Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 11
2021. Heimildarmaður sem þekkir áætlanir VW segir fyrirtækið hafa fækkað mjög þeim vinnustundum sem fara í smíði rafbílagrindar- innar, og með því lækkað fram- leiðslukostnaðinn um 35%. Þessi sami heimildarmaður seg- ir að það taki á bilinu 26 til 32 klukkustundir að smíða bíla með bensín- eða díselvél en ekki nema 16 tíma að setja saman ökutæki með rafmagnsbílgrind. Markmiðið er að innan örfárra ára verði búið að minnka vinnuna við hvern bíl enn frekar, eða niður í aðeins 10 klukkustundir. Takist það mun VW geta sett á markað ódýran rafbíl jafnvel strax árið 2023 og selt á aðeins 18.000 evrur, sem er einn þriðji af því sem Tesla Model 3 kostar í Þýskalandi í dag. „Það væri eins og rafvædd út- gáfa af T-Roc,“ segir sami heimild- armaður og vísar þar til sportjepp- ans sem VW smíðar. „Til að ná verðinu niður í 18.000 evrur þarf að setja bílinn saman á 10 klukkustundum.“ Volkswagen ætlar ekki að gefa hlut sinn á bílamarkaði eftir svo auðveldlega. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 11FRÉTTIR Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Af síðum „Þú hefur allt of mikið gert, ungur sem þú ert,“ (e. „You‘ve done too much, much too young“) söng ska- hljómsveitin The Specials. Skilaboð lagsins eiga vel við þróun mála hjá lággjaldaflugfélaginu Norwegian Air að undanförnu. Á þriðjudag tilkynnti félagið að ráðist yrði í forgangsréttarútboð fyrir 3 miljarða norskra króna (janvirði 310 milljóna evra), en sú upphæð er á við nærri hálft markaðsvirði félagsins daginn á undan. Grípur flugfélagið til þessa ráðs til að geta staðið við skilmála lánasamninga. Er þetta í annað skiptið síðan í júní sem flugfélagið heldur forgangsréttarútboð. Reikna má með að næst verði ráðist í að skera útgjöld rækilega niður eftir mörg ár í röð þar sem flugfélagið óx af miklum krafti. Eins og ódælum unglingi er búið að banna Norwegian að fara úr herberginu sínu. En samt virðast fjárfestar ekki vilja gefa flugfélagið upp á bátinn. Kannski er skýringin sú að rekstrarmódel Norwegi- an virkaði, a.m.k. um skeið. Með því að bjóða upp á ódýr fargjöld á löngum flugleiðum tókst Norwegian að ná til sín ágætum skerf af markaðinum og gera stjórn- endum annarra flugfélaga lífið leitt. Var Norwegian t.d. svo óþægur ljár í þúfu að International Airlines Group, eigandi British Airways, reyndi ítrekað að taka flugfélagið yfir á síðasta ári. En eftir því sem meira tap varð á starfseminni, og meiri órói á verðbréfamörk- uðum, fór áhuginn dvínandi. Það að IAG skyldi í síðustu viku ákveða að fúlsa við yfirtökusamningi bendir til að samsteypan óttist að þessi evrópska tilraun með ódýr flugfargjöld á löngum flugleiðum sé senn á enda. Það styður við þessa skoð- un að Norwegian greindi einnig frá því á þriðjudag að meira tap hefði orðið á rekstrinum en nokkru sinni áð- ur. Lággjaldaflugfélög sem þjónusta styttri flugleiðir, s.s. Ryanair, tekst að viðhalda forskoti á keppinauta sína með því að nýta flugvélaflota sinn betur. Sam- kvæmt útreikningum Bernstein tekst þeim að ná í kringum 11 klst. af fartíma (e. block hours) út úr hverri vél á hverjum sólarhring á meðan hefðbundnu flugfélögin ná 9 klst. að jafnaði. Þetta rekstrarmódel virkar ekki eins vel þegar langt er á áfangastað. Raun- ar er nýtingin á vélum Norwegian á lengri leggjum svipuð og hjá keppinautum á borð við British Airways. Bestu fréttirnar sem hluthafar gætu fengið væri ef flugfélagið yrði tekið yfir. Það kann að skýra hvers vegna hlutabréfaverðið lækkaði tiltölulega lítið á þriðjudag, eða um 15%. Nú þegar IAG er ekki lengur inni í myndinni blasir ekki við hver kaupandinn gæti verið. Næst er að sjá hvort Norwegian nær að greiða skuldabréf sem eru á gjalddaga í nóvember á þessu ári. Einhver virðist hafa trú á að það takist því að ávöxtunarkrafa þessara skuldabréfa lækkaði niður í 9% á þriðjudag, en var áður 30%. Að því gefnu að for- gangsréttarútboðið heppnist vel þá er Norwegian ekki á förum alveg strax. Þeir sem hafa sínar efasemdir ættu að fylgjast með frá flugstöðinni hvort flug- félaginu tekst að hefja sig á loft. LEX Norwegian Air: á hengi-flugi ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Volkswagen tók forystuna í að deila bílgrindum sínum með öðr- um framleiðendum eftir að hafa stækkað í marga áratugi og sölsað undir sig Seat, Skoda, Bentley, Lamborghini og Porsche. Í dag ræður VW-samsteypan yfir 12 vörumerkjum, á meðan t.d. fimm merki heyra undir Toyota og fjögur undir General Motors. Með því að láta ólíkar gerðir bifreiða deila sömu bílgrindinni má spara peninga, en hætt er við einsleitni þar sem allir bílarnir gætu virst sem steyptir í sama mótinu. Gagnrýnendur þessarar nálgunar hafa uppnefnt þetta sem „merkja-bílsmíði“ vegna þess hve lítill munur getur verið á bílunum, annar en nafnið sem þeim er gefið. Á 10. áratugnum gekk VW skrefinu lengra með þessa hug- mynd, með nokkurs konar „ein- inga“-framleiðslu á grunni MQB- bílgrindarinnar fyrir sprengi- hreyfilsbifreiðar. Í stað þess að samnýta bara ákveðna parta þá eiga bílar sem smíðaðir eru ofan á MQB-grindina „ákveðin stærðarhlutföll“ sameiginleg, að sögn Julie Boote, marskaðs- greinanda hjá Pelham Smithers. Þetta þýðir að hluti innvolsins í mörgum tegundum bíla er svipað, og samsetning bílanna ekki ósvipuð því hvernig Lego- kubbum er púslað saman. Að sögn Barclays gerði þetta VW fært að ná tveimur mark- miðum sem virðast stangast á: að draga úr framleiðslukostnaði en á sama tíma auka hjá sér úr- valið. „Fólk sem ekki er sérfræð- ingar í bílsmíði einblínir á þá íhluti sem bílarnir eiga sameig- inlega, en það sem skiptir mestu máli er hvernig samsetn- ingin er svipuð á milli ólíkra teg- unda,“ segir Ron Harbour, fram- leiðsluráðgjafi hjá Oliver Wyman. „Það er mjög lítið um það að mismunandi bíltegundir deili sömu íhlutunum, en uppbygging bifreiðanna – hvernig þeim er púslað saman – er mjög svipuð. Og það er þannig sem tekst að spara við framleiðsluna.“ Reistu heimsveldi á grind VW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.