Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 7

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 7 Snjall og snjöll ný hugbúnaðarlausn Upplýsingar í skýinu Tölvupóstur með lotustýringu Rauntíma- skráning hráefna Gufunes, 112 Reykjavík Sími 577 5757 – gamur@gamur.is Tæknivæðum sorpmálin Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Jafnt og þétt fjölgar þeim sjávar- útvegsfyrirtækjum sem hafa tekið skinnpakkningatækni (e. Skin Pack) í sína þjónustu. Blámar var með þeim fyrstu til að bjóða upp á skinnpakk- aða fiskbita en í dag selur fyrirtækið íslenskan fisk í neytendapakkningum í fjölda verslana í Hong Kong, og í vor verða vörur Blámars komnar í 200 matvöruverslanir á meginlandi Kína. Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmda- stjóri Blámars, segir skinnpakkning- arnar m.a. hafa þann kost að halda óæskilegum efnum vel frá fiskinum. „Það kemst ekkert inn í pakkninguna og eykur það bæði ferskleika og leng- ir hillulíf fisksins um allt að 2-4 daga,“ útskýrir hún og bætir við að frá því Blámar hóf að nota skinn- pakkningar árið 2015 hafi þessi teg- und umbúða breitt hratt úr sér um matvælageirann. „Ég man að þegar fyrirtækið var nýstofnað og ég heim- sótti sjávarútvegssýninguna í Bruss- el þá sá maður þetta varla, en í dag er allt morandi í skinnpökkuðum vörum. Þróunin er ekki bara bundin við sjávarútveginn og núna er hægt að finna mikið af skinnpakkaðri kjöt- vöru í kælum íslenskra matvöru- verslana.“ Lengra hillulíf kemur sér vel þegar flytja þarf fiskinn hinum megin á hnöttinn en Valdís bendir á að við- skiptavinurinn geti líka handfjatlað vöruna með öðrum hætti og fengið betri tilfinningu fyrir ferskleikanum á meðan hann velur hvaða matvöru á að raða í innkaupakörfuna. „Þá er skinnpakkningin notendavæn og verndar t.d. fiskbitann í afþíðingu, og allt annað en við áttum að venjast í gamla daga þegar mamma geymdi 5 kg poka af frosinni ýsu í frystinum og tók út eitt flak á morgnana til að láta þiðna yfir daginn ópakkað og óvarið.“ Ekki ný tækni Magnús Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri Multivac ehf. en það er þýska fyrirtækið Multivac sem fram- leiðir Skin Pack-tæki Blámars og plastumbúðirnar sem nota þarf við pökkunina. Hann segir að tæknin sé ekki ný af nálinni og að fyrstu Skin Pack-vélarnar hafi komið á mark- aðinn fyrir tæplega þremur áratug- um. „Vinsældirnar hafa gengið í bylgjum en á síðustu fimm árum hafa þessar umbúðir náð miklu flugi.“ Pökkunarvélar Multivac virka þannig að vörunni er komið fyrir á stífri undirfilmu og mjúk yfirfilma lögð yfir. „Um leið og pakkningin er lofftæmd er yfirfilman hituð upp og blásið yfir vöruna svo að hún mýkist og leggst þétt upp að bæði vörunni og undirfilmunni,“ útskýrir Magnús. Hann segir skinnpakkningu m.a. hafa þann kost að þola betur hnjask. „Ef viðskiptavinur handfjatlar t.d. frosinn fiskbita í venjulegum loft- tæmdum umbúðum og hendir síðan aftur ofan í frystinn í matvöruversl- uninni, þá getur myndast lítið gat sem hleypir lofti inn. Smám saman leitar meira loft inn um gatið og um- lykur fiskinn svo hann tekur að skemmast. Í skinnpakkningum ger- ist þetta síður því filman liggur svo þétt upp að vörunni að það litla súr- efni sem kemst í gegn nær ekki að dreifa sér.“ Aðspurður segir Magnús að Multi- vac-vélarnar séu ekki mikið dýrari en aðrar vélar fyrir lofttæmda pökkun. „Þá geta vélarnar sem við seljum í dag bæði skinnpakkað, vakúm- pakkað og gert loftskiptar umbúðir.“ Segir hann að kílóverð umbúðanna sé svipað og ef notaðar væru dæmigerð- ar lofttæmdar umbúðir en ögn meira magn af plasti þurfi í hverja pakkn- ingu. Kaupandinn sér fiskinn betur Ópal Seafood er einn af nýjustu viðskiptavinum Multivac. Þar er uppistaðan í framleiðslunni reyktur lax og bleikja, bæði í bitum og sneið- um. Birgir Sævar Jóhannsson er einn af eigendum þessa smáa fjölskyldu- fyrirtækis og segir hann ástæðuna fyrir því að skipt var yfir í skinnpakn- ingar vera æ strangari kröfur um innihaldsefni umbúða. „Í nærri hálfa öld hefur tíðkast að pakka reyktum laxi í vakúmpoka með spjaldi, en allt- af verið deilt um hvaða efni eru notuð í spjöldin. Eru spjöldin sem fram- leidd eru í sumum löndum ekki leyfð í öðrum og gera t.d. Bandaríkin mjög stífar kröfur um hvers konar vottanir þurfa að fylgja laxaspjöldunum. Með því að nota skinnpakkningu erum við laus við þennan vanda enda engar deilur um plastefnin sem notuð eru í umbúðirnar: þær innhalda engin efni sem ekki mega komast í snertingu við matvæli og hægt að eyða þeim eða endurvinna á öruggan hátt.“ Birgir starfaði á sínum tíma hjá SÍF í Frakklandi og minnist hann þess að þar hafi verið til skinnpökk- unarvélar frá fyrirtækinu Dixie og voru þær lítið notaðar. „Bæði hefur greinin áttað sig betur á eiginleikum þessara umbúða og neytendur orðnir vanari skinnpakkningu, en svo eru vélarnar líka orðnar nettari og not- endavænni. Var það t.d. áður tveggja manna verk að skipta um umbúðir, en það er á færi eins starfsmanns í dag.“ Bætir Birgir við að fiskurinn líti betur út skinnpakkaður: „Neytand- inn sér vöruna betur í umbúðunum og hann á auðvelt með að opna hana með einu handtaki frekar en að þurfa að nota skæri eins og ef um væri að ræða lofttæmdar umbúðir af eldri gerðinni.“ Notar Ópal svarta undirfilmu og aðspurður hvort einhver hætta sé á að neytendur muni sakna gyllta pappaspjaldsins segist hann ekki eiga von á því og reyktur fiskurinn taki sig vel út á svörtum bakgrunni. „Ástæðan fyrir því að langflestir framleiðendur hafa notað spjöld sem eru gyllt öðrum megin og silfruð hin- um megin er ekki sú að þau séu svo fín, heldur að þau eru einfaldlega ódýrasti kosturinn.“ Fallegri vara og með lengra hillulíf Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skinnpakkningar hafa breiðst hratt út í sjávar- útvegi enda þykir þessi tegund umbúða vernda vöruna betur. Morgunblaðið/Hari Birgir Sævar Jóhannsson hjá Ópal Seafood með vörur úr reyktum laxi, tilbúnar fyrir skinnpökkun í nýju vélinni. Valdís Fjölnisdóttir Magnús Sigurðsson Afurðaverð á markaði 30. janúar 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 292,24 Þorskur, slægður 339,57 Ýsa, óslægð 275,96 Ýsa, slægð 255,42 Ufsi, óslægður 61,26 Ufsi, slægður 111,93 Gullkarfi 137,41 Blálanga, óslægð 27,00 Blálanga, slægð 269,81 Langa, óslægð 174,44 Langa, slægð 175,91 Keila, óslægð 74,60 Keila, slægð 92,25 Steinbítur, óslægður 178,25 Steinbítur, slægður 226,71 Skötuselur, slægður 447,36 Grálúða, slægð 287,11 Skarkoli, slægður 274,46 Þykkvalúra, slægð 534,95 Bleikja, flök 1.501,33 Gellur 845,00 Grásleppa, óslægð 43,93 Hlýri, slægður 198,93 Hrogn/þorskur 422,06 Hvítaskata, slægð 12,00 Lúða, slægð 403,39 Lýsa, óslægð 74,64 Lýsa, slægð 129,98 Náskata, slægð 10,00 Rauðmagi, óslægður 153,63 Skata, óslægð 11,00 Skata, slægð 52,18 Tindaskata, óslægð 11,00 Undirmálsýsa, óslægð 172,26 Undirmálsýsa, slægð 137,00 Undirmálsþorskur, óslægður 165,04 Undirmálsþorskur, slægður 174,81

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.