Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 13SJÓNARHÓLL Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: BÓKIN Þetta hendir flesta einhvern tíma á lífsleiðinni: jafnvel þó að vinnan sé ánægjuleg, vinnufélagarnir skemmti- legir og kaupið ágætt, þá heyrist lítil rödd segja: er þetta staðurinn þar sem ég vil vera? Ef ég lít til baka, í hárri elli, mun ég kannski óska þess að ég hefði ekki varið árum mínum hér, af öllum stöðum? Flestir myndu segja að Emma Rosen hafi verið á afskaplega góðum stað í lífinu þegar þessar hugsanir byrjuðu að sækja á hana. Með góða menntun í farteskinu hafði hún komist í gegnum erfiða síu inn í prýðilegt starf í bresku stjórn- sýslunni. En eitthvað var ekki eins og það átti að vera, og Rosen ákvað að taka nýja stefnu. Henni hugkvæmd- ist afskaplega sniðug leið til að finna draumastarfið: hún skyldi taka sér árs „frí“ og nota tímann til að spreyta sig á miklum fjölda mismunandi starfa. Varla er nokkur vafi á að það hefur vakað fyrir Rosen allan tímann að skrifa bók um uppátækið, en það breytir því ekki að útkoman er áhugavert rit um hvernig má finna gefandi starf. Bókin heitir The Radi- cal Sabbatical: The Millennial Handbook to the Quarter-life Crisis. Rosen er þeirrar skoðunar að ungt fólk í dag megi ekki bara vænta þess að skipta um starf nokkrum sinnum á lífsleiðinni, heldur að þurfa að taka alveg nýja stefnu á starfsferlinum í tví- eða þrígang. Vinnu- markaðurinn breytist í sífellu og starf sem hentar manneskju á þrítugsaldri fell- ur ef til vill ekki að þörfum mann- eskju á fimmtugsaldri. Lausnin, að mati höfundar, er ekki alltaf að segja upp ef vinnan er ekki eintómur dans á rósum. Stundum þarf að reyna að skilja hvað amar að og laga vandamálin í vinnunni. Í öðr- um tilvikum er best að segja bless og leita á önnur mið. ai@mbl.is Ef vinnan skyldi ekki vera nógu gefandi Beiting samkeppnislaga nr. 44/2005 gengur aðmiklu leyti út á að koma í veg fyrir að fyrirtæki(mis)beiti efnahagslegum styrk sínum til skaða samkeppni og hagsmuni annarra fyrirtækja og neyt- enda. Þetta má skýrlega ráða af meginákvæðum sam- keppnislaganna. Þannig kann samruni milli tveggja eða fleiri fyrirtækja að verða bannaður ef hann leiðir til um- talsverðar minnkunar á samkeppni, einkum með því að markaðsráðandi staða skapist eða styrkist. Eins leggur 10. gr. samkeppnislaga bann við samningum og sam- stilltum aðgerðum milli fyrirtækja sem eru til þess falln- ar að raska samkeppni en við mat á þessu skiptir máli hvort umrædd fyrirtæki búa yfir efnahagslegum styrk í tilteknum mæli. Loks er misnotk- un markaðsráðandi fyrirtækja á stöðu sinni bönnuð samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga. Fyrirtæki telst markaðsráðandi ef það býr yfir svo miklum efnahagslegum styrk að það getur hegðað sér að verulegu leyti án tillits til við- skiptavina, keppinauta og neyt- enda. Það er algengur misskilningur að einungis mjög stór og fjárhagslega öflug fyrirtæki geti talist búa yfir mikl- um efnahagslegum styrk. Mat á efnahagslegum styrk hvílir á því hvaða markaði fyrirtæki teljast starfa á. Ef markaður er skilgreindur með rúmum hætti er fyrirfram ólíklegt að önnur fyrirtæki en þau allra stærstu geti tal- ist búa yfir verulegum efnahagslegum styrk á þeim markaði. En sé markaður skilgreindur þröngt, t.d. sem verslun með mjög sérhæfða vöru eða sem lítið og af- markað landsvæði, geta lítil fyrirtæki með lága veltu tal- ist búa yfir verulegum efnahagslegum styrk. Þau eru stórir fiskar í lítilli tjörn. Markaður í skilningi samkeppnislaga er alltaf skil- greindur frá a.m.k. tveimur sjónarhornum. Annars veg- ar þarf að skilgreina markaðinn um þá vöru eða þjónustu sem um er að ræða. Vörumarkaður telst ná til vörunnar sem til athugunar er og allra vara sem geta talist stað- gönguvörur hennar (einkum frá sjónarhóli neytenda/ viðskiptavina). Mat á staðgöngu getur hins vegar reynst örðugt. Stundum er hægt að bera saman epli og appels- ínur og stundum ekki. Samanburður á vörum, í þeim til- gangi að mæla staðgöngu, getur farið eftir nokkrum at- riðum, t.d. verði vöru, eiginleikum hennar, hvernig til stendur að nota hana o.s.frv. Niðurstaða um staðgöngu- mat byggist yfirleitt á heildstæðu mati nokkurra þátta. Hins vegar, þegar vörumarkaður hefur verið skil- greindur, þarf að finna það svæði þar sem samkeppni á sér stað um sölu á vörunni. Meginviðmið um skilgrein- ingu landfræðilegs markaðar er að hann taki til afmark- aðs landsvæðis þar sem samkeppnisskilyrði eru sam- bærileg. Við mat á þessu geta atriði á borð við gagnkvæmni í viðskiptum milli tveggja svæða, flutnings- kostnað, ferskleika o.fl. skipt máli. Nefna má ýmis dæmi um niðurstöður markaðsskilgrein- inga úr réttarframkvæmd sam- keppnismála hérlendis og er- lendis. Í gömlu máli frá ESB voru bananar taldir lúta að- greindum markaði frá öðrum ávöxtum vegna þess hve mjúkir og meðfærilegir þeir væru. Máli var talið skipta að banana væri hægt að stappa, ólíkt öðrum ávöxtum, og þeir því hentug fæða fyrir unga, aldna og sjúka. Eftir tilkomu matvinnsluvéla á flest heimili yrði niðurstaðan trúlega önnur í dag. Landfræðilegur markaður fyrir bókaútgáfu var í nýlegu máli Samkeppniseftirlitsins skilgreindur sem Ísland sem þýddi, ásamt með fleiru, að Amazon og aðrar risastórar netverslanir með bækur töldust ekki tilheyra mark- aðinum. Augljóslega leiddi af þessu að innlendir bókaút- gefendur töldust búa yfir mun meiri styrk á markaðnum en ella hefði verið. Rétt skilgreining markaðar skiptir höfuðmáli þegar meta þarf samkeppnisréttarleg álitaefni. Sé markaður skilgreindur of þröngt kann samkeppnislögum að vera ofbeitt, en vanbeitt sé markaðsskilgreiningin of rúm. Sömuleiðis þurfa fyrirtæki helst að gera sér bærilega grein fyrir þeim markaði sem þau teljast starfa á í skiln- ingi samkeppnislaga, vilji þau hafa augun opin og vaðið fyrir neðan sig í markaðsfærslu sinni. Á hvaða markaði starfar mitt fyrirtæki? LÖGFRÆÐI Heimir Örn Herbertsson lögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR ” Bananar voru taldir lúta aðgreindum markaði vegna þess að þá væri hægt að stappa, ólíkt öðrum ávöxtum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.