Morgunblaðið - 05.01.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
Fljótsdalshérað auglýsir eftirfarandi.
Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á
Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008–2028,
ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal.
Fljótsdalshérað auglýsir breyting á aðalskipulagi.
Landeigendur hafa áhuga á að fara í uppbyggingu
á jörð sinni til að taka á móti vaxandi straumi
ferðamanna. Eftir að Stuðlagil, stuðlabergsgil í
Jökulsá á Dal, varð vinsælt meðal ferðamanna
hefur umgangur um svæðið aukist og fyrirhuguð
er uppbygging innviða til að taka á móti ferða-
mönnum. Sveitarfélagið hefur því í samvinnu við
landeigendur hafið undirbúning tillögu að breyttu
aðalskipulagi fyrir svæðið.
Samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-
2028 er jörðin skráð sem landbúnaðarsvæði.
Búskap var hætt kringum 1995 en túnin hafa verið
nýtt síðan. Við bæjarstæðið er tilgreint frístunda-
byggðarsvæði F12 en það er í flokki þeirra svæða
þar sem skipulagið heimilar allt að 10 frístunda-
hús. Gera má ráð fyrir að með breytingunni muni
F12 hverfa en í staðinn koma punktafmörkun
svæðis í flokki verslunar- og þjónustusvæða.
Útbúin hefur verið verkefnislýsing þar sem gerð er
grein fyrir ofangreindri breytingu á aðalskipulaginu,
lýsingin er aðgengileg á vef sveitarfélagsins
www.fljotsdalsherad.is. Íbúar og aðrir hagsmuna-
aðilar eru hvattir til að kynna sér efni hennar og
koma á framfæri ábendingum. Óskað er eftir því
að ábendingar komi fram fyrir 20. janúar 2019.
Ábendingar má senda til skipulagsfulltrúa í tölvu-
pósti á netfangið gunnlaugur@egilsstadir.is eða í
bréfi til bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Kynning lýsingarinnar og tillögu að breyttu skipu-
lagi, þ.m.t. þessi auglýsing, er skv. 30. grein skipu-
lagslaga nr. 123/2010
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Heildsala
í Reykjavík óskar eftir fólki í framtíðarstarf í
afgreiðslu og fleira, 50% vinna, þarf að tala
og skrifa góða íslensku.
Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar:
,,R - 26489”.
Forsætisráðuneytið
Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar
embætti skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu jafnréttis-
mála í forsætisráðuneytinu. Skrifstofan verður sett á fót
neytisins, sbr. forsetaúrskurð nr. 119/2018, um
skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði
Íslands sem öðlast gildi 1. janúar 2019.
Helstu verkefni skrifstofunnar verða:
Framfylgd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla, laga um jafna meðferð óháð kynþætti
og þjóðernisuppruna og laga um jafna meðferð á
vinnumarkaði, meðal annars framkvæmd og eftirlit
með innleiðingu jafnlaunavottunar hjá stofnunum og
fyrirtækjum.
Framfylgd þingsályktunar um Jafnréttissjóð Íslands.
Stefnumótun á sviði jafnréttismála, meðal annars
með tilliti til áframhaldandi lagaþróunar og
útvíkkun jafnréttishugtaksins svo sem með tilliti til
trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar,
kynvitundar, kyneinkenna og kyntján-
ingar, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum um jafna
meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og
fyrirhugaðrar lagasetningar um kynrænt sjálfræði.
ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
! Menntunar- og hæfniskröfur:
#$
!
$ % "
Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar og þekking
á jafnréttismálum er æskileg.
Hæfni og reynsla í að leiða stefnumótun, samráð og
undirbúning verkefna.
Forystu-, samskipta- og skipulagshæfni.
Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja
fram mál í ræðu og riti.
Að auki skulu umsækjendur fullnægja almennum
starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996,
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar nk.
Senda skal umsóknir þar sem fram kemur hvernig
umsækjendur uppfylla ofangreindar menntunar-
og hæfniskröfur til forsætisráðuneytisins,
Stjórnarráðshúsinu, 101 Reykjavík eða með tölvupósti
á póstfang ráðuneytisins: postur@for.is. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í
embættið liggur fyrir.
Í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð
Íslands, verður sérstök hæfnisnefnd skipuð til að
fjalla um hæfni umsækjenda, sbr. reglur nr. 393/2012,
$ $ $ $
$
embætti við
Stjórnarráð Íslands.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru
hvattir til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi
$ & $ '" (
& $
kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins við fjármála- og efnahagsráðherra f.h.
ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Arnljótsdóttir,
ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, í síma 545-8400.
Í forsætisráðuneytinu, 17. desember 2018.
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna.
Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis
og viðkomandi einstaklings að vel takist til.
Sjá nánar á kopavogur.is
www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf
Laus störf
hjá Kópavogsbæ
Skessuhorn – fréttaveita hef-
ur valið eigendur útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækisins Guð-
mundur Runólfsson hf. í
Grundarfirði Vestlendinga
ársins 2019. Eigendur fyrir-
tækisins sem starfar undir
merkjum G.Run eru sjö
systkini Guðmundarbörn og
makar, auk frænda þeirra
Mósesar Geirmundssonar.
„Þessi hópur stendur þétt
saman að rekstri fyrirtækis-
ins og á liðnu ári var af mikl-
um krafti ráðist í uppbygg-
ingu fullkomnustu bolfisk-
vinnslu í landinu. Fjárfesting
upp á vel á annan milljarð
króna, áhersla lögð á íslenskt
hugvit og mannafla og mark-
miðið að treysta til frambúðar
stoðir fiskvinnslu í heima-
byggð. Nýja vinnslan verður
opnuð síðar í þessum mán-
uði,“ segir í fréttatilkynningu.
Álits leitað víða
Val á Vestlendingi ársins stóð
yfir í desember en þetta er í
tuttugasta skipti sem Skessu-
horn gerir þetta. Auglýst var
eftir tilnefningum frá almenn-
ingi auk þess sem ritstjórn
leitaði álits fjölmargra valin-
kunnra íbúa í landshlutanum.
Þessum gögnum var síðan
safnað saman og niðurstaða
fengin.
Önnur þau sem hátt skor-
uðu voru Bára Tómasdóttir í
Hvalfjarðarsveit og fjölskylda
hennar, aðstandendur, Einars
Darra Óskarssonar sem lést í
maí sl. af völdum ofnotkunar
lyfseðilsskyldra lyfja.
Fjölskyldan opnaði í kjölfar
fráfalls hans umræðu í þjóð-
félaginu sem leiddi til þjóðar-
átaks gegn fíkniefnum þar
sem áherslan var á misnotkun
lyfja meðal ungmenna á Ís-
landi.
Eiríkur J. Ingólfsson bygg-
ingameistari í Borgarnesi
hlaut tilnefningar fyrir kröft-
ugan rekstur byggingafyrir-
tækis í heimabyggð. Eiríkur
hefur á liðnum árum og ára-
tugum rekið EJI húsbygging-
ar, byggt fjölda húsa auk þess
að sérhæfa sig í glugga- og
hurðasmíði.
Hátæknifyrirtæki úr bílskúr
Einnig komust á blað hjónin
Guðrún Agnes Sveinsdóttir
og Ingólfur Árnason á Akra-
nesi sem hlutu tilnefningar.
Þau hafa byggt úr bílskúrs-
rekstri sínum á Akranesi al-
þjóðlegt hátæknifyrirtæki
með höfuðstöðvar á Akranesi.
Fyrirtækið Skaginn 3X er
leiðandi á sínu sviði í hönnun
og smíði ýmissa framleiðslu-
og tæknilausna í matvæla-
framleiðslu, segir í tilkynn-
ingu frá Skessuhorni – frétta-
veitu Vesturlands.
Ljósm/TFK
Grundarfjörður Runólfur, Guðmundur Smári, Kristján, Páll,
María og Unnsteinn Guðmundsbörn tóku við viðurkenning-
unni sem Vestlendingar ársins úr hendi Kristjáns Gauta Karls-
sonar frá Skessuhorni. Þau eru eigendur G.Run, ásamt Inga
Þór bróður sínum, auk Móses Geirmundssonar frænda þeirra.
Vestlendingar ársins
Skessuhorn og lesendur
völdu G. Run í fremstu röð
Tónlistarsjóður Rótarý-
hreyfingarinnar á Ís-
landi stendur nú á
morgun, sunnudaginn 6.
janúar, kl. 17 fyrir stór-
tónleikum í Norður-
ljósasal Hörpu, eins og
hefð er fyrir í upphafi
hvers árs. Þar verða
veitt verðlaun úr Tón-
listarsjóði Rótarý á Ís-
landi og flutt glæsileg
tónlistardagskrá.
Garðar Cortes flytur ávarp
í upphafi tónleikanna, en
flytjendur verða Bjarni Thor
Kristinsson bassi og Lilja
Guðmundsdóttir sópran, sem
verða með fjölbreytta dag-
skrá einsöngslaga. Undirleik-
ari á píanó er Helga Bryndís
Magnúsdóttir. Þá koma fram
við sama tilefni verðlaunahaf-
ar tónlistarsjóðs Rótarý, sem
í ár eru þau Geirþrúður Anna
Guðmundsdóttir sellóleikari
og Óskar Magnússon gítar-
leikari. Þau munu flytja ýmis
sígild verk; Gunnhildur prelú-
díu úr svítu eftir J.S. Bach og
þátt úr Sónötu eftir S. Rach-
maninoff.
Rótarýtónleikar í
Hörpu á sunnudag
Bjarni Thor
Kristinsson
Lilja
Guðmundsdóttir
Kallað er eftir ábyrgð Sam-
taka atvinnulífsins vegna
yfirstandandi kjaraviðræðna
þeirra við Starfsgreina-
samband Íslands (SGS). Þetta
segir í ályktun sem stjórn og
trúnaðarmannaráð Verka-
lýðsfélags Grindavíkur sam-
þykkti fyrr í vikunni. Þar er
formanni félagsins falið að
draga samningsumboð þess
til baka frá Starfsgreina-
sambandi Íslands komist
ekki skriður á kjaraviðræður
nú í byrjun janúar eða ef SGS
vísar deilunni ekki til ríkis-
sáttasemjara.
Einnig var formanni
Grindavíkurfélagsins, segir í
tilkynningu, veitt fullt um-
boð til að leita eftir samstarfi
við félög utan forystu SGS
um samstarf í samningum ef
ekki semst.
Samningsumboðið verði fært frá SGS