Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 9VIÐTAL
Prentsmiðjan Oddi en að umbúðahlutinn verði undir heitinu
Kassagerð Reykjavíkur.“
Kristján Geir segir að þessi breyting sé eðlilegt framhald af því
ferli sem fyrirtækið hefur verið í á undanförnum árum.
„Þarna er annars vegar um framleiðslufyrirtæki að ræða og
hins vegar innflutningsfyrirtæki. Við erum sannfærð um að með
því að skipta félaginu upp í þessar einingar verði þær sín í hvoru
lagi sterkari en sameinaðar.“
Spurður út í hvort þessi ráðstöfun gangi ekki í berhögg við
markmiðið sem kennt var við „Einn Odda“ segir Kristján Geir að
svo sé ekki.
„Einn Oddi var mikilvægt skref í átt að því að styrkja vinnu-
staðamenninguna og tryggja að við gengjum í takt. Afrakstur
þeirrar vinnu leiðir nú til þessarar ákvörðunar sem ætlað er að
styrkja reksturinn enn frekar.“
Yfir Prentsmiðjunni Odda verður Júlíus Ásbjörnsson fram-
kvæmdastjóri og Oddgeir Þór Gunnarsson mun taka við Kassa-
gerð Reykjavíkur. Kristján Geir verður hins vegar forstjóri
þeirra beggja.
Þó svo að breytingin sjálf hafi verið kynnt innanhúss í gær mun
breytingaferlið sjálft taka lengri tíma og er gert ráð fyrir að það
muni klárast á fyrri hluta þessa árs. Kristján Geir segir að mikil-
vægt hafi verið að kynna breytinguna og vinna hana í góðu sam-
ráði og samvinnu við starfsfólk til að tryggja að hún gangi vel eft-
ir og nái markmiðum.
Tryggðu samstarf við öfluga birgja
Þegar ákvörðun lá fyrir um að umbúðaframleiðslunni hér
heima yrði hætt tók við flókið ferli sem annars vegar fólst í því að
losa fyrirtækið við húsnæði og hins vegar þann framleiðslubúnað
sem hægt var að koma í verð. Þá reyndist einnig nauðsynlegt að
tryggja öflugt samstarf við trausta birgja erlendis.
„Það tókst mjög vel og við erum í samstarfi við mjög öflug
fyrirtæki erlendis sem tryggja að vörulínan okkar sé sem sterk-
ust. Það var eitt af því sem ég tók strax eftir þegar ég kom til
Odda að fyrirtækið seldi bara vöru sem það framleiddi sjálft. Það
gerði það að verkum að vöruframboðið var mjög takmarkað og
mætti ekki þörfum viðskiptavinanna nægilega. Með því að færa
framleiðsluna út úr fyrirtækinu erum við að bjóða mun víðtækari
þjónustu í raun og framleiðsluvöruna erum við að sækja til
margra landa, Eystrasaltsríkjanna, Svíþjóðar, Póllands og allt til
Kína.“
Þótt enn sé verið að hnýta lausa enda við endurskipulagningu
fyrirtækisins segir Kristján Geir að fyrirtækið sé að hefja seinni
hálfleikinn nú þegar.
„Núna erum við að sækja út á markaðinn og þar nýtum við
þann mikla mannauð sem hér er að finna. Þar ræður mjög miklu
sú þekking á markaðnum sem fólk hefur og gríðarlega sterkt
tengslanet. Oddi er sterkt vörumerki og verður það áfram þótt
eðli starfseminnar hafi breyst. Við erum að þjónusta sama við-
skiptamannahópinn en við gerum það betur og við náum einnig til
fleiri viðskiptavina með fjölbreyttari þarfir.“
Vöruþróun og umhverfislausnir
Hann segir að með samstarfi við erlenda birgja, sem starfi á
margfalt stærri markaði en þeim íslenska, sé mögulegt að ráðast í
vöruþróun sem nær ómögulegt væri fyrir Odda að sinna að öðrum
kosti. Þannig sé talsverð vöruþróun í umbúðaframleiðslu um
þessar mundir. Og nú er Oddi að kynna til sögunnar nýja vöru
sem Kristján Geir segir að geti valdið straumhvörfum þegar kem-
ur að matvælaframleiðslu og umhverfisvernd.
„Við höfum núna tekið í sölu pappakassa sem við höfum þróað í
samstarfi við Storaenso, sem er sænskt stórfyrirtæki. Þessir
kassar eru vatnsheldir og eru hugsaðir m.a. til útflutnings á
ferskum matvælum. Þeir geta m.a. nýst mjög vel í fiskútflutningi.
Þessir kassar leysa í raun af hólmi frauðplastkassa sem hafa verið
ráðandi á þessum markaði. Reyndar einskorðast notkunin í dag
við fisk sem fluttur er út í skipum því flugfélögin stóla á frauð-
plastkassana en það gæti breyst. En með þessari nýju tegund er
hægt að losna við frauðplastið að stórum hluta í þessum útflutn-
ingi og það skiptir miklu máli enda allir sammála um að það sé
mikill skaðvaldur fyrir umhverfið.“
Kristján Geir segir að tilraunir hafi verið gerðar með þessa
nýju tegund kassa, m.a. í farsælu samstarfi við Vísi í Grindavík,
og að allar mælingar sýni að þessi flutningsmáti tryggi gæði og
endingu. Þá séu fleiri útgerðarfélög að skoða þann möguleika að
taka þessa vöru í sína þjónustu.
„Það hefur líka ótvíræðan kost í för með sér að þegar umbúð-
irnar eru fluttar á staðinn taka þær lágmarkspláss því kassarnir
eru settir saman á pökkunarstaðnum. Þegar notast er við frauð-
plast eru þeir kassar framleiddir og fluttir á staðinn og því er í
raun verið að flytja óheyrilegt magn af lofti. Flutningarnir í rúm-
máli talið eru því mun hagkvæmari með þessari umhverfisvænu
lausn.“
Annað dæmi um vel heppnaða vöruþróun er tilraunaverkefni
með Friðheimum sem eru þessa dagana að prófa umhverfisvænar
umbúðir utan um tómata sem hafa áður verið í plastglösum, en
með hraðri þróun í umhverfisvænum lausnum var hægt að skipta
plastinu út fyrir umhverfisvænan kost sem passar mjög vel að
stefnu og starfsemi Friðheima,
Í verkefnum af þessu tagi sér Kristján Geir tækifæri og hann
segir að þau einskorðist ekki við sjávarútveginn.
„Sjávarútvegsfyrirtækin eru stærstu viðskiptavinir okkar en
þeir eru fáir. En við erum að þjónusta ótrúlega fjölbreyttan hóp
fyrirtækja, m.a. í annarskonar matvælaframleiðslu, byggingar-
geirann í víðum skilningi, svo einhver dæmi séu tekin. Með nýrri
stefnu Odda hef ég haft það að markmiði að færa starfsfólkinu
okkar ný vopn í hendur til þess að sinna þessum viðskiptavinum
og tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á komandi árum.“
Morgunblaðið/RAX
kjölfar mikilla breytinga
Þau miklu umskipti sem Oddi hefur gengið í gegnum á síðustu árum hafa falið í sér erfiðar
ákvarðanir og til marks um það hefur fyrirtækið oftar en einu sinni þurft að ráðast í það
sem kallað er fjöldauppsagnir á íslenskum vinnumarkaði.
„Það eru erfiðustu ákvarðanir sem forsvarsmenn fyrirtækja taka og þær eru ekki teknar
af neinni léttúð. En þegar við áttuðum okkur á því að það þyrfti að ráðast í miklar breyt-
ingar á mannahaldi var það alltaf númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að skilja vel við það
starfsfólk sem sagt var upp. Ég vona að það hafi lánast vel og við höfum reynt að útskýra
nákvæmlega fyrir fólki af hverju þessar ákvarðanir hafa verið teknar.“
Kristján Geir segir að sá veruleiki sem mörg íslensk iðnfyrirtæki hafi staðið frammi fyrir í
þessum efnum á síðustu árum hafi ekki alltaf náð eyrum þeirra sem helst þyrfti. Þannig
rifjar hann upp að skömmu eftir að Oddi tilkynnti uppsögn tuga starfsmanna hafi hann
sótt Iðnþing Samtaka iðnaðarins, þar sem Oddi er meðal félagsmanna.
„Það var í raun ótrúlegt að koma á þetta þing. Þar var verið að ræða nýsköpun, en það
var engu orði vikið að þeirri stöðu sem uppi var hjá okkur og mörgum öðrum fyrirtækjum
sem áttu í miklum erfiðleikum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þegar ég áttaði mig á að
það var enginn með hugann við þessa staðreynd gerði ég það sem ég hélt að ég myndi
aldrei gera. Ég einfaldlega gekk út af þinginu. Mér fannst það ekki lýsa miklum skilningi á
stöðu mikilvægra iðnfyrirtækja að tala ekkert um þetta og þetta voru vonbrigði enda hef
ég starfað í íslenskum iðnaði nær alla mína tíð.“
Flókið breytingaferli
Það vakti allnokkra athygli þegar tilkynnt var í lok september 2017 að Oddi hefði ákveðið að
hætta prentun innbundinna bóka. Kristján Geir segir að þar hafi hins vegar verið um óveru-
legan hluta af framleiðslu fyrirtækisins að ræða. Hins vegar hafi ekki verið forsvaranlegt að
halda starfseminni áfram þar sem tap hafi verið af henni svo árum skipti.
„Innlendir bókaútgefendur höfðu snúið sínum viðskiptum nær alfarið til útlanda og þeir
nýttu sér þessa þjónustu helst þegar þurfti að tryggja aukaupplag af bókum í nóvember og
desember. En það getur enginn haldið úti rekstri á slíkum forsendum. Því ákváðum við að
loka. En það voru fleiri þættir sem spiluðu inn í, við vorum til dæmis að missa marga mjög
góða bókagerðarmenn á eftirlaun og þetta er mjög vandasamt handverk.“
Kristján Geir segir að það hafi verið stór ákvörðun að hætta þessari framleiðslu, enda var
Oddi eina fyrirtækið hér á landi sem prentaði harðspjaldabækur.
„Það er hins vegar umhugsunarefni að bókaútgefendur hafi ekki staðið vörð um þessa
framleiðslu hér heima. Auk þess er mikilvægt að taka inn í reikninginn að prentkostnaður er
aðeins um 4-8% af útsöluverði bóka og því finnst mér að menn hefðu mátt hugsa þetta að-
eins lengra. Ekki þannig að við hefðum átt að þiggja einhverja ölmusu heldur vegna þess að
það sem gerir bók íslenska er ekki bara það sem í henni stendur, prentunin er einnig hluti af
því að mínu mati.“
Kristján Geir segir að samkeppnin að utan hafi verið mjög hörð en þá hafi ekki heldur
hjálpað til að hinum megin borðsins var einn kaupandi sem var miklu stærri en allir hinir.
„Okkur var auðvitað boðið að borðinu, en við gátum ekki keppt á þessu verði. Það hafði
líka áhrif að eitt forlagið er langstærst og það hefur mjög sterka samningsstöðu. Það er í
raun fákeppni á þeim enda markaðarins, sem er ekki gott mál.“
Tiltekin breyting sem
vakti hörð viðbrögð