Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 1
ÍSLANDBETRAMEÐMILLJÓN ÍBÚUM Smekklega hönnuð róðrarvél hlaðin tækni. 4 Verkefnið snýst iðulega um að skala upp bæði sölu og rekstur vefverslana. Gagnaukinn veruleiki nálgast. 14 VIÐSKIPTA VINNA FYLGIRVEFVERSLUN Unnið í samvinnu við 4 Þörfin fyrir þjónustu almannatengslafyrir- tækisins Góðra samskipta fer síst minnkandi. Einsleitni er áhyggjuefni. FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Svara engu um tilboðið Stærstu eigendur fjárfestingasjóðsins Horns II, sem á 49,45% hlut í félaginu Hvatningu, sem aft- ur á ríflega 39% hlut í Bláa lóninu hf., verjast allra frétta af því hvort þeir hyggist ganga inn í kauptilboð það sem félagið Kólfur gerði í hlut Horns í Bláa lóninu í nóvember síðastliðnum. Tilboðið sem um ræðir var gert af forsvars- mönnum Kólfs í aðdraganda þess að fyrirhug- aður líftími fjárfestingasjóðsins Horns II rennur út á þessu ári. Langstærsti eigandi Kólfs, sem nú heldur á 50,55% hlut í Hvatn- ingu, er Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins. Samhliða tilboðinu sem Kólfur gerði í Bláa lónið var greint frá því að hluthafar Horns II gætu gengið inn í viðskiptin á sama verði og þau byggðust á og þar með leyst til sín hlut sinn í Hvatningu og gerst beinir hluthafar að félaginu. Frestur þessara aðila til að ganga inn í við- skiptin rennur út í dag. Þegar tilkynnt var um tilboðið í haust var greint frá því að kaupverðið væri trúnaðarmál. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að til grundvallar tilboðinu liggi verðmat á Bláa lón- inu sem hljóði upp á 50 milljarða króna. Það mat byggist á tveimur aðskildum verðmötum, öðru varfærnu upp á ríflega 45 milljarða en einnig verðmati stjórnenda fyrirtækisins sem hljóði upp á 55 milljarða króna. ViðskiptaMogginn leitaði til stærstu hluthafa Horns II og spurði hvort ákvörðun lægi fyrir á þeirra vettvangi um hvort þeir hygðust halda í eignarhlut sinn í Bláa lóninu. Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður, sem hvor um sig halda á 18,17% hlut í Horni II, sögðu að ákvörðun lægi ekki fyrir um það að svo stöddu. Sömu sögu var að segja af Almenna lífeyrissjóðnum, sem heldur á 4,68% hlut, Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda sem á 5,85% og Frjálsa lífeyrissjóðnum sem fer með 3,22% hlut. Að sögn forsvarsmanna sjóðanna yrði ákvörðun tekin í dag. ViðskiptaMogginn leitaði einnig til Lands- bankans sem fer með 7,66% hlut í Horni II og spurði hvort bankinn hygðist halda í eignarhlut sinn í Bláa lóninu. Upplýsingafulltrúi bankans sagði ekki mögulegt að veita svör við spurn- ingum blaðsins í gær. Þá var ekki mögulegt að fá svör frá tryggingafélaginu VÍS, sem heldur á 5,38% hlut í Horni II, hvort félagið hygðist ganga inn í kauptilboð Kólfs. Í ársreikningi Horns II fyrir árið 2017 var hlutur sjóðsins í Hvatningu metinn á ríflega átta milljarða króna. Miðað við verðmatið sem liggur til grundvallar tilboðinu sem Kólfur gerir í hlut- inn hefur hluturinn vaxið um nærri tvo milljarða á árinu 2018. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stórir eigendur að Bláa lóninu þurfa að svara því í dag hvort þeir gangi inn í kauptilboð Kólfs hf. að ríflega 19% hlut í fyrirtækinu sem metið er á 50 milljarða króna. Ljósmynd/Garðar P. Vignisson Bláa lónið hf. er metið á allt að 55 milljarða. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 31.7.‘18 31.7.‘18 30.1.‘19 30.1.‘19 1.596,39 1.705,29 140 135 130 125 120123,25 137,05 Í kjölfar mikilla skipulagsbreytinga sækir Oddi nú fram á umbúðamark- aði. Kristján Geir Gunnarsson, for- stjóri fyrirtækisins, segir mörg tæki- færi á markaðnum nú þegar fyrirtækið hefur snúið sér frá fram- leiðslu umbúða og miðlar nú vörum frá fjölmörgum birgjum í Skandinav- íu og víðar. Oddi hefur nú kynnt til sögunnar nýja vöru sem Kristján Geir segir að feli í sér tækifæri til að útrýma frauðplasti í tengslum við matvælaframleiðslu. „Við höfum núna tekið í sölu pappakassa sem við höfum þróað í samstarfi við Storaenso, sem er sænskt stórfyrirtæki. Kassarnir eru vatnsheldir og eru hugsaðir m.a. til útflutnings á ferskum matvælum. Þeir geta m.a. nýst mjög vel í fisk- útflutningi. Þessir kassar leysa í raun af hólmi frauðplastskassa sem hafa verið ráðandi á þessum mark- aði.“ Oddi hefur unnið að þróun þessara kassa hér á landi í samstarfi við útgerðarfélagið Vísi. Segja frauðplasti stríð á hendur Morgunblaðið/RAX Kristján Geir tók við sem forstjóri Odda á fyrri hluta síðasta árs. Oddi vinnur að þróun um- hverfisvænna lausna sem nýtast munu víða í atvinnu- lífinu á komandi árum. 8 Það er með MEB-bílgrindinni sem Volkswagen-samsteypan ætlar sér að öðlast yfir- burðastöðu á raf- bílamarkaði. Óstöðvandi raf- mögnuð bílgrind 10 Nýjustu fréttir af rekstri lág- gjaldaflugfélagsins ættu að fá fjarfesta til að vilja festa sætis- ólarnar mjög ræki- lega. LEX: Norwegian Air í lágflugi 11 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.