Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019VIÐTAL að þjóna sem stærstum markaði. Það hefur reynst okkur gríðar- lega erfitt, ekki síst vegna þess að launakostnaður hér er mun hærri en í þeim löndum sem við erum að keppa við.“ Bendir Kristján Geir á að þar sé munurinn oft ótrúlegur. Þann- ig séu lágmarkslaun hér í einhverjum tilvikum fimm- til sexfalt hærri en í löndum þar sem álíka framleiðsla fer fram. „Við stóðum því frammi fyrir því að lækka framleiðslukostn- aðinn mikið en launakostnaðinn enn frekar. Það hefði kallað á gríðarlega fjárfestingu, enda búnaðurinn í mörgum tilvikum kom- inn til ára sinna. Ég tel að við hefðum þurft að fjárfesta fyrir fimm til sex milljarða króna ef við hefðum ætlað að henda okkur út í þennan slag. Það var hins vegar rétt ákvörðun að mínu mati að velja aðra leið.“ Einn Oddi Meðal þeirra áskorana sem Kristján segir að hafi mætt honum þegar hann mætti til starfa hjá Odda hafi verið að sameina starfs- fólk fyrirtækisins undir einu merki. „Ég er í raun algjör nýliði á vettvangi Odda. Þrjú ár eru mjög Prentsmiðjan Oddi er fyrirtæki sem flestir ef ekki allir Íslend- ingar þekkja. Fyrirtækið hefur í nærri áttatíu ár verið umsvifa- mikið á sviði prentunar af mörgu tagi. En á umliðnum árum hefur fréttaflutningur af fyrirtækinu fyrst og fremst beinst að rekstrar- erfiðleikum þess og oftar en einu sinni hafa borist fréttir af upp- sögnum starfsfólks þess. Að baki þessum fréttum liggur stærri og meiri saga af fyrir- tæki sem á síðustu árum hefur tekið stakkaskiptum á breyttum markaði. Á fyrri hluta síðasta árs tók Kristján Geir Gunnarsson við starfi forstjóra fyrirtækisins. Hann hafði þá í tæp tvö ár gegnt starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins en í það starf kom hann frá Nóa Síríusi. Kristján segir að sig hafi í engu tilliti grunað hvaða verkefni biði hans þegar hann tók ákvörðun um að söðla um og ráða sig til Odda árið 2016. „Þetta hefur reynst stærra verkefni og öðruvísi en mig grun- aði. En Oddi var kominn í erfiða stöðu af ýmsum ástæðum. Þáver- andi forstjóri var búinn að leggja ákveðna línu um hvernig við ætluðum að koma félaginu úr henni þegar mér var óvænt falið að taka við keflinu. Það hefur verið afar krefjandi en ég hef mikla trú á því að nú séum við komin á rétta braut með fyrirtækið. Það hef- ur hins vegar kostað mikið átak og við höfum í raun og veru gjör- breytt fyrirtækinu frá því sem áður var.“ Og það er ekki ofsögum sagt að síðustu ár hafi reynst Odda mótdræg. Á árunum 2016 og 2017 reyndist uppsafnað tap af rekstrinum ríflega 580 milljónir króna. Kristján Geir segir að nauðsynlegt hafi verið að stíga fast inn í þá stöðu sem fyrirtækið var komið í. „Ég er sannfærður um að ef við hefðum ekki ráðist í þær breyt- ingar sem við gerðum þá væri Oddi í raun ekki til í dag. Í raun gjörbreytum við félaginu og það hefur mikil áhrif, bæði á starfs- fólk og fyrirtækið sem slíkt en til lengri tíma litið er það jákvætt skref fyrir fyrirtækið.“ Starfsfólki fækkað um 70% Til marks um þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa á félaginu á fáum árum er sú staðreynd að árið 2013 störfuðu yfir 400 manns hjá félaginu en í dag eru um 120 manns á launaskrá hjá því. „Oddi var hefðbundið framleiðslufyrirtæki í íslenskum iðnaði. Í dag fellur aðeins lítill hluti starfseminnar undir þá skilgreiningu. Við erum enn með talsverða framleiðslu í prentinu en frá þeirri starfsemi höfum við um þriðjung teknanna. Tveir þriðju hlutar teknanna koma hins vegar frá umbúðasölu en ólíkt því sem áður var framleiðum við þessar umbúðir ekki lengur. Nú seljum við framleiðslu að utan en virðisauki viðskiptavina okkar kemur fram í ráðgjöf okkar, þekkingu, reynslu og þjónustu.“ Hin mikla fækkun starfsfólks sem orðið hefur á síðustu árum hefur kallað á sársaukafullar aðgerðir sem Kristján segir að ekki hafi verið teknar nema að vel yfirlögðu ráði. Þar hafi fyrst og síð- ast verið hugað að því að skilja af virðingu við það starfsfólk sem segja þurfti upp. „Þetta var flókið og vandasamt verkefni. En við gerðum þetta í góðu samráði við Vinnumálastofnun og stéttarfélögin. Það var eftirtektarvert að sjá hversu faglega var unnið af þeirra hálfu, Eflingar, VR og Grafíu, og sómi að fyrir þá aðila sem komu að erf- iðu máli.“ Löng saga margra sameininga Sú grundvallarbreyting sem orðið hefur á fyrirtækinu speglast ekki síst þegar skyggnst er yfir sögu þess tvo áratugi aftur í tím- ann. Þannig breyttist Oddi á löngum tíma úr hreinu prentfyrir- tæki í umsvifamikið fyrirtæki í umbúðaframleiðslu. Stærstu skrefin í þá átt voru tekin með kaupum á Plastprenti og Kassa- gerðinni eftir aldamótin síðustu. „Þessi þróun átti sér stað hjá mörgum prentsmiðjum á þessum tíma, kannski ekki síst vegna þess að prentið var að gefa eftir. Þetta var því að mörgu leyti rökrétt leið til þess að viðhalda stærð fyrirtækisins og umsvifum. En nú er samkeppnin gríðarlega hörð og þetta er framleiðsla sem byggist öll á stærðarhagkvæmni og skammur starfsaldur í þessu fyrirtæki sem hefur á að skipa gríðarlega reynslumiklu fólki. En þegar ég kom fannst mér ég hitta Gutenberg-fólk, Kassagerðar-fólk, Plastprents-fólk og svo Odda-fólk. Það skýrðist m.a. af því að fyrirtækið var með starf- semi á fjórum mismunandi stöðum en kannski líka vegna þess að verkefnin voru mismunandi. En við settum í gang verkefnið „Einn Oddi“ og það hefur gengið mjög vel að breyta vinnustaða- menningunni í þá átt. Það er auðvitað verkefni sem heldur áfram en það var mjög mikilvægt vegna þeirra stóru breytinga sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum.“ Kristján Geir orðar það sem svo að nú sé Oddi í hálfleik. Það skýrir hann á þann veg að þær miklu breytingar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum í tengslum við umbúðahluta starfseminnar séu nú að mestu um garð gengnar og að nú stefni fyrirtækið fram á markaðinn, sterkara en áður. Seinni hálfleikurinn feli í raun í sér sóknarbolta öðru fremur. „Við tókum ákvörðun um að þessar miklu breytingar yrðu af- staðnar í lok 2018. Það hefur að mestu tekist þótt enn sé verið að greiða úr ákveðnum þáttum. Það er erfitt fyrir óþolinmóðan mann en það er nauðsynlegt að stíga tvö skref aftur á bak og átta sig á að fyrirtækið komst ekki í þá erfiðu stöðu sem það lenti í á skömmum tíma. Á sama hátt verður stöðunni ekki snúið við á einni nóttu.“ Stórt skref stigið í gær Í gær var svo boðað til starfsmannafundar í Odda þar sem stórt skref inn í seinni hálfleikinn var stigið. Þar var sú ákvörðun stjórnar félagsins tilkynnt að skipta félaginu upp í tvær sjálf- stæðar rekstrareiningar. „Þessi ákvörðun hefur nú verið tekin til þess að láta aðskilda þætti starfseminnar njóta sín og til þess að hægt verði að halda fókus á grunnþætti hvors um sig. Þannig höfum við ákveðið að prenthluti starfseminnar verði rekinn í félagi sem nefnast mun Komin á beinu brautina í ” Núna erum við að sækja út á mark- aðinn og þar nýtum við þann mikla mannauð sem hér er að finna. Þar ræður mjög miklu sú þekking á mark- aðnum sem fólk hefur og gríðarlega sterkt tengslanet. Oddi er sterkt vöru- merki og verður það áfram þótt eðli starfseminnar hafi breyst. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Oddi er eitt af hinum rótgrónu iðnfyrirtækjum á Íslandi sem staðið hafa frammi fyrir miklum áskorunum á síðustu árum í kjölfar alþjóðavæð- ingar og harðnandi samkeppni að utan. Á síð- ustu misserum hefur Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri fyrirtækisins, unnið hörðum höndum að því ásamt samstarfsfólki sínu að tryggja sam- keppnishæfni fyrirtækisins. Það hefur kallað á stórar og oft og tíðum sársaukafullar aðgerðir. Hann segir að nú stefni fyrirtækið á sókn á ís- lenskum markaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.