliðið var valið lið ársins 2018
en það er skipað þeim Valdísi Þóru
Jónsdóttur, Ólafía Þórunni Krist-
insdóttur, Axel Bóassyni og Birgi Leifi
Hafþórssyni. Liðið varð Evrópumeist-
ari blandaðra landsliða á liðnu sumri.
Karlalið ÍBV varð deildar-, bikar-
og Íslandsmeistari á árinu og hafnaði í
öðru sæti í kjörinu. Kvennalandslið Ís-
Sara er sú þriðja
á fjórum árum
Þrjú efstu í kjörinu fengu afgerandi kosningu
1. Sara Bj. Gunnarsd., knsp ...... 464
2. Júlian J.K. Jóhannss., kraftl . 416
3. Gylfi Þór Sigurðsson, knsp ...344
4. Guðjón V. Sigurðs., hkn .........164
5. Alfreð Finnbogas., knsp .........136
6. Jóhann B.Guðmunds., knsp...124
7-8. Guðbjörg J. Bjarnad., frj. ......95
7-8. Haraldur Fr. Magnús, golf.....95
9. Valgarð Reinhards., fiml. .........58
10. Martin Hermannsson, körf ......56
11. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf .....49
12. Aron E. Gunnarsson, knsp .......39
13. Aron Pálmarsson, hkn..............25
14. Bergrún Ó. Aðalsteinsd., ÍF ......18
15. Arnór Sigurðsson, knsp ............17
16. Andrea S. Pétursdóttir, fiml.....16
Eftirtalin fengu a
í kjöri á íþróttam